Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 1
næstu önn ekki í atvinnuleit og eiga því ekki rétt á bótum. Störfin fyrir námsmenn sem ríkið og sveit- arfélögin ætla að bjóða upp á eru miðuð við 1. júní til 31. ágúst – en hver og einn fær þó aðeins vinnu í tvo mánuði. Sigrún Jónsdóttir segir að stóra spurningin sé þá sú hvernig stúdentar eigi að framfleyta sér þriðja mánuðinn þegar engin er vinnan. »5 Ákall um að fá at- vinnuleysisbætur Á þriðja þúsund manns höfðu í gær undirritað ákall Landssamtaka ís- lenskra stúdenta um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta. Sigrún Jónsdóttir, forseti Landssamtaka ís- lenskra stúdenta, segir ríflega 7.000 stúdenta ekki komna með sum- arvinnu. Með átaki stjórnvalda eiga að verða til 3.400 tímabundin störf fyrir námsmenn. Slíkt dugi ekki og því þurfi atvinnuleysisbætur að koma til. Um 70% stúdenta vinna með námi og 87% í námshléum. Margir eru því í óvissu um fjárhagsöryggi sitt á kom- andi vikum og mánuðum. Skv. reglum Atvinnuleysistryggingasjóðs teljast þeir sem hyggjast halda námi áfram á  Aðeins vinna í tvo mánuði í sumar Sigrún Jónsdóttir Ég gefst aldrei upp Aflraunamaðurinn og áhrifa- valdurinn Hafþór Júlíus Björns- son er einn sterkasti maður heims. Hann sló heimsmet í réttstöðu- lyftu nýlega þegar hann lyfti hálfu tonni og einu kílói betur. Hafþór segist leggja hart að sér til að ná sínum markmiðum en nýjasta áskorunin er að gerast boxari. 14 17. MAÍ 2020SUNNUDAGUR Fallegt heimili Fóru ekki heimóað flestir erlendir námsmenn hafi haldið heim á leið gar veiran tók yfir urðu nokkrir eftir hér á Íslandi. 10 Ásdís Rósa Hafliða-dóttir segir mikilvægtað gefa sér góðantíma í að gera upp. 18 Þ þe Á bak viðtjöldin Fannar Sveinssonskrifar,leikur ogleikstýrirsápu- óperunniSápunni þarsem leikararleika hlut-verk en líkasjálfa sig. 2 L A U G A R D A G U R 1 6. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  115. tölublað  108. árgangur  ÓTRÚLEGT ÁR HJÁ ÖRNU KRISTÍNU ALFREÐ TILBÚINN Í SLAGINN Á NÝ LEIKIÐ Í ÞÝSKALANDI 36VEL TEKIÐ Í KANADA 38 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Talsvert fjölgaði í hópi þeirra við- skiptavina Icelandair Group sem kölluðu eftir endurgreiðslu vegna niðurfelldra fluga í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra lýsti því yfir í byrjun vikunnar að flugfélagið stefndi í þrot að öllu óbreyttu. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Mikilvægasta leiðin sem félagið hefur til þess að viðhalda lausafjár- stöðu sinni er að fá viðskiptavini til þess að umbreyta kröfum í inneign- arnótur. Í upphafi árs voru bókfærð- ar fyrirframinnheimtar tekjur vegna farmiðasölu að fjárhæð 154,2 millj- ónir dollara, jafnvirði 22,5 milljarða króna. Í nýjum árshlutareikningi eru þessar tekjur aðeins bókfærðar á 26,9 milljónir dollara, jafnvirði 3,9 milljarða króna. Ástæðan er sú að félagið hefur ákveðið að stíga varúðarskref og skilgreina kröfur viðskiptavina að stórum hluta sem annars konar skammtímaskuldir en þær sem fel- ast í óflognum ferðum. Virðist sú skuldfærsla nema allt að 232,1 millj- ón dollara, jafnvirði 33,9 milljarða króna þótt ekki sé upplýst með ná- kvæmum hætti í reikningnum hverj- ar skuldbindingar félagsins vegna fyrirframinnheimtra flugfargjalda í raun eru. »2, 20 Kvik lausafjárstaða  Icelandair Group rær öllum árum að því að umbreyta kröf- um viðskiptavina í inneignarnótur  Orð ráðherra höfðu áhrif Morgunblaðið/Eggert Flug Icelandair flýgur nú aðeins brotabrot af upphaflegri áætlun. Sólin skein glatt í Reykjavík í gær og gaf fyrirheit um ljúft sum- ar. Ylströndin í Nauthólsvík er vinsæll baðstaður og meðal gesta þar í gær voru ungir sundmenn sem tóku myndir á sím- ann hver af öðrum og sendu svo út í veröldina í gegnum sam- félagsmiðla. Sund er yndi Íslendinga og flestir hlakka til þess að laugar verði aftur opnaðar á miðnætti á sunnudagskvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á vordegi í Nauthólsvík HEKLA · Laugavegi 170 · Sími 590 5000 · Hekla.is/kjarakaup KJARAKAUP Takmarkað magn!Byrjaðu sumarið á nýjum bíl! Fyrstur kemur fyrstur fær!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.