Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Íkófinu fundum viðekki strax réttuorðin til að lýsafyrirbærum og reglum sem við þekktum ekki. Við urðum að finna ný orð og þau streymdu fram. Þessi orðasmíð var ekki aðeins samkvæm- isleikur, heldur vitni um þrá til að lýsa tilfinn- ingum og aðstæðum á nýjum tímum. Orðið kóf er gott dæmi. Í febrúar hefðum við sagt það lýsa þéttu snjófoki í nokkrum vindi, eins og sagt er í Nútímamálsorðabókinni (sjá málið.is). En þeg- ar komið var í samkomubann vegna COVID-19 smellpassaði það til að lýsa þeirri óvissu og þokukenndu tilveru sem við fundum okkur í. Í þessu samhengi er gaman að rifja upp færsluna um orðið í Orð- sifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar, einnig á málið.is. Kóf merkir þar: ‚mikið snæfok; reykjar- eða gufuþykkni, svitabað; andköf, erfiður andardráttur’; sbr. fær. kógv, kóv ‘dimm þoka, snæfok’, nno. kov ‘dimmt él eða regnskúr; ísstífla, andþrengsli,…’, sæ. máll. kôva ‘skaf- hríð’. Af kóf er leidd so. kófa ‘fjúka þétt (um snjó)’, sbr. nno. kôva ‘þykkna í lofti,…’; kóf <*kwōða-. Sjá kaf, káfi, kvef, kvæfa, kæfa. Sumt í skýringunni á jafnvel við sjúkdómseinkenni CO- VID-19 og í lok færslu er nefnt skyldleikaorðið kvef. Svo var það tveggja metra reglan. Hvernig áttum við að lýsa þessari erfiðu fjarlægð sem skylt var að halda í heiðri svo vikum skipti milli ástvina og vina? Ei- ríkur Rögnvaldsson tók nokkrar tillögur saman á fb-síðu sinni þann sjötta apríl: bil á milli fólks, fárými, félagsbil, félagsfjarlægð, félagsfjærni, fé- lagsforðun, félagsgrið, félagsnánd, fjarrými, fjarstaða, fjarstæða, frákví, frávist, frávígi, friðrými, heilsurými, hæfileg fjarlægð, lýð- helgi, lýðrými, mannhelgi, millibilsástand, nándarmörk, náunganánd, olnbogarými, rými, rýmisfirð, rýmisforðun, rýmisnánd, rýmistóm, samskiptafjarlægð, seiling, smitbil, smitfirð, smithelgi, smitnánd, smitrýmd, snertibil, snertilaust svæði, sóttvarnabil, sóttvarna- fjarlægð, sýkingarfjarlægð, sýkingarmörk, tveggja metra reglan, tveggjaseilingahaf, viðtalsbil, Víðisfjarri. Tungumálið er í sífelldri endurnýjun, nýjar hugmyndir og ný fyr- irbæri kalla á sífellt á ný orð. Orwell skrifaði fræga ritgerð um nauð- syn þess að tala skýrt. Merkingin á að finna orðin, ekki öfugt, segir hann. Við eigum ekki að vera föst í klafa orðfæris og hugmynda sem tilheyra öðrum tíma, annars konar samfélagi. Baráttan um tungumálið er inngróin allri mannréttindabaráttu, kvennabaráttu og baráttu hinsegins fólks. Orðin mega ekki reisa hindranir milli okkar sjálfra og tjáningarinnar, milli þessi sem við hugsum og getum sagt. Og þau verða að hitta í mark. Eftirtektarverð var grein Berglindar Rósar Magnúsdóttur um umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins í Kjarnanum þann níunda apríl. Um leið og hún kallaði þessi fyrirbæri sínum réttu nöfnum urðu þau sýnileg og ljós, misskipting og misnotkun afhjúpaðist. Tungumálið á að vera frels- andi. Tungumálið á að vera frelsandi Tungutak Guðrún Nordal gnordal@hi.is Kóf „Tungumálið er í sífelldri endurnýjun, nýjar hugmyndir og ný fyrirbæri kalla á sífellt á ný orð.“ Egill Helgason, einn kunnasti sjónvarpsmaðurlandsins, birti fésbókarfærslu fyrir nokkrumdögum þar sem hann segir m.a.:„Kvíði er helvítis melur. Því er líkast að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Maður er inni- lokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafn- óðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að mað- ur sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega og endur- tekur fyrir manni þráhyggjurnar, sem eru eins og fleyg- aðar í kollinn á manni. Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmi- lega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram.“ Það þarf mikinn kjark hjá þekktum sjónvarpsmanni, sem hefur árum saman verið reglulegur gestur á skjánum heima hjá fólki, að opinbera líðan sína með þessum hætti og skýra þar með fjarveru sína af skjánum um skeið – en um leið beinir hann athyglinni að því sem reynslan hefur kennt okkur að eru, auk annars, eins konar aukaverkanir þjóðfélags- legra sviptinga af margvíslegum toga, þótt þær eigi sér í hans tilviki lengri sögu að því er fram kemur í samtali Egils við DV. Við höfum reynslu af því frá hruninu að andlegar þján- ingar virtust aukast hjá mörgum, ekki sízt þeim sem voru veikir fyrir. Þeir sem starfa á þeim vettvangi hafa gert sér grein fyrir að það mætti búast við endurtekningu á því vegna þeirra atburða sem við upplifum nú. Og nú hafa Sameinuðu þjóðirnar varað við því sama. Á nokkrum síðustu vikum hafa gerzt alvarlegir atburðir í lífi fólks, sem ekki hefur verið sagt frá opinberlega (það á ekki að segja frá öllu opinberlega) en staðfesta þær áhyggjur. Það skortir ekkert á opnar umræður um geðheilbrigðis- mál nú á tímum en staðan nú ætti að verða okkur hvatning til þess að gera þær umbætur á heilbrigðiskerfinu, sem tryggi sterkari miðstýringu á aðgerðum til þess að fylgja ákvörðunum stjórnvalda eftir. Fyrir nokkrum árum var samþykkt á Alþingi þings- ályktunartillaga um geðheilbrigðismál, þar sem þingið markaði skýra stefnu og setti upp eins konar verkefnalista á því sviði. Sumt af því hefur gengið vel, annað hefur farið hægar af stað en æskilegt er, eins og gengur. En kannski er það vegna þess að þeirri stefnumörkun hefðu þurft að fylgja einhverjar skipulagsbreytingar hjá framkvæmda- valdinu. Þetta er málaflokkur af þeirri gerð að þeir sem stjórna framkvæmdinni þurfa að hafa brennandi áhuga á umbót- um á þessu sviði, annaðhvort vegna eigin kynna af þessum vandamálum eða vegna náinna ættingja eða vina. Það er nóg til af fólki á Íslandi, sem hefur slíkan brennandi áhuga á geðheilbrigðismálum, eins og sjá má af þeim fjölmörgu samtökum sem sprottið hafa upp á því sviði og vinna merkilegt starf. Og vegna þess að við vitum að búast má við vaxandi vandamálum af þessu tagi á næstu mánuðum er tímabært að stjórnvöld grípi til róttækra skipulagsbreytinga sem tryggi þá sterku miðstýringu sem að framan var nefnd, nú á næstu vikum og mánuðum, þannig að þær verði komnar til framkvæmda með haustinu. Þessum vandamálum tengjast önnur sem upp koma í daglegu lífi fólks, og þar er heimilisofbeldi sennilega efst á blaði. Það eru vísbendingar um það nú þegar að það sé að aukast. Egill Helgason talar um „skömmina“ sem þessum þján- ingum fylgir. Það er sú „skömm“ sem gerði það að verkum fyrr á tíð að í fjölskyldum var þagað um alkó- hólisma. Það var sama „skömm“ sem gerði það að verkum að ekki mátti tala um geðveiki í fjölskyldum. Það er búið að hrekja hana á brott bæði vegna alkóhólisma og geðveiki en hún er enn til staðar vegna heimilisofbeldis og barnaníðs. Nú er lag til að gera átak í þessum efnum, sem nær til margra þátta þessara mála, vegna þess að það er orðinn svo víðtækur skilningur í samfélaginu á því hversu mik- ilvægt það er. Þess vegna er tímabært að þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setjist niður og ræði sín í milli hvaða skipulagsbreytingar þurfi að gera til þess að tryggja markvissari og skjótari framkvæmd geðheil- brigðisáætlunar Alþingis, og hvaða mál það eru sem hafa komið upp eftir að sú ályktun var gerð og bregðast þarf við. Við erum sem samfélag komin nægilega langt á þroska- ferli okkar í þessum málum til þess að skilja mikilvægi þess að þeir sem hafa kynnzt þessum vandamálum á eigin skinni komi við sögu þegar kemur að því að móta og fram- kvæma viðbrögð samfélagsins. Með frumkvæði sínu hefur Egill Helgason varpað skýru ljósi á þennan þátt málsins. Þeir sem þekkja vandann sjálfir eru bezt færir um að tak- ast á við hann. Þeir dagar eru liðnir að þunglyndi, hvort sem það er vægt eða djúpt, flokkist undir „aumingjaskap“, en það er orðið sem notað var í gamla daga um þann sjúkdóm. Kórónuveiran er erfið viðureignar en hún getur leitt til betra samfélags í framtíðinni vegna þess að hún varpar kastljósi samtímans á veika punkta í samfélagsgerðinni, sem hafa ekki notið nægilegrar athygli. Og með því að taka til hendi á því sviði getum við tryggt að þrátt fyrir allt leiði hún til einhvers góðs. Það er ekki ólíklegt að sá kvíði sem Egill Helgason lýsir sem „helvítis mel“ nái í vægri mynd til stórs hluta þjóð- arinnar, þegar horft er fram á veg. Enda má finna í viðbrögðum fólks við færslu hans bæði skilning og samkennd. Skilningur og samkennd samfélags Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is „Sinn eigin fangi og fangavörður“ Allt frá árinu 1024 hefur máttskipta Íslendingum í Þveræinga og Nefjólfssyni. Þetta ár sendi Ólafur digri Noregskonungur íslenskan hirðmann sinn, Þórarin Nefjólfsson, til landsins í því skyni að auka hér ítök sín. Mælti Þórarinn fagurlega um kosti konungs á Alþingi. Einar Þveræingur svaraði því til, að Ólafur digri kynni að vera kostum prýddur. Hitt vissu menn þó, að konungar væru misjafnir, sumir góðir og aðrir ekki, og væri því best að hafa engan konung. Íslendingar skyldu vera vin- ir konungs, ekki þegnar. Snorri Sturluson, sem færði þessa ræðu í letur, var með henni að segja hug sinn. Hann vildi ekki gangast undir yfirráð Noregskonungs, en halda þó vináttu við Norðmenn. Eins sagði Jón Þorláksson í minning- arorðum um Hannes Hafstein, að stefna hans í utanríkismálum hefði verið að afla þjóðinni þess fyllsta sjálfstæðis, sem farið gæti saman við gott samstarf við Dani, ekki síst um fjárfestingar á Íslandi. Þeir Snorri, Hannes og Jón voru allir Þveræing- ar. Í sjálfstæðisbaráttunni bar lítt á Nefjólfssonum. En upp úr 1930 kom til sögu hópur, sem talaði um Stalín af sömu hrifningu og Þórarinn forð- um um Ólaf digra, enda hafði hóp- urinn þegið gull úr hendi hins aust- ræna harðstjóra eins og Þórarinn mála forðum af konungi. Þeir Einar Olgeirsson og Kristinn E. Andrésson áttu tíðar ferðir í sendiráð Ráðstjórn- arríkjanna við Túngötu til að sækja fé, sem raunar virðist ekki hafa skilað sér í fjárhirslur flokks þeirra, blaðs eða bókafélags. Þeir voru sannkall- aðir Nefjólfssynir. Í Icesave-deilunni 2008-2013 mátti greina sömu skiptingu. Við Þveræ- ingar vildum virða allar skuldbind- ingar Íslendinga við erlendar þjóðir, en töldum íslensku þjóðina ekki þurfa að taka ábyrgð á viðskiptum einka- aðila erlendis. Þótt kostað hefði stórfé, vildu Nefjólfssynir, þar á með- al flestir samkennarar mínir, hins vegar ólmir þóknast ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins, sem hafði farið fram af óbilgirni í garð Ís- lendinga. Sem betur fer sigruðum við Þveræingar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þveræingar og Nefjólfssynir SHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 s RKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DAL A4 tréskrúfur fráArvidNilsson Ryðfríar og sýru- heldar tréskrúfur fyrir krefjandi aðstæður. vfs.i A4TRÉSKRÚFUR MAÍTILBOÐ 4,2 x 42mm 250 stk 1.790 4,2 x 56mm 250 stk 2 190 kr. 4,8 x 75mm 200 stk 2.890 kr. k . 25% afsláttur af öðrum A4 tréskrúfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.