Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta mál náði ekki fram að ganga að þessu sinni. Ég fagna umræðu um þessi mál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, spurður um afstöðu VG til fram- kvæmda Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Suður- nesjum. Hann tekur fram að viðhalds- þörf á svæðinu hverfi ekki þó ekki hafi orðið af framkvæmdum nú, en eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni stóðu Vinstri græn í vegi fyrir 12-18 milljarða króna framkvæmdum á svæðinu. Þær hefðu skapað hundruð starfa en lít- ils mótframlags var krafist af hálfu íslenska ríkisins. Að sögn Guðlaugs hefði með þessu verið hægt að bregðast að hluta við miklu atvinnuleysi á svæð- inu, en samkvæmt nýjustu tölum var skráð atvinnuleysi í Reykja- nesbæ um 28% í lok apríl. „Þetta var ákveðið átak sem ég lagði fram, en þetta var svo sem ekki eina hugmyndin sem ekki náði fram að ganga. Ráðuneytin lögðu öll til tillögur að innviðauppbyggingu, en á þessu stigi varð ekkert af mín- um hugmyndum. Það er í raun ekk- ert annað um það að segja,“ segir Guðlaugur. Hann vill þó ekki dvelja við málið heldur einbeita sér fremur að öðrum aðkallandi verkefnum. „Þetta voru aðstæður sem sköpuðust í vor og við vorum beðin um að leggja fram til- lögur. Að þessu sinni hlaut mín ekki brautargengi,“ segir Guðlaugur. Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Kjartan Má Kjartansson, bæj- arstjóra Reykjanesbæjar, sem sagði að framkvæmdirnar hefðu vegið þungt fyrir samfélagið á Suðurnesj- um. Spurður hvort ekki hefði verið betra að halda í framkvæmd sem þessa og þannig skapa fjölda nauð- synlegra starfa segir Guðlaugur að afstaða hans sé skýr. „Almennt er það verkefni okkar að skapa verðmæti ásamt því að fjölga og vernda störf. Þetta voru tillögur sem miðuðu að því en voru ekki samþykktar. Menn vita svo sem alveg hvaða afstöðu ég hef í þessum málum og ég þarf ekkert að bæta við það,“ segir Guðlaugur. Viðhaldið hverfur ekki  Skýr afstaða utanríkisráðherra  Fagnar umræðu um framkvæmdir Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrlur Atlantshafsbandalagið framkvæmir æfingu í Keflavík. Viðhalds er þörf á öryggissvæðinu á Suðurnesjum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór Þórðarson Menntamálaráðherra hefur sam- þykkt tillögu Minjastofnunar Ís- lands um friðlýsingu Laxabakka við Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund. Húsið átti og reisti Ósvaldur Knudsen (1899-1975) málarameistari og kvik- myndagerðarmaður. Laxabakki, sem var veiði- og sum- arhús, er sambland torfbæjar og timburhúss en hefur mjög sterk höf- undareinkenni. Baðstofa hússins er smíðuð skv. aldagamalli hefð. Finnski arkitektinn Alvar Aalto, sem m.a. teiknaði Norræna húsið í Reykjavík, kom að Laxabakka árið 1968 og sagði þetta fegurstu bygg- ingu á Íslandi. Í friðlýsingartillögu Minjastofn- unar Íslands kemur fram að varð- veislugildi Laxabakka sé mikið þrátt fyrir bágborið ástand hússins, og felst það gildi þess ekki síst í sam- spili byggingarlistar við náttúru og umhverfi. „Ég fagna því að þetta fal- lega og sögufræga hús fái þá við- urkenningu sem því ber. Húsið hef- ur mikla sérstöðu en fá torfhús með burstalagi eru enn uppistandandi á SV-horni landsins,“ segir í tilkynn- ingu, haft Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laxabakki Húsið í Grímsnesinu er torfbær, nánast hluti af landslaginu. Fegursta húsið á Íslandi friðlýst Þegar þú ferð með fjölskylduna í ísbíltúr tekur atvinnulífið kipp. Þegar íssalinn lætur flísaleggja baðherbergið kemur annar kippur. Flísarinn lætur standsetja gamla hjólið sitt fyrir sumarið og enn kemur kippur, sem heldur áfram þegar hjólaviðgerðar- maðurinn kaupir íslenskan trúlofunarhring handa kærustunni. Loksins. Allt í einu er allt komið af stað á ný. ATVINNULÍFIÐ ER LÍF OKKAR ALLRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.