Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI KOMIN AFTUR Í BÍÓ TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN ! GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég rétt slapp til Óslóar áðuren kórónuveiran lamaðisamgöngur og naut mín á by:Larm-tónlistarhátíðinni góðu í endaðan febrúar (hvar Hildur Guðnadóttir var einnig verðlaunuð með Norrænu tónlistarverðlaunun- um). Ég var staddur í einhverju hótelanddyrinu er ég rak augun í Jazznytt, djasstímarit sem Rob Yo- ung ritstýrir, en sá mektar- tónlistarpenni hefur nú verið búsett- ur í Ósló í tæpan áratug. Rak mig þá enn fremur í rogastans yfir forsíð- unni, því að þar stóð Oddrún Lilja og meðfylgjandi mynd af ungum, brött- um gítarleikara. Þegar ég fletti blaðinu kom í ljós að hún var Jóns- dóttir og mig farið að gruna sterk- lega að hér færi Íslendingur. Reynd- ist það svo vera. Ég vissi hins vegar ekkert um viðkomandi og lítið fann ég af fréttum hérlendis. En greini- lega nóg í gangi í Noregi, sé téð for- síða notuð sem vísbending. Ég setti mig í samband við Odd- rúnu og forvitnaðist frekar um hana. Fór svo að við ræddum stutt saman í síma, fyrir tilstuðlan Whats- app, og í endann kveikti hún á vef- myndavélinni og var hún þá stödd í norskum firði. Hvað annað! Samtalið fór fram á ágætri íslensku, eitthvað sem hún hefur haldið við þrátt fyrir að hafa verið að mestu í Ósló alla sína ævi. Hún er íslensk í aðra ættina, bjó á Íslandi þegar hún var eins árs í smátíma og svo aftur í eitt ár þegar hún var 11 Sannkallaður djassgeggjari Ljósmynd/Anne Valeau ára. Stundaði þá nám í Austurbæjar- skóla og gat þá nært íslenskuna. Oddrún segir mér að hún hafi lært tónlist í Ósló og þrátt fyrir ung- an aldur er hún þegar orðin afar víðförul, bæði landfræðilega og tón- listarlega. Hún hefur þannig leikið tónlist víða um heim, í Indlandi, Nepal, Líbanon og í Afríku m.a. Nítján ára fór hún til New York og lék þar með þekktum djössurum og var það kveikjan að öllum þessum ferðalögum. Hún segir mér að til- drögin hafi alltaf verið mismunandi, en ferðalögin hafi eðlilega gert hana ríkari af reynslunni, auk þess sem hún leggur sig fram í dag um að flétta tónlist ólíkra landa saman við sína eigin. Auk sólóspilamennsku hefur hún einnig spilað með sveitum á borð við Moksha, Bugge Wessel- toft’s New Conception of Jazz og Frode Haltli’s Avant Folk. Hún fór þá í tvær ferðir til Íslands, 2014 og 2018 til að átta sig á djasssviðinu hér. Spilaði hún með Matthíasi Hem- stock, Sigrúnu Jónsdóttur og Leifi Gunnarssyni í fyrri ferðinni, en þau Ingi Bjarni Skúlason, Þorgrímur Jónsson, Jan Kadereit og Matthías Hemstock léku með henni í seinni ferðinni. Í haust kemur svo út plata eftir hana sjálfa, Marble, sem hún vinnur undir hljómsveitarnafninu LILJA, og bera lögin nöfn þeirra borga sem hún hefur sótt heim. „Ég er atvinnu- maður í dag, já,“ segir Oddrún og brosir kankvíslega. „Nóg að gera. Senan hérna í Noregi er mjög opin núna, líklegast sú tilraunakenndasta á Norðurlöndum akkúrat núna.“ Mikið sé um spuna og stílaflökt, og „hefðbundinn“ djass fari nánast með veggjum í augnablikinu. Hún segir þetta þó ekki alltaf hafa verið svona, og þetta komi í bylgjum. Við kveðj- umst loksins með kurt og pí og ég fæ að líta rétt einu sinni á fjörðinn fagra áður en útsendingu er slitið. »Hún segir mér aðtildrögin hafi alltaf verið mismunandi, en ferðalögin hafi eðlilega gert hana ríkari af reynslunni, auk þess sem hún leggur sig fram í dag um að flétta tónlist ólíkra landa saman við sína eigin. Oddrún Lilja Jóns- dóttir er 28 ára gamall djassgítarleikari og hefur verið að gera það gott í Noregi að undan- förnu, hvar hún býr og er uppalin. Á forsíðunni Oddrún Lilja fram- an á tímaritinu Jazznytt. Víðförul Oddrún Lilja Jónsdóttir býr og starfar í Ósló og keyrir farsælan feril. Leikstjórinn Ein- ar Egilsson var fenginn til að taka upp hluta af myndbandi við „Bigger Love“, lag bandaríska tónlistarmanns- ins John Legend, sem framleitt var með hraði. Lagið er það nýjasta úr smiðju Legend og segir í tilkynningu að leikstjórar víða að úr heiminum hafi verið valdir til að kvikmynda fólk heima fyrir á tímum COVID-19-faraldurs- ins. Var myndefni frá yfir 20 lönd- um nýtt í myndbandið og ætlunin að sýna samstöðu og breiða út boð- skap ástar og umhyggju. Einar átti í samstarfi við Nova á Íslandi við gerð síns hluta mynd- bandsins og var myndabandið svo frumsýnt í þættinum The Voice í Bandaríkjunum 12. maí og má nú finna það á YouTube. Gerði hluta mynd- bands Legend John Legend Ragnar Hólm opnar málverka- sýninguna KÓF í dag kl. 14 í Deiglunni á Ak- ureyri. Ragnar sýnir olíumál- verk sem hann málaði á síðustu mánuðum og segir í tilkynn- ingu að þau end- urspegli undar- lega tíma einangrunar og ótta. „Í kófinu ægir saman sterkum kenndum. Þar blandast saman inni- lokun og ótti, einangrun og ofstæki, ástúð og ofbeldi. Að vera lokaður frá umheiminum langtímum saman, aleinn eða með sínum nánustu. Sést þá úr hverju mannskepnan er gerð og hvað býr inn við beinið? Hversu varnarlaust getur mannkynið orð- ið? Málverkin eru þannig eins kon- ar óreiðukennd tilraun um mann- inn,“ segir í tilkynningu. Kristján Edelstein, Pálmi Gunn- arsson og Phil Doyle munu leika djassaðan blús við opnunina í dag og verður sýningin aðeins opin í dag og á morgun frá kl. 14 til 17. Innilokun á striga Hluti málverks eftir Ragnar Hólm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.