Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020
✝ Lilja KristínEyjólfsdóttir
Kolbeins fæddist í
Bygggarði á Sel-
tjarnarnesi 10. apríl
1928. Hún lést á
dvalarheimilinu
Grund í Reykjavík
28. apríl 2020. For-
eldrar hennar voru
Ásta Helgadóttir
Kolbeins (1902-
1996) og Eyjólfur
Kolbeins Eyjólfsson (1894-1947),
bóndi og verslunarmaður á Sel-
tjarnarnesi. Systkini Lilju voru
Þórey (1927-1997), gift Ólafi
Einari Ólafssyni (1928-1974),
Eyjólfur (1929-2002), kvæntur
Ernu Kristinsdóttur Kolbeins (f.
1934), Andrea Halla (1930-
2012), gift Peter Lockhart
(1918-2008) og Ásta (1933-2018),
gift Andrési Péturssyni (1931-
1999).
Haustið 1930 fluttist fjöl-
skyldan í nýreist steinhús að
Kolbeinsstöðum í Lamba-
staðamýri á Sel-
tjarnarnesi, en
hafði þá um sum-
arið búið á Grænu-
mýri. Haustið 1936
fluttist fjölskyldan
aftur vestur í Bygg-
garð og var þar
fram að hernámi,
árið 1940. Fjöl-
skyldan bjó þá um
hríð á Leifsgötu 9,
en flutti árið 1942
að Kolbeinsstöðum. Þar átti Lilja
heimili næstu áratugi, lengst af
aðeins með móður sinni. Frá
1995 til 2019 bjó Lilja á Vestur-
vallagötu 1, en flutti síðan á
Grund.
Lilja lauk prófi í hárgreiðslu
við Iðnskólann 1947 og starfaði
við þá iðn um skamma hríð. Hún
var þerna og síðar yfirþerna á
Gullfossi öll árin sem hann sigldi,
1950-1973. Eftir það starfaði hún
stutt á Hótel Sögu, en lengst af
við símavörslu í stjórnarráðinu.
Útförin fór fram 8. maí 2020.
Nú hefur Lilja frænka kvatt
okkur og haldið á vit nýrra æv-
intýra.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann frá barn-
æsku minni og uppvexti. Að eiga
frænku sem Lilju sem sigldi á
Gullfossi var nokkuð til að vera
hreykinn af.
Margar góðar gjafir gaf hún
mér, t.d. dúkku sem er til enn,
dúkkurúm og dúkkuvagn, að
ógleymdum nælonsokkum með
tíglamunstri og rósóttum, nokk-
uð sem enginn annar átti. Þetta
var allt nýtt fyrir okkur og nýj-
asta tíska.
Minningin um allar ferðirnar
með pabba að sækja Lilju þegar
skipið kom að bryggju og fá að
fara um borð.
Alltaf var gaman að koma til
Lilju, spjalla og sjá alla fínu
hlutina hennar. Lilja lét alltaf
lítið fyrir sér fara, hún fylgdist
vel með okkur öllum, vissi af-
mælisdaga og nöfn okkar í stór-
fjölskyldunni.
Það er ógleymanlegt okkur
fjölskyldunni þegar hún og
Dúdda systir hennar komu í
heimsókn til okkar til Bandaríkj-
anna þegar við bjuggum þar.
Það var dýrmætur tími sem
aldrei gleymist.
Síðustu átta ár hef ég búið í
Noregi, við Lilja höfum haft
mikið símasamband og reyndum
að fara á kaffihús þegar ég kom
heim til Íslands.
Oft var spjallað fram á nótt
um heima og geima og rifjaðar
upp gamlar sögur og fleira. Þá
var mikið hlegið.
Lilja varð voða glöð þegar
hún vissi að ég væri að flytja
heim aftur og við ætluðum að
fara á kaffihús, en náðum því
ekki vegna Covid 19. En hún
beið eftir mér og ég átti mörg
samtöl við hana í síma og gegn-
um glugga á Grund.
Takk fyrir allt.
Kveðja,
Elín Karólína Kolbeins (Ella).
Lilja frænka er látin. Hún var
sú eina sem eftir lifði í systk-
inahópnum í Bygggarði og á
Kolbeinsstöðum og var stundum,
að eigin sögn, orðin södd lífdaga.
Lilja ólst upp í heimahúsum.
Lífið var þá fremur fábreytt, en
ágætt, og enginn skortur um-
fram það sem almennt var á Ís-
landi á fjórða áratugnum. Hún
undi sér með systkinum sínum
við leiki í túninu og í fjörunni og
lærði til bókar í Mýrarhúsa-
skóla. Þótt gangan þangað úr
Bygggarði hafi ekki verið lengri
en hún er í dag var hún oft erfið,
því þá var Nesið óbyggt og
hvergi skjól fyrir vetrarstorm-
um.
Á óveðursdögum leyfði stræt-
isvagnstjórinn börnunum á ystu
bæjunum að sitja í á leiðinni
heim. Það mundi Lilja og var
honum þakklát alla ævi.
Á unglingsárum lærði Lilja
hárgreiðslu í Iðnskólanum og
starfaði hún við þá iðn um hríð.
Var það henni eftirminnilegt að
vinna fyrir peningum í fyrsta
sinn og að geta keypt skraut-
vöru í búð í Reykjavík til að
færa móður sinni á jólunum
1947. Á þeim árum voru notuð
ýmis hársnyrtiefni sem fóru illa í
Lilju og meðal annars þess
vegna réðst hún til starfa á nýja
Gullfossi þegar hann var keypt-
ur, árið 1950. Auk þess voru
launin betri á sjó en í landi.
Lilja var þerna og síðar yf-
irþerna á Gullfossi allan þann
tíma sem hann sigldi frá Íslandi
og er sá tími tvímælalaust há-
punktur í lífi Lilju.
Starfið á Gullfossi og heim-
sóknir í erlendar hafnir voru
óþrjótandi uppspretta sagna og
minninga, ekki síst fyrstu árin,
þegar Gullfoss var í siglingum í
Frakklandi og Norður-Afríku.
Lilja hélt heimili með móður
sinni áratugum saman á Kol-
beinsstöðum þar til móðir henn-
ar flutti á dvalarheimilið Eir í
hárri elli. Flutti Lilja þá í íbúð
sína á Vesturvallagötu 1, en
þeirri íbúð hafði hún safnað sér
fyrir með með margra ára spar-
semi og nægjusemi. Eins og á
Kolbeinsstöðum einkenndist
heimili Lilju af smekkvísi og al-
úð. Margt var til skrauts, en allir
hlutir áttu sér stað og það var
aldrei hin minnsta óreiða.
Lilja var reglusöm, hagsýn og
nýtin. Ekki var nóg með að hún
færði systkinabörnum sínum
reglulega gjafir frá útlöndum,
heldur færði hún árum saman
ýmsan varning heim til daglegra
þarfa stórfjölskyldunnar, varn-
ing sem ýmist var erfitt að fá á
Íslandi, eða var dýrari en í út-
löndum.
En svo var Gullfoss seldur og
eftir það starfaði Lilja lengst af
á símaborði stjórnarráðsins.
Þótt það hafi ekki verið eins
mikið ævintýri og árin á sjónum
var margs að minnast frá þeim
árum. Sérstaklega þótti henni
mikið til Vilhjálms frá Brekku
koma, en auk þess að vera al-
þýðlegur maður hætti hann að
veita brennivín í veislum. Það
þótti Lilju vel gert.
Lilja var mjög umhyggjusöm
og ósérhlífin. Hún annaðist móð-
ur sína í veikindum og elli dag-
lega í mörg ár og síðar systur
sínar, Þóreyju og Höllu. Lilja og
Þórey systir hennar ferðuðust
stundum saman til útlanda, en
annars voru áhugamál ekki fyr-
irferðarmikil í lífi Lilju og ef hún
var spurð um þau sagði hún að
lengst af hefði ekki verið tími til
margs annars en að vinna, halda
heimili, sinna því sem þurfti að
sinna, borða og sofa.
Haraldur Ólafsson
Lilja var góð við mig. Hún var
alltaf að hella upp á kaffi fyrir
mig. Hún var svo ljúf. Við vorum
oft að búa til báta saman. Það
var yndislegt að hafa hana hjá
mér. Einu sinni þegar við vorum
í Keflavík fauk af henni „pott-
lokið“. Þá fór hún að hlæja. Þá
fórum við öll að hlæja. Hún var
alltaf svo góð við mig. Lilja var
amma sem ég gat treyst.
Haraldur Þorgeirsson.
Lilja Kristín Eyj-
ólfsdóttir Kolbeins
✝ ÞorsteinnGuttormur
Halldórsson fædd-
ist á Sætúni á
Langanesi, Norð-
ur-Þingeyjarsýslu,
hinn 5. nóvember
1946. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans hinn 30.
apríl 2020.
Foreldrar Þor-
steins voru hjónin
Helga Gunnlaugsdóttir, f. á
Eiði á Langanesi 31. mars
1910, d. 23. nóvember 1992, og
Halldór Þorsteinsson, f. á
Syðri-Brekkum á Langanesi 6.
júní 1904, d. 17. maí 1990. Þau
bjuggu fyrst á Sætúni en fluttu
síðar að Hallgilsstöðum í sömu
sveit og þaðan til Reykjavíkur
þar sem þau bjuggu til ævi-
loka. Eftirlifandi alsystkini
Þorsteins eru: Jörgen Þór, f.
22. febrúar 1937, maki Hrefna
Kristbergsdóttir, Halldóra Þor-
björg, f. 6. maí 1940, maki
Baldur Fr. Sigfússon, Jóhanna
Margrét, f. 8. nóvember 1941,
maki Sigurður Skúlason, Arn-
þrúður, f. 17. maí
1944, Stefanía
Arnfríður, f. 7.
apríl 1948, Daníel,
f. 20. apríl 1951,
og Guðmundur, f.
19. október 1952,
maki Anna Kristín
Björnsdóttir. Áður
höfðu foreldrar
Þorsteins eignast
dreng sem and-
aðist skömmu eftir
fæðingu. Hálfbróðir Þorsteins,
sammæðra, var Kári Jónsson,
f. 20. nóvember 1930, d. 4. maí
2017, maki Guðbjörg Ágústs-
dóttir.
Þorsteinn nam húsasmíði við
Iðnskólann í Reykjavík og lauk
þaðan sveinsprófi árið 1975 og
meistaranámi í sömu grein árið
1978. Hann var einn af stofn-
endum trésmiðjunnar Fira og
síðar annar af stofnendum tré-
smiðjunnar Húsunar en við það
fyrirtæki starfaði hann þar til
hann hætti störfum.
Útför Þorsteins fór fram í
kyrrþey í Seltjarnarneskirkju
hinn 7. maí 2020.
Þorsteinn bróðir okkar lést á
líknardeild Landspítalans 30.
apríl síðastliðinn. Útför hans
hefur farið fram í kyrrþey. Þor-
steinn ólst upp í hópi átta al-
systkina, en fyrsta barn for-
eldra okkar var drengur sem
lést kornabarn. Áður hafði móð-
ir okkar eignast dreng, Kára
Jónsson, sem nú er látinn. Þor-
steinn fæddist á Sætúni á
Langanesi en þegar hann var á
þriðja árinu fluttist fjölskyldan
að Hallgilsstöðum í sömu sveit.
Hann naut barnakennslu þess
tíma, svokallaðrar farkennslu,
sem reyndist ýmsum drjúgt
veganesti. Á Hallgilsstöðum var
rekið fjárbú, en kýr hafðar til
heimilisnota. Langanes er harð-
býl sveit og þangað bárust ýms-
ar nýjungar í búskap seint og á
Hallgilsstöðum byggðist hey-
skapur lengst af á vöðvaafli
manna og hesta og hjálpsemi
góðra granna, þeirra Jónasar á
Brúarlandi og Indriða á Syðri-
Brekkum, sem töldu það ekki
eftir sér að renna yfir í Hallgils-
staði og slá nótt og nótt til að
létta undir við heyskap. Á fyrri
hluta sjöunda áratugarins voru
erfið búskaparár og ljóst að bú-
skap foreldra okkar yrði ekki
fram haldið, enda þau orðin afar
heilsutæp. Haustið 1966 flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur og
settist að í Mávahlíð 11. Þar átti
Þorsteinn heimili æ síðan. Fljót-
lega eftir að suður kom hóf Þor-
steinn nám í Iðnskólanum í
Reykjavík þaðan sem hann lauk
fyrst sveinsprófi og síðan meist-
aranámi í húsasmíðum. Hann
stofnaði trésmiðjuna Fira árið
1978 ásamt Einari og Atla
Hjartarsonum og Árna Sigurðs-
syni en seldi síðar sinn hlut og
stofnaði trésmiðjuna Húsun,
ásamt Brynjari Björgvinssyni
innanhússhönnuði, þar sem
hann starfaði allt þar til hann
hætti störfum.
Hinn 28. mars sl. kenndi Þor-
steinn mikilla verkja og var
fluttur á bráðamóttöku Land-
spítalans. Rannsóknir leiddu í
ljós krabbameinsæxli í ristli og
meinvörp í rifbeinum og lifur.
Var ljóst að þetta mein væri
ekki læknanlegt. Fyrst eftir að
meinið greindist dvaldi Þor-
steinn áfram á heimili sínu þar
sem hann naut aðhlynningar
systkina sinna með aðstoð
starfsfólks Heru, líknarþjónustu
Landspítalans. Þegar sjúkdóm-
urinn ágerðist var hann síðan
fluttur á líknardeild Landspít-
alans þar sem hann lést hinn 30.
apríl.
Þorsteinn var rólyndur mað-
ur og átti fáa vini en trausta. Í
hópi vina og ættingja naut hann
sín best, var gamansamur og
kunni vel að segja frá og var
fróður um ýmislegt enda minnið
traust. Þorsteinn var smiður
góður og vandvirkur. Hann var
einstaklega hjálpsamur við fjöl-
skyldu sína, ættingja og vini.
Hann hafði gaman af að fara
með byssu og stöng og spilaði
bridds um langt árabil. Það er
sárt að missa kæran bróður og
vita að skarð hans verður aldrei
fyllt. Þorsteinn kvartaði aldrei
og ekki voru læknisheimsóknir
hans margar um dagana. Óefað
var hann búinn að kenna sér
meins löngu áður en hann fór
loks á spítala nú í lok mars.
Þeirri hugsun verður ekki varist
að hefði það mein uppgötvaðast
fyrr hefði hann getað átt mörg
ár enn eftir ólifuð. Þorsteins
verður sárt saknað af systkinum
sínum, ættingjum og vinum.
Blessuð sé minning hans.
Fyrir hönd okkar systkin-
anna,
Guðmundur Halldórsson.
Þorsteinn Gutt-
ormur Halldórsson
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR SJÖFN EINARSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
11. maí. Jarðarför verður auglýst síðar.
Lúðvík S. Nordgulen
Einar Nordgulen Eva Nordgulen
Lúðvík Þ. Nordgulen Margrét H. Helgadóttir
Ólafur Nordgulen
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona, amma og langamma,
HULDA ERLENDSDÓTTIR HUDSON,
lést föstudaginn 1. maí á hjúkrunarheimili
í Purcell, Oklahoma.
John Hudson Anita Hudson
Richard Hudson Patricia Hudson
Rex Hudson Michelle Hudson
Erlendur Jónsson Marta Ágústsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN ÞRÁINN VESTMANN,
lést 9. maí á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útför hans fer fram í kyrrþey.
Birna S. Ingólfsdóttir Vestmann
Inga Katrín Vestmann Kristján Þ. Kristinsson
Þorvaldur Vestmann Þórdís Þórólfsdóttir
Margrét Vestmann Aðalbjörn R. Svanlaugsson
Valur Vestmann Vera W. Vestmann
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SVAVA JÓNSDÓTTIR,
Boðaþingi 24,
lést miðvikudaginn 13. maí á hjúkrunar-
heimilinu við Sléttuveg í Fossvogi.
Grímur Antonsson Björg Freysdóttir
Guðrún Clausen
Gísli Antonsson Aðalbjörg Katrín Helgadóttir
Rúnar Antonsson Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir,
mágur og frændi,
HÖRÐUR SÆVAR SÍMONARSON,
lengst af sjómaður,
Laugavegi 157, Reykjavík,
lést laugardaginn 9. maí á Líknardeildinni
í Kópavogi eftir skammvinn veikindi.
Útförin mun fara fram frá Fríkirkjunni mánudaginn 18. maí
klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana biðjum við þá sem áhuga
hafa á að fylgja Sævari að vera í sambandi við aðstandendur.
Íris Björk Harðardóttir Helgi Ernir Helgason
Anna María Harðardóttir
Hafdís Ósk Harðardóttir
Haraldur Guðjónsson Þórunn M. Ólafsdóttir
Jórunn Helena Jónsdóttir Jón Sigurðsson