Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Færa má fyrir því rök að hið opinbera hafi enga heimild í lögum til að banna samkomur fólks enda eru þær varðar í 3. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að ,,rétt eiga menn á að safnast saman vopn- lausir“ án fyrirvara. Meðalhóf er lykilatriði þegar kemur að rétti hins opinbera til inngripa á borð við skerðingu á atvinnufrelsi en ,,öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa“. Þegar gripið er til stjórnvaldsaðgerða þarf fyrst að skilgreina markmið þeirra og svo leiðir að markmiðum. Eitt augljóst markmið er að verja þá sem helst eru næm- ir fyrir veirufaraldri. Aftur á móti ber stjórnvöldum skylda til að gæta meðalhófs við val á leiðum að þessu markmiði, þ.e. að beita eins vægum úrræðum og mögulegt er til að ná settum markmiðum. Í tilfelli ákvarðana til að stemma stigu við CO- VID-19-faraldrinum geta stjórnvöld því ekki horft fram hjá því að aðgerðir þeirra takmarka fyrrgreind réttindi annarra, sem ekki eru útsettir fyrir veirunni. Í eðli sínu verður að túlka hugtakið almannahags- munir af varfærni. Þar af leiðir að ekki verður séð að þær hörmungar sem hið op- inbera hefur leitt yfir þorra almennings, sem ekki er útsettur fyrir COVID-19- faraldrinum séu með nokkru móti réttlæt- anlegar. Aðrar leiðir, eins og t.d. að verja hjúkrunarheimili eða legudeildir sjúkra- húsa, án takmarkana á rétti annarra til að koma saman eða að stunda atvinnu skv. stjórnarskránni, hefðu fullnægt skilyrðinu um meðalhóf. Reglugerðir frá heilbrigðisráðherra eru ekki jafngildar lögum frá Al- þingi heldur verða að vera á afmörkuðu sviði og geta aldrei verið í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Heimild ráðherra til að setja sóttvarna- reglur geta aldrei falið í sér að reglugerðarvald geti yfirtekið stjórn á öllu samfélaginu með altækum aðgerðum á borð við að banna öllum allt. Vald- framsal eins og þetta þarf að skilja með tilliti til þess að við búum í lögskipulögðu sam- félagi sem verður vart breytt með reglugerðum til lengri tíma, frekar en hægt er að stýra landinu með bráðabirgða- lögum. Hafi einhver réttlæting verið í þeim inn- gripum sem hið opinbera beitti, mætti vísa til þeirrar óvissu sem var um faraldurinn í upphafi. Sú staða sem upp er komin núna, þar sem viðbragðsbúnaður er til staðar og þekkt er hverjir eru í mestri hættu, er ljóst að þau inngrip stjórnvalda í rétt okkar til að koma saman og stunda atvinnu eru ekki réttlætanleg á grundvelli almannahags- muna og uppfylla ekki skilyrði um meðalhóf sem stjórnvöldum ber að virða í aðgerðum sínum. Covid 1984 Eftir Arnar Sigurðsson »Ekki verður séð að þær hörmungar sem hið opinbera hefur leitt yfir þorra almennings, sem ekki er útsettur fyrir COVID-19- faraldrinum, séu með nokkru móti réttlætanlegar. Arnar Sigurðsson Höfundur er víninnflytjandi. Nú stöndum við á miklum tímamótum sem samfélag. Co- vid-faraldurinn og kreppan sem hann hefur leitt af sér hefur varpaði ljósi á bæði styrkleika og veikleika í grunngerð sam- félagsins. Framtíðin veltur á því hvaða lærdóma við drögum af því og hvaða leiðir við veljum út úr kreppunni. Breytingar þurfa að vera á forsendum fólksins en ekki fjármagnsins. Við þurfum að tryggja fólki lífsviðurværi, góð störf, góð réttindi og gott stuðningsnet. Nú er tæki- færið til að rýna dýpra í það í hvernig sam- félagi við viljum búa. Hvernig viljum við beita okkur til varnar náttúrunni? Hvernig ætlum við að takast á við áskoranir sem framundan eru? Atvinnusköpun og örugg framfærsla ASÍ birti í vikunni framtíðarsýn sína und- ir yfirskriftinni Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll. Þar eru settar fram metnaðarfullar tillögur um at- vinnusköpun með það að markmiði að byggja fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf þar sem allir sem vilja geta fengið störf við hæfi. Sett er fram skýr framtíðarsýn um framfærslutryggingu, traust húsnæði, öfl- uga innviði og gjaldfrjálsa grunnþjónustu. Þetta eru lykilþættir til að búa Ísland undir fyrirsjáanlegar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum og tryggir að þær verði ekki til að auka á ójöfnuð og fátækt. Eitt af stóru verkefnunum fram undan er að móta ferðaþjónustuna upp á nýtt. Ferða- þjónustan hefur á skömmum tíma orðið einn af grunnatvinnuvegum landsins en það er augljóst að þessi stoð samfélagsins mun gefa eftir á komandi mánuðum og fram á næsta ár hið minnsta. Þessi samdráttur verður tímabundinn, ferðamönnum mun fjölga aftur en það er í okkar hendi að stýra því hvernig við viljum að ferðaþjónustan sé til framtíðar. Við getum nýtt lægðina til markvissrar uppbyggingar inn- viða í ferðaþjónustunni. Upp- bygging göngustíga, útsýn- ispalla, salerna og þjónustumiðstöðva við nátt- úruperlur landins er tilvalin fjárfesting á samdráttartímum. Til þess að tryggja öllum landsmönnum sambærileg tækifæri til atvinnusköpunar og lífsgæða þá verður að hraða uppbyggingu raforku- og fjar- skiptakerfisins. Við þurfum að hraða orkuskiptum í sam- göngum þar sem það er mögu- legt og efla vistvænar almenningssam- göngur. Vegvísir til framtíðar Samfélagið þarf að nýta þessa tíma til að efla menntakerfið og opna það þeim sem ekki hafa fengið tækifæri til þess að afla sér menntunar, þar á meðal sí- og endurmennt- unar. Tímabært er að setja á laggirnar sér- stakt fagháskólastig til að efla iðn- og verk- menntun en eins og staðan er í dag komast færri að en vilja í þeim fögum. Vinnustað- anámssjóð þarf jafnframt að stórefla til að tryggja nægt framboð á starfsþjálfun. Upp úr stendur að á krepputímum er hægt að taka ákvarðanir sem gera kreppuna dýrari, langvinnari og skaðlegri, eða ákvarð- anir sem skila samfélaginu sterkara en það var áður. Um það snýst valið. Með tillögum ASÍ er settur fram vegvísir til framtíðar þar sem samhliða er tekist á við áskoranir vegna loftslagsbreytinga og tækninýjunga. Nú er tíminn til að velja réttu leiðina út úr erfiðri stöðu, fjárfesta í fólki og hafna sér- hagsmunum. ASÍ mun ekki láta sitt eftir liggja. Rétta leiðin út úr kreppunni Eftir Kristján Þórð Snæbjarnarson Kristján Þórður Snæbjarnarson »Nú er tækifærið til að rýna dýpra í það í hvernig sam- félagi við viljum búa. Höfundur er 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrar- kirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Söngur Margrét Einarsdóttir og Einar Clausen. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt Jó- hönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2020 verður haldinn í Ási strax að guðsþjónustu lokinni. Dag- skrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Guðsþjónusta uppstigningardag, 21. maí, kl. 14. Jóhanna María djákni pré- dikar. Séra Sigurður þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Bjartur Logi leikur á orgelið. Kaffi í Ási á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Plokk- messa; mæting við Fógetatorg kl. 11 og gengin fjaran í átt að Bessastaða- kirkju. Við ætlum út að plokka og huga að umhverfinu og í lokin verður öllum viðstöddum boðið upp á messukaffi undir kirkjuvegg. Allir hjartanlega velkomnir og að sjálf- sögðu virðum við tveggja metra regl- una. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Organistinn Örn Magn- ússon stjórnar Kór Breiðholtskirkju. Lofgjörðar- og bænaguðsþjónusta Al- þjóðlega safnaðarins verður kl. 14. Prestur Toshiki Toma. Samtímis verður sunnudagaskóli. Steina Þorbergsdóttir djákni sér um hann. BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa 17. maí kl. 11. Daníel Ágúst og Sóley ræða við börn- in, sr. Pálmi messar. Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða söng undir stjórn Jónasar Þóris og messuþjónar að- stoða. Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar verður haldinn eftir messu. Vegna að- stæðna verður ekki boðið upp á kaffi og meðlæti eins og venja hefur verið. Það bíður betri tíma. DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Elínborg Sturludóttir þjónar og Dómkórinn syngur undir stjórn dóm- organistans Kára Þormar. 17. maí klukkan 20 er æðruleysismessa þar sem sr. Sveinn Valgeirsson, sr. Díana Ósk Óskarsdóttir og sr. Fritz Már Jörg- ensson þjóna. Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir syngur frumsamið lag við undirleik gítarleikarans Kristins Þórs Óskarssonar. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn og leiðir sálmasönginn. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhild- ar Valgarðsdóttur organista. Reynir Þormar leikur á saxófón. Sunnudaga- skólinn er á sama tíma í umsjá Mörtu og Ásgeirs. Meðhjálpari Helga Björg Gunnarsdóttir. Verið hjartanlega vel- komin. GRAFARVOGSKIRKJA | Helgihald hefst á ný 17. maí. Messa verður í kirkjunni kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og félagar úr kór Grafarvogskirkju leiða söng. Engin messa verður í Kirkjuseli né verður sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar vegna samkomutakmark- ana. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir þjóna ásamt messuhópi. Ásta Har- aldsdóttir spilar og nokkrir kórfélagar leiða söng. Við virðum 2ja metra regl- una, þvoum og sprittum hendur og megum vera 50 samtals. Kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 12. Helgistund send út á uppstigningardag á FB og heimasíðum Grensáskirkju og Bú- staðakirkju, hugleiðingu flytur Hólm- fríður Ólafsdóttir djákni. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 13. Sunnudag 17. maí hefst helgihald aft- ur í kirkjunni. Við fylgjum að sjálfsögðu öllum fyrirmælum sóttvarnalæknis og verðum meðal annars með guðsþjón- ustu og sunnudagaskóla á ólíkum tíma til að takmarka fjöldann. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, org- anisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guð- ríðarkirkju syngur. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Prestur er Þórhildur Ólafs, organisti er Guðmundur Sig- urðsson, forsöngvari. Tilmæli varð- andi fjarlægðarmörk og fjölda virt. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar að- stoða. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarf kl. 13 í umsjá Kristnýjar R. Gústavsdóttur og Ragn- heiðar Bjarnadóttur. Virðum reglur al- mannavarna. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kordíu, kór Háteigs- kirkju, leiða messusöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prest- ur er Eiríkur Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA | Ferming- armessa kl. 11. Eitt ungmenni fermt. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur, organisti er Miklós Dalmay. Aðalsafnaðarfundur Hveragerðis- safnaðar verður haldinn í Hveragerð- iskirkju þriðjudagskvöldið 19. maí nk. Venjuleg aðalfundarstörf. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudag- urinn 17. maí kl. 20. Kvöldmessa, Arn- ór Vilbergsson leikur undir söng Elm- ars Þór Haukssonar. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson héraðs- prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar- prestur þjónar, félagar úr Kór Lang- holtskirkju syngja undir stjórn Magn- úsar Ragnarssonar organista. Að messu lokinni verður haldinn að- alsafnaðarfundur Langholtssóknar, á dagskrá eru hefðbundin aðalfund- arstörf. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Vegna tak- markana verður sunnudagaskólinn al- farið í kjallara kirkjunnar en guðsþjón- ustan uppi í kirkjurýminu. Sr. Steinunn messar uppi með Steingrími Þórhalls- syni organista og félögum úr kór Nes- kirkju. Sr. Skúli verður með sunnu- dagaskólann ásamt Katrínu H. Ágústsdóttur og Ara Agnarssyni sem leikur undir. Hressing eftir samveruna. Að loknu helgihaldi verður aðalsafn- aðarfundur Nessóknar í safn- aðarheimilinu. Sandgerðiskirkja | Kvöldmessa kl. 20. Sameiginleg fyrir báðar sóknir prestakallsins. Kór Útskála- og Hvals- nessóknar syngur undir stjórn Keith Reed. Gott hreinlæti, hátt til lofts og vítt til veggja. Fyrstu 50 velkomnir í þessa fyrstu messu síðan í mars. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar og fé- lagar úr Kór Seljakirkju leiða almenn- an safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Kirkjan rúmar vel 50 þátttakendur með tveggja metra fjarlægð og því auðvelt að framfylgja öllum fyrirmælum er varðar sóttvarnir. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sig- urlaug Arnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Erla María Sveinsdóttir sér um sunnudagaskólann. Kaffi og kleinur eftir athöfn úti á hlaði kirkj- unnar. Aðalsafnaðarfundur kl. 12.15 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Nú byrjum við ekki saman inni í kirkju- skipinu heldur verðum í sitt í hvoru lagi allan tímann til að fylgja reglum al- mannavarna. Félagar í kór Vídal- ínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Sr. Jóna Hrönn Bolladótt- ir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Jóna Þórdís Eggerts- dóttir, Davíð Sigurgeirsson og Matt- hildur Bjarnadóttir leiða sunnudaga- skólann. Messukaffi fyrir utan kirkjuna og safnaðarheimilið. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta hinn almenna bænadag kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guð- mundsdóttur og sr. Bragi J. Ingibergs- son sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Aðalsafn- aðarfundur í safnaðarsal að guðsþjón- ustu lokinni. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. ORÐ DAGSINS: Sending heilags anda (Jóh. 16) Morgunblaðið/Einar FalurMelstaður í Húnavatnssýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.