Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Málþingið „Samtal um konur, hand- verk og frjálsa myndlist“ verður haldið á mánudagsmorgun, 18. maí, á Kjarvalsstöðum og hefst stundvís- lega kl. 9. Málþingið er haldið í tengslum við sýninguna Lífsfletir, yfirlitssýningu á verkum Ásgerðar Búadóttur sem var brautryðjandi á sviði listvefnaðar á Íslandi. Þátttakendur munu varpa ljósi á notkun textíls í myndlist á Íslandi og þróun hans í áranna rás, áhrifa- valda og þann kraft sem varð til meðal textíllistakvenna á áttunda áratug síðustu aldar. Málþinginu mun ljúka með umræðum. Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að skrá sig á vef lista- safns Reykjavíkur. Þátttakendur eru Aldís Arnar- dóttir, listfræðingur og sýningar- stjóri; Ragnheiður Björk Þórs- dóttir, veflistamaður, kennari og sérfræðingur á sviði vefnaðar hjá Textílmiðstöð Íslands; og Þorbjörg Þórðardóttir textíllistarmaður. Viðburðinum verður streymt á vef safnsins. Málþing á Kjarvalsstöðum á mánudag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frummælandi Aldís Arnardóttir við eitt verka Ásgerðar Búadóttur á sýningunni. Í sýningarrýminu Harbinger á Freyjugötu 1 hef- ur verið opnuð einkasýning Geir- þrúðar Finn- bogadóttur Hjörvar. Sýn- ingin nefnist Retail, eða Smá- sala, og er opin á föstudögum og laugardögum kl. 14 til 17. Á sýningunni vinnur Geirþrúður með fagurfræði verslunargeirans og skoðar viðtekin gildi neyslu- samfélagsins. Með glettni að vopni og vitneskjuna um að það er enginn einn veruleiki rýnir hún í „samtíma-- matrixið“ sem umlykur okkur. Hún nálgast viðfangsefnið með frum- spekilegum vangaveltum og bæði á hugmyndafræðilegum og efnis- legum forsendum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Harbinger. Smásala er áframhald fyrri sýninga Geirþrúðar þar sem hún vinnur með hugmyndir um „matrix“ í merking- unni „hvers kyns kerfi sem skil- greina útlínur veruleika“. Smásala Geirþrúðar í Harbinger Geirþrúður Finn- bogadóttir Hjörvar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Untold Stories, fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Birgis Steins Stefánssonar, sem notar fornafnið sem listamannsnafn, kom út 8. maí sl. á vegum Öldu Music. Platan var tekin upp í Aeronaut Stud- ios af Arnari Guðjónssyni sem rekur hljóðverið og eru öll lög og textar hennar samin af Birgi og Andra Þór Jónssyni. Platan hefur að geyma safn allra þeirra laga sem Birgir hefur þegar gefið út auk nýrra laga og hefur hún verið í vinnslu frá því í árslok 2018, „alltof lengi“ eins og Birgir orðar það. „Það er meira að segja lag á plötunni sem kom út fyrir þann tíma þannig að hún er búin að vera mjög lengi í vinnslu,“ segir hann. Birgir segir allt aðra tilfinningu að gefa út breið- skífu en eitt og eitt lag og mjög skemmtilegt. En hver er maðurinn? „Það er eðlilegt að þú vitir ekk- ert hver ég er,“ svarar Birgir kíminn, „en ég er bú- inn að vera að gefa út tónlist frá árinu 2016 undir eigin nafni og það sem búið er að koma út nú þegar er bara þessi litla EP-plata sem ég gerði 2016. Eftir það hefur þetta bara verið lag eftir lag.“ Ekki frá föðurnum komið Birgir segir ástæðuna fyrir því að hann byrjaði að fikta við tónlist ekki þá sem margir halda, þ.e. að faðir hans hafi smitað hann af tónlistarbakteríunni. „Ég vissi ekki einu sinni að pabbi væri tónlistar- maður fyrr en ég var að verða unglingur,“ segir Birgir en faðir hans er söngvarinn landsfrægi Stef- án Hilmarsson. „Allt í einu kviknaði áhugi hjá mér fyrir því að læra á trommur og ég veit ekki hvað varð til þess. Ég fékk í hendur plötu með rokksveit- inni Muse og það var ást við fyrstu sýn. Ég bað um trommusett og fékk í jólagjöf, fór inn í bílskúr og var bara þar í tvö eða þrjú ár og lærði hvert einasta Muse-lag á trommur. Það kenndi mér enginn neitt, ég lærði bara allt sjálfur. Það var búið að reyna að setja mig í píanótíma en það gekk ekkert, mér fannst tónfræðin svo leiðinleg og ég hætti mjög fljótlega í píanónáminu. Ég hafði miklu meiri áhuga á að læra eftir eyranu.“ „Fattar enginn að þetta er Íslendingur“ Birgir starfar alfarið við tónlist í dag, semur bæði fyrir sjálfan sig og aðra. „Ég er með stúdíó og er að pródúsera og taka upp og svona,“ útskýrir hann. Hann hafi fram að þessu starfað náið með félaga sínum Ragnari Má Jónssyni. „Við erum með stúdíó saman og erum aðeins að byrja að semja fyrir aðra og pródúsera.“ Lög Birgis á breiðskífunni eru poppuð, sungin á ensku og í raun ekkert sem gefur til kynna að þar fari Íslendingur. Birgir hlær að þessari athuga- semd blaðamanns. „Það er ástæðan fyrir því að það veit enginn hver ég er, það fattar enginn að þetta er Íslendingur. Ég held að það sé málið. En tekur maður þessu ekki bara sem hrósi? Ég held það,“ segir hann. Birgir segir að sér hafi gengið hvað best á er- lendum markaði, á Spotify. Lag hans „Can You Feel It“ sé að nálgast tuttugu milljón spilanir og að mestu leyti sé það spilað í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. „Það er eins og eitthvað sé í þessari tónlist sem virkar vel fyrir ákveðna erlenda mark- aði sem er bara ánægjuefni,“ segir Birgir og fagnar því hversu vinsælt fyrrnefnt lag er á Spotify. Hvað fyrirmyndir varðar í tónlistinni nefnir Birgir Muse og Coldplay og af innlendum tónlistar- mönnum nefnir hann m.a. föður sinn og Arnar Guð- jónsson, liðsmann Warmland, sem sá um upptökur á plötunni. Breyting til hins betra Í tilkynningu frá Öldu Music segir um plötuna að Birgir fari í lögum hennar yfir persónulegar sögur og lífsreynslu. Birgir segir textana í einfaldari kantinum og að í fyrstu lögunum séu þeir meira skáldskapur. Það breytist þegar líða taki á plötuna. „Ég samdi lag sem heitir „Letting Go“ sem var svo- lítið persónulegt, ég fór djúpt ofan í mína persónu- legu skúffu og fann hvað mig langaði að segja um eitthvað sem ég hefði lent í. Eftir það lag má segja að opnast hafi allar flóðgáttir og ég fór að semja meira um sjálfan mig og fannst það bara fínt en þó erfitt til að byrja með,“ segir Birgir. Eftir því sem lögunum fjölgaði varð þessi frá- sögn skemmtilegri og segir Birgir að þeir sem þekki hann best átti sig eflaust á því um hvað hann sé að syngja. „Ég er ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun, að fara að semja meira um sjálfan mig,“ segir hann að lokum. Opnar flóðgáttir  Tónlistarmaðurinn Birgir gefur út sína fyrstu breiðskífu  Eitt laganna nálgast tuttugu milljónir spilana á Spotify  Persónulegir textar á ensku Ljósmynd/Vignir Daði Persónulegt Birgir segist ánægður með að hafa tekið þá ákvörðun að semja persónulegri texta. Listaþonið STAF/ÐSETNING nefnist sýning Hörpu Daggar Kjartansdóttur og Brynjars Helga- sonar sem opnuð verður í dag kl. 16 í sýningarrýminu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi og er hún sú fyrsta sem haldin er eftir lokun vegna samkomubanns. Harpa og Brynjar eru ólíkir lista- menn en eiga í samtali í gegnum verk sín í rýminu, að því er fram kemur í tilkynningu og er þetta jafnframt fyrsta listaþonið sem fer fram í Midpunkt. Leggja þau upp í listaþon í einum þætti þar sem á sér stað væntanlegur hittingur svokall- aðra listhluta, sem þau hvort tveggja leggja til úr sínu safni, seg- ir þar og að í kapphlaupi geti besti hlauparinn aldrei tekið fram úr þeim hægasta því sá sem er á eftir þarf fyrst að komast að þeim punkti þar sem sá sem er á undan hóf hlaupið. Sá hægari haldi því ávallt forskotinu. Opnun í Midpunkt Sinfóníuhljóm- sveit Norður- lands mun hljóð- rita núna um helgina kvik- myndatónverk eftir Grammy- verðlaunahafann Steve McLaugh- lin og tónskáldið Stefan Gregory við kvikmynd sem streymisveitan Netflix fram- leiðir. Ekki má að svo stöddu segja frá því hvaða kvikmynd það er en upptökurnar eru hluti af kvik- myndatónlistarverkefninu Sin- foniaNord í Hofi á Akureyri. Segir í tilkynningu að í sam- komubanninu hafi um sextíu tón- listarmenn, hljóðmenn og sviðs- stjórar fengið aukavinnu við tvær stórmyndir fyrir Netflix. Fram- undan hjá sveitinni í sumar eru pantanir fyrir tvær stórar Holly- wood-myndir, alþjóðlega kántrí- plötu, upptökur fyrir söngleik og sjónvarpsþætti. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson er tónlistarstjóri Menningarfélags Ak- ureyrar og framkvæmdastjóri Sin- foniaNord. Taka upp tónlist við Netflix-myndir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.