Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 6
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUUNNAR Á ÍSLANDI6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Sala í flokki notaðra bifreiða hefur verið mjög góð fyrstu mánuði árs- ins,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, um bílasölu það sem af er ári. Að hans sögn vegur hagstætt verð notaðra bifreiða þar mest. Hef- ur salan af þeim sökum verið betri en í fyrra. „Það hefur verið virki- lega gott að gera hjá okkur í þessum flokki. Það er alveg greinilegt að markaðurinn er að horfa til þess að verð á notuðum bifreiðum er hag- stætt í dag,“ segir Jón Trausti og bætir við að auk þess hafi mikill erill verið í þjónustudeildum umboðsins. Það má jafnframt rekja til vænt- anlegra ferðalaga Íslendinga innan- lands. „Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í þjónustunni sem kannski sýnir að Íslendingar ætla að ferðast um landið í sumar. Það er auðvitað mjög jákvætt,“ segir Jón Trausti. Erfitt ástand á markaðnum Eins og áður hefur verið greint frá hefur bílasala í Evrópu dregist saman um allt að 85% síðustu mán- uði sökum útbreiðslu og áhrifa kór- ónuveirunnar. Hafa Ítalir orðið einna verst úti en auk þess er fjöldi annarra landa í álfunni þar sem bílasala hefur hrunið. Hér á landi hafa bílasölur ekki farið varhluta af ástandinu en kórónuveiran hefur haft einna mest áhrif á sölu nýrra bifreiða. Að sögn Jóns Trausta hef- ur Askja þó unnið varnarsigur í ástandinu. „Ef við skoðum tölur fyr- ir sölu bifreiða til einstaklinga og fyrirtækja, að bílaleigum und- anskildum, er lítilleg aukning milli ára. Auðvitað er það samt þannig að til bílaleiga er mesta salan og það hefur mest áhrif,“ segir Jón Trausti en tekur þó fram að í ekki sé ólík- legt að umtalsverður samdráttur verði í heildarsölu bifreiða á Íslandi. Í fyrra var samdrátturinn um 35% og segir Jón Trausti að hann kunni að verða enn meiri í ár. „Ef við skoð- um bílamarkaðinn í heild sinni þá var mikill samdráttur milli ára í fyrra. Í ár má gera ráð fyrir að hann verði í kringum 50%,“ segir hann. Sökum þess hversu vel hefur tek- ist til hjá Öskju hefur fyrirtækið nú tekið flesta sinna starfsmanna af hlutabótaleiðinni. Fljótlega eftir páska var nokkur fjöldi starfs- manna tekinn af skrá Vinnu- málastofnunar. „Við fækkuðum síðan enn frekar í þessum hópi núna í byrjun maí, og hverfum vonandi frá þessari mik- ilvægu leið á næstu vikum,“ segir Jón Trausti. Morgunblaðið/Golli Askja Að sögn Jóns Trausta hefur sala notaðra bifreiða gengið mjög vel. Vel gengið að selja í erfiðu ástandi  Starfsmenn Öskju í fullt starf á ný Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sýni sem tekin verða af ferðafólki sem kemur til landsins verða flutt til Reykjavíkur og greind á rannsókn- arstofu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Ekki á að taka nema 5 klukkustundir að fá niðurstöðu. Yf- irlæknir deildarinnar segir að til sé ný tækni til sýnatöku og greiningar sem geri það kleift að greina sýnin á staðnum og afgreiða á 15 mínútum. Slík tæki hafa ekki verið fáanleg. Verkefnahópur sem heilbrigðis- ráðherra hefur skipað til að stýra undirbúningi og framkvæmd sýna- töku og greiningu kórónuveiru með- al farþega sem koma til landsins á að taka til starfa næstkomandi mánu- dag. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Land- spítalans, reiknar með að spítalinn skili upplýsingum til starfshópsins um fjölda starfsmanna og fyrir- komulag á mánudag en deildinni verður falið að annast sýnatökurnar á Keflavíkurflugvelli og greina sýni. Ljóst er að Isavia þarf að útvega pláss á Keflavíkurflugvelli til að taka sýni, ganga frá þeim og skrá. Einnig þarf að hafa öryggissvæði til að halda farþegum frá há-áhættusvæð- um frá fólki sem kemur frá öðrum löndum. Tilraun í tvær vikur Byrjað verður á sýnatökum á Keflavíkurflugvelli ekki síðar en 15. júní og er litið á verkefnið sem til- raun í hálfan mánuð og verður stað- an metin að því loknu. Þetta er gert á grundvelli samþykktar ríkisstjórn- arinnar um að það ferðafólk sem kemur til landsins geti losnað við 14 daga sóttkví með því að fara í sýna- töku eða framvísa vottorðum um heilbrigði. Heilbrigðisráðherra skipaði Hildi Helgadóttur, verkefnastjóra og for- stöðumann á Landspítalanum, sem formann verkefnastjórnar. Í henni sitja einnig fulltrúar sóttvarnalækn- is, ríkislögreglustjóra, Isavia, Land- spítala og lögreglustjórans á Kefla- víkurflugvelli. Afkasti 1.000 sýnum á dag Verkefnastjórnin á að gera tillög- ur um framkvæmdina gagnvart far- þegum sem koma á aðra alþjóðaflug- velli landsins og með Norrænu til Seyðisfjarðar og meta framhald verkefnisins eftir tvær vikur. Í skip- unarbréfi formannsins kemur fram að afköst skuli miðuð við allt að 1.000 sýni á dag. Skulu sýnin send án tafar á veiru- og sýklafræðideildina og á niðurstaða að liggja fyrir innan 5 klukkustunda. Þess má geta að af- kastageta rannsóknarstofunnar er 1.200 sýni á dag en auk kórónuveir- unnar þarf stofan að greina önnur sýni frá læknum og sjúklingum. Karl G. Kristinsson vonar að fjöldinn verði ekki mikill í upphafi. Hann hef- ur sagt að deildin geti annað allt að 100 þúsund sýnum á mánuði. Stefnt skal að því að kostnaður við hvert sýni fari ekki yfir 50 þúsund krónur. Karl metur það að greining sýnis kosti 10 þúsund kr. við eðlileg- ar aðstæður en í faraldrinum hafi það kostað meira því oft hafi starfs- fólk þurft að vinna mikla aukavinnu til að komast yfir verkefnin. Til sam- anburðar má geta þess að fyrirtæki sem býður upp á skimun á flugvell- inum í Vín tekur fjárhæð sem svarar til 30 þúsund króna fyrir hvert sýni. Ferðafólkið sjálft greiðir kostnað- inn. Komið hefur fram að stjórnvöld hér muni í upphafi greiða kostnað við skimanir ferðafólks sem hingað leggur leið sína. Landspítalinn hefur keypt tæki til að auka afkastagetu við greiningar en Karl segir það ekki nóg. Vonast hann til að öflugri og fljótvirkari tæki fáist. Hann bendir á að komin sé fram glæný og fljótvirk tækni sem hægt sé að nota á sýnatökustað. Taki 15 mínútur að afgreiða hvert sýni og því sé hægt að afgreiða 100 manns á sólarhring ef jafnt og stöðugt streymi er. Hann segir að þessi tæki séu dýrari í notkun en stærri og af- kastameiri tæki og vandamál geti verið að fá þau því hingað til hafi þau ekki verið seld út úr Bandaríkjunum. Niðurstaða greiningar innan 5 klukkustunda  Verkefnahópur undirbýr skimun ferðafólks í Keflavík Morgunblaðið/Eggert Sýnataka Starfsfólk Landspítalans færi inn í flugstöðina til að taka sýni. „Áframhaldandi samstaða ræður mestu um endanlegan sigur á kór- ónuveirunni,“ sagði Þórólfur Guðna- son sóttvarnalæknir á upplýs- ingafundi almannavarna í gær. Nú í maí hafa aðeins fjórir Ís- lendingar greinst með kórónuveir- una, en alls 7.000 sýni hafa verið tekin. Þetta segja kunnugir stað- festa að sam- félagslegt smit sé lítið – og virk smit á Íslandi í augnablikinu eru aðeins 10 talsins. Þórólfur Guðnason segir að þakka megi árangurinn samstöðu lands- manna og vilja til þess að fara eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið. Nú sé annar kafli í baráttu gegn kórónuveirunni að hefjast, það er að koma samfélaginu aftur í lag. Á fundinum í gær hvatti Þórólfur Guðnason fólk til að fara ekki til út- landa á næstunni, nema brýn ástæða væri til. Sem kunnugt verða landa- mæri opnuð og utanlandsferðir heimilaðar frá og með 15. maí, þótt framvindan ráðist mjög af stöðu mála í öðrum löndum. Því segir sótt- varnalæknir að fólk eigi að fara sér hægt en sjálfur hefur hann sagst ekki ætla neitt utan á þessu ári. „Ég ráðlegg öllum að fara var- lega,“ sagði Þórólfur sem minnti á að aðstæður gætu breyst hratt. Í næstu viku verður þríeyki al- mannavarna með tvo upplýs- ingafundi, það er á mánudag og mið- vikudag. Þriðji og síðasti fundurinn með því sniði sem landsmenn þekkja, það er sjónvarpsútsending kl. 14 á virkjum dögum, verður 25. maí. sbs@mbl.is 7.000 sýni tekin en aðeins fjögur smit 1.802 staðfest smit 0 ný smit 729 í sóttkví 19.802 lokið sóttkví 10 virk smit 1.782 náð bata 0 á sjúrahúsi 10 andlát 56.219 sýni tekin  Samstaða ræður sigri  Fundum þríeykis að ljúka Þórólfur GuðnasonSamgöngustofa auglýsir eftir umsóknum um styrki ti l rannsóknarverkefna sem miða að því að auka öryggi á sjó. HEILDARÚTHLUTUN ER KR. 2,5 MILLJÓNIR Sjá nánar á vef Samgöngustofu, www.samgongustofa.is/styrkur STYRKIR TIL HUGVITSMANNA UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 31. MAÍ 2020 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.