Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir það að erlendir stangveiðimenn geti komið til landsins eftir miðjan júní er alls ekki ljóst hvort þeir séu yfirhöfuð spenntir fyrir því vegna kórónuveiru- faraldursins og aðstæðna sem honum tengjast heima fyrir. Það er því mörgum spurningum ósvarað og margt óljóst um tilhögun við veiði- árnar í sumar en eins og vitað er þá veiða erlendir veiðimenn iðulega á besta og dýrasta veiðitímanum í lax- veiðiánum og eru jafnframt kaup- endur að þjónustu sem veitir fjölda fólks atvinnu, hvort sem er í veiðihús- unum, við leiðsögn við árnar eða við flutning fólks til og frá veiðisvæðum. Veiðileyfasalar og leigutakar sem rætt er við benda á að með því að opna landið hafi stjórnvöld létt þeirri skyldu af seljendum veiðileyfa hér að þurfa að endurgreiða seld leyfi og þjónustu. Landið verði opið veiði- mönnum, hvort sem þeir komist til veiða eða ekki. Það kann að vera erf- itt að fá flug til landsins og þá kynnu þeir að þurfa að fara í sóttkví þegar þeir snúa heim. Leigutakar virðast hafa afskrifað það að erlendir veiðimenn komi til veiða í júnímánuði eða byrjun júlí, þótt veiði hefjist að vanda í hverri ánni á fætur annarri þegar líður á mánuðinn. Hins vegar vonast þeir til að einhverjir láti sjá sig eftir það og njóti þess að gleyma veirunni á góð- um stundum úti í náttúrunni. Þarf að „verja vöruna“ Haraldur Eiríksson hefur áralanga reynslu af sölu veiðileyfa til erlendra veiðimanna og þekkir stöðuna öðrum betur. Þegar hann er spurður að því hvort erlendir veiðimenn muni láta sjá sig við árnar í sumar, þá segir hann enn ekki vera hægt að svara því. „Það er mjög erfitt að fara inn í sumarið með þá óvissu, hvort erlend- ir veiðimenn sem keypt hafa hér leyfi eða bókað daga séu yfirhöfuð að koma eða ekki. Það verður að vera vitað með sem bestum fyrirvara. Inn- an skamms verður að krefjast svara, hvort fólk ætli að láta á það reyna eða ekki, en það er spurning sem hvorki ég né aðrir geta svarað vegna margra óvissuþátta. Það eina sem við getum gert er að miðla áfram upplýsingum eftir því sem þær berast að því er varðar flugsamgöngur og með hvaða hætti á að hleypa fólki inn í landið. Hafa verður í huga að langstærsti viðskiptamannahópurinn kemur frá Bretlandi, þar sem ástandið er hvað verst um þessar mundir. Framvinda mála þar í landi skiptir því miklu máli.“ En hvað ef fólkið treysir sér ekki til að koma til veiða? Haraldur svarar að eflaust verði þá reynt að selja hluta veiðileyfanna á innlendum markaði en það liggi í hlutarins eðli að ekki sé innanlands- markaður fyrir öll þessi leyfi. „Mark- miðið verður eflaust líka að verja vör- una með sem bestum hætti til framtíðar,“ segir hann og á við að ekki sé hægt að raska verðuppbygg- ingu leyfa á veiðisvæðunum með því að setja dýr leyfi á útsölu. Það hafa nú þegar verið seldir jaðartímar til innlendra veiðimanna. Það að fara með dýru vöruna inn á markaðinn með afslætti er því erfitt. „Það hefur enginn leigutaki fjárhagslega burði til að verja vöruna einn, fyrir hönd annarra. Óhjákvæmilega verður því að eiga sér stað samtal milli leigutaka og landeigenda hvað skal gera og ákvörðunartakan sameiginleg. Haraldur viðurkennir að sjálfur búist hann ekki við því að sjá marga erlenda veiðimenn við árnar í sumar, sérstaklega ekki þá eldri sem oft kaupa dýrustu leyfin. „Einhverjir munu reyna allt sem þeir geta til að koma en ég held því miður að þeir séu í minnihluta.“ Einn veiðileyfasalinn sem rætt er við býst helst við því að sjá hópa yngri silungsveiðimanna koma til landsins, veiðimenn til að mynda frá Norðurlöndum, Þýskalandi, Sviss og Austurríki, en þeir eldri muni frekar sitja heima enda í meiri áhættuhópi. Þá megi ekki gleyma því að veiran grasseri enn víða og líklega verði fólk skyldað í sóttkví í mörgum löndum fram eftir ári komi það frá öðru landi. Spá góðum smálaxagöngum Spá sérfræðinga Hafrannsókna- stofnunar, þeirra Sigurðar Más Ein- arssonar og Jóhannesar Guðbrands- sonar, gladdi veiðiáhugamenn í vikunni. Í pistli á vef stofnunarinnar segja þeir að miðað við yfirborðshita sjávar sumarið 2019 og þau tengsl sem hafa komið fram við laxagengd, séu góðar vísbendingar um að von geti verið á góðum smálaxagöngum í ár á sunnan- og vestanverðu landinu á komandi sumri. Stangveiði á laxi í þessum landshluta er yfirleitt um 40% af heildarveiði náttúrulegra laxastofna á landinu. Undanfarin ár hefur verið fylgst með yfirborðshita sjávar og skoðuð tengsl hans við laxagengd. Þegar horft er til svæðisins suðvestur af landinu, sem eru göngusvæði laxins úr ám á Vesturlandi, þá sýni meðal- hiti á þessu svæði í júlí góð tengsl við smálaxaveiði á Vesturlandi ári síðar. Í júlí í fyrra var sjórinn á umræddu svæði hlýrri en áður hefur mælst eða að meðaltali 11,75°C og þykir sér- fræðingum það gefa góðar vonir um góðar göngur. „Ef gert er ráð fyrir að sama samband haldist þegar hitinn fer svo hátt upp gerir línulegt sam- band ráð fyrir rúmlega 21 þúsund fiska veiði smálaxa á Vesturlandi 2020,“ segir í pistlinum. Koma erlendir veiðimenn?  Mikil óvissa uppi fyrir veiðisumarið Morgunblaðið/Einar Falur Fögnuður Breskir veiðifélagar gleðjast innilega yfir fallegum nýrenningi sem þeir veiddu í Þverá í Borgarfirði. Nú velta margir fyrir sér hversu margir erlendir stangveiðimenn sæki landið heim í sumar. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Aðaleigendur Samherja hf., þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Krist- ján Vilhelmsson og Kolbrún Ing- ólfsdóttir, fara nú aðeins með 2% af hlutafé félagsins eftir að hafa fram- selt hlutabréfaeign sína í Samherja til barna sinna. Tilkynnt var um þetta á vef Samherja í gær. Þar kom einnig fram að aðaleigendurnir fóru samanlagt með 86,5% hlutafjár í félaginu fyrir breytingarnar. Stærstu hluthafar Samherja hf. eru því nú þau Baldvin Þorsteins- son og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut og Dagný Linda Krist- jánsdóttir, Halldór Örn Kristjáns- son, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Þorsteinn Már, forstjóri Sam- herja, sagði í samtali við mbl.is í gær að viðskiptin hefðu verið fram- kvæmd annars vegar með erfða- gerningi, fyrirframgreiddum arfi, og hins vegar með sölu milli félaga. Viðskiptin ná aðeins til hlutabréfa í Samherja hf. sem fer með innlenda starfsemi samsteypunnar, en erlend starfsemi hennar er á höndum Samherja Holding ehf. Breytingarnar á eignarhaldi fé- lagsins munu ekki hafa áhrif á stöðu Þorsteins Más sem mun áfram gegna stöðu forstjóra auk þess sem Kristján mun áfram sinna starfi útgerðarstjóra Samherja. Tveggja ára undirbúningur Fram kom í tilkynningunni á vef Samherja að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi félagsins hefði staðið í tvö ár. Hins vegar voru áformin og framkvæmd þeirra fyrst kynnt stjórn félagsins á miðju ári 2019. Haft var eftir Þorsteini Má á mbl.is í gær að viðskiptin hafi tekið mið af því að halda Samherja sem fjölskyldufyrirtæki „á svipaðan hátt og verið hefur. […] Það er bara verið að gera þetta á meðan við get- um haft áhrif á það hvernig þetta verður gert, eigendurnir. Það liggur svo sem alveg fyrir að einn daginn myndi þetta gerast, en gerum það á þennan hátt sem getur tryggt rekstur fyrirtækisins í óbreyttri mynd.“ Þá hafi þeim frændum, Þorsteini Má og Kristjáni, fundist tími til kominn að færu fram ákveðin kyn- slóðaskipti. „Eftir 37 ár er búið að fara í gegnum mörg breytingaskeið og fyrirtækið þarf alltaf að fylgjast með og endurnýja sig, hvort sem það er inn á við eða út á við. Það þarf alltaf að aðlaga sig kaupend- unum og þeim breytingum sem verða á neytendum sem eru búnar að vera gríðarlega miklar. […] Ef fyrirtækið ætlar að standa sig þá verður það að aðlagast neytendum á hverjum tíma, við framleiðum vörur fyrir ótrúlega marga og það þarf að halda áfram að þróa fyrir- tækið,“ sagði Þorsteinn Már. Aðaleigendur Samherja framselja 84,5% eignarhlut  Börn eigenda fyrirtækisins eru viðtakendur hlutabréfanna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eigendur Börn stærstu eigenda fara nú með hluti í Samherja. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2020, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2020 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2020, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skila- skylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistinátta- skatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna- gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2020. Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.