Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Elsku pabbi. Eftir hverja bar- áttuna á fætur annarri í þínum erfiðu veikindum færðu nú hvíld. Margt er búið að streyma fram í gegnum þennan tíma. Sem barn þegar þú last fyrir mig hverja bókina á fætur ann- arri. Og við höfðum gaman af sömu höfundunum í gegnum tíð- ina, Enid Blyton, Desmond Bag- ley, Arnaldur og Lisa Marklund koma strax upp í hugann en svo varstu einnig með gæðahöfund- ana líka. Ragnar H. Guðmundsson ✝ Ragnar H.Guðmundsson fæddist 16. maí 1942. Hann lést 30. apríl 2020. Útför Ragnars fór fram 14. maí 2020. Eins og Laxness sem þú hélst svo mikið upp á en ég hef aldrei náð. Bóka- safnið þitt er magn- að safn enda varstu svo mikill bókamað- ur. Man alltaf hvað þú straukst bækurn- ar af mikilli vænt- umþykju og virð- ingu. Studdir svo vel við mig í íþrótt- unum og skákinni. Ófáar ferðirn- ar í taflfélagið þar sem þú ekki bara keyrðir heldur fylgdist með skákunum, á íþróttaæfingum og leikjum. Komst með góð ráð og stuðning þegar á þurfti að halda. Og minningarnar þjóta áfram. Hestamennskan, hvað það var skemmtilegur tími með 3 hesta og Trygg okkar með í för. Þegar Perla, hesturinn minn, ákvað að ferðast ein um landið og valdi sér erfitt svæði. Þolinmæðin og ákveðnin sem þurfti til að leysa það. Útreiðar- túr fallegt kvöld á sandströndinni í Þorlákshöfn þar sem við þutum um á góðum lánshestum, góðlát- legt grín um hvernig ég náði að láta minn valhoppa svo skemmti- lega. Þegar við unnum saman og fór- um á sýningar erlendis, útsjónar- semin og hve vel þér gekk að vinna með stundum skrýtnum fuglum þar í bland við eðalfólk. Allir jafnir fyrir þér. Þú veiktist allt of snemma, tveimur árum eldri en ég er núna og það var erfitt og sárt að upplifa það. En þú gerðir það af reisn og baráttu og ótrúlegri þolinmæði. Styrkurinn sem maður hafði alla tíð af því hve þú og mamma stóðuð saman alla tíð og við hverja raun. Og hve sterk og þétt við vorum og erum sem fjölskylda, ómetan- lega dýrmætt! Eins og Bubbi Morthens segir í sínum fallega sálmi: Um aldur og ævi þú verður mér nær Aldrei ég skal þér gleyma. Hvíl í friði, faðir minn, og takk fyrir allt! Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Jóhann Hjörtur Ragnarsson. Það er með sár í hjarta og miklum söknuði sem ég minnist æskuvin- konu minnar. Við kynntumst ár- ið 1979 og má segja að við höfum alist upp saman. Ég þurfti nú aðeins að hafa fyrir því að kynn- ast henni en síðan eru liðin 40 ár og var vinátta okkar aldrei dýpri né sterkari en þessi síðustu ár. Þrátt fyrir feimni og óframfærni var Ástrún alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt, því eru margar minningar af ævintýrum okkar í gegnum tíðina. Við vor- um mjög samrýndar og gengum við með okkar fyrsta barn á sama tíma. Ástrún mín var harðdugleg, einstaklega hjartahlý, gjafmild og tryggur vinur. Hún mátti ekkert aumt sjá og styrkti rausnarlega hjálparsamtök og safnanir barna vina og ættingja. Heimili hennar var ávallt öllum opið sem til hennar leituðu, því var mikill gestagangur alla daga fram á síðustu stundu. Hún vildi allt fyrir alla gera og þoldi illa Ástrún Sigurbjörnsdóttir ✝ Ástrún Sig-urbjörnsdóttir fæddist 24. mars 1970. Hún lést 20. apríl 2020. Útför Ástrúnar fór fram 15. maí 2020. leiðindi og læti. Fjölskyldan var Ástrúnu mikilvæg og gerði hún sér far um að heimsækja þá sem henni voru næstir. Hún lagði mikið á sig fyrir strákana sína til að búa þeim gott heimili og til að þá skorti ekki neitt. En í lífinu eru líka erfiðleikar og við vörðum mörg- um klukkutímum í heita pott- inum, eins og við orðuðum það: „að leysa heimsmálin“, það var bara svo mikið sem þurfti að ræða og leysa. Eina eftirsjá Ást- rúnar var að hafa ekki notið fleiri stunda með strákunum sín- um þegar þeir voru litlir, frekar en að vinna svona mikið. Hún var svo stolt af þeim. Hún var einstaklega barngóð og hlakkaði til barnabarns síns sem von er á í haust og hún þráði mikið. Við vinkonurnar höfðum einstaklega gaman af því að hafa það gaman. Það var bara alltaf tími til að fagna, hvort sem það var velgengni barna okkar, sumrinu eða bara lífinu. Við fórum margar ferð- irnar út fyrir landsteinana og einhvern veginn komu alltaf upp alls konar atriði, misalvarleg en oftast spaugileg þegar frá leið sem gaman er að minnast. Við höfðum líka sett okkur ýmis markmið í gegnum tíðina, svo margt að upplifa og skoða. Við myndum drekka sérrí á hverjum degi, skála fyrir lífinu og rifja upp gamla daga. Sem betur fer nenntum við nú ekki að bíða svona lengi og not- uðum við hvert tækifærið til að skála fyrir lífinu og því góða. Í dag er ég þakklát fyrir það og þrátt fyrir að við getum ekki klárað markmiðin okkar saman verður hún alltaf með mér í huga og hjarta. Við upplifðum saman og studdum hvor aðra bæði í sorg og gleði og er ég þakklát fyrir að hafa getað verið með henni síð- ustu mánuðina sem voru henni erfiðir en sem hún tókst á við með auðmýkt og þeirri hörku og dugnaði sem voru einkennandi fyrir hana. Ég sendi strákunum hennar, Bjarna og hennar nán- ustu mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Hvað sem þú þráir heitt sumu verður aldrei breytt. Sólin hreyfist ekki úr stað það er útséð allt um það. Vilt vera öllum allt, bæði skilur vilt og skalt. Í allar áttir orkan fer en þú gleymir sjálfri þér. Og þegar degi fer að halla þú sérð ekki handa þinna skil. Heyrir ótal raddir kalla geturðu brúað þetta bil. Stundum er alveg nógu erfitt að vera bara til. (Sváfnir Sigurðarson.) Melkorka Sigurðardóttir. Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Sigurður Bjarni Jónsson umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Laugarhvammi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki laugardaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 29. maí klukkan 14. Jarðsett verður í Reykjakirkjugarði. Streymt verður á facebook-síðu kirkjunnar og útvarpað í nærumhverfi hennar á FM 107,2. Erling Jóhannesson Hulda Garðarsdóttir Helgi Friðriksson Sigríður Viggósdóttir Sigurður Friðriksson Klara Jónsdóttir Jónína Friðriksdóttir Stefán Sigurðsson Sólveig Friðriksdóttir Kolbeinn Erlendsson Friðrik Rúnar Friðriksson Jóhanna Sigurðardóttir og fjölskyldur Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LÁRUS SIGFÚSSON fv. bifreiðastjóri, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 13. maí. Kristín Gísladóttir Gréta Kristín Lárusdóttir Indríður Hanna Lárusdóttir Sigfríður Lárusdóttir Svanur S. Lárusson Sigurborg Óskarsdóttir aðrir afkomendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÓLÖF BJÖRGVINSDÓTTIR lést þriðjudaginn 5. maí. Í ljósi aðstæðna mun útförin fara fram með nánustu aðstandendum þriðjudaginn 19. maí klukkan 13. Athöfninni verður streymt á facebook síðu hinnar látnu. Helga Lilja Tryggvadóttir Sigurjón Magnússon Magnús B. Tryggvason Elsa Maria Alexandre Þórhallur Tryggvason Þórhalla Guðmundsdóttir Hanna Tryggvadóttir Torfi Ragnar Vestmann barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar ✝ Haraldur Sig-urðsson fæddist í Ólafsvík 9. október 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 12. apríl 2020. Foreldrar hans voru Svanfríður Að- albjörg Guðmunds- dóttir, f. 30. október 1885 í Ólafsvík, d. 26. ágúst 1964 og Sigurður Jóhannes Benedikts- son, f. 24. nóvember 1899 í Ólafs- vík, d. 22. maí 1981. Systkini Haraldar móð- urmegin voru: Steinunn, f. 1915, d. 1941, Sveinbjörn, f. 1916, d. 1991, Guðmundur, f. 1918, d. vogsbæ við ýmis störf. 2. júní 1952 giftist Haraldur Guðrúnu Sigríði Sigurðardóttur, f. 10. janúar 1929, d. 31. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Sig- urður Einarsson, f. 1878, d. 1963 og Guðrún S. Jónsdóttir, f. 1889, d. 1980. Börn Haraldar og Guðrúnar eru: 1) Guðbjörn Benedikt, f. 16.11. 1952, d. 5.12. 1966. 2) Ólaf- ur Lárus, f. 19.2.1954, sambýlis- kona Jóhanna S. Hannesdóttir, f. 1958. 3) Sigurdór, f. 25.6. 1956. 4) Eygló, f. 9.7.1957. 5) Birgir, f. 20.8. 1958, sambýliskona Hrefna Vestmann, f. 1966. 6) Haraldur Rúnar, f. 18.4. 1961, maki Ósk Ei- ríksdóttir, f. 1966. 7) Ellert, f. 5.9. 1962, maki Brynja K. Péturs- dóttir, f. 1977. 8) Guðbjörg Svan- fríður, f. 17.9. 1970, maki Mar- teinn H. Þorvaldsson, f. 1967. Barnabörnin eru 32 og barna- börnin orðin 41. Útför Haraldar hefur farið fram. 1994, Björg, f. 1920, d. 1921, Kristín, f. 1921, d. 1972, Sig- urður, f. 1921, d. 2003, Þóra Marta, f. 1924, d. 2004. Upp- eldisbróðir Har- aldar er Halldór Sigurðsson, f. 1942. Haraldur ólst upp að Eggi í Hegranesi. Um 17 ára fer Haraldur til Reykjavíkur og fer að vinna sem leigubílstjóri, hann sinnti ýmsum störfum um ævina, gerðist meðal annars bóndi í Gaulverjabæ og svo í Biskupstungum. Eftir að fjölskyldan flytur í Kópavoginn vinnur Haraldur hjá Kópa- Nú er komið að kveðjustund- inni, elsku pabbi, og við trúum því að þið mamma og Guðbjörn bróðir hafið sameinast. Pabbi var stoltur af krakkaskaranum sínum og vildi helst hafa okkur í nágrenninu, allavega í kallfæri og var hann ekkert ánægður með það þegar eitt af okkur tók upp á þeirri vit- leysu að flytja alla leið til Akur- eyrar, það fannst honum allt of langt frá. Pabbi hafði ákaflega létta skapgerð, hann var mjög stríðinn og glettinn kall. Það var auðvelt að umgangast hann, fólk laðaðist að honum og hann hafði góða nærveru. Honum þótti nú ekkert leiðinlegt að stríða sam- ferðamönnum sínum en hann gat líka alveg tekið stríðni til baka. Pabbi var mikill bílakall og elskaði að keyra, hann átti í gegnum tíð- ina nokkra fallega og góða bíla, m.a. átti hann bíl sem var með plötuspilara í. Pabbi fór algjörlega sínar eigin leiðir í lífinu, eins og t.d. þegar hann fór úr sveitinni með 6 börn og ólétta eiginkonu til Svíþjóðar til að fá vinnu þegar mikið atvinnuleysi var hér, og al- gjörlega ótalandi á sænsku eða ensku. Meðan þau bjuggu í Sví- þjóð vaknaði ferðaáhugi þeirra hjóna sem þau nýttu sér með því að fara í tjaldútilegur um Svíþjóð, Noreg og Danmörku með hluta af okkur systkinunum. Pabbi elskaði líka hesta og hefur átt ógrynni af hrossum. Hann fór nokkrar hesta- ferðir um landið sem hann hafði mikla ánægju af. Pabbi elskaði vorið og sumarið og langaði svo að komast í einn bíltúr enn þegar voraði en um leið og veturinn sleppti sínum krumlum og vorið fékk að gægjast inn þá var komið að endastöð hjá honum svo hann fær bíltúrinn sinn í sumarlandinu góða þar sem bíltúrinn, vorið og sumarið tekur engan enda. Faðmur þinn svo traustur var fell ég vel að honum. Leið mér alltaf best hjá þér en komið er að leiðarlokum. Minnist ég þín, allt svo gott í draumaheim ykkar mömmu. (E.H) Þú komst með vorið um vetrarnótt og vaktir hugann minn. Í húminu bærðist vindurinn, hann himneskan heyrði sönginn þinn um ástir og eilífan dans. Þú söngst í rjóðri um sólarlag og fluttir sálminn þinn. Í kyrrð kvaddi helkuldinn. Hann heilagan kveikti neistann minn um ástir og eilífan dans. Þú varst með völdin um vetrarnótt og sýndir styrkinn þinn. Á heiðinni heyrðist hljómurinn, hann háfleygan hreyfði drauminn minn um ástir og eilífan dans. (Þórir Kristinsson.) Takk fyrir allt, elsku pabbi. Kveðja, börnin þín. Ólafur Sigurdór, Eygló, Birgir, Haraldur, Ellert og Guðbjörg. Haraldur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.