Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 34
34 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Við erum sérfræðingar í malbikun 60 ára Sigríður er Akureyringur, fædd þar og ólst þar upp til 11 ára aldurs en flutti þá til Reykjavík- ur og býr þar. Hún er vaktstjóri í Árbæjar- laug. Maki: Sigurður Pétursson, f. 1957, vélvirki hjá Marel. Synir: Magnús, f. 1982, Konráð, f. 1985, og Birkir Þór, f. 1993, Sigurð- arsynir Barnabörnin eru orðin 6. Foreldrar: Magnús G. Jónsson, f. 1929, d. 2017, sjómaður, og Gunnlaug Þorláksdóttir, f. 1936, d. 2019, versl- unarkona. Þau voru búsett á Akureyri og í Reykjavík. Jónína Sigríður Magnúsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur reynst hættulegt að hlaupa til og kaupa bara til þess að kaupa. Daginn í dag ættir þú að nota til að læra. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhvernveginn æxlast mál alltaf svo að þú stendur ein/n eftir í því að sjá um hlutina fyrir allan hópinn. Ákveddu að þú hafir þetta ekki svona í framtíðinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert eitthvað ómöguleg/ur fyrri part dags. Sýndu skoðunum annarra virðingu og leitaðu samkomulags við þá. Minnimáttarkennd er ekki til í þinni orða- bók. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú færð frábæra viðskipta- hugmynd. Viðraðu hana við góða vini sem þú treystir. Fall er fararheill. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert í góðu jafnvægi og allt virðist vera með kyrrum kjörum í kringum þig. Njóttu þess sem dagurinn hefur upp á að bjóða. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt undrast þín eigin við- brögð. Þú eignast nýjan vin á furðulegum stað. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þér finnist sumar fréttir af vinum þínum á skjön við það sem þú vilt máttu ekki láta þær setja skugga á samband ykk- ar. Spyrðu börnin stundum hvað þau vilja. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Áhugamál þín koma til með að taka stóran part dagsins og það er í góðu lagi. Reyndu að borða hollara, þér líður svo miklu betur þá. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Viljirðu sjálf/ur njóta sannmælis ættu aðrir að njóta þess líka. Gefðu af þér, þú færð það margfalt til baka. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að setja þig vel inn í allar þær breytingar sem orðnar eru á vinnustaðnum. Ef þér verða á einhver mis- tök þá í guðanna bænum ekki missa móð- inn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Kastaðu þér af fullum krafti út í nýju vinnuna. Þú sérð á eftir góðum vini en það verður ekki lengi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Tilfinningin um að vera ósigrandi, sem býr innra með þér í dag; er ekki al- geng en góð. Ekki flýja erfiðar aðstæður. samsöngsstundum á Hrafnistu í Reykjavík og er einn skipuleggj- enda viðburðarins Syngjum saman í Hannesarholti. „Það er alveg ótrúlega að gaman að syngja með fólkinu á Hrafnistu og er vel tekið undir þar. Við urðum því miður að héldum þessu eitthvað gangandi. Þetta eru bestu stundir dagsins og ég get fullyrt að meirihluta nem- enda finnst þetta gaman og þau söknuðu þessara stunda meðan á samkomubanninu stóð.“ Harpa stendur fyrir vikulegum H arpa Þorvaldsdóttir er fædd í Reykjavík 16. maí 1980 en ólst upp á Hvammstanga til 16 ára aldurs eða þangað til hún fór í menntaskóla. Það var alltaf nóg að gera „Ég æfði sund, bar út blöð, var í tónlist- arnámi og vann í sjoppunni. Ég byrjaði snemma að spila og var alltaf sísyngjandi og tónlistin varð snemma stór partur af mér.“ Harpa útskrifaðist frá Grunn- skóla Hvammstanga 1996 og eftir það fór hún í Menntaskólann á Ak- ureyri og svo Menntaskólann við Sund og útskrifaðist þaðan árið 2000. Meðfram grunn- og mennta- skóla stundaði hún líka tónlist- arnám í píanó og söng. Árið 1999 tók Harpa þátt í menningarborgarverkefninu Raddir Evrópu og var í því í eitt ár. Hún útskrifaðist vorið 2005 frá Kennaraháskólanum með áherslu á tónmenntakennslu og lauk 8. stigi í söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2006. Hún flutti þá til Austurríkis og kláraði meistara- nám í óperusöng við Mozarteum- tónlistarháskólann í Salzburg 2011 og útskrifaðist með 1. einkunn. Hún fékk viðurkenningu úr styrkt- arsjóði Marinós Péturssonar árið 2007. Hún starfaði sem söngkona og tónlistarkona í Salzburg með- fram námi. „Ég hef alla tíð sungið og spilað á píanóið og gerði það líka úti. Ég ákvað síðan eftir námið að leita ekki eftir frama í klass- íkinni, þetta er harður heimur og ég var komin með tvær dætur á þessum tíma. En ég bý alla tíð að náminu enda er ég að vinna í tón- listinni alla daga.“ Harpa hefur starfað sem tón- menntakennari í Laugarnesskóla síðan haustið 2013 og stjórnar barnakórum þar. „Ég stjórna morgunsöng á hverjum morgni í skólanum en Ingólfur Guðbrands- son kom honum á, á sínum tíma. Söngurinn hefur alla tíð haldist þar til í Covid-ástandinu. En þá sungu krakkarnir í skólastofunni og ég var úti í sal með hljóðnema og heyrði í þeim inni þannig að við hvíla þær stundir núna en það er ekki ákveðið hvenær það byrjar aftur. Á morgun verður hins vegar aftur hægt að koma í Hannesarholt og syngja saman. Við höfum verið að streyma þaðan á hverjum sunnudegi í samkomubanninu í gegnum Facebook-síðuna okkar. Við gerðum það líka áður og því hefur verið vel tekið, bæði úti á landi og hjá Íslendingafélögum er- lendis.“ Harpa hefur gefið út eina sóló- plötu, Embrace, sem kom út 2015 og hún er í hljómsveitinni Brek sem er að vinna að sinni fyrstu breiðskífu. Tvö lög eru komin út á Spotify og fjögur önnur eru vænt- anleg. „Við vorum búin að bóka fullt af tónleikum en höfum verið dugleg að streyma í staðinn. Við viljum ekki niðurnjörva okkur í stílum,“ segir Harpa aðspurð. „En það má segja að við séum þjóðlaga- skotið dægurlagaband, við erum til dæmis með mandólín og notum mikið raddanir.“ Helstu áhugamál Hörpu eru úti- vist og hreyfing auk tónlistarinnar Harpa Þorvaldsdóttir, tónlistarkona og tónmenntakennari – 40 ára Með dætrunum Harpa ásamt Halldóru Björgu og Matthildi um jólin 2018. Morgunsöngur á hverjum degi Tónlistarkonan Tónleikar með hljómsveitinni Brek árið 2019. Á Írlandi Guðmundur og Harpa í Howth á afmælisdegi Hörpu í fyrra. Hólmfríður Ingvarsdóttir verður sjötug á morgun, 17. maí. Hún er fædd og upp- alin í Vestmannaeyjum en býr á Akur- eyri. Hólmfríður er sjúkraliði að mennt og starfaði lengstum á Hlíð, öldrunar- heimili Akureyrar. Eiginmaður hennar var Kristján Vagnsson, f. 28. maí 1946, d. 19. október 2015. Börn þeirra eru Álf- heiður Svana, Rannveig, Vagn og Inga Jóna. Barnabörnin eru 10. Árnað heilla 70 ára 50 ára Guðrún er Norðfirðingur, fædd og uppalin í Neskaup- stað en býr í Reykja- vík. Hún er þroska- þjálfi að mennt frá HÍ og er í kennslurétt- indanámi við Háskól- ann á Akureyri. Börn: Sveinn Már Ásgeirsson, f. 1990, og Stefanía Guðrún Birgisdóttir, f. 2008. Barnabarn er Alba Rós Sveinsdóttir, f. 2014. Bróðir: Einar Sveinn Sveinsson, f. 1976. Foreldrar: Sveinn Guðmundur Ein- arsson, f. 1952, og Stefanía Steindórs- dóttir, f. 1952. Þau reka eigið verktaka- fyrirtæki, Haka ehf., í Neskaupstað. Guðrún Jónína Sveinsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.