Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 22
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Eftir að hafa náð 17,8% eðaeinhverju hæsta atvinnu-leysisstigi sem sögur faraaf hér á landi í apríl eru komin fram merki um að atvinnu- lausum einstaklingum á skrá fari fækkandi í yfirstandandi mánuði og atvinnuleysið í maí verði 14,8%. Þetta kemur fram í nýbirtu yf- irliti Vinnumálastofnunar (VMST) yfir ástandið á vinnumarkaðinum. Ástæða þess að aðeins dregur úr avinnuleysi í maí frá því sem var í seinasta mánuði stafar af því, skv. skýringum VMST, „að allmargir eru að fara úr hlutabótaleiðinni, annars vegar aftur í starf, eða hefur verið sagt alfarið upp störfum. Þannig voru um 7.500 manns af þeim nálægt 34.000 sem höfðu verið samþykktir í hlutabótaleiðinni farnir aftur úr henni þann 15. maí, en það sam- svarar ríflega 2% lækkun atvinnu- leysis. Áætlað er að um helmingur þeirra sé að fara til baka í sitt fyrra starf, en um helmingi hefur verið sagt upp störfum. Gera má ráð fyrir frekari fækkun í hlutabótaleiðinni eftir því sem líður á maí. Lítið er orðið um nýskráningar í úrræðið.“ Mesti fjöldi hópuppsagna frá upphafi skráningar Í apríl mældist 7,5% atvinnu- leysi í almenna bótakerfinu og 10,3% vegna minnkaða starfshlutfallsins. Alls fengu 33.637 einstaklingar greiddar bætur í apríl vegna minnk- aðs starfshlutfalls og 32.800 þeirra voru í minnkuðu starfshlutfalli í lok mánaðarins. 5.800 var sagt upp í hópuppsögnum í mars og apríl hjá um 85 fyrirtækjum. „Er þetta mesti fjöldi hópuppsagna sem borist hefur á svo skömmum tíma, frá því lög um hópuppsagnir tóku gildi árið 1993. Svipuð staða var í október og nóv- ember 2008 þegar um 75 fyrirtæki sögðu upp nærri 3.500 manns í hóp- uppsögnum,“ segir í skýrslu VMST. Stærsta einstaka hópuppsögnin var hjá Icelandair þar sem 2.140 manns var sagt upp. Aðrar upp- sagnir eru nánast allar í ferða- tengdri þjónustu; 1.168 eru í gisti- þjónustu og 883 í ýmiss konar ferðaþjónustu svo dæmi séu nefnd. Talið er líklegt að 1. ágúst muni uppsagnarfresti 3.800 manns ljúka og ef allir sem sagt var upp með hóp- uppsögnum kæmu inn á atvinnuleys- issskrá myndi atvinnuleysið hækka um 2,8%. Sé litið nánar á hlutabóta- úrræðið kemur í ljós að um 6.320 fyrirtæki nýttu sér þetta úrræði um minnkað starfshlutfall í apríl. ,,Nokkur stór fyrirtæki eru þar áberandi og eru 13 fyrirtæki með meira en 150 starfsmenn hvert í minnkuðu starfshlutfalli,“ segir í skýrslu VMST. 25,2% á Suðurnesjum Fram kemur að í almenna bóta- kerfinu voru 16.443 einstaklingar at- vinnulausir í lok apríl og 32.800 í minnkaða starfshlutfallinu, eða sam- tals 49.243 manns. Atvinnuástandið er sérstaklega alvarlegt á einstökum landsvæðum og sveitarfélögum. Hvergi mælist atvinnuleysið meira en á Suður- nesjum en þar var 25,2% í apríl, þar af tengist 14% atvinnuleysisins minnkuðu starfshlutfalli. Á ein- stökum landssvæðum var atvinnu- leysi næstmest á höfuðborgarsvæð- inu eða 18,7% og 16,1% á Suðurlandi í síðasta mánuði. Mun fleiri karlar en konur voru á almennu atvinnuleysisskránni í lok apríl eða 9.180 karlar á móti 7.263 konum. „Alls voru 2.256 hefðbundnir atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok apríl í ár sem samsvarar um 7,4% skráðu atvinnu- leysi. Atvinnulausum ungmennum hefur fjölgað um 953 frá apríl 2019 þegar fjöldi atvinnulausra á þessu aldursbili var 860. Hins vegar fjölg- aði þeim um 431 frá mars s.l.,“ segir í skýrslu VMST. Af erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaðinum voru alls 5.706 án atvinnu og á almennu atvinnuleys- isskránni í lok apríl. Þessi fjöldi sam- svarar um 16% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara og er um að ræða yfir tvöföldun atvinnuleysis meðal hefðbundinna erlendra at- vinnuleitenda frá apríl 2019. Spáð að atvinnuleysi minnki í 14,7% í maí Atvinnuleysi eftir landsvæðum í mars og apríl 2020 Mars Apríl Höfuð- borgarsv. Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austur- land Suðurland 18,7% 11,5% 8,8% 12,5% 25,2% 11,4% 15,0% 16,1% Meðaltal í apríl, 17,8% 5,0% 17,8% 10,3% 14,8% 7,6% 9,2% 3,5% Atvinnuleysi alls Þar af vegna minnkaðs starfs- hlutfalls *Áætlun fyrir maímánuð. Heimild: Vinnumálastofnun. febrúar mars apríl maí* Atvinnuleysi í feb.-maí* Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við störf Atvinnuleysi á höfuðborg- arsvæðinu mældist 18,7% í apríl. 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Aðeins fjórirÍslend-ingar hafa greinst með kór- ónuveiruna í þess- um mánuði að því er fram kom í gær. Enginn greindist í gær, sama var uppi á teningnum í fyrradag og daginn þar áður. Það er auðvelt að segja sem svo að kórónuveirufaraldr- inum sé lokið hér á landi. Það sést líka á götum úti. Umferðin er aftur að verða eins og hún var áður en far- aldurinn blossaði upp og á förnum vegi virðist nánd- arreglan vera á undanhaldi. Meira að segja á blaðamanna- fundi þar sem ráðherrar rík- isstjórnarinnar komu saman virtust í mesta lagi vera nokkrir tugir sentimetra á milli þeirra, en ekki tveir metrar. Hér á landi hefur tekist vel til í viðureigninni við kór- ónuveiruna. Smitaðir hafa farið í einangrun og þeir sem hefðu getað smitast af þeim í sóttkví. Ísland er fámennt og það hefur ugglaust auðveldað að framfylgja þessari stefnu. Niðurstaðan var sú að vonum framar gekk að stöðva farald- urinn. Fyrir vikið gætu lands- menn verið berskjaldaðir taki veiran sig upp að nýju. Búast má við því að nú kvikni umræður um þær að- gerðir sem gripið var til. Vel- gengnin í að kveða veiruna niður gæti orðið einhverjum tilefni til að segja að of langt hafi verið gengið. Þá má ekki gleyma því að myndin hefði getað orðið allt önnur ef mis- tekist hefði að stöðva veiruna. Í þeim efnum nægir að líta til Belgíu, Ítalíu, Spánar, Frakk- lands og Bandaríkjanna. Íbú- ar í borginni Bergamo á Ítal- íu geta sagt hryllingssögur af því hvað getur gerst ráði heil- brigðiskerfi ekki við farald- urinn. Þeir geta sagt frá hörmungum sem ekki urðu hér. Það má örugglega færa rök fyrir því nú að hægar hefði mátt fara í sakirnar, en það er ekki sanngjarnt að dæma út frá því sem síðar kemur í ljós. Ekki má gleyma því að í aðgerðum gegn nýjum sjúk- dómi, sem ekki er vitað hvernig hegðar sér og óvíst hversu skæður hann er, voru stjórnendur aðgerða eins og áhöfn flugvélar í blindflugi. Þar er ekki boðið upp á hár- fínar stillingar þar sem ná- kvæmlega er vitað hvað þarf til að halda faraldrinum í skefjum og hvað mun leiða til að menn missi tökin. Hún get- ur ekki horft í baksýnisspeg- ilinn. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að sýna meiri var- kárni en minni. Í miðri atburða- rásinni er ekki hægt að horfa í baksýnis- spegilinn} Faraldur í rénun Rekstur spila-kassa til stuðnings sam- tökum sem starfa í almannaþágu ork- ar að mörgu leyti tvímælis. Samtök áhugafólks um spila- fíkn birtu í gær niðurstöður könnunar sem Gallup gerði um afstöðu fólks til reksturs spila- kassa. Reyndust 85,5% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vera þeirrar hyggju að loka ætti fyrir starfsemi með spila- kassa til frambúðar. Á blaðamannafundi í gær þar sem niðurstöðurnar voru kynntar kom fram að á meðan spilakassar voru lokaðir vegna aðgerða út af kórónuveirunni hefðu borist fréttir af spilafíkl- um sem hefðu hætt að spila og náð betri tökum á lífi sínu. Nú hefur verið opnað fyrir starf- semi þeirra á ný. Þess eru dæmi að spilafíklar hafi spilað frá sér allar sínar eigur og rústað einkalífi sínu í leiðinni. Um helmingur þátt- takenda í könnuninni kvaðst telja að spilafíkn væri helsta ástæða þess að fólk spilaði í spilaköss- um, en aðeins eitt prósent taldi að fólk spilaði í þeim til að styrkja gott málefni. Aðeins eitt prósent þeirra sem svöruðu könnuninni sagð- ist hafa spilað oftar en einu sinni í spilakössum á und- anförnum 12 mánuðum. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, sagði á blaðamannafundinum að af- markaður hópur spilaði að staðaldri í kössunum og væri á bak við milljarðatekjurnar af rekstri þeirra. „Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mörgum, heldur allt frá fáum,“ sagði hún. Þá má ekki gleyma því að að- eins lítill hluti fjárins rennur til starfseminnar sem kössunum er ætlað að styrkja eða 15%. Megnið af fénu fer í reksturinn á þeim og greiðslur til leyf- ishafa. Ef sú væri almennt raunin að aðeins 15% af söfn- unarfé rynnu til málstaðarins yrði það ekki látið viðgangast. Aðeins 15% renna til málstaðarins}Efasemdir um spilakassa V ið upphaf þessa kjörtímabils var þó nokkuð rætt um traust á stjórn- málum og hversu mikilvægt það væri að efla það. Í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarflokkanna er vikið að þessu, talað um að slá nýjan tón, að all- ar áætlanir sem eigi að halda til lengri fram- tíðar þurfi að gera í auknu samráði og bættum samskiptum, að efla þurfi samstarf milli flokka á Alþingi, styrkja sjálfstæði þingsins, umbúnað, faglegan stuðning og stöðu. Já, þarna í desember 2017 voru fögur fyrir- heit um breytt vinnubrögð, opnari stjórnsýslu, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum og það að vilji ríkisstjórnarflokkanna væri að nálg- ast verkefnin með nýjum hætti með því að styrkja Alþingi og auka áhrif þess. Það er ekki laust við að þessi orð hafi vakið hjá manni þá von að nútíminn væri jafnvel runninn upp í íslenskum stjórnmálum. Að meiri samvinna yrði milli flokka og að vald og virðing gagnvart störfum þingsins væri virt. En svo kom raunveruleikinn og nú þegar seinni- hluti kjörtímabilsins er runninn upp verður staðan bara verri og verri. Samráð er það kallað þegar stjórnarandstöðuflokkum er boðið til fundar klukkustund áður en blaðamönnum er kynnt ákvörðun ríkisstjórnar um aðgerðir. Samráð er það kallað þegar hagsmunaaðilum er kynnt frumvarp ráðherra í samráðsgátt stjórnvalda og þeim boðið að koma með at- hugasemdir bréfleiðis. Já og samráð er það kallað þegar þingmönnum er boðið sæti í þverpólitískum nefndum sem kallaðar eru á stöku fundi í ráðu- neytum til að hlusta á það sem ráðherra er að fara að gera í hinum og þessum málum. Nei, þetta er ekki samráð. Það ríkir hvorki gagnsæi né virðing fyrir verkefnum þegar ráð- herrar í ríkisstjórn halda spilum svo þétt að sér að greiningarvinna, ef hún er þá yfirleitt til staðar, fæst hvorki afhent stjórnarliðum né stjórnarandstöðu í þinginu. Það ríkir engin virðing fyrir störfum Alþingis þegar stjórn- arliðum er gert að verja ákvarðanir ráðherra í þingsal án þess að hafa fengið fullnægjandi kynningu á verkefninu. Loks fylgir því engin virðing fyrir Alþingi og þingmönnum stjórnarflokkanna þegar þeim öllum er gert að fella allar tillögur sem koma frá stjórnarandstöðu án umræðu, en styðja svo sömu tillögur sem koma frá ríkisstjórn skömmu síðar, hvort sem um er að ræða álagsgreiðslur til framlínustarfs- fólks, stuðning við listamenn eða námsmenn. Því miður þá er þar um að ræða gamaldags og úrelta pólitíska stæla bara til að sýna vald sitt. Þessi vinnubrögð eru þannig al- gjörlega á skjön við fögur fyrirheit ríkisstjórnarflokkanna sem mættu við tækifæri dusta rykið af stjórnarsáttmál- anum og rifja upp hverju lofað var í upphafi. Það myndi auka traust á stjórnmálum. Helga Vala Helgadóttir Pistill Gamaldags pólitík Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.