Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Forysta sumra verkalýðsfélagahefur farið mikinn í umræðum um þann lífróður sem Icelandair rær nú. Í liðinni viku gerðist það að forstjóri flugfélagsins sendi starfs- fólki þess bréf og upplýsti um tilboð sem félagið hefði gert samninganefnd Flugfreyjufélagsins.    Þessi upplýsinga-gjöf varð tilefni stóryrða verkalýðs- forkólfa sem töldu hana brot á sam- skiptareglum og það væri „náttúrlega rosalegt þeg- ar forstjóri Icelandair fer framhjá kjörinni samninganefnd félags- manna og beinir sér beint að fé- lagsmönnum“. Glæpurinn þótti ekki síst stór fyrir þá sök að samn- inganefndin hefði verið búin að hafna tilboðinu og þessi framganga væri „lítilsvirðing við samninga- nefnd Flugfreyjufélagsins, félags- lega kjörna stjórn og í rauninni fé- lagsmenn Flugfreyjufélagsins alls,“ hvorki meira né minna.    En hver er glæpurinn? Er ekkiástæða til að endurskoða vinnubrögð í kjaradeilum þegar það að fólk tali saman og skiptist á skoðunum og upplýsingum er orð- inn einhver mesti glæpur sem hægt er að fremja?    Hverra hagsmunir eru það aðupplýsingar berist aðeins fé- lagsmönnum eftir þeirri boðleið sem forysta verkalýðsfélags ákveður?    Getur ekki verið að þetta sé íbesta falli úrelt hugsun í heimi þar sem fólk vill skiptast á skoð- unum og taka upplýstar ákvarð- anir? Getur verið að íslenski vinnu- markaðurinn þurfi að stíga inn í nútímann? Hverjum ógna skoðanaskiptin? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Víða um hverfið er óboðlegur frá- gangur og umgengni á og umhverfis lóðir ýmist í eigu einkaaðila eða borgarinnar.“ Þetta kemur m.a. fram í bókun sem Íbúaráð Grafar- holts og Úlfarsárdals lagði fram á síðasta fundi sínum. Á fundinum var lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar og borg- arritara dags 6. mars við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsár- dals um úthlutaðar en óbyggðar lóð- ir í hverfinu á fundi ráðsins 20. jan- úar sl. Þar var spurt um 24 tilteknar lóðir við Urðarbrunn, Gefjunar- brunn, Lofnarbrunn og Haukdæla- braut. Íbúaráðið lagði til í bókun sinni á síðasta fundi að farið yrði í tafar- lausa úttekt á stöðu mála og að grip- ið yrði til átaks í umgengnismálum. „Þá er borgarráð hvatt til þess að kanna möguleikann á að ráðstafa óseldum lóðum undir sérbýli í eldri hluta Úlfarsárdals til búsetufélaga eða leigufélaga í óhagnaðardrifinni starfsemi svo flýta megi uppbygg- ingu og frágangi hverfisins auk þess sem tækifæri eru til að byggja hag- kvæmt húsnæði fyrir stærri fjöl- skyldur í borginni,“ segir í bókun- inni. Þá lagði íbúðaráðið fram fyrir- spurn um jarðvegsfok frá fram- kvæmdasvæði við Leirtjörn með til- heyrandi óþrifnaði og óþægindum fyrir íbúa. Vill ráðið fá að vita til hvaða ráðstafana verði gripið til að sporna við því. Einnig var spurt hvenær frágangi á svæðinu lyki á þann hátt að ekki yrði áframhald- andi jarðvegsfok þaðan. sisi@mbl.is Óboðlegur frágangur í Úlfarsárdal Úlfarsárdalur Kvartað hefur verið yfir frágangi og umgengni þar. Vilhjálmur Knudsen kvikmyndagerðar- maður er látinn, 76 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist á Bíldudal 14. maí 1944, sonur Ósvaldar Knudsen, málara- meistara og kvik- myndagerðarmanns, og Maríu H. Ólafs- dóttur listmálara. Á yngri árum dvaldi Vilhjálmur hjá móður sinni í Kaup- mannahöfn, en hún fór þangað í listnám og settist þar að. María skrifaði m.a. bók um ferðalag Vilhjálms, Villi fer til Kaupmannahafnar. María eignaðist tvær dætur í Danmörku, hálfsystur Vilhjálms, Valdísi og Jóhönnu. Vilhjálmur hóf snemma feril sinn við kvikmyndagerð og var aðeins þrettán ára þegar hann hóf að kvikmynda með föður sínum. Sautján ára gamall hóf Vilhjálmur að sýna kvikmyndir föður síns um land allt á sumrin. Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá MR og hóf síðar nám í kvikmyndagerð í London International Film School. Eftir heimkomu til Íslands var eitt af fyrstu verkum Vilhjálms að mynda eldgosið í Heimaey ásamt föður sínum. Myndin Eldur í Heimaey var sýnd ásamt fleiri myndum í sal þeirra feðga í Hellusundi, húsi sem faðir hans byggði, samfellt frá árinu 1974. Í Hellusundi ólu hann og Lynn Costello Ryyth, fyrr- verandi eiginkona hans, upp þrjú börn, þau Ósvald, Elínu og Vilhjálm. Barnabörn- in eru fimm talsins. Heimildarmyndir þeirra feðga um íslenska náttúru og lifnaðar- hætti unnu til margvíslegra verð- launa víða um heim. Af verkum þeirra má helst nefna myndir um Surtseyjargosið, Heimaeyjargosið og Kröflugosin og Sveitin milli sanda sem fjallaði um lífið í Öræfasveit. Vilhjálmur kvik- myndaði einnig umbrotin í Vatna- jökli og Heklu ásamt ýmsum menningaratburðum. Árið 2012 hlaut Vilhjálmur Knudsen heiðursverðlaun Edd- unnar fyrir framlag sitt til kvik- myndagerðar og ómetanlega söfn- un og varðveislu heimildarmynda um íslenska náttúru og lifnaðar- hætti. Andlát Vilhjálmur Knudsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.