Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI. AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK Tvær frábærar eftir sögu Stephen King EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI. JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það var fyrir rétt rúmumþremur árum (haustið 2016)sem Tómas gaf út sína fyrstu plötu, sem var samnefnd honum. Hann sótti mig þá heim í Odda á há- skólasvæðinu hvar ég vinn og af- henti mér forláta vínileintak. Við tókum stutt gangaspjall og mér fannst gott að hitta piltinn sem ég hafði orðið var við misserin á undan. Hann hafði leikið með alls kyns tón- listarfólki, Ásgeiri Trausta, Júníusi Meyvant, Hjálmum, Memfismafí- unni, Fjallabræðrum, Helga Björns- syni, Sigríði Thorlacius, Uni Stefson og fleirum. Hann hefur þá sinnt tón- sköpun og spilamennsku með ADHD lengi og því sjóaður vel. Mér fannst ánægjulegt að hann væri að stíga fram með eigin tónlist og það var ekki létt verk að pinna tónlist- ina niður. Djassskotið að einhverju leyti, vélrænt í bland við lífrænt, og vísað í áttunda áratuginn, „ambi- ent“-hljóðheim og krækt í mexí- kóskan mariachi-blástur meðfram öðru. Allt saman svo þægilega kunnuglegt en um leið ekki. Þeir Guðmundur Óskar Guð- mundsson, Magnús Trygvason Eli- assen, Magnús Jóhann Ragnarsson og Rögnvaldur Borgþórsson koma við sögu á plötunni nýju en flestir Tómas Jónsson metsöluplata fylltu þeir þá síðustu líka. Platan er gefin út hjá Lucky Records og var að mestu tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Spjall okkar fyrir rúm- um þremur árum var stutt en kurt- eislegt og markaðist að einhverju leyti af feimni og þeirri staðreynd að við þekktumst ekkert. Mig vant- aði svo frekari upplýsingar fyrir þennan pistil og sló stuttlega á Tóm- as. Ætlaðar fimm mínútur urðu að tuttugu og okkar maður, nú alveg 27 ára, var opnari og málgefnari og hafði ýmislegt að segja um sig og sína list. Tómas segir t.d. að hann sé vilj- andi að rugla í fólki með því að kalla aðra plötu sína 3, og hún sé um leið hluti af þríleik. Þriðja platan (nú, eða önnur) kemur síðar. Hann vísar glettinn í Star Wars-röðina sem kom ekki út í réttri röð. Og þó að um tengdan þríleik sé að ræða séu ekki endilega líkindi á milli hlutanna tón- fræðilega. Vísunin í Star Wars sé hins vegar ekki alveg úr lausu lofti gripin, en tónlistin er að miklum hluta unnin á hljómborð sem voru í mikilli notkun á mektarárum upp- runalegu Star Wars-myndanna. Og þó að Tómas sé fæddur 1993 sé hann á kafi í tónlist þessa tíma. „Ég þarf dálítið að vanda mig við að fylgjast með í tónlist,“ segir hann kíminn, „því annars fer ég bara að hlusta á tónlist frá áttunda og níunda áratugnum út í eitt.“ Hann lýsir sér sem óforbetran- legum áhugamanni um hljóðgervla og hann finni mikla fegurð í hljóð- heimi þessa tíma. Þetta má nema á plötunni, sem er í senn melódísk og tilraunakennd. „Breiðholt“, opnunarlagið, er eins og stef úr framsækinni rúmenskri mynd frá 1981, „Chicagomalt“ er eins og tón- list úr biluðum tölvuleik en „Sef- garðar“ er hrein fegurðarstemma. Eins er með „Ránargata“ á meðan „Kemurekkitilgreina“ er grallara- popp. „Heilsubótarganga vélmenn- is“ hljómar nákvæmlega eins og tit- illinn! „Ekkert af þessu var sérstak- lega ákvarðað en ég reyni að finna fegurðina í lögunum, hvort sem þau eru ljúf, áleitin eða húmorísk,“ út- skýrir hann. „Ég legg áherslu á að vinna hlutina fremur hratt og þá er lykilatriði að vera með góðan mann- skap, fólk sem þarf ekki að útskýra of mikið fyrir. Þessar sólóplötur urðu til náttúrulega, lögin urðu til, ég er ekki að gefa út eigið efni bara til þess að vera með. Ég þarf að gera þetta. Og ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að hætta að reyna að semja góða músík. Þá losn- aði um mikinn hnút hjá mér og þetta fór að flæða óheft og eðli- lega.“ » „Breiðholt“, opn-unarlagið, er eins og stef úr framsækinni rúmenskri mynd frá 1981, „Chicagomalt“ er eins og tónlist úr biluðum tölvuleik en „Sefgarðar“ er hrein fegurðarstemma. Platan 3 er önnur sóló- plata Tómasar Jóns- sonar, eins undarlega og það kann að hljóma. Tómas hefur verið áberandi í íslensku tón- listarlífi undanfarið, m.a. vegna starfa sinna í gæðasveitinni ADHD. Hress Tómas Jónsson nýtir sér ýmis tæki og tól í tónlistarsköpuninni. Skipuleggjendur Listahátíðar í Reykjavík hafa nú staðfest fyrstu dagsetningar viðburða á hátíðinni í ár og verða fleiri gerðar opin- berar á næstu vikum og til- kynntar jafnóðum, að því er fram kemur í tilkynningu en hægt er að kynna sér heildardagskrá há- tíðarinnar á www.listahatid.is og lesa um hina ýmsu viðburði. Nú liggur fyrir að tónleikar Damons Albarns verða haldnir í Eldborg 28. mars á næsta ári en þeir bera yfirskriftina The Near- er the Fountain, More Pure the Stream. Verður á þeim flutt tón- list sem Albarn samdi hér á landi. Hinn 3. október nk. verður haldinn viðburðurinn Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórn- arskrá fyrir lýðveldið Ísland og á honum mun fjöldi tónskálda, tón- listarflytjenda, aðgerðasinna og fulltrúar almennings koma saman í porti Listasafns Reykjavíkur og skapa fjölradda tónlistar- og myndlistargjörning við allar 114 greinar nýju íslensku stjórnar- skrártillögunnar frá 2011. List- rænir stjórnendur eru myndlistar- mennirnir Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, verður boðið upp á Eldblóm í Hallargarðinum og er það dans- arinn og danshöfundurinn Sigríð- ur Soffía Níelsdóttir sem hefur veg og vanda af þeirri innsetn- ingu. 6. og 7. september mun píanó- leikarinn Víkingur Heiðar Ólafs- son leika verk eftir Debussy og Rameau í Eldborg og 6. júní mun Safnasafnið á Svalbarðsströnd bjóða upp á hátíðardagskrá með yfirskriftinni Hugarflug. Verða þar m.a. fluttir gjörningar eftir Magnús Loga Kristinsson og Gunnhildi Hauksdóttur. Fyrstu dagsetn- ingar staðfestar Damon Albarn Sigríður Soffía Níelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.