Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 23. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 143.03 Sterlingspund 175.19 Kanadadalur 102.75 Dönsk króna 20.992 Norsk króna 14.348 Sænsk króna 14.803 Svissn. franki 147.91 Japanskt jen 1.3286 SDR 195.19 Evra 156.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.416 Hrávöruverð Gull 1732.8 ($/únsa) Ál 1454.0 ($/tonn) LME Hráolía 35.82 ($/fatið) Brent ● Icelandair hf. hækkaði mest allra fyrirtækja í kaup- höll Íslands í gær, eða um 5,84% í 28 milljóna króna við- skiptum. Var loka- gengi félagsins 1,63 krónur á hvern hlut. Næstmesta hækkunin í gær varð á bréfum Marels hf. en bréf félagsins, sem nú standa í 698 krónum á hvern hlut, hækkuðu um 1,16% í við- skiptum dagsins. Veltan með bréfin var þó nokkur, eða 436 milljónir króna. Þriðja mesta hækkun gærdagsins varð á bréfum í smásölufyrirtækinu Hög- um, en þau hækkuðu um 0,62% í fimm milljóna króna viðskiptum. Var loka- gengi Haga í gær 48,6 krónur á hvern hlut. Fleiri félög lækkuðu í gær en hækk- uðu. Það félag sem lækkaði mest var fasteignafyrirtækið Reitir, en bréfin lækkuðu um 4,64% í 48 milljóna króna viðskiptum. Var gengi félagsins í lok dags 51,4 krónur á hvern hlut. Trygg- ingafélagið VÍS lækkaði næstmest í gær, eða um 3,61%, í 59 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins í lok dags var 9,6 krónur á hlut. Icelandair hækkaði mest í kauphöll Íslands Flug Flökt hefur verið á verði bréfa Icelandair undan- farið. STUTT Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills, sem framleiðir samnefndan ráðningar- hugbúnað, og Háskóli Íslands hafa hafið samstarf sem miðar að því að efla tengingu á milli atvinnulífs og nemenda við skólann. Í tilkynningu frá skólanum segir að samstarfið feli í sér að viðskiptavinir 50skills, sem eru margir af stærstu vinnu- stöðum landsins, geti nú endurbirt störf sín með sjálfvirkum hætti á Tengslatorgi Háskóla Íslands. Í tilkynningu segir Jónína Kár- dal, verkefnisstjóri Tengslatorgsins, að Háskólinn fagni mjög þessu sam- starfi. Hún segir að tæknilegar lausnir 50skills tryggi enn betri tengsl atvinnulífsins við stúdenta Háskóla Íslands, og ávinningur sé beggja. „Með þessu samstarfi er leiðin úr námi í starf gerð enn skil- virkari,“ segir Jónína. Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills segist í tilkynningunni vera stoltur yfir að geta lagt lóð á vog- arskálarnar í að tengja saman ís- lenskt atvinnulíf og Háskóla Ís- lands. Þá segir hann að fyrirtækið sé í einstakri stöðu til að koma á virkri tengingu á milli þeirra sem sækist eftir vinnuafli og þeirra sem sækist eftir verkefnum. Fundið framtíðarstarfskrafta Í tilkynningunni segir að á vef Tengslatorgs sé hægt að miðla störfum og verkefnum þar sem sér- staklega er verið að leita eftir mannauði úr röðum stúdenta. Einn- ig segir að frá því að vefurinn var settur á laggirnar hafi hann vaxið og dafnað og fjölmörg fyrirtæki hafi fundið framtíðarstarfskrafta sína úr röðum stúdenta með aðstoð torgs- ins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Störf Lausnin tryggir enn betri tengsl HÍ og atvinnulífsins. Skilvirkari leið úr námi í starf  Tengja saman Háskólann og fjöl- menna vinnustaði þeim verkþætti í ágúst. Flísarnar í klæðninguna koma frá Spáni og setti faraldurinn strik í framleiðsluna. Sveinn segir veðurblíðu síðustu vikna hafa komið sér vel við frágang utanhúss. Nú þegar séu vinnupallar að tínast af byggingunni. Má þess geta að uppbygging lúxus- íbúða við Austurhöfn, við hlið hótels- ins, er líka langt komin. Hefur ekki áhrif á verkið Hótelið við Hörpu verður í Edition-flokki Marriott-hótelanna. Um er að ræða sérhönnuð lúxushótel; hönnuð til að vera ólík og bjóða upp á einstaka upplifun sem tekur mið af staðsetningu. Fréttavefur Bloomberg sagði frá því í vikunni sem leið að tekin hefði verið ákvörðun um að loka Edition- hóteli við Times Square á Manhattan. Eftir tekjuhrun vegna faraldursins stefndi í að rekstri hótelsins yrði hætt í ágúst. Hafði vefurinn eftir sérfræð- ingi að líklega yrði mörgum hótelum á svæðinu lokað. Sveinn segir aðspurður að þessar fréttir breyti engu um áformin við Hörpuna. Marriott-keðjan stefni ótrauð á að opna hótelið í Reykjavík og sjái mikil tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu. „Menn eru brattir. Það er engan bilbug að finna á mönnum. Við stefnum á að opna hótelið eins hratt og við getum. Það er erfitt að tíma- setja opnunina nákvæmlega. Það ræðst enda af því hvenær við fáum efni og mannskap frá Evrópu hvað innréttingar varðar. Sú vinna hefur öll verið í skötulíki vegna faraldursins en er sem betur fer að ná sér á strik aftur. Með hliðsjón af aðstæðum verður fylgst vel með þróun markaða upp á að tímasetja opnun hótelsins. Við erum háð þessum tveimur breytum,“ segir Sveinn. Sex barir á hótelinu Alls verða 253 herbergi á hótelinu. Sveinn segir að áætla megi að um 300 manns muni starfa á hótelinu við Hörpu. Þar verði veitingahús með bar og fimm aðrir barir. Verða þeir við spa, skemmtistað í kjallara, við mót- tökuna og á þakinu. Þá verður sér- stakur viskíbar. EDITION-hótelið mun fara með allan rekstur á hótelinu. Sæti verða fyrir um 220 á veitingahúsinu, sem verður á jarðhæð og jafnframt morgunverðarsalur hótelsins. Kórónuveirufaraldurinn tefur byggingu lúxushótels  Óvíst hvenær Marriott-hótelið verður opnað  Beðið eftir efni frá Evrópu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í uppbyggingu Reykjavík Edi- tion-hótelsins við Hörpu. Meðal ann- ars hefur framleiðsla á innréttingum og húsgögnum tafist vegna röskunar á framleiðslu í Evrópu. Sveinn Björnsson, framkvæmda- stjóri og einn af eigendum Íslenskra Fasteigna, sem fylgja eftir byggingu hótelsins fyrir hönd eigenda, segir verkefnið því hafa tafist. Verkefnið á sér langan aðdrag- anda. Jarðvinna við hótelið hófst árið 2016, eftir að gengið var frá samn- ingum við Marriott um hótelrekstur í húsinu. Er hótelið sérhannað að ósk- um keðjunnar. Miklar sviptingar hafa verið í ís- lenskri ferðaþjónustu á fram- kvæmdatímanum en upphaflega var áformað að opna hótelið á síðari hluta árs 2019. En á framkvæmdatímanum hefur ferðaþjónustan horft fram á veldisvöxt, gjaldþrot WOW air, ferða- bann vegna faraldursins og endur- skipulagningu Icelandair. Kostar um 20 milljarða Sveinn segir aðspurður að verkefn- ið sé fullfjármagnað. Veiking krón- unnar undanfarið hafi ekki áhrif á framvindu verksins. Það sé enda að fullu gert upp í bandaríkjadölum. Sú áætlun sé óbreytt að verkefnið muni kosta um 20 milljarða króna. Um 150-160 manns vinna nú að byggingu hótelsins. Mannvit fer með byggingarstjórn og eftirlit með verk- efninu og koma að því hinir ýmsu undirverktakar. Vinna við að klæða bygginguna hófst í vetur og er áformað að ljúka Við Hörpuna Reykjavík Edition-hótelið verður markaðssett sem lúxushótel. Þar verður veitingahús, skemmti- staður, spa, þakbar og viskíbar, svo eitthvað sé nefnt. Með því eykst þjónustuframboðið í miðbæjarhagkerfinu. Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.