Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
BREKKA 34 - 9 fm
518.000 kr.
Tilboðsverð
STAPI - 14,98 fm
389.000 kr.
Tilboðsverð
NAUST - 14,44 fm
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það var mikið húllumhæ í kring-
um upptökurnar og ég held að fólk
hér bíði spennt eftir myndinni. Ég
hef líka væntingar um að húsvískir
aukaleikarar sjá-
ist á hvíta tjald-
inu,“ segir Krist-
ján Þór
Magnússon,
sveitarstjóri í
Norðurþingi.
Mikil eftir-
vænting er vegna
frumsýningar
Eurovision-
myndar leikar-
ans Wills Ferr-
ell. Myndin nefnist Eurovision
Song Contest: The Story of Fire
Saga og verður frumsýnd á
streymisveitunni Netflix 26. júní
næstkomandi. Tökur á myndinni
fóru að stórum hluta fram hér á
landi síðla árs í fyrra. Meðal töku-
staða var Húsavík og segir sveitar-
stjórinn að hann bindi vonir við að
það skili sér í auknum áhuga ferða-
manna á heimsóknum þangað í
framtíðinni.
„Ég er auðvitað ekki búinn að
sjá hversu stórt hlutverk bærinn
leikur í myndinni en miðað við upp-
leggið verður það töluvert. Við
munum klárlega vinna með það
dæmi þegar ferðaþjónustan kemst
aftur í gang. Það munu tugir millj-
óna sjá þessa mynd um leið og hún
kemur út svo þetta verður gríðar-
leg kynning á bænum,“ segir Krist-
ján, sem kveðst telja að Húsavík
muni kallast Húsavík í myndinni.
Kristján segir að vonir standi til
að hægt verði að sýna Húsvík-
ingum og nærsveitarfólki Euro-
vision-myndina á stóru tjaldi til að
fagna þessum áfanga. „Við eigum í
samtölum við framleiðslufyrirtækið
True North um það hvort við get-
um verið með einhverja sýningu
opinberlega. Þetta var meðal ann-
ars rætt á sveitarstjórnarfundi í
vikunni og ákveðið að kanna hvort
hægt væri að koma myndinni fyrir
í bílabíói í sumar. Það er í skoðun
og við munum væntanlega fá svör
um það um mánaðamótin hvort og
hvenær það væri hægt.“
Rachel McAdams leikur aðal-
hlutverkið á móti Ferrell. Þau leika
Lars Ericssong og Sigrit Ericks-
dottir, sem keppa fyrir Íslands
hönd í Eurovision. Pierce Brosnan
leikur föður Ferrell, Erick Ericks-
song. Þá fara þau Nína Dögg Fil-
ippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson,
Jóhannes Haukur Jóhannesson og
Björn Hlynur Haraldsson með
hlutverk auk fleiri Íslendinga. Tón-
skáldið Atli Örvarsson samdi tón-
list fyrir myndina.
Kynning Myndband við lagið Volcano Man úr væntanlegri Eurovision-mynd vakti mikla athygli á dögunum.
Húsavík geti heillað
tugi milljóna áhorfenda
Spenna fyrir Eurovision-myndinni og bílabíó undirbúið
Kristján Þór
Magnússon
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Upptökur Will Ferrell á Húsavík.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við höfum verið að taka sýni hjá
fólki sem er að koma í mótefnamæl-
ingar til okkar. Það skýrir hvers
vegna við erum enn að taka svona
mörg sýni,“ segir Kári Stefánsson,
forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Vísar hann í máli sínu til mikils
fjölda sýna undanfarna daga. Eins
og áður hefur komið fram hafa ein-
ungis tvö smit greinst síðustu tvær
vikur. Þrátt fyrir það virðist ekkert
lát á sýnatöku hér á landi. Rétt tæp-
lega 600 sýni voru tekin í fyrradag,
en fjöldi síðustu tveggja vikna hleyp-
ur á þúsundum.
Að sögn Kára á þetta sér eðlilegar
skýringar. „Ég komst að þeirri
niðurstöðu að það væri skynsamlegt
að taka fólk í próf þegar það mætti í
mótefnamælingu. Sömuleiðis höfum
við verið að hjálpa til við að mæla til
dæmis áhafnir og kvikmyndatöku-
lið,“ segir hann og bætir við að mæl-
ingarnar snúist ekki síst um að finna
út hvort virk smit séu í samfélaginu.
Spurður hvernig mótefnamæling-
ar gangi segir Kári að nú hafi verið
tekin ríflega 20 þúsund sýni. Þá
muni fyrirtækið ekki taka mikið
fleiri sýni. „Við förum fljótlega að
snúa okkur að dagvinnunni og erum
svo sem farin að gera það,“ segir
Kári sem kveðst munu vera til staðar
blossi veiran upp að nýju í samfélag-
inu. „Við verðum auðvitað til staðar.
Það hefur sýnt sig að opinbera kerfið
þarf á aðstoð að halda.“
Áfram verða tekin sýni hjá sýkla-
og veirufræðideild Landspítala. Að
sögn Kjartans Hreins Njálssonar,
aðstoðarmanns landlæknis, er sér-
staklega mikilvægt að halda sýna-
töku áfram á þessu stigi faraldurs-
ins. Þannig sé jafnframt hægt að
fylgjast grannt með stöðunni. „Við
viljum halda áfram að fá upplýsingar
um hvernig veiran er að berast í
samfélaginu. Að verða værukær
núna opnar á ákveðna hættu á að
hún komist á flug í ákveðnum
hópum. Það viljum við ekki sjá,“
segir Kjartan.
Nú á mánudag tekur gildi ný aug-
lýsing heilbrigðisráðherra um tak-
mörkun á samkomum vegna far-
sóttarinnar. Frá þeim degi verður
allt að 200 manns heimilt að koma
saman í stað 50 nú. Þá verða líkams-
ræktarstöðvar opnaðar auk þess
sem krár og skemmtistaðir geta haft
opið til kl. 23.
Helmingur af leyfðum fjölda
Með nýrri auglýsingu verður
tveggja metra reglu einnig breytt
nokkuð. Horft verður til þess að
vernda þá sem eru viðkvæmir með
því að skapa aðstæður þar sem þeim
er gert kleift að halda framangreind-
um fjarlægðarmörkum. Þannig verði
til dæmis á veitingastöðum, í leik-
húsum og bíósölum boðið upp á að
minnsta kosti nokkur sæti sem geri
þetta kleift.
Á líkamsræktarstöðvum verður,
líkt og á sund- og baðstöðum, tak-
mörkun á fjölda gesta sem miðast við
að þeir séu aldrei fleiri en nemur
helmingi af leyfilegum hámarks-
fjölda samkvæmt starfsleyfi.
Fjöldi sýna á sér eðlilegar skýringar
Einstaklingar sem koma í mótefnamælingu fara í sýnatöku Mikilvægt að tryggja að veiran komist
ekki aftur á flug Frá mánudegi mega 200 manns koma saman Tveggja metra reglu verður breytt
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Íslensk erfðagreining „Við verðum auðvitað til staðar,“ segir Kári.
1.803
staðfest smit
0
ný smit
886
í sóttkví
20.194
lokið sóttkví
2
virk smit
1.791
náð bata
0
á sjúrahúsi
10
andlát
58.295
sýni tekin
Vegagerðin hyggst í næsta mánuði
færa vegslóða á um 700 metra kafla
á Dómadalsleið. Umhverfisstofnun
hefur fjallað um framkvæmdina og
telur að hún hafi jákvæð áhrif á um-
ferð um svæðið.
Í Dómadal hækkar vatnsyfirborð
Dómadalsvatns reglulega það mikið
á vorin að vatn liggur yfir veginum
fram eftir sumri og er vegurinn þá
ófær. Með breytingum á veginum
gæti hann opnast fyrr á vorin og
þannig væri komið í veg fyrir akstur
utan vega þegar vegarslóðinn er ill-
fær eða ófær.
Öll ummerki vegslóða sem verða
aflagðir verða afmáð. Engu efni
verður ekið að vegna framkvæmd-
anna, en mögulega verða nokkrir
steinar fjarlægðir með handafli.
Gert er ráð fyrir 2-3 starfsmönnum
og notast verður við vörubíla og veg-
hefla.
Í mati kemur fram að Umhverfis-
stofnun telur mikilvægt að vegir inn-
an Friðlandsins að Fjallabaki séu
skipulagðir og hannaðir með það að
markmiði að koma í veg fyrir að ekið
sé utan vega og þeir séu vel merktir
og vel við haldið. aij@mbl.is
Lagfæra vegarslóð-
ann um Dómadal
Færsla vegar um Dómadal
DÓ
M
AD
AL
URDómadals-
vatn
Lifrafjalla-
vatn
Landmanna-
laugar/Fjalla -
baksleið nyrðri
Búrfell
Fyrirhugað er að
færa veginn á
um 700 m kafl a
Loftmyndir ehf.