Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020
Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn
mánudaginn 15. júní kl. 17:00 á Grand Hóteli,
Reykjavík.
Dagskrá er samkvæmt samþykktum sjóðsins.
Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til
setu á fundinum.
Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs
Kjörfundur fulltrúa launamanna í Birtu lífeyrissjóði,
vegna stjórnarkjörs í lífeyrissjóðnum verður haldinn
mánudaginn 8. júní kl. 17:30 í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík.
Til fulltrúaráðs launamanna
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Salan í netverslun Nettó tífaldaðist
þegar mest lét í miðjum heimsfar-
aldri kórónuveiru. Er netsalan nú
fimmfalt meiri en hún var áður en út-
breiðslu og áhrifa veirunnar tók að
gæta hér á landi. Þetta segir Gunnar
Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri
verslunarsviðs hjá Samkaupum.
„Þetta gekk mjög vel til að byrja
með. Til að anna eftirspurn, sem var
orðin tíföld, ákváðum við að bæta við
okkur miðlægu vöruhúsi sem var
ætlað að ráða við aukna eftirspurn,“
segir Gunnar og bætir við að sökum
faraldursins hafi neyslumynstur Ís-
lendinga breyst til frambúðar. „Fólk
fór að færa sig yfir á netið í miðri
bylgjunni og nú er þetta að ná jafn-
vægi á nýjan leik. Við erum að horfa
fram á fimmfalt meiri sölu en við
gerðum áður,“ segir Gunnar.
Breytt neyslumynstur fólks
Eins og Morgunblaðið greindi frá
tók Nettó í notkun 2.000 fermetra
miðstöð í aprílmánuði. Miðstöðin,
sem er í Klettagörðum, er notuð til
að þjóna netverslun fyrirtækisins.
Að sögn Gunnars var þetta gert til að
auka flæði netverslunar sökum mik-
illar ásóknar í miðjum faraldri. „Við
ákváðum að bæta við okkur miðlægu
vöruhúsi sem hafði það verkefni að
ráða við aukna eftirspurn. Í dag
erum við síðan að tína pantanir í
gegnum vöruhús og verslanir,“ segir
Gunnar.
Spurður hvort merkja megi mun á
kauphegðun viðskiptavina fyrir og
eftir faraldur kveður Gunnar já við.
„Fyrir faraldur var þetta fjölbreytt
en pasta og niðursuðuvörur voru
einna helst áberandi. Núna er allur
gangur á þessu en þó er merkjanleg
aukning í sölu á heilsu- og lífsstíls-
vörum,“ segir Gunnar.
Afgreiðsluferli verið lagað
Í miðjum faraldri bar talsvert á
kvörtunum sökum fyrirkomulags við
endurgreiðslu hjá versluninni. Í stað
peningagreiðslu var viðskiptavinum
veitt inneign þegar tiltekin vara skil-
aði sér ekki. Aðspurður segir Gunn-
ar að búið sé að breyta umræddu
ferli. „Hér áður veittum við inneign
fyrir vörum sem ekki höfðu skilað
sér. Fólki stóð þó einnig til boða að fá
inneignina millifærða aftur inn á
kort óskaði það þess. Í dag höfum við
breytt greiðslum þannig að nú er
ekki tekin greiðsla fyrr en pöntun
hefur verið tekin saman. Tekin er
heimild af kortinu við pöntun en hún
leiðréttist nú sjálfkrafa,“ segir
Gunnar.
Tíföld netsala hjá
Nettó þegar best lét
Kauphegðun talsvert breytt Fólk noti netverslun áfram
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nettó Salan hjá Nettó tífaldaðist í miðjum heimsfaraldri kórónuveiru.
Sjómaðurinn sem talið er að hafi
fallið fyrir borð á fiskiskipinu Er-
ling KE-140 á Vopnafirði síðastlið-
inn mánudag er á nítjánda aldurs-
ári, samkvæmt upplýsingum
lögreglu. Hann heitir Axel Jósefs-
son Zarioh og er búsettur í Kópa-
vogi.
Umfangsmikil leit hefur farið
fram í Vopnafirði síðan á mánu-
dag. Leitað hefur verið á sjó og
landi út allan fjörðinn, en án ár-
angurs.
Í gær var sérstakur prammi not-
aður við leitina. Hann er með
glærum botni og hægt að skoða
sjávarbotn á
grunnsævi. Leit-
að var meðfram
ströndum og
sandfjörur ekn-
ar.
Óskar Þór
Guðmundsson,
rannsóknarlög-
reglumaður hjá
lögreglunni á
Austurlandi, átti von á því í gær að
fjölgað yrði í leitarhópnum um
helgina, að minnsta kosti þann
daginn sem veður verður betra til
leitar.
Sjómaðurinn er á nítjánda aldursári
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Framboðsfrestur til forseta Íslands
rann út í gær. Tveir skiluðu fram-
boðum, Guðni Th. Jóhannesson for-
seti og Guðmundur Franklín Jóns-
son hagfræðingur.
Enn á eftir að yfirfara meðmæli
frambjóðendanna tveggja en að
sögn Hafliða Helgasonar, upplýs-
ingafulltrúa dómsmálaráðuneytis-
ins, er þess ekki að vænta að form-
legur listi yfir frambjóðendur verði
birtur fyrr en eftir viku.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
hefst engu að síður á mánudag.
Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum
um land allt, sem og í verslunarmið-
stöðinni Smáralind. Er nær dregur
kjördegi verður utankjörfundarat-
kvæðastöðum fjölgað, meðal annars
á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn
Hafliða á enn eftir að ákveða hvar
þeir kjörstaðir verða. Er sú ákvörð-
un í höndum sýslumanna. Náið
samráð hefur verið haft við sótt-
varnalækni og almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra um útfærsluna.
Betra að kjósa fyrr en síðar
Á mánudag hefst sömuleiðis
utankjörfundaratkvæðagreiðsla í
sendiráðum erlendis. Sums staðar
er tekið við kjósendum eftir sam-
komulagi. María Mjöll Jónsdóttir,
deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu,
segir í samtali við Morgunblaðið að
verið sé að kanna hjá ræðismönnum
Íslands hvort hægt verði að kjósa
hjá þeim. „Það liggur fyrir að að-
stæður geta haft áhrif á það hvort
hægt verður að bjóða upp á utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslu,“ segir
María og vísar í því skyni til út-
göngubanns og samkomutakmark-
ana sem eru við lýði víða um heim
vegna kórónuveirufaraldursins.
Hún hvetur Íslendinga erlendis sem
hafa áhuga á að kjósa til að hafa
samband við þann ræðismann sem
er þeim næstur. Betra sé að greiða
atkvæði fyrr en síðar, þar sem póst-
sendingar gætu tekið lengri tíma en
vant er.
Kosningabaráttan hefst í dag
Guðmundur Franklín Jónsson
segir í samtali við Morgunblaðið að
kosningabarátta hans hefjist í dag.
Hefur hann baráttuna með kosn-
ingapartíi á B47 hostel að Baróns-
stíg 47 í Reykjavík, milli klukkan 15
og 17 í dag. Hann mun í kjölfarið
hefja hringferð um landið til að
hitta kjósendur og koma stefnumál-
um sínum á framfæri. Þá fer heima-
síða Guðmundar í loftið í dag, en
þar gefst kjósendum kostur á að
kynna sér framboðið frekar.
Kosningabarátta Guðna Th. Jó-
hannessonar verður lágstemmdari.
„Guðni mun halda áfram að vera í
sambandi við þjóðina í gegnum
starf sitt,“ segir Arndís Þorgeirs-
dóttir, fjölmiðlafulltrúi Guðna. Ekki
verður opnuð sérstök kosninga-
skrifstofa en Facebook-síða Guðna,
sem nýtt var í kosningunum 2016,
hefur verið endurvakin.
Tveir skiluðu
framboðum
Kosning utan kjörfundar hefst á
mánudag bæði hér og í útlöndum
Guðni Th.
Jóhannesson
Guðmundur
Franklín Jónsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hæstu styrkirnir í fyrstu úthlutun úr
verkefninu Ritmenning íslenskra
miðalda fara til rannsókna á Staðar-
hóli í Dölum, Þingeyrum og Odda á
Rangárvöllum. Lilja Alfreðsdóttir
menntamálaráðherra afhenti styrk-
ina við athöfn í bókhlöðu Snorrastofu
í Reykholti á uppstigningardag.
Verkefnin þrjú fengu sjö milljóna
króna styrk hvert. Þau eru Stað-
arhóll í Dölum: Höfuðból í minjum,
sögu og sagnaritun og Fornleifa-
stofnun Íslands er þar umsækjandi,
Þingeyrarklaustur: Hjarta ritmenn-
ingar í fjórar aldir sem Háskóli Ís-
lands stendur fyrir og Oddarann-
sóknin. Auk þess var veitt 3,3
milljónum til verkefnisins Náttúrur
og fornar frásagnir, 2,7 milljónum til
verkefnisins Bókagerð í Helgafells-
klaustri á fjórtándu öld og 3 millj-
ónum til verkefnisins Sögur og fylgd-
armenn.
Alls var 30 milljónum úthlutað til
sex verkefna en sótt var um styrki til
10 verkefna, alls að fjárhæð tæplega
67 milljónir.
Komast af stað aftur
Ágúst Sigurðsson, formaður
Oddafélagsins, er ánægður með
stuðninginn og segir að hann dugi til
að komast af stað með fornleifarann-
sókn í Odda að nýju. Þar var hafin
rannsókn á manngerðum hellum
sumarið 2018 en ekki fékkst fjár-
magn til framhalds. Nú verður haldið
áfram með hellana og einnig gerðar
rannsóknir á bæjarhólnum.
Ágúst segir að lagt sé upp með
þverfaglegt verkefni undir forystu
Helga Þorlákssonar, fyrrverandi
prófessors í sagnfræði, og komi
margir fræðimenn að því með
honum.
Verkefni til fimm ára
Efnt var til verkefnisins í tilefni af
því að á síðasta ári voru liðin 75 ár frá
stofnun lýðveldis á Íslandi. Mark-
miðið er meðal annars að efla rann-
sóknir á heimildum um ritunarstaði
miðaldahandrita á Íslandi og þá sér-
staklega þeim lærdómsmiðstöðvum
og klaustrum þar sem ritmenning
blómstraði. Snorrastofu var falið að
annast umsýslu verkefnisins.
Markmiðið er að úthluta 35 millj-
ónum króna á ári, í fimm ár, og var
úthlutunin í ár sú fyrsta.
Ljósmynd/aðsend
Ritmenning Styrkir afhentir, frá vinstri eru þau Bergur Þorgeirsson, Elín Ósk Heiðarsdóttir, Steinunn Kristjáns-
dóttir, Viðar Hreinsson, Axel Kristinsson, Árni Daníel Júlíusson, Helgi Þorláksson, Beeke Stegman og Björn
Bjarnason. Fyrir framan stendur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Merkir staðir styrktir
Oddi, Staðarhóll og Þingeyrar fengu hæstu styrkina við
fyrstu úthlutun styrkja til rannsókna á ritmenningarstöðum