Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Styrjöldin í Sýr-landi hefur núgeisað í rúm níu ár. Landið er í rúst, mannfall hefur verið gríðarlegt og milljónir á milljónir ofan hafa misst heimili sín, eru á vergangi og land- flótta. Bashar al-Assad, forseti landsins, hefur hangið á yfirráð- um sínum eins og hundur á roði og virðist nú vera sigurinn vís. En sá sigur er ekki í höfn og hringurinn þrengist. Vald hans er byggt á ógn og efnahagur landsins er í rúst. Nú kljást voldugustu ættir Sýrlands í ofanálag. Það eina sem heldur aftur af þeim er sennilega að fall annarrar myndi þýða fall beggja. Á fimmtudag var tilkynnt í sýr- lenska dómsmálaráðuneytinu að Rami Makhlouf, einn auðugasti maður Sýrlands, hefði verið sett- ur í farbann vegna skulda við ríkið. Um mánaðamótin setti Makhlouf inn myndband á félags- miðilinn Facebook þar sem hann kvartaði sáran undan því að verið væri að svipta sig eigum sínum og starfsmönnum sínum væri varpað í fangelsi. Í Sýrlandi fannst mörgum þetta harmakvein skjóta skökku við. Makhlouf væri þekktur fyrir að fara sínu fram og yfirbyði ým- ist keppinauta sína eða léti stinga þeim bak við lás og slá. Bashar al-Assad og Rami Makhlouf eru náskyldir. Anisa, móðir Assads, er úr fjölskyldu Makhloufs. Hún gekk að eiga Ha- fez al-Assad árið 1957. Báðar til- heyra fjölskyldurnar alavítum, sem eru í minnihluta í Sýrlandi. Þeir voru í kringum 10% af íbúum landsins þegar átökin hófust. Súnnímúslimar voru þá um 60%. Ekki hefur alltaf ríkt sátt milli fjölskyldnanna. Móðir Bashars al- Assads og fjölskylda hennar litu það með vanþóknun þegar hann gekk að eiga Ösmu al-Akrah, sem er úr röðum súnnímúslima. Er sagt að alavítar hafi margir klæðst svörtu daginn sem þau giftu sig. En þjóðarkakan var nógu stór til að fjölskyldurnar gætu skipt henni á milli sín án ágreinings. Það hefur hins vegar breyst með stríðinu. Enn þykknaði í tengdamömm- unni þegar Asma fór að berast á í stað þess að láta sér lynda hús- móðurhlutverkið. Asma hefur verið í beinni samkeppni við Makhlouf og nú mun hún ásælast símafyrirtæki auðjöfursins. En fjölskyldurnar hafa einnig unnið saman. Maher, yngri bróðir Bashars forseta, er herforingi og ræður yfir annarri af tveimur her- deildum landsins, sem liðtækar þykja. Hann mun hafa verið iðinn við að sölsa undir sig eiturlyfja- framleiðslu í landinu. Makhlouf hefur síðan séð um að fela og dul- búa eitrið og flytja það út. Allt gerist þetta í skjóli Írana, sem tekið hafa sinn hluta af kökunni. Eiturlyfjasmyglið er ein af fáum leiðum sem eftir eru fyrir sýrlensk stjórnvöld til að komast yfir gjaldeyri. 80% landsmanna eru nú talin búa við fátækt og efnahag- urinn hefur skroppið saman um fjórðung um leið og gjaldmið- illinn hefur hrapað. Undanfarið hafa eiturlyfjasending- arnar grunsamlega oft verið stoppaðar. Ýmsar kenningar er um hvernig á því standi. Ólíklegt þykir að verið sé að reyna að gera Rami Makh- louf erfitt fyrir. Ein kenningin er að Rússar séu orðnir þreyttir á ástandinu í landinu. Þeir vilji að átökum linni og rússnesk fyrir- tæki geti farið að hagnast á upp- byggingu í Sýrlandi. Það sé þeim í hag að klekkja á Írönum, sem einnig vilja treysta völd sín í Sýr- landi og nota ítök sín í baráttunni gegn Ísrael og til að styrkja stöðu sína gagnvart súnnímúslimum. Alavítar eru sérstök grein innan íslams og þeir eru tengdir sjía- múslimum, sem fara með völd í Íran. Noah Feldman, lagaprófessor við Harvard-háskóla, fjallar um átökin í landinu í bók sinni um ar- abíska vorið sem nefnist Arabíski veturinn. Í viðtali í Sunnudags- mogganum segir hann að það sé grátlegt hvernig farið hefur í Sýr- landi. Hann telur ólíklegt að upp- reisninni í Sýrlandi hefði getað lyktað með farsælum hætti. Ótti alavíta við að þeir yrðu þurrkaðir út misstu þeir völdin hafi ráðið harkalegum viðbrögðum valdhaf- anna. Þeir hafi engar tryggingar haft um að öryggi þeirra yrði tryggt færu þeir frá völdum. Um leið tekur hann fram að hann skelli skuldinni á stjórnvöld en ekki fólkið sem reis upp. Hann segir hins vegar að það hafi haft mikið að segja að Banda- ríkjamenn ákváðu að fara bil beggja. Barack Obama hafi í for- setatíð sinni ekki viljað steypa Assad af ótta við að þeir sætu uppi með afleiðingarnar. Um leið hafi Bandaríkjamenn ekki getað hugsað sér að leyfa þessum óvini sínum að kæfa uppreisnina. „Þeir vissu ekki hvora leiðina þeir áttu að fara, þannig að þeir völdu að vera í miðjunni, sem varð til þess að stríðið dróst á langinn svo um munaði,“ segir Noah. „Það gerðu þeir með því að láta upp- reisnarmenn hvorki fá nægan stuðning til að steypa Assad, né að stíga til hliðar og leyfa Assad að kveða niður uppreisnarmenn- ina. Ég skil vissulega hvers vegna stjórn Obama tók þessa afstöðu og ég átta mig á hvað það var gríðarlega erfitt fyrir hana að fara aðra leið, en ég held að það hafi verið rangt. Betra hefði verið að fara aðra hvora af hinum leið- unum.“ Talið er að 400 til 600 þúsund manns hafi fallið í Sýrlandi, 7,6 milljónir manna séu á vergangi innan lands og 5,1 milljón hafi flú- ið úr landi. Flóttamannavandinn vegna átakanna í Sýrlandi er ein af ástæðum ólgunnar í Evrópu sem grafið hefur undan Evrópu- sambandinu eins og Noah bendir á. Harmleikurinn í Sýrlandi hefur reynst dýrkeyptur. Stjórn Obama á stóran þátt í að stríðið í Sýrlandi hefur dregist á lang- inn með hörmuleg- um afleiðingum } Hringurinn þrengist A lþingi samþykkti í vikunni frumvarp mitt um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, um neyslu- rými. Lögin fela í sér heimild til sveitarfélaga til að koma á fót neyslurými þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks. Neyslurými byggjast á hug- myndafræði skaðaminnkunar sem felst í því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efna- hagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra ávana- og fíkniefna. Markmiðið með frumvarpinu er einnig að draga úr neyslu þess- ara efna á almannafæri. Skaðaminnkun gagnast því ekki aðeins fólki sem notar slík efni heldur einnig fjölskyldum þess, nærsamfélagi notandans og samfélaginu í heild. Samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni er varsla og meðferð ávana- og fíkniefna óheimil á íslensku for- ráðasvæði. Með hinum nýsamþykktu lögum er hins vegar lögfest heimild fyrir stofnun neyslurýmis þar sem heimilt verður að neyta ávana- og fíkniefna við aðstæður sem lág- marka þann skaða sem notkun getur haft í för með sér, svo sem sýkingar, ofskömmtun og aðra alvarlega fylgikvilla notkunarinnar. Auk þess verður í neyslurými veitt þjónusta vegna grunnþarfa einstaklinga sem nýta sér þjónustuna, svo sem næring, hreinlætisaðstaða og hreinn sprautubún- aður. Einnig verður í boði samþætt heilbrigðisþjónusta, t.d. til að koma í veg fyrir sýkingar og veita sálrænan stuðning auk tilvísana í vímuefnameðferðir, sértæka heil- brigðisþjónustu og félagslega ráðgjöf. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Evrópu- sambandið hafa fjallað um skaðaminnkun og telja slík úrræði mikilvægan þátt í að draga úr smitsjúkdómum og dauðsföllum vegna neyslu of stórra skammta. Við samningu laganna var sérstaklega litið til nágrannalandanna en um 90 neyslurými eru nú starfrækt víða um heim. Framkvæmdin í Danmörku og Noregi var sér- staklega skoðuð, en í Danmörku eru nú starf- rækt fimm neyslurými og tvö í Noregi. Þar og víðar hefur verið talið mikilvægt að þjónusta í neyslurými sé skilgreind sem lágþröskulda- þjónusta, þannig að þeir sem þurfa á henni að halda geti nálgast hana án hindrana, en hindr- anir geta til dæmis falist í skorti á trausti ein- staklinganna í garð heilbrigðisþjónustu, opn- unartíma, staðsetningu eða gjaldtöku, og hugað verður að þeim þætti hérlendis. Samþykkt frumvarpsins er stórt og róttækt skref, og fyrsta raunverulega skrefið í áttina að því að sinna hér skaðaminnkun sem er studd af löggjöf. Við erum með þessu móti að mæta fólki sem er í sérstaklega erfiðri stöðu og jaðarsettast af öllum íbúum samfélagsins þar sem það er statt og sýna því virðingu, og það er gríðarlega mikilvægt. Ég er stolt af því að vera heilbrigðisráðherra á þessum tímamótum. Svandís Svavarsdóttir Pistill Frumvarp um neyslurými samþykkt Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Niðurgreiðsla á flutnings-kostnaði olíuvara verðurbundin við viðkvæmardreifðari byggðir, nái frumvarp samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra um flutnings- jöfnun olíu fram að ganga. Flutningsjöfnun fer nú fram samkvæmt lögum um jöfnun flutn- ingskostnaðar olíuvara frá 1994, en þar er kveðið á um sérstakan flutn- ingsjöfnunarsjóð og leggur hann svonefnt flutn- ingsjöfn- unargjald á inn- fluttar olíuvörur. Gjaldinu er ætlað að standa undir greiðslum til olíufélaga fyrir jöfnun flutnings- kostnaðar til dreifðari byggða að fullu, og deil- ast þær um allt land, að höfuðborgarsvæðinu og Akureyri undanskildu. Tekjur sjóðsins námu í fyrra um 400 millj- ónum króna og útgjöld svipaðri fjárhæð. Þar af fóru um 100 millj- ónir til bifreiðabensíns og 295 millj- ónir til gasolíu en önnur útgjöld eru óveruleg. Verði frumvarpið samþykkt verður flutningsjöfnunarsjóður lagður niður en flutningsjöfnun þess í stað fjármögnuð með bein- greiðslu úr ríkissjóði. Er þó aðeins áætlað að sú fjárhæð nemi 175 milljónum króna á ári, eða rúmum 200 milljónum minna en nú er. Verður það fjármagnað með hækk- un olíugjalds en á móti kemur að flutningsjöfnunargjald fellur niður. Í samtali við Morgunblaðið segir Arnar Már Elíasson, formað- ur stjórnar flutningsjöfnunarsjóðs og forstöðumaður hjá Byggða- stofnun, að frumvarpið sé til mikilla bóta. Að hans mati sé óþarft að nið- urgreiða flutningskostnað um land- ið allt og markvissara að nýta nið- urgreiðsluna sem byggðaúrræði fyrir smáar og viðkvæmar byggðir. „Við þurfum til dæmis ekki að end- urgreiða flutningskostnað á Sel- fossi, Hveragerði, Akranesi og stærri bæjum þar sem markaðs- lögmál ættu að standa fyrir sínu.“ Óttast að sala falli niður á ákveðnum stöðum Í umsögnum olíufélaga um frumvarpið eru ýmsar athugasemd- ir gerðar. Þannig óttast forsvars- menn N1 að með breyttu kerfi kynni að koma til þess að verð hækkaði í dreifðum byggðum eða jafnvel að sala félli niður á ákveðnum stöðum. Frumvarpið er nú til umræðu hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að- spurð að hún deili þessum áhyggj- um. „Fyrirkomulagið [á flutnings- jöfnunarsjóðnum] hefur að ein- hverju leyti ekki verið í samræmi við samfélagið og er orðið úrelt,“ segir Líneik og vísar til þess kerfis að leggja gjald á alla olíu í samræmi við útreikning flutningsjöfnunajóðs á kostnaði við dreifingu eldsneytis. Þótt fyrirkomulaginu sé breytt er ekki þar með sagt að draga verði úr stuðningnum við dreifðari byggðir, segir Líneik. Hún hafi sínar efa- semdir um frumvarpið og segist þurfa á frekari sannfæringu að halda. Í umsögn Samtaka atvinnulífs- ins er breytingunni fagnað. Telja samtökin núverandi fyrirkomulag úr sér gengið og flókið sé fyrir sjóð- inn að eiga að leggja nákvæmt mat á flutningskostnað. Eðlilegt og já- kvætt sé að jafna a.m.k. hluta flutn- ingskostnaðar til afskekktari svæða þar sem venjulegar samkeppnis- aðstæður eru ekki til staðar, en þó óþarft að fjármagna það sérstaklega með hækkun á vörugjaldi. Óþarft að niður- greiða olíu á Selfossi Í stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sitja þrír; einn er fulltrúi Byggða- stofnunar, annar fulltrúi sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins og sá þriðji situr fyrir hönd olíufélaganna. Byggðastofnun ákveður, að fenginni tillögu stjórnar sjóðsins, gjald á allar olíuvörur og er það nýtt til að standa straum af niður- greiðslu til flutnings um allt land, að höfuðborgarsvæðinu og Akur- eyri undanskildum. Samkvæmt síðustu ákvörðun Byggðastofnunar er gjaldið nú hálf króna á hvern lítra bifreiðabens- íns, 0,75 krónur á lítra af gasolíu, 0,15 krónur á lítra af flugsteinolíu, 0,10 krónur á lítra af flugvélabens- ínu og 0,05 krónur á hvert kíló af annarri olíu og blöndum til brennslu. Hálf króna á hvern lítra FLUTNINGSJÖFNUN Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jöfnun Ríkið mun aðeins niðurgreiða flutningskostnað í dreifðari byggðum nái frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram að ganga. Arnar Már Elíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.