Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 30
30 MESSUR Á MORGUN Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Molasopi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Lesguðsþjónusta kl. 11. Gunnbjörg Óladóttir guðfræðinemi prédikar. Séra Sigurður Jónsson sókn- arprestur þjónar fyrir altari. Engin tón- list er flutt í guðsþjónustunni, en liðir hennar lesnir í víxllestri prests og safnaðar. Heitt á könnunni í Ási á eftir. Njótum samfélagsins – og munum tveggja metra fjarlægðarregluna. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar. Organisti er Örn Magnússon, félagar úr Kór Breiðholtskirkju leiða safnaðarsöng. Aðalsafnaðarfundur hefst kl. 12.30 í safnaðarsal. Ensk guðsþjónusta kl. 14. Sr. Toshiki Toma þjónar, Steinunn Þorbergsdóttir sér um barnastarfið. BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Aðeins ein messa þennan dag. Daníel Ágúst og Sóley ræða við börn- in, sr. María Ágústsdóttir messar og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða söng undir stjórn Jónasar Þóris og messuþjónar aðstoða. Vegna aðstæðna verður ekki boðið upp á kaffi og meðlæti eins og venja hefur verið. Það bíður betri tíma. DIGRANESKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Helga Kolbeinsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leiða stundina. Talað verður út frá pistli dagsins úr Fyrra Pétursbréfi. DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar dómorgan- isti. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar ásamt umsjón- arfólki sunnudagaskólans, Mörtu og Ásgeiri. Arnhildur Valgarðsdóttir leikur undir. Svala Karólína Hrafnsdóttir píanónemandi flytur tónlist. Loka- samvera sunnudagaskólans. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa 24. maí kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur fermir og þjónar fyrir altari. Barn verð- ur borið til skírnar. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. GLERÁRKIRKJA | Kyrrðarstund með kór Glerárkirkju. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir leiðir stundina. Organisti: Valmar Väljaots. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl 11. Sr Stefán Már Gunn- laugsson leiðir stundina. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngur. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjón- usta og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Ósk- arsdóttur og hópi messuþjóna. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Umsjón barnastarfs Kristný Rós Gústavsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Aðalsafnaðarfundur Hall- grímssóknar að lokinni guðsþjónustu. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Margrét Hannesdóttir syngur einsöng. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameig- inleg helgistund Digraness- og Hjalla- sóknar er í Digraneskirkju 24. maí kl. 11. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudag- inn 24. maí kl. 20 verður kvöldmessa í Keflavíkurkirkju. Arnór Vilbergsson og Steinunn Björg Ólafsdóttir sjá um að færa okkur tónlist og söng. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa sunnu- dag kl. 11. Aldís Rut Gísladóttir þjón- ar, organisti er Magnús Ragnarsson og Graduale Nobili-kórinn syngur. Kaffisopi eftir messu. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Ragnheiður Jóns- dóttir. Félagar úr Kirkjukór Lágafells- sóknar syngja og leiða söng. Organisti er Þórður Sigurðarson. Meðhjálpari Bryndís Böðvarsdóttir, Athöfninni verður einnig streymt á facebooksíðu Lágafellskirkju. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Óskar Einarsson sér um tónlistina ásamt Katrínu Valdísi Hjartardóttur. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Nes- kirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Kaffiveitingar á Torginu eftir messu. Vegna fjöldatakmarkana munum við hafa sunnudagaskólann í kjallara kirkjunnar og hressingu eftir samveruna þar líka. Söngur, gleði og sögur í sunnadagaskólanum. Þau sem koma í sunnudagaskólann eru beðin að koma beint í kjallarann. Um- sjón Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Katrín Helga Ágústsdóttir og Ari Agn- arsson. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Laugar- daginn 23. maí verður vorganga Horn- strandafara. Létt ganga með bökkum Sogsins um tveggja tíma fremur létt ganga. Helgistund í kirkjunni kl. 9 og síðan mætt í Mörkina kl. 10. Nánar á heimasíðu safnaðarins. Messa í kirkju Óháða safnaðarins sunnudaginn 24. maí kl. 14. Reggimessa: Séra Pétur þjónar fyrir altari, Petra aðstoðar. Kristján Hrannar mun sjá um kór og hljómlist. Maul eftir messu. Ólafur Kristjánsson mun að venju vel taka á móti kirkjugestum SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. Að lokinni guðs- þjónustu fer fram aðalfundur safn- aðarins. Þar fara fram venjuleg aðalfundarstörf og kosning til trúnað- arstarfa. SELTJARNARNESKIRKJA | Fjöl- skylduguðþjónusta kl. 11. Lok sunnu- dagaskólans. Leiðtogar sunnudaga- skólans ásamt sóknarpresti og org- anista kirkjunnar taka þátt í athöfn- inni. Sigþrúður Erla Arnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Pylsuveisla undir kirkjuvegg eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðs- þjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjón- ustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VALLANESKIRKJA | Gönguguðs- þjónusta. Lagt er af stað kl. 10 frá af- leggjaranum að orlofshúsum Lands- virkjunar við Strönd og gengin gömul kirkjuleið að Vallaneskirkju og lýkur göngunni með guðsþjónustu í kirkj- unni um kl. 11. Prestur er Ólöf Mar- grét Snorradóttir og organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur. Jón Guð- mundson mun í kirkjunni á sama tíma opna ljósmyndasýningu sína sem hann nefnir Kyrrð. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgistund 24. maí kl. 20. Kór Víði- staðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknar- prestur þjónar með aðstoð messu- þjóna. Orð dagsins: Eng- inn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6) Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurkirkja. ✝ Guðbjörg Guð-mannsdóttir fæddist á Jórvík í Álftaveri 29. ágúst 1926. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 18. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- ríður Bárðardóttir og Guðmann Ís- leifsson, bóndi á Jórvík og orgelleikari í Þykkva- bæjarkirkju. Guðbjörg var elst sex systkina, hin eru: Óskar, Ingibjörg, Sigríður, Ísleifur (lát- inn) og Ástdís (látin). Guðbjörg giftist Magnúsi Að- alsteini Ólafssyni, d. 2017. Börn þeirra eru: 1) Svandís, f. 3. jan- úar 1949, gift Stefáni Benedikts- syni og eiga þau þrjú börn, Benedikt, Fanneyju og Svandísi. 2) Guðmann, f. 24. ágúst 1955. Hann á tvær dætur, Guðbjörgu og Ástu Hrönn, með fyrri eiginkonu sinni, Sigríði Hreinsdótt- ur. Seinni kona hans er Sigríður Ólafsdóttir. 3) Sig- urður Bjarki, f. 10. nóvember 1963. Hann á tvö börn, Orra Snæberg og Sólnýju Helgu, með fyrrverandi eiginkonu sinni, Rakel Heiðmarsdóttur. Guðbjörg og Magnús skildu. Seinni maður Guðbjargar hét Birgir Halldórsson söngvari, sem lést 1986. Þau áttu ekki börn saman. Barnabörn Guðbjargar eru sjö talsins og barnabarnabörn níu. Útförin fór fram í kyrrþey 22. maí 2020 frá Langholtskirkju. Látin er tengdamóðir mín Guðbjörg Guðmannsdóttir á ní- tugasta og fjórða aldursári. Guð- björg fæddist á Jórvík í Álftaveri hinn 29. ágúst 1926 og lést 18. maí síðastliðinn. Að hennar eigin ósk fór jarðarförin fram í kyrr- þey. Það hefði sennilega engum dottið í hug hvílíkt ævintýralíf þessi stúlka átti fyrir höndum þegar hún fæddist. Hún ferðaðist um allan heiminn með seinni manni sínum, Birgi Halldórssyni söngvara. Þau bjuggu í Reykja- vík, Sviss, Skotlandi og á Þórs- höfn á Langanesi. Á Þórshöfn rak hún Hótel Jór- vík í um tuttugu ár ein síns liðs eftir að Birgir lést 1986 en þau höfðu rekið það saman áður. Guð- björg var hávaxin, glæsileg og eftir henni var tekið hvert sem hún fór. Hún var ekki aðeins fal- leg að utan því að innri fegurðin og kærleikurinn til náungans var alveg endalaus. Hún mátti ekkert aumt sjá, þá fannst henni að hún þyrfti að grípa í taumana. Guðbjörg var gædd ótal hæfi- leikum, hver man ekki eftir henni að bretta upp ermarnar og svipta upp pilsinu um leið og hún spennti á sig harmónikkuna, sett- ist við píanóið eða jafnvel orgelið og lék hvert lagið af öðru af fingr- um fram. Hún kunni ótal kvæði, vísur og ljóð, vísur sem hún gat farið með allt fram til síðustu stundar. Þegar vel lá á henni leyfði hún heimilisfólkinu á Mörk að njóta þess, en þar dvaldi hún síðustu árin. Hún reyndist mér hin besta tengdamóðir og börnum mínum frábær amma. Hún Guðbjörg kunni að lifa lífinu lifandi og það var aldrei nein lognmolla í kring- um hana. Stundum fengum við okkur eitt rauðvínsglas saman og röbbuðum um heima og geima. Þegar hún átti stutt eftir spurði ég hana hvort við ættum að fá okkur lítið staup, þá hún opnaði hún augun, brosti og kinkaði kolli. Stuttu síðar var hún farin. Með Guðbjörgu hverfur sú kynslóð sem gerði okkur og Ís- land að því sem við erum í dag. Merkiskona hefur kvatt okkur. Við sem eftir sitjum söknum hennar. Ég veit að það verður tekið vel tekið á móti henni á staðnum þangað sem við öll stefnum. Að lokum látum við fylgja með ljóð eftir vin hennar Kristján Hreinsson sem hann sendi frá Mílanó vegna andláts hennar. Ljós í lífi okkar Það er sem fólkið dapurt höfði drúpi er dúfa innar sálar flýgur hjá, þú sýndir okkur veg að draumadjúpi er dásemd þína fengum að sjá. Þú sáðir fræjum drauma alla daga og dauði þinn kom eflaust allt of fljótt, hvert fótspor þitt er lífsins ljúfa saga sem lætur daginn vakna eftir nótt. Og sál þín fólk að draumadjúpi lokkar er dafnað fær á leiði lítil jurt því minning þín er ljós í lífi okkar sem lifir þótt þú hafir flogið burt. Stefán Benediktsson. Elsku amma er farin í ferðina löngu. Það var kominn tími á þessi ferð, hennar tími var kom- inn. Amma Guðbjörg var mögnuð kona sem lifði ótrúlegu lífi. Fædd í íslenskri sveit, flutti til Skotlands, rak hótel og spilaði á harmonikku. Amma og seinni maður henn- ar, Birgir Halldórsson, ákváðu fyrir rælni að kaupa hús á Þórs- höfn á Langanesi og eyða þar sumrum í sælu og fuglasöng. Fljótlega voru þau farin að hýsa veiðimenn, verkamenn og aðra sem þurftu á gistingu að halda og fyrr en varði stofnuðu þau Hótel Jórvík. Eftir að Birgir lést árið 1986 rak amma Hótel Jórvík ein síns liðs af miklum móð. Hún gerði allt. Sá um rekstur, matseld, inn- kaup, þrif og síðast en ekki síst að halda uppi stuði á kvöldin með harmonikkuleik, við mikla gleði hótelgesta. Ég á óteljandi minningar um ömmu og eiga þær allar það sam- eiginlegt að vera uppfullar af gleði, hlátri, tónlist og kærleik. Við fjölskyldan fórum í margar ferðir til Flórída þar sem amma var með í för og alltaf vorum við herbergisfélagar. Við spjölluðum um heima og geima þegar hátta- tíminn skall á og vorum vaknaðar fyrstar til að spila rommý og bera á okkur sólarvörn. Amma elskaði kartöflur og ræktaði þær af kappi. Það var mikið kappsmál að kaupa kart- öflur um allan heim, taka til Ís- lands og reyna að rækta á Þórs- höfn. Henni tókst vel upp, allavega hef ég ekki séð Idaho- kartöflur á stærð við barnshöfuð ræktaðar á Íslandi fyrr né síðar. Amma var elskuð og dáð af öll- um sem kynntust henni, hún var jú mögnuð kona. Sjálfstæð, dug- leg, falleg, hlý og elskandi. Síðasta stund okkar ömmu saman er mér ómetanleg. Ég sat hjá henni, hélt í höndina á henni og við hlustuðum á uppáhaldstón- listina hennar. Hún var mjög veikburða en opnaði augun annað slagið og brosti svo hlýlega til mín. Hún fann fyrir nærveru minni og ég ást hennar þegar hún fálmaði eftir hendi minni. Með sorg og söknuð í hjarta, en jafnframt svo miklu þakklæti, þakklæti fyrir að vera komin af svo magnaðri og sjálfstæðri konu, kveð ég ömmu. Góða ferð elsku amma mín. Fanney Stefánsdóttir. Í minningunni er hún stórkost- leg og afar glæsileg kona, sterk persóna með ákveðnar skoðanir. Virðingu hennar verður ekki leynt og hlýjan í viðmótinu er töfrum líkust. Hún birtist mér sem stórfengleg mannvera. Mér sýndi hún ávallt allt hið besta. Og ég sit nú eftir – fjarri heimahög- um – með hjartað fullt af þakk- læti. Hún sýndi ljóðlist minni mikinn áhuga og vildi oft að ég læsi fyrir sig ljóð. Hún hringdi og eftir stutt spjall sagði hún: Æ, lestu nú fyrir mig allavega eitt af þínum fallegu ljóðum. Óvart tekur sjálfhverfan við þegar gjöful sál hverfur á braut. Maður sér það í sögunni sem var með einhverjum hætti lyftistöng eða ljósop í fari sálarinnar sem kveður þennan heim. Og þegar maður á þá minningu að hafa ver- ið ungt skáld sem fékk daglega að heyra að gáfurnar ættu fremur að leiða hugann að verkfræði, lögfræði eða læknisfræði, þá er meira en dásamlegt að eiga frænku sem er ákveðin og fylgin sér, frænku sem segir: Þú átt að yrkja. Orðin þín koma frá hjart- anu. Fyrir nokkrum misserum heimsótti ég Böggu og þegar ég stóð í forstofu að matsal og spurðist fyrir heyrði ég hrópað: Krrristján Hrrreinsson! Svo var mér tjáð að þetta sætti furðu, þar eð Bagga hefði að mestu glatað þeim eiginleika að muna eftir fólki. Þarna áttum við dásamleg- ar stundir og ég fékk að lesa fyrir frænku mína nokkur vel valin ljóð. Mér var einhverju sinni sagt að hún ætti það til að vera ströng, föst fyrir og refsiglöð. En sjálfur kynntist ég einungis guðdóm- legri konu sem gaf mér meiri þrótt en ég gat átt von á. Gull- hamrar hannar og einlæg, upp- byggileg hvatning eru gjafir sem gleymast ekki. Reyndar var Bagga ekki frænka mín í þeirri merkingu sem fólk flest leggur í það orð. En hún er í mínum huga Bagga frænka. Og þannig vil ég geyma þá hlýju og gefandi minningu sem hún gaf mér. Nú færðu á þig blómum bætt því brátt mun jörðin grænka, þá getur hug þinn kvæðið kætt og kitlað, elsku frænka. Já, ef þig kitlar kvæðið mitt það kannski vel mun duga, þá verður blíða brosið þitt svo bjart í mínum huga. (KH) Börnunum: Svandísi, Guð- manni og Sigurði, sendi ég mínar einlægustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning stórkostlegr- ar konu. Kristján Hreinsson. Guðbjörg Guðmannsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.