Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fordæmalausar aðstæður í ferða- þjónustu gera það að verkum að gera þarf skynsamlegar breytingar á hönnun Landsímareitsins. Þetta er inntakið í minnisblaði sem Icelandair Group hf., fyrir hönd Flugleiðahótela ehf. (Ice- landair Hotels) og Lindarvatns ehf., hefur sent Reykjavíkurborg. Miklar og umdeildar framkvæmdir hafa staðið yfir á reitnum á vegum Lindarvatns, sem er fasteignaþró- unarfélag í helmingseigu Icelandair Group og eigandi fasteigna á Land- símareit. Verklok eru áætluð í lok árs 2020 og verða Icelandair Hotels leigutaki og rekstraraðili á reitnum að framkvæmdum loknum. Hótelið mun heita Icelandair Parliament Hotel og verða þar 160 herbergi. Fram kemur í minnisblaðinu að tillögum að breytingum sé ætlað að auka vægi almennings- og menning- arrýma á Landsímareit á sama tíma og brugðist er við gjörbreyttum rekstrarskilyrðum í ferðaþjónustu. Rekstur standi ekki undir sér „Að öðrum kosti er hætt við að rekstur á reitnum standi ekki undir sér til skamms og meðallangs tíma og jafnvel lengri tíma ef keðjuáhrif raska heildarsamhengi hönnunar og notagildis í húsunum á reitnum,“ segir í minnisblaðinu. Ein viðamesta breytingin sem Lindarvatn vill gera er að 650 fer- metra skrifstofurými á 3. og 4. hæð næst NASA að Thorvaldsensstræti 2 verði breytt í hótelherbergi. Slík- ur rekstur er ekki heimill í rýminu samkvæmt sérskilmálum. Bent er á í minnisblaðinu að markaður fyrir skrifstofurými í miðborginni (Kvosinni) sé að mettast og ekki sé grundvöllur fyrir því nú að innrétta rýmið undir skrifstofur. Að auki sé rýmið óhentugt til útleigu. Að því sé ekki sérinngangur og aðkoma í gegnum hótelganga í gamla Land- símahúsinu. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyr- ir fylltum kjallara í nýbyggingunni Thorvaldsensstræti 6, sem stendur næst Kirkjustræti. Á þessum slóð- um var um aldir kirkjugarður Reykvíkinga. Í minnisblaðinu segir að engin not yrðu af rýminu miðað við núgildandi skipulag. Leggur Lindarvatn til breytingu sem miði að því að heimila rekstur á spa, lík- amsræktarsal og skrifstofum fyrir starfsfólk í kjallaranum. Enda verði engin nýting á þegar byggðum kjallara ef hann verði fylltur af möl. Fram kemur í minnisblaðinu að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur hafi tekið jákvætt í til- lögur um breytingar á kjallara en neikvætt í breytingar á skrifstofu- rýmunum, reyndar án rökstuðn- ings. Á jarðhæð Thorvaldsensstrætis 6 gerir skipulag ráð fyrir „lifandi götuhliðum og almenningsrýmum“. Núverandi hönnun gerir ráð fyrir litlum verslunum og stóru setu- svæði fyrir hótelgesti. Þarna verði hefðbundin starfsemi í tengslum við hótelrekstur, t.d. litlar minja- og skartgripaverslanir auk kaffihúss. Framkvæmdaaðilar telja, miðað við fyrri reynslu, að erfitt geti reynst að finna hentuga leigutaka að rýmunum, a.m.k. til lengri tíma. Því er lagt til að rýmið verði endur- skilgreint og notað sem opið al- menningsrými undir menningar- tengda viðburði. „Yrði jarðhæðin þannig aðdráttarafl fyrir almenning og gesti miðbæjarins með listsýn- ingum og menningartengdum við- burðum á borð við Listahátíð í Reykjavík, Hönnunarmars, Iceland Airwaves, Food&Fun o.þ.h. en þess á milli undir ýmsar listsýningar og gallerý,“ segir í minnisblaðinu. Loks er að nefna að fram- kvæmdaaðilar vilja breyta núver- andi skipulagi fyrir Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4, en þessi hús á Land- símareit standa við Ingólfstorg. Þarna er gert ráð fyrir 17 íbúðum, sem flestar eru um 50 fermetrar. Þeir telja að erfitt verði að selja þessar íbúðir á almennum markaði því þær verði óhjákvæmilega dýrar. Ólíklegt sé að íbúðirnar henti yngri kaupendum. Ef litið sé til eldri kaupenda með meiri fjárráð sé sá kaupendahópur ekki stór. Sölu- möguleikar á íbúðunum séu því mjög takmarkaðir. „Framkvæmadaaðilar telja það þjóna hagsmunum þeirra sem hlut eiga að máli að reisa hótelíbúðir í húsunum við Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4 í stað lítilla en dýrra íbúða,“ segir í minnisblaðinu. Ice- landair Hotels hafi lýst yfir áhuga á því að leigja íbúðirnar og gera að hótelíbúðum. Slíkar hótelíbúðir hafi gefið góða raun við Hótel Marina við höfnina. Vilja breyta Landsímareit  Fordæmalausar aðstæður í ferðaþjónustu kalla á breytingar að mati Icelandair Group  Vilja taka skrifstofurými undir hótelherbergi  Líkamsrækt og spa í kjallara byggingar við Kirkjustræti Morgunblaðið/sisi Landsímareitur Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið. Nýbyggingin til vinstri hefur orðið deiluefni, enda reist á fyrsta kirkjugarði Reykvíkinga. Fram kemur í minnisblaðinu að Ice- landair Hotels hafi átt náið og gott samstarf við skipulagsyfirvöld um uppbyggingu á nokkrum stöðum í borginni. Á Hljómalindarreit, milli Laugavegar og Hverfisgöu, hafa Icelandair Hotels rekið vinsælt hót- el undir merkjum Canopy by Hilton frá 2016. Þarna var áður fjölsóttur samkomustaður, Hjartagarður. Markmiðið var að þarna yrði, að loknum framkvæmdum, vinsæll viðkomustaður gesta og gangandi. Það hefur ekki raungerst, því mið- ur, segir í minnisblaðinu. „Reynsla af rekstri rýma á Hljómalindarreit leigutaka í verslunarrými og hafi þurft að ráðast í breytingar á rým- unum, að höfðu samráði við skipu- lagsyfirvöld, til að hverfa frá fyrri áformum og einfalda rekstrarskil- yrði, eins og gert hafi verið í tilviki Skelfiskmarkaðarins. Enn standi rými auð, þrátt fyrir að Icelandair Hotels hafi boðið kjör undir mark- aðsvirði og jafnvel boðið afnot af þeim án endurgjalds. Þá er bent á að langdregnar framkvæmdir við Hverfisgötu á sínum tíma hafi reynst Icelandair Hotels afar erfiðar og kostn- aðarsamar. hefur því miður einkennst af erfið- leikum frá fyrsta degi,“ segir þar. Mjög erfitt hafi reynst að fá Erfiðleikar frá fyrsta degi á Hljómalindarreit ÁFORM UM FJÖLSÓTTAN SAMKOMUSTAÐ Í HJARTAGARÐI HAFA EKKI GENGIÐ EFTIR Hjartagarður Áður var þarna mikið líf og fjör. Myndin er tekin sumarið 2011. ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.