Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Hafnargata 29, í miðbæ Keflavíkur Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar fullbúnar íbúðir í vönduðu fjölbýli. Sjávarútsýni í meirihluta íbúða Stæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum. Verð frá aðeins kr. 39.900.000.- Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 SÖLUSÝNING SUNNUDAGINN 24. maí frá kl. 14-15 Rými fyrir ráðstefnur í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur Snjóflóð sem féll á Flateyri 15. janúar sl. var þörf áminning þess að hættur vegna snjóflóða er að finna víða um land og áminning um nauðsyn þess að koma í veg fyrir að þau valdi skaða á lífi og eign- um. Þrátt fyrir mjög kostnaðarsamar fram- kvæmdir er ljóst að ekki er full vörn í jafnvel dýrustu snjóflóða- vörnum eins og þeim á Flateyri. Þar varð mikið eignatjón en mannslífum var þyrmt vegna þess að gæfan var íbúum þar hliðholl í þetta skiptið. Því má ljóst vera að hér þarf að gera betur og ekki er nægjanlega góð vörn í flóðgarða- mannvirkjunum á Flateyri og víð- ar þrátt fyrir feikilega fjárfestingu í þeim. Mikið verk er óunnið til þess að tryggja íbúum svæða sem búa við hættur vegna snjóflóða viðunandi öryggi og ljóst að miklu þarf að kosta til og þá ekki síst ef ekki finnast hagkvæmar leiðir til að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda á þessum svæðum. Miklu varðar að nýta takmarkaða fjármuni sem best til þess að koma upp við- unandi vörnum gegn snjóskriðum alls staðar þar sem mannslífum og eignum er hætta búin. Enn eigum við langt í land. Með þetta í huga hafa það verið mér undirrituðum mikil vonbrigði að ekki hefur reynst vilji til að skoða betur hugmyndir sem ég setti fyrst fram fyrir aldarfjórð- ungi um hvernig koma megi upp snjóflóðavörnum fyrir miklu minni tilkostnað og í þokka- bót öruggari en þær lausnir bjóða upp á sem nú er treyst á. Ég þykist þó hafa sýnt fram á með til- raunum að hugmyndir mínar virka eins og til er ætlast. Snjóflóðavarnakerfi mitt byggist upp á einingum sem hver er 10 metra breið með 10 metra háum net- poka sem grípur hluta úr snjóflóðinu og nýtir orkuna úr flóðinu og kallast þetta kerfi APS (Avalanche Protection System). Einingarnar raðast upp eins og sérfræðingar segja til um. Snjó- flóðavarnakerfið á að stöðva snjó- flóðin áður en þau valda tjóni en er ekki hannað til að stýra snjó- flóðum þangað sem þau kynnu að valda minna tjóni. Við sáum dap- urlegar afleiðingar af þeirri hug- myndafræði á Flateyri þar sem snjóflóðið olli gífurlegu tjóni á höfninni og bátaflotanum. Aðalhugmyndin að baki því byggist á eðlisfræði loftstrauma og nýtingu orku snjóflóðsins til varmamyndunar. Gerðar voru til- raunir með þann útbúnað sem ég hannaði í vindgöngum og í til- raunastofu Háskóla Íslands með doktor í eðlisfræði mér til að- stoðar og leiðbeiningar. Tilraunirnar sýna ótvírætt að búnaðurinn virkar eins og til er ætlast. Unnt reynist að stöðva snjóflóð með því að færa orkuna úr flóðinu til jarðar og til hita- myndunar sem bræðir snjóinn, en hitinn snögghækkar við sam- þjöppun loftmassans sem er um 90% af snjóflóðinu þegar snjórinn spýtist í gegnum möskva netpok- ans. Snjórinn frýs síðan fyrir aft- an varnirnar þegar loftþrýsting- urinn snarfellur og bráðnar þegar snjóa leysir. Verður þá hægt að brjóta saman varnirnar og setja á sinn stað og eru þær þá tilbúnar að nýju. Gert er ráð fyrir að setja upp nýjar varnir ofan á fyrra flóð og tengja í fyrri festingar til að taka við öðru væntanlegu flóði ef þurfa þykir. Í ljósi þess að tugum milljarða króna hefur verið varið og á eftir að verja til snjóflóðavarna er óskiljanlegt hvers vegna Of- anflóðavarnir ríkisins hafa ekki viljað kanna hvernig ofangreint kerfi gæti nýst til að tryggja ör- yggi fjölda byggða um land allt. Hér er verið að ræða um hug- myndir sem aðeins myndu kosta lítið brot af mannvirkjunum sem hafa tíðkast hér og hafa þó ekki dugað til. Ég fer þess eindregið á leit að búnaður minn verði reyndur af Ofanflóðavörnum ríkisins. Það er hægt að gera fyrir nokkrar millj- ónir króna, sem eru smáaurar í stóra samhenginu. Þar er hagur minn af því að selja hugmynd mína algjört aukaatriði. Mest er um vert að fá hagkvæmari og öruggar varnir, sem ég er sann- færður um að þetta kerfi geti boð- ið upp á fyrir þá landsmenn vora sem búa við þá ógn og hættu sem stafar af snjóflóðum sem hafa tek- ið allt of mörg mannslíf og valdið okkur öllum miklum búsifjum. Þegar snjóflóð eru annars vegar dugar tregðulögmálið lítt. Tregðulögmálið dugar lítt gegn snjóflóðum Eftir Eggert Ólafsson »Hér er verið að ræða um hugmyndir sem aðeins myndu kosta lítið brot af mannvirkjunum sem hafa tíðkast hér og hafa þó ekki dugað til. Eggert Ólafsson Höfundur er fyrrverandi flugvirki og rafverktaki. eggert_thora@hotmail.com Sagan segir okkur af mistökum sem maðurinn hefur gert í árhundruð. Í elli minni hef ég meiri tíma til að lesa um sögu manna. Markús Árelíus kom mér á óvart með heimspeki sinni. Á skjánum í dag eru hugleiðingar hans. Frá upphafi hafa menn upplifað hörmungar af völdum sjúkdóms- faraldra. Það var lærdómsríkt fyr- ir mig að sjá að grafir þeirra látnu voru á tímum Rómverja við veginn sem lá að hliði þorpsins. Ferða- menn lásu á grafsteinana og ef þeir sáu að margar grafir voru ný- legar sneru þeir við vegna þess að þeir óttuðust að þarna væri hættulegur sjúkdómur. Sagan seg- ir okkur svo margt sem getur bætt líf okkar. Eftir hrunið 1929 í Bandaríkj- unum ákvað Franklin Delano Roosevelt meðal annars að ráða níu milljónir atvinnulausra manna til starfa. Rökin á bak við þessa ákvörðun voru þau að það kostaði ríkið lítið meira en atvinnuleysis- bæturnar. Þeir atvinnulausu myndu finna sig þarfa í þjóðfélag- inu og minni líkur væru á sjálfs- vígum. Störfin sem þeim var út- hlutað voru endurbætur á vega- kerfi landsins og endurbætur á þjóðgörðum. Áhrifin af verkum þeirra eru ómetanleg náttúru- perlum Bandaríkjanna. Þarna er hulinn veruleiki um hve auðvelt er að nýta erfiða tíma til að skapa ómetanleg verðmæti. Ferðamenn björg- uðu slæmum efnahag Íslendinga eftir hrunið 2008. Fjöldi þeirra var slíkur að við ótt- uðumst um viðkvæma náttúru okkar. Núna er rétti tíminn til þess að gera betur. Við sjáum erlendis að þar sem verið er að opna verslanir hreykja þeir sér af því að þar sem áður var hægt að ganga inn og út um tvennar dyr er búið að setja einstefnu; aðrar dyrnar fyrir inngang og hinar fyr- ir útgang. Einstefna á göngustíg- um myndi þýða fleiri göngustíga en þeir þurfa kannski ekki að vera hlið við hlið. Á sumum stöðum væri hægt að hafa hringveg sem gæfi ferðamönnum yfirgripsmeiri sýn. Nánast allar náttúruperlur okk- ar þarfnast lagfæringa. Það kostar peninga. Það kallar á vinnukraft. Væri ekki upplagt að láta þetta vinna saman? Sýnum fordæmi í því að gefa gestum okkar aðgang að nátt- úruperlum okkar á ábyrgan og heilsuvænan hátt. Veröldin mun fagna því. Verkefni til framtíðarinnar Eftir Gunnar Vilhelmsson Gunnar Vilhelmsson »Núna er rétti tíminn til þess að gera betur. Höfundur er búsettur í Portúgal. gunnar.vilhelmsson@icetech.is Þegar krísur ganga yfir, náttúruham- farir eða þaðan af verra, þjappar þjóðin sér saman og gengur ekki hníf- urinn á milli íhalds- kurfs og krata, bóndadurgs eða lattelýðs. Þá erum við allt í einu sam- einuð og sterk, tilbúin að taka á móti dauða og djöfli í krafti kynstofns og þjóðernis. Þá má tala opið um hvað við inn- byggjarar höfum streðað og strítt við óblíð náttúruöfl frá kyni til kyns og haft betur, því ekki erum við út- dauð enn, þótt stundum hafi litlu mátt muna fyrrum tíð. Sem sagt, þegar veira gengur eða eldar eru uppi, þá er sautjándi júní alla daga og Íslendingar samrýnd þjóð. Ekki orð um hálendisþjóðgarð, plastpokabann eða annan hégóma, heldur samstillt átak til að koma þjóðinni yfir skaflinn, eins og sagt er, og láta lífið halda áfram. Það er grunnstefið í lífshugsun mannsins, að huga fyrst að fjölskyldu, síðan þjóðinni sem þú tilheyrir. Restin af heiminum verður að bjarga sér. Við höfum ekki lengri hendur en þetta. En þegar veiran er úti, þá verður gríman sett upp aftur. Og allt verður eins og áður. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Þegar gríman fellur Samstillt átak Íslendingar eru samrýnd þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.