Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Katrin Ottarsdóttir er fjöl-hæfur færeyskurlistamamaður, eins ogþetta fína og forvitnilega sagnasafn sýnir vel. Hún er fædd ár- ið 1957 í Þórshöfn og er kunnasti kvikmyndaleikstjóri eyjanna átján, sannkallaður frumkvöðull á því sviði. Hún hefur bæði gert leiknar myndir og heimildakvikmyndir, en hefur einnig sent frá sér ljóðabækur og smásögur. Eins og vísað er til í titlinum eru í bókinni 43 örsögur og höf- undurinn er ná- kvæmur hvað lengd varðar: hver er 301 orð! Rúm blaðsíða. Þetta er býsna heildstætt safn örstuttra og oft bráðskemmtilegra og afhjúpandi sagna af fólki í samtímanum. Sagðar í þriðju persónu og sögumaður kem- ur sér beint að efninu, byrjar oft á þennan hátt: „Hún vissi ekki …“, „Hann vaknar andstuttur …“ eða eins og í sögunni „Gólfið“: „Hún rankar við sér á gólfinu undir hon- um …“ en þar segir af sambands- slitum fólks sem hefur „hangið of lengi saman af eintómum leiðindum“ og sem einhvers konar „kveðjugjöf“ virðist sem maðurinn hafi nauðgað konunni sem „var lömuð, lét hann bara ljúka sér af“. Sagan er gott dæmi um margar vel mótaðar og áhrifaríkar myndir sem leikstjórinn dregur upp í orðum; lesandinn fær innsýn í huga persónanna og hér konunnar sem dregur ekki upp um sig buxurnar, eins og maðurinn vill, því hún vill ekki „gera honum eitt eða neitt auðveldara“ og „hylja sitt nakta sár“. Sumar sagnanna fjalla eins og þessi um kynlíf og samskipti para, aðrar til að mynda um áhrif sam- félagsmiðlanna á líf fólks og þar er höfundurinn iðulega beittur og kald- hæðinn. Ein sú besta, „Ljósaskipt- in“, er eins og stuttmynd sem hefst á staðsetningarskoti, sýnir unga konu yst á hafnargarði, hún er æf og hefur ákveðið að dagurinn sé kjörinn til aðgerða. Dögum saman hefur eng- inn brugðist við „samviskulegum uppfærslum hennar“, um allrahanda vonbrigði yfir vinum, kærustum og kennurum, og þótt hún hafi gengið sífellt lengra í myndbirtingum á miðlunum, sýnt „sig með timbur- menn og blóðugar skrámur eftir mislukkuð stefnumót“, þá fækkar lækunum bara og það er „allt í vit- leysu“. En nú setur hún á sig fótjárn og stekkur í sjóinn og í áhrifaríkri sögunni heyrir hún hljóðin í læk- unum í símanum sem sendir drukkn- un hennar út í beinni. Aðalsteinn Ásberg hefur lagt rækt við að færa á íslensku verk skálda og sagnamanna af nágranna- eyjum, Hjaltlandi og Færeyjum, og þýðir sögurnar vel og lipurlega. Örsögur leikstjórans Örsögur 43 smámunir bbbbn Eftir Katrinu Ottarsdóttur. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði. Dimma, 2020. Kilja, 95 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Katrin Ottarsdóttir Örsögurnar eru bráð- skemmtilegar og af- hjúpandi, segir rýnir. Engar alþjóð- legar mynd- listarkaup- stefnur fara fram um þessar mundir en i8 galleríið, sem á ári hverju tekur þátt í nokkrum þeim helstu, tek- ur nú þess í stað þátt í nýrri kaup- stefnu, Fair. Fer hún fram á netinu og er vefslóðin thisisfair.org. Á þriðja hundrað gallería eru með og skipta gallerí og listamaður þess sem á verk sem selst helmingi and- virðis þess á milli sín en hinn helm- ingurinn skiptist milli allra lista- manna og gallería, og samtaka listsala. Fyrstu vikuna sýnir i8 og býður til sölu verkin Gyðjur (2019) eftir Ragnar Kjartansson. Í næstu viku verða það verk eftir B. Ingrid Olson og loks verk eftir Örnu Óttars- dóttur. i8 gallerí sýnir verk Ragnars á Fair Gyðjur eftir Ragnar Kjartansson. Ítalía hefur verið hart leikin af Covid-19-veirunni en í liðinni viku byrjuðu stjórnvöld í ýmsum hér- uðum landsins að leyfa opnun safna að nýju. Sífellt fleiri söfn og menn- ingarmiðstöðvar eru nú opnuð á degi hverjum í landinu en með stífum skilyrðum um fjölda og hreyfingu gesta innan þeirra. Gestir í Duomo, dómkirkjuna frægu í Flórens, fá til að mynda borða með skynjara um hálsinn sem blikkar og vælir ef gest- ir koma of nærri hver öðrum. Stjórnendur safna Ítalíu gera ráð fyrir gríðarlegu rekstrartapi í ár og fagna margir opnun safna. Hins veg- ar eru engir ferðamenn í landinu, en þeir eru alla jafna langstærsti hluti gesta safnanna, og þá er svo fáum gestum hleypt inn í einu að sumir safnamenn segjast ekki hafa ráð á að opna að sinni. AFP Grímuklæddur Gestur rýnir í brjóstmyndir úr marmara frá tíma Rómaveldis í Capitoline-safninu í Róm. Opna söfnin með stífum skilyrðum Nálægðarvæla Gestur í dómkirkjunni í Flórens með skynjara sem lætur vita ef gestir koma of nærri hver öðrum þegar þeir skoða kirkjuna. Meistaraverk Fáum gestum er hleypt í einu í Galleria Borghese í Róm og fékk þessi að vera einn með meistaraverkum eftir Caravaggio frá um 1600. Vígalegur Vel varinn safnvörður gætir gesta í Galleria Borghese.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.