Morgunblaðið - 30.05.2020, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég kom heim þegar covid skall áog hef ekki komist aftur út. Skól-inn sem ég er í er listaháskóli meðmörgum ólíkum brautum, leiklist,
myndlist, grafískri hönnun, búningagerð og
fleira. Ég er á förðunarbrautinni þar, Make-
up for Media and Performance,“ segir Ásta
Ólafsdóttir, 22 ára förðunarfræðingur, eða
Makeup & Airbrush Artist, sem var á sínu
fyrsta ári í námi í listaháskóla í
Bournemouth í Bretlandi þegar covid skall á
og skólanum var lokað.
„Ég var á myndlistabraut í Fjölbraut í
Garðabæ og útskrifaðist í desember 2017, en
þá fór ég í förðunarnám hér heima í Mask
Makeup & Airbrush Academy. Að því námi
loknu hef ég verið gestakennari í Mask. Eftir
að covid-bönnum var aflétt og Mask opnaðist
aftur hef ég verið þar með sýnikennslu í
förðun, fyrst ég er á landinu. Ég fer ekki aft-
ur út til Bretlands fyrr en í haust þegar ann-
að árið í skólanum þar fer af stað.“
Fjarlægði óvart öll hárin af andlitinu
Ásta byrjaði snemma að prófa sig áfram
í förðun og fleiru.
„Ég hef alltaf verið rosalega mikið
handavinnunörd, mér finnst öll handavinna
skemmtileg. Þegar ég var tólf eða þrettán
ára vaknaði áhuginn á förðun og mér fannst
spennandi að kaupa mér maskara og prófa
að mála mig. Þegar ég var í áttunda bekk
var hrekkjavökuball og ég fann myndbönd á
Youtube um búningagerð og gervi fyrir slíkt.
Þá varð ég mjög skotin í öllu sem tengist
búningum og gervum og fór að leika mér
með þetta. Það gekk upp og ofan, ég gerði
meðal annars mörg mistök með latex til að
byrja með, fjarlægði til dæmis óvart nánast
öll hár af andlitinu á mér,“ segir hún og
hlær.
Ásta tók þátt í Stíl, hönnunarkeppni
grunnskóla á sínum tíma og vann til verð-
launa.
„Ég og vinkona mín tókum þátt í Stíl
þrjú ár í röð. Í fyrsta skiptið fréttum við ekki
af keppninni fyrr en tveimur vikum fyrir
keppni, svo við gerðum ekkert annað þær
tvær vikur en að sauma og vesenast. Við
þrettán ára stelpurnar lögðum nótt við dag.
Þegar við vorum í tíunda bekk urðum við í
öðru sæti í bæði forkeppninni og aðalkeppn-
inni í Stíl. Við lögðum mikið á okkur, bjugg-
um til hringabrynjubita og allskonar
skemmtilegheit. Við höfðum lært á netinu
um grunnþætti rafsuðu til að geta breytt
ljósaseríum og fleira.“
Vinnudagurinn gat orðið langur
Ásta sinnir ekki aðeins hverskonar
fantasíuförðun heldur líka förðun fyrir gervi í
kvikmyndum og eða leikhúsum.
„Ég hef unnið við nokkrar stuttmyndir
og myndbönd og þá yfirleitt í því sem kallað
er „special effects“, til dæmis í stuttmynd hjá
nemanda í Kvikmyndaskóla Íslands. Ég hef
líka séð um gervi og förðun í tónlistarmynd-
bandi. Eitt af alvöru verkefnunum var þegar
ég sá um „special effects“ fyrir stuttmynd
tvö sumur í röð. Ég hoppaði inn í það verk-
efni með nokkurra daga fyrirvara og það var
mjög skemmtilegt, vinnudagurinn gat orðið
langur en þetta var mikið ævintýri og ég
lærði mikið á því.“
Skemmtilegur andi í leikhúsinu
Þegar Ásta er spurð að því á hvað vett-
vangi hana langi mest til að vinna í framtíð-
inni, segist hún vera mest skotin í leikhús-
unum sem vinnustað, og þá í gervadeildinni.
„Ég hef unnið við leiksýningar í fram-
haldsskólum og það er rosalega gaman. Í
leikhúsi er skemmtilegur andi og allt svo lif-
andi, allt getur klúðrast á augabragði sem
þarf að redda baksviðs, einu sinni rifnuðu
buxur á leikara rétt áður en hann átti að
stíga á svið, ég saumaði þær saman í hasti.
Þetta getur verið skemmtileg óreiða og mér
finnst mjög gaman að búa til alla físísku hlut-
ina, ég er einmitt líka að læra í skólanum úti
hárkollugerð og ólíkustu gervi, til dæmis að
búa til latexnef, yfirvaraskegg, beinbrot, sár
og fleira sem mér finnst mjög gaman,“ segir
Ásta. Hún hefur mikið notað sjálfa sig sem
módel því vinir hennar voru ekki alltaf til í að
sitja í klukkutíma á meðan hún lék sér með
förðun.
„Þegar ég varð eldri náði ég frekar að
plata vini mína í þetta, ef það var fyrir skól-
ann eða myndatökur. Í skólanum úti vinnum
við nemendurnir yfirleitt með módel eða
hvert annað, en núna í covid mátti ég ekki
farða aðra en mig sjálfa.“
Pop Ásta horfði til Andy Warhol í förðun hér. Fantasía Hér notaði Ásta m.a. airbrush. Geggjað Ásta skapaði þetta nef og farðaði.
Lífið í leikhúsunum heillar mest
Ásta Ólafsdóttir lærir að búa til
ólíkustu gervi á förðunarbraut í
listaháskóla í Bretlandi, til
dæmis að búa til latexnef, bein-
brot, sár og fleira. Hún hefur
unnið við förðun og „special ef-
fects“ í nokkrum stuttmyndum.
Ásta Hún notar sjálfa sig oft sem módel í förðun og hér má sjá afraksturinn eftir eitt slíkt skipti.
Brot Avant-garde sýnikennsla frá Ástu.
Skoða má það sem Ásta hefur verið að
gera á instagramsíðu hennar: river_mua.
Full ástæða er til að hvetja fólk til að
láta veður ekki skemma fyrir sér frí-
helgina sem framundan er. Þeir sem
ekki ætla að dvelja í þeim landshlut-
um þar sem veður verður þurrt og
hentugt til útivistar, ættu ekki að láta
neikvæðnina ná tökum á sér heldur
fagna fríinu inni við. Ótal margt
skemmtilegt er hægt að gera saman
inni, t.d. spila, tefla, baka, fara í
spurningakeppni, brandaraleiki og
fleira sem fólk hefur væntanlega æft
sig heilmikið í meðan á covid-inni-
lokun stóð. Haldið fast í gleðina!
Gaman að spila saman inni
Ekki láta veður
stoppa ykkur
Morgunblaðið/Jim Smart