Morgunblaðið - 30.05.2020, Side 18

Morgunblaðið - 30.05.2020, Side 18
Ljósmyndir/Pétur Alan Guðmundsson Á Vífilsstaðavatni Flórgoðaparið lætur fara vel um sig, gleymir stað og stund og einbeitir sér að verki vordagsins, án þess að taka eftir ljósmyndurum á bakka vatnsins. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hvað sem kórónuveirufaraldri líður halda flórgoðarnir á Vífilsstaðavatni sínu striki, sinna vorverkunum og gera sig klára til að fjölga stofninum. „Ungarnir koma fljót- lega,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni og áhugaljósmyndari. Myndavélin hefur lengi verið með Pétri í för. Hann segist hafa fengið bakteríuna í gönguferðum með vinum fyrir margt löngu, en fljótlega hafi hann einbeitt sér að því að mynda fugla. Eitt sinn, þegar hann hafi verið á rjúpnaveiðum, hafi rjúpa fangað athyglina og hann byrj- að að mynda hana frekar en að snúa sér að veiðinni. „Ekki leið á löngu þar til ég fór að veiða rjúpuna á myndavélina utan veiðitíma,“ rifjar hann upp. Eitt leiddi af öðru. Fleiri fuglar urðu á vegi Péturs og fyrir um fjórum árum féll hann gersamlega fyrir flórgoð- anum, sem hefur átt hug hans allan síðan. „Flórgoðinn er svo fjölbreytilegur, skemmtilegur,“ segir hann. „Hann er margbreytilegur eftir því hvernig birtan fellur á hann. Hann getur verið litlaus, gulleitur og gylltur rétt eins og sólin. Hann getur verið mjög grimmur, ljúfur og allt þar á milli og það er engu líkt að sjá ungana, litlu KR-ingana.“ Pétur segist hafa gert sér ferð norður á Mývatn fyrir nokkrum árum til þess að ná myndum af flórgoða, en nú hafi þeim fjölgað sunnan heiða og töluvert sé af honum á vötnum á höfuðborgarsvæðinu. „Ég fer gjarnan að mynda fuglana eftir vinnu á kvöldin, því þá ríkir gjarnan kyrrð og friður auk þess sem yfirleitt eru færri á ferð þótt ekki sé á vísan að róa.“ Flórgoðinn augnayndi í allri sinni litadýrð  Pétur Alan Guðmundsson áhugaljósmyndari fylgist með Ástardans Samfara aukinni nánd hitnar í kolunum. Tilhugalífið Flórgoðaparið veit hvað stendur til á vatninu. Í kvöldsólinni Litir flórgoðans breytast eftir birtunni. Næring Foreldrar fæða unga sína fyrir ári. Höfuð Kamburinn uppi og tindrandi rautt auga. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR Þegar aðeins það besta kemur til greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.