Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 www.hveragerdi.is VILTUBÚA Í BLÓMABÆNUM HVERAGERÐI? Einbýlishúsalóðum er úthlutað án byggingaréttargjalds. Raðhúsa- og fjölbýlis– húsalóðum er úthlutaðmeð 30% byggingarréttargjaldi. Vakin er athygli á að umsækjendur sem sækja um lóðir fyrir öll fjögur tveggja hæða fjölbýlishúsin ganga fyrir. Sæki enginn um allar lóðirnar ganga þeir fyrir sem sækja um þrjár og að lokum þeir sem sækja um tvær. Við úthlutun verður farið eftir reglumHveragerðisbæjar um úthlutun lóða. Úthlutun fer fram þann 2. júlí kl. 8:00 og skulu umsóknir berast skipulagsfulltrúa/ skrifstofu Hveragerðisbæjar fyrir þann tíma. Nánari upplýsingar um lóðir, skilmála og umsóknareyðublöð er að finna á www.hveragerdi.is og hjá skipulagsfulltrúa í síma 483-4000 eða tölvupósti á gfb@hveragerdi.is Hveragerðisbær auglýsir lóðir til úthlutunar Til úthlutunar eru eftirfarandi lóðir í Kambalandi: 10 lóðir fyrir einbýlishús við Drekahraun. Fjórar lóðir fyrir fimm íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum við Langahraun. Þrjár lóðir fyrir þriggja íbúða raðhús við Langahraun og tvær lóðir fyrir einbýlishús við Búðahraun. Kambaland er vestast í Hveragerði. Landinu hallar þar til suðurs og austurs og þaðan er víða mikið og fagurt útsýni. Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag þar sem íbúar eru um 2.700. Höfuðborgarsvæðið er í um 30 mínútna akstursfjarlægð. Öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, glæsilegir leikskólar, metnaðarfullur grunn- og tónlistarskóli og framhaldsskóli innan seilingar. Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útivist í einstöku umhverfi. KAMBALAND BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óskar R. Harðarson, einn eigenda Mikluborgar, stærstu fasteignasölu landsins, segir vaxtalækkanir Seðla- bankans hafa örvað markaðinn að undanförnu. Þvert á fullyrðingar þar að lútandi hafi Miklaborg ekki orðið vör við samdrátt í fasteignasölu vegna kórónu- veirunnar. „Markaðurinn er á blússandi siglingu. Mikla- borg var stofnuð árið 2007 og eftir fyrstu fimm mán- uði ársins stefnir í besta árið hjá okkur frá upp- hafi,“ segir Óskar. Til dæmis sé Miklaborg að selja langtum fleiri eignir en þegar síðasta uppsveifla hófst árin 2014-15. Þegar markaður- inn hafi farið að glæðast í mars og apríl hafi verið mikil eftirspurn eftir notuðum eignum. Síðustu vikur hafi áhuginn á nýbyggingum einnig auk- ist töluvert. „Nú eru margar nýbygg- ingar að koma til afhendingar sem komu í sölu í fyrra. Það eykur áhug- ann enda vilja flestir geta flutt strax inn. Það er mikil hreyfing á eignum þessa dagana og smátt og smátt virð- ast vaxtalækkanirnar hafa náð í gegn. Fólk er farið að átta sig betur á því hvað þær þýða. Lægri vextir gera bæði fyrstu kaupendum auðveldara að eignast eignir og skapar tækifæri fyrir hina til að endurfjármagna eða breyta um húsnæði. Til dæmis þá sem eru að minnka við sig,“ segir Óskar. Verðmunurinn minnkað Fyrir nokkrum misserum var rætt um miðborgarálag í samhengi við hærra fasteignaverð í miðborginni. Miklar leigutekjur, meðal annars af ferðamönnum, áttu þátt í verðmynd- uninni. Síðan hafa reglur um útleigu íbúða verið hertar, WOW air hætt starfsemi og Icelandair staðið frammi fyrir endurskipulagningu vegna kórónuveirufaraldursins. Landið lokast erlendum ferðamönn- um. Óskar segir gistimarkaðinn í mið- borginni hafa orðið fyrir miklu höggi vegna faraldursins. Hins vegar séu íbúðir góð fjárfesting, t.d. fyrir þá sem eiga laust fé en fá litla innvexti við þessar aðstæður. Þá sé alltaf ágæt eftirspurn eftir langtímaleigu í miðborginni. Verðmunur milli mið- borgarinnar og úthverfanna hafi minnkað að undanförnu. Íbúðaverð í miðborginni staðið í stað en hækkað í úthverfum. Á sama tímabili hafi vext- ir lækkað mikið. Fyrir vikið hafi kaupgeta margra kaupenda á nýjum eignum aukist. Það hafi m.a. birst í ágætri eftirspurn eftir nýjum íbúð- um. Náði hámarki í árslok 2017 Samkvæmt talningu Samtaka iðn- aðarins voru um 42% færri íbúðir í byggingu á fyrstu byggingarstigum í síðustu vortalningu en árið áður. Benti það til að verktakar og bankar hefðu stigið á bremsuna vegna sam- dráttar og óvissu í hagkerfinu. „Lóðaverð í nýbyggingum náði há- marki í lok árs 2017. Síðan kom tíma- bil þar sem var erfiðara að fjármagna ný verkefni en áður. Við finnum nú aftur fyrir auknum áhuga bygging- araðila og fjárfesta á að finna lóðir og byggja. Markaðurinn hefur verið sveiflukenndur. Þeir sem fara af stað með nýjar framkvæmdir í ár munu horfa fram á minni samkeppni á markaði með nýjar eignir eftir 18-24 mánuði en er nú. Eftirspurnin eftir nýjum eignum er vaxandi og útlit er fyrir að í lok árs verði búið að selja stóran hluta eigna sem nú eru í byggingu og að framboð nýrra eigna verði mun minna árin 2021 og 2022. Mun það því líklega valda ójafnvægi á framboðshliðinni,“ segir Óskar. Uppsöfnuð þörf á markaði Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir vísbend- ingar um að uppsöfnuð þörf hafi myndast í kórónuveirufaraldrinum. Hún hafi svo birst í meiri sölu þegar slakað var á samkomubanninu. „Salan hefur verið mjög góð í maí og vel yfir meðaltali fyrir þennan árs- tíma. Hvað segir þetta um eftirspurn í framtíðinni? Það er erfitt að segja.“ Kjartan segir vaxtalækkanir að undanförnu hafa örvað markaðinn. Ekki síst hjá kaupendum sem eru á miðjum aldri og á leið í stærra hús- næði. Lægri vextir geri þeim kleift að fara í sérbýli eða endanlegt húsnæði. „Orðið vaxtalækkun hefur sömu áhrif og orðið útsala. Það hefur já- kvæð áhrif á markaðinn. Hins vegar vildi maður sjá vaxtalækkanir Seðla- bankans koma sterkar fram hjá bönkunum,“ segir Kjartan. Fasteignamarkaðurinn á uppleið  Einn eigenda Mikluborgar segir söluna fyrstu fimm mánuði ársins þá bestu í sögu fyrirtækisins  Formaður Félags fasteignasala segir vaxtalækkanir hafa stutt við íbúðamarkaðinn að undanförnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggt við Hlíðarenda Nýjar íbúðir hafa komið í sölu í áföngum í hverfinu. Vextir Seðlabankans Frá ársbyrjun 2016 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% '16 '17 '18 '19 '20 Heimild: Seðlabanki Íslands 5,75% 1,0% Óskar R. Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.