Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandaríkjahergreindi fráþví á þriðju- dag að Rússar hefðu nýverið sent orrustu- þotur til Líbíu til þess að styðja við rússneska málaliða í þjónustu Khalifas Haftars, sem sækist eftir að ná völdum í landinu. Rúss- nesku málaliðarnir eru á vegum rússnesks einkafyrirtækis, sem nefnist Wagner-samstæðan og tal- ið er að hafi tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Málalið- ar á þess vegum hafa einnig verið að verki í Sýrlandi, að talið er. Bandaríkjaher birti myndir og sagði að vélarnar hefðu haft við- komu í Sýrlandi, þar sem þær hefðu verið málaðar til að leyna rússneskum uppruna þeirra. Sam- einuðu þjóðirnar settu bann við vopnaflutningum til Líbíu fyrir níu árum en því hefur lítt verið fylgt eftir, þótt blóðug átök hafi geisað í landinu. Upplausn hefur ríkt í Líbíu frá því að Moammar Gaddafi var steypt af stóli með fulltingi Atl- antshafsbandalagsins (og stuðn- ingi Íslands) árið 2011. Almenn- ingur hefur fengið að súpa seyðið af átökunum. Þúsundir hafa látið lífið. Í landinu ríkir vöruskortur og oft er ekki hægt að kaupa mat í höfuðborginni svo dögum skiptir vegna bardaga. Reglulega verður rafmagnslaust. Átökin standa nú á milli Haft- ars og sveita Fayez Sarrajs for- sætisráðherra. Ekki er langt síðan Haftar virtist eiga sigurinn vísan og sveitir hans voru við það að leggja Trípolí undir sig. Nú hefur taflið hins vegar snúist og er það einkum vegna inngrips Tyrkja. Katarar og Ítalir styðja einnig Sarraj og hann nýtur viðurkenn- ingar Sameinuðu þjóðanna sem réttmætur leiðtogi landsins. Sam- einuðu arabísku furstadæmin, Rússar, Egyptar og Frakkar eru hins vegar á bandi Haftars. Auk Rússa hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin verið sérstaklega at- kvæðamikil og er talið að þau hafi gert minnst 850 loftárásir með drónum og herþotum gegn stjórn Sarrajs í fyrra. Líklegt er að án afskipta að ut- an væri stríðinu lokið. Málaliðar og vopn streyma hins vegar inn í landið. Bannið við að flytja þangað vopn er bitlaust. Hermt er að meira að segja embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum lýsi því sem brandara. Brot á því varðar ferða- banni og frystingu eigna, en til þessa hafa aðeins tveir eritrískir smyglarar verið látnir finna fyrir því. Fyrir fjórum mánuðum var reynt að stilla til friðar með því að halda fund í Berlín þar sem fulltrúar hinna stríðandi fylkinga komu saman ásamt erlendum stuðningsmönnum þeirra. Nú er sá fundur að mestu gleymdur. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur átt mestan þátt í að snúa átökunum Sarraj í vil. Í fréttaskýringu í þýska tímaritinu Der Spiegel er því lýst hvernig hann hafi sent Sarraj vopn og liðs- auka og sé á góðri leið með að verða leiðtogi landsins bak við tjöldin. Hann hafi fullvissað fundar- menn í Berlín um að hann myndi draga sig í hlé frá Líbíu, en aðeins fimm dögum síðar hafi verið siglt af stað með sendingu af skrið- drekum frá Tyrklandi til Líbíu. Hann hefur einnig sent dróna og eldflaugavarnarkerfi þangað. Þá hefur blaðið eftir stjórnarand- stæðingum í Sýrlandi að allt að 7.000 Sýrlendingar séu á mála hjá Erdogan í Líbíu. Tyrkir borgi hverjum málaliða tvö þúsund doll- ara í laun á mánuði og það sé fimmfalt meira en uppreisnar- menn í Sýrlandi fái. Um leið setji þeir þrýsting á bandamenn sína í Sýrlandi. Hver hersveit verði að útvega 200 manns til að berjast í Líbíu. Annars láti Tyrkir af stuðn- ingi við þær. Tyrkir og stjórn Sarrajs skrif- uðu undir viljayfirlýsingu í nóvember um að Tyrkir fengju að nýta gaslindir í Miðjarðarhafi. Það er því mikið undir og því má bæta við að talið er að ekkert land í Afríku búi yfir meiri olíu- auðlindum. Þetta vakti ekki kátínu hjá Evrópusambandinu. Þar hafa einnig kviknað áhyggjur af að Er- dogan, sem opnaði landamærin að Grikklandi fyrir flóttamönnum á dögunum, gæti reynt eitthvað svipað í Líbíu. Innan Evrópusam- bandsins er hins vegar ekki ein- ing, ekki síst vegna þess að Ítalir styðja einn og Frakkar annan í átökunum. Fréttaskýrendur veltu í vikunni fyrir sér hvort Tyrkir og Rússar hefðu gert með sér samkomulag um að skipta Líbíu á milli sín. Til marks um það var að á meðan rússneskir málaliðar hörfuðu frá átakasvæðum suður af höfuðborg- inni gerðu liðsmenn Sarrajs lát á loftárásum. Ef það er rétt gæti verið að draga muni úr átökum. Það er hins vegar alls ekki víst og verður að teljast ósennilegt að sátt verði um að Rússar og Tyrkir skipti Líbíu á milli sín. Jean-Yves Le Drian, utanríkis- ráðherra Frakklands, talaði í vik- unni um Sýrlandsvæðingu Líbíu og hafði nokkuð til síns máls. Í Sýrlandi ríkir pattstaða þar sem engum hefur tekist að knýja fram sigur og fjöldi ríkja reynir að hafa áhrif á gang mála. Í Sýrlandi eru engir góðir kostir, en sá versti er að bardagar og blóðsúthellingar haldi linnulaust áfram. Það sama á við um Líbíu. Vitaskuld var Gad- dafi enginn engill. Hann stjórnaði landinu með grimmd og miskunn- arleysi. Þú átt það sem þú brýtur, sagði Colin Powell við George Bush eldri þegar til greina kom að halda sókninni áfram inn í Írak eftir að íraski herinn hafði verið hrakinn út úr Kúveit árið 1991. Bush ákvað að láta staðar numið. Það hefði mátt vera ljóst hvað það þýddi að styðja uppreisnarmenn gegn Gaddafi án þess að vilji væri til þess að taka ábyrgð á eftir- leiknum. Afleiðingarnar hafa ver- ið skelfilegar. Í Líbíu eru Tyrkir og Rússar meðal þeirra sem bítast um yfir- ráð í styrjöld sem engan endi virðist ætla að taka} Vígvöllur stórþjóða N ú hillir undir að ný lög um menntasjóð námsmanna verði samþykkt á Alþingi. Óhætt er að segja að um stærsta hags- munamál stúdenta síðustu áratugi sé að ræða. Í umræðum um málið á Alþingi í vikunni mátti heyra að þingmenn allra flokka töldu nýja frumvarpið mikið framfaraskref í meginatriðum, þó svo að sum- ir hverjir vildu breyta einstaka liðum þess. Það var ánægjulegt að heyra þá þverpólitísku samstöðu sem hefur skapast um málið. Löng fæðing Núgildandi lög um LÍN eru frá árinu 1992. Frumvarp um menntasjóð hefur verið lengi í fæðingu en núgildandi lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna eru frá árinu 1992. Á undanförnum árum hafa verið lögð fram tvö frumvörp til heildarlaga um Lánasjóð íslenskra náms- manna, vorið 2013, og 2016. Við gerð þessa frumvarps voru athugasemdir sem bárust við bæði frumvörpin hafð- ar til hliðsjónar. Leitast var við að koma til móts við þau sjónarmið. Réttlátara kerfi Nýr menntasjóður námsmanna felur í sér aukið jafn- rétti og gagnsæi í námsaðstoð ríkisins, fjárhagsstaða námsmanna verður betri og skuldastaða að námi loknu ræðst síður af fjölskylduaðstæðum. Námslán verða greidd út mánaðarlega, ekki tvisvar á ári eins og nú er og hætt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán. Endurgreiðsla hefst ári eftir að námi lýkur sem mun minnka greiðslubyrði lánþega. Rúmlega 90 prósent lán- þega munu koma betur eða jafn vel út úr nýja kerfinu. Styrkur með börnum Meðal nýmæla í frumvarpinu er að sérstakur stuðningur fæst nú með börnum, skattfrjáls styrkur – ekki lán! Í fráfarandi kerfi voru sér- stök lán veitt vegna framfærslu barna og voru foreldrar í námi því skuldugri en barnlausir við námslok. Fjölskylduaðstæður mega aldrei koma í veg fyrir möguleika til menntunar. Sam- bærilegur stuðningur verður fyrir meðlags- greiðendur. Um gríðarlegt jafnréttismál er að ræða. Við gildistöku verður Ísland fyrsta landið í heiminum til þess að viðurkenna foreldrajafn- rétti með þessum hætti og horfa hin norrænu löndin nú til þessara breytinga hjá okkur. Engir ábyrgðarmenn Námsmenn eygja nú langþráða grundvallarbreytingu á stuðningskerfi sínu. Ef fólk lýkur prófgráðu á til- greindum tíma, þá getur það fengið styrk í formi 30% nið- urfærslu höfuðstóls námsláns við námslok. Með þeim kerfisbreytingum má gera ráð fyrir bættri náms- framvindu námsmanna sem mun stuðla að betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu og aukinni skilvirkni í framtíð- inni. Við gildistöku laganna falla niður ábyrgðir ábyrgð- armanna á námslánum niður ef lánþegi er í skilum við LÍN og ekki á vanskilaskrá. Frumvarp um menntasjóð er í samræmi við það sem gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndum með gegnsæjum beinum styrkjum og sjálfbæru lánakerfi. Silja Dögg Gunnars- dóttir Pistill Samstaða um betra námslánakerfi Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Óvissan um fjárhagsleg áhrifCovid-19 er mikil og ljóster að fjöldi íþróttafélagahefur orðið fyrir tjóni,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands. Á dögunum greiddi sambandið út tæpar 300 milljónir króna af þeim 450 sem ríkið veitti til íþróttahreyf- ingarinnar til að mæta áhrifum far- sóttarinnar. Allt íþróttastarf var fellt niður um tíma, sem hafði víðtæk áhrif á starfsemi og ekki síst á tekjuöflun íþróttafélaga. „Það er í höndum aðal- stjórna þeirra félaga sem stuðning fengu að ráðstafa peningunum til þeirra þátta sem hafa orðið fyrir mestu tjóni. Leiðarljósið var að koma fjármunum sem fyrst til félaga án flókinna umsókna og pappírsvinnu. Síðar í sumar verða svo greiddar út 150 milljónir króna til félaga, sér- sambanda og íþróttahéraða, sem orð- ið hafa af mikilvægum tekjupóstum eða þurft að aflýsa stórum íþrótta- mótum sem hafa verið burðarás í starfi þeirra. Fyrstu umsóknir í þann pott eru nú að berast, en umsókn- arfrestur er til 15. júní næstkom- andi,“ segir Andri. KR tapað minnst 50 milljónum Jónas Kristinsson, fram- kvæmdastjóri KR, telur að félagið hafi tapað á bilinu 50-80 milljónum króna vegna kórónuveirunnar. Áður en samkomubann var sett á hafi meistaralið félagsins í körfuknattleik karla og kvenna verið á mikilli sigl- ingu og stefnt í úrslitakeppnina og karlaliðið keppt að því að ná í sjöunda titilinn í röð. Þátttöku í útslitakeppn- inni fylgi jafnan talsverðar auglýs- ingatekjur og bakhjarlar gefi gjarnan í með allan stuðning þegar vel gangi. Fjölsóttir útslitaleikir skili einnig mjög góðum aðgangseyri. Áætla megi að tekjutapið í körfuboltanum sé um 18 milljónir króna. – Um knatt- spyrnuna sé það að segja að Ís- landmótið í Pepsi Max-deildinni hefj- ist ekki fyrr en 13. júní, en þá mætast KR og Valur á Hlíðarenda. Skv. öllu eðlilegu ættu nokkrar umferðir að vera nú þegar að baki og verulega muni um slíkt fyrir fjárhag KR, bæði varðandi miðasölu og stuðning frá fyrirtækjum. „Við finnum vissulega velvilja stjórnenda fyrirtækja að leggja okk- ur lið en menn vilja eðlilega fara gæti- lega í skuldbindingum eins og landið liggur nú. Við væntum því þess að fá aukinn stuðning í sumar. En í stóra samhenginu get ég sagt að rekstrar- umhverfi íþróttafélaganna er gjör- breytt frá því sem var,“ segir Jónas. Munar um Breiðabliksleik „Mál hér eru í mikilli óvissu,“ segir Hörður Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Árbæjarfélagsins Fylkis, um stöðuna þar. Fyrsti leikur úrvalsdeildarliðs félagsins í knatt- spyrnu kvenna á sumrinu verður 13. júní, þegar lið Selfoss kemur í Árbæ- inn. Þann 21. júní, daginn sem 200 manna reglan svonefnda gildir til, mætast karlalið Fylkis og Breiðabliks í Árbæ í leik þar sem hefði mátt búast við 2.000 gestum. Í tvískiptri stúku á Fykisvellinum er hægt að taka á móti samtals 400 manns; það er aðeins 1/5 af því sem vænta hefði mátt. „Leikurinn við Breiðablik hefði orðið einn allra stærsti viðburður sumarsins hjá okkur og tekjurnar miklar. Auðvitað má þess vænta að leyfilegur fjöldi gesta verði meiri þeg- ar kemur lengra fram á sumarið, en að undanförnu hefur allt farið úr skorðum. Aðgangseyrir, sala veit- inga, framlög og styrkir; þetta er allt miklu minna en við gerðum ráð fyrir svo munar milljónum. Þá þurfum við á leikjum í sumar að efla gæslu og halda aðskilnaði milli áhorfenda og leikmanna til að fyrirbyggja smit- hættu. Allt þetta gerir málin flóknari í framkvæmd,“ segir Hörður. Þrengri staða en ekki hrap „Reksturinn hefur þyngst en ekkert hrap. Flest fyrirtæki standa enn með okkur, æfingagjöld hafa haldið sér að mestu en viðburða- tekjur tímabundið dottið út,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH. Rekstur félagsins er umfangs- mikill, heildarveltan um 700 milljónir króna í ár og því víða svigrúm til hag- ræðingar, svo sem í almennum rekstrarkostnaði og launagreiðslum og þar hefur verið brugðist við. „Ríkisaðstoðin kom sér vel og það ber að þakka. Fjárhagur FH er því í ágætu jafnvægi eins og er,“ segir Við- ar. Rekstur íþróttafélag- anna er gjörbreyttur Morgunblaðið/Hari Knattspyrna Leikmenn KR og Fylkis á vellinum síðasta sumar. Öll íþrótta- félög í landinu hafa þurft að stokka spilin og bregðast við þrengri fjárhag. Jónas Kristinsson Hörður Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.