Morgunblaðið - 30.05.2020, Side 48

Morgunblaðið - 30.05.2020, Side 48
elkomin tur w w w.i tr.i s L augarnar í Reykjaví k O P N A R LAUGARNAR ERU Höldumbilinu S ý n u m hve r t ö ð r u t i l l i t s s e m i og v i rð u m 2 m e t r a f ja rl æ gða rm ö rk i n a l l s s t a ða r þa r s e m m ögu l e g t e r G e s t i r e r u á e i g i n á by r gð Við erum öll almannavarnir 2m Efni:viður er heiti sýningar sem verður opnuð í Hafnar- borg í Hafnarfirði í dag. Er sýningin sett upp í tengslum við HönnunarMars sem var frestað vegna veirufarald- ursins en mun fara fram 24. til 28. júní. Viður er á forgrunni á sýningunni, en á henni er teflt saman hönnuðum og listafólki með mismunandi bak- grunn og ólíkar áherslur í myndmáli, sem öll eiga það þó sammerkt að vinna með og kljást við viðinn í einni eða annarri mynd. Meðal sýnenda eru Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir, Guðjón Ketilsson, Rósa Gísladóttir, Sindri Leifsson, Tinna Gunnarsdóttir og Unndór Egill Jónsson. Sýning með verkum listamanna og hönnuða sem vinna með viðinn LAUGARDAGUR 30. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson er á leiðinni aftur í atvinnumennskuna eftir að hafa hætt í handbolta fyrir tæpu ári. Hann lenti í bílslysi veturinn 2018 og í kjölfar þess að hafa glímt við erfið meiðsli í baki vegna þess ákvað hann að leggja skóna á hilluna í fyrrasumar eftir að hafa varið mark Stjörnunnar í Garðabænum frá 2016. Nú er hann hins vegar að ganga í raðir þýska B-deildarfélagsins Aue sem hann spilaði með á árunum 2012 til 2016 og verður því annar tveggja Íslendinga sem spila með liðinu næsta vetur. »40 Sveinbjörn undrandi þegar hans gamla félag setti sig í samband ÍÞRÓTTIR MENNING hefur verið mjög gefandi. Það er í raun mikill heiður að fá að aðstoða fólk á svona stundum og geta orðið að liði. Maður velur ekki alltaf hlut- verkin í lífinu en ég er þakklát fyrir að hafa fengið þetta hlutverk. Vegna starfsins höfum við kynnst betur fólki sem við þekktum og eignast nýja vini.“ María leggur áherslu á að útfararþjónusta sé mjög mikilvæg. Aðstandendur upplifi alltaf erfiðar stundir í kjölfar andláts, þeir hafi um margt að hugsa, viti oft ekki hvernig og hvert eigi að snúa sér og öll aðstoð komi sér því vel. „Við fundum þetta vel, vorum fólki innan handar og eftir að skipulögð útfararþjónusta byrjaði sáum við í raun um allt.“ Hún bætir við að starfsemin hafi ekki einskorðast við Borgarnes og nánasta umhverfi heldur teygt anga sína vestur í Dali, í Reykhólasveit, á sunnanvert Snæfellsnes og jafnvel til Reykja- víkur. „Við höfum séð um útfarir í um 40 kirkjum og kapellum.“ Þó að hjónin séu hætt með útfararþjónustuna eru þau ekki lögst í kör. María hefur verið mikið í félagsmálum, er meðal annars for- maður kvenfélagsins og hefur stjórnað félagsvist fyrir almenning um árabil, og segist halda áfram á þeim vettvangi. „Svo bætist alltaf við í barnabarnahópinn og ég vona bara að heilsan haldi svo að hægt verði að njóta lífsins áfram.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Hreggviður Hreggviðsson og María Jóna Einarsdóttir hafa annast útfararþjónustu í Borgar- nesi í um aldarfjórðung. Fyrst með- an þau unnu hjá Borgarneskirkju og Borgarneskirkjugarði en eftir að þau hættu þar tóku þau við rekstr- inum. Viðar Guðmundsson og Ingi- björg Sigurðardóttir, sem reka Strandir útfararþjónustu á Hólma- vík, hafa nú keypt húsnæði, bíl og búnað af þeim. „Viðar ólst upp og bjó lengi hérna í héraðinu, einnig stjórnar hann þremur kórum á svæðinu og þekkir því vel til hér um slóðir,“ segir María um söluna. „Svona þjónusta er ekki fyrir alla, en hún er nú komin í góðar hendur.“ Eitt leiddi af öðru Hreggviður byrjaði sem með- hjálpari í Borgarneskirkju 1986. Það þróaðist fljótlega í fullt starf með kirkju- og kirkjugarðsvörslu. María hóf skrifstofustörf hjá kirkj- unni um fjórum árum síðar. Hún bendir á að á þessum árum hafi ekki verið nein útfararþjónusta í Borgarnesi. „Þörf var fyrir þessa þjónustu, við byrjuðum með því að aðstoða við kaup á kistum, innheimta fyrir kórinn og svo framvegis og smám saman þróuðum við útfararþjónustu sem starfsmenn kirkjunnar,“ rifjar hún upp. Um áramótin 1996/1997 hafi Útfararþjónusta Borgarfjarðar verið stofnuð á vegum kirkjugarðs- ins, sem þau störfuðu jafnframt hjá. Sóknarnefndin hafi óskað eftir að þau tækju við þjónustunni þegar María hætti hjá kirkjunni 2005. „Til að byrja með var maðurinn minn aðalmaðurinn en hann varð að hætta vegna heilsuleysis fyrir um tveimur árum og síðan hef ég verið ein í þessu með aðstoð dóttur minnar.“ Tilviljun réð því að þau réðust til kirkjunnar. María segir að Hregg- viður hafi lengi verið á sjónum en eftir að þau kynntust hafi hann flutt frá Reykjavík til Borgarness. Fljótlega hafi hann byrjað í kirkju- kórnum og nokkrum árum síðar verið beðinn um að vera meðhjálp- ari. „Eitt leiddi af öðru og starfið Þjónustan mikilvæg  Hafa séð um útfarir í um 40 kirkjum og kapellum Ljósmynd/Björn Bjarki Þorsteinsson Útfararþjónusta María Jóna Einarsdóttir og Hreggviður Hreggviðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.