Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK
Tvær frábærar eftir sögu Stephen King
ein besta mynd sem komið hefur á þessu ári.
JAMIE FOXX og MICHAEL B.JORDAN
eru báðir hér með frábæran leik. mynd sem allir
keppast við að hæla eftir að hafa séð myndina.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Fagrir tónar í miðjum faraldri
Úr eldhúsinu Baez lék lög fyrir heimsbyggðina og sendi frá eldhúsinu sínu.
þætti sem fylgdu faraldrinum. Gildi
tónlistar varð skýrt en aukinheldur
varð ljós þörf okkar fyrir tjáningu í
samfélagslegu samhengi, þegar tón-
listarfólk, atvinnu- sem áhugafólk,
hóf að spila í gríð og erg fyrir til-
stuðlan fjarfundabúnaðar og sam-
félagsmiðla. Kreppur geta oft og
tíðum af sér varanlegar breytingar
og nýsköpun, og ljóst er að í sumu
verður ekki aftur snúið. Aðlög-
unarhæfni og lausnamiðað atferli
var í algleymi. Og þær uppfinn-
ingar, ef svo má kalla, sem komu
fram verða sem viðbót við það sem
fyrir er. Nettónleikar munu aldrei
leysa „alvöru“ tónleika af en hér er
hins vegar komin ákveðin aðferð,
ákveðinn valmöguleiki sem getur
vel lifað samfara hinu. Það er síðan
framtíðarmál hvernig þetta verður
allt stillt af. Ég er líka búinn að af-
greiða þetta neikvæða, en nefni
aukinheldur að fólk er mistengt og
hefur mismiklar bjargir í svona að-
stæðum.
En hvað var gert? Það var hálf
ótrúlegt að fá flóð söngva og uppá-
tækja yfir sig þessar fyrstu vikur.
Mikið var um það að fólk færi að ýta
á þennan „record“-takka á snjall-
símanum símum, sem það virtist
hafa litla vitneskju um þangað til
brast á með einangrun. Neyðin
kennir naktri konu að spinna. Enda-
lausir stofutónleikar, misfaglegir,
en helsti kosturinn var ákveðin
mýkt, gleði og hlýja. Öðruvísi nánd.
Sjá t.d. vel heppnaða stofutónleika
Eivarar Pálsdóttur. Hversu margir
sem hafa ekki séð hana á tónleikum
fengu loksins kost á því? Mikið var
um samsöngva og samspil í gegnum
Zoom eða annað álíka, allt frá Roll-
ing Stones til Jóa á bolnum. Bob
Dylan hóf að gefa út lög af krafti,
og sagði, undir rós, að COVID-19
hefði m.a. stutt við þessa útgáfulotu
hans. Í einangrun hefur tónlistin
flætt fram.
En það er vonandi að þessar
hörmungar allar hafi stimplað það
fast inn í okkur að tónlistin er ekki
sjálfsögð og við berum í raun og
veru öll ábyrgð á vegferð hennar
og vexti. Megi það veganesti fylgja
okkur inn í „eðlilegri“ tíma sem nú
hillir undir.
»Okkur þykir sjálf-sagt að njóta tónlistar
og að hún sé til reiðu eins
og rennandi vatn en
virðumst vera hálfpart-
inn meðvitundarlaus um
að það er fólk af holdi
og blóði sem skapar
tónlistina.
COVID-19-faraldurinn staðfesti svo um munar þörf okkar fyrir tónlist og menningu almennt. Engu að síður riðar sá geiri nán-
ast til falls. Hér verða neikvæðar og jákvæðar birtingarmyndir faraldursins skoðaðar, með sérstaka áherslu á dægurtónlist.
Sigurvegari Helgi náði að snúa fordæmalausum tímum sér og okkur í vil.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Hvað tónlistina áhrærir varðgríðarleg þversögn ljósfrekar fljótlega. Við höfum
sem manneskjur greinilega mikla
þörf fyrir menningu og listir. En
um leið sást hversu mikið listneysla
hangir á því að fólk komi saman og
njóti samvista. Vegna brottnáms
þessa riðar þessi geiri til falls. Okk-
ur þykir sjálfsagt að njóta tónlistar
og að hún sé til reiðu eins og renn-
andi vatn en virðumst vera hálf-
partinn meðvitundarlaus um að það
er fólk af holdi og blóði sem skapar
tónlistina. Á meðan það er hlaupið
undir bagga hjá hinum og þessum
atvinnugreinum er allt of lítið gert
til að koma til móts við þennan
geira þar sem margir, t.d. hljóð-
menn, eru svo gott sem slyppir og
snauðir. Það er mögulega dulbúin
gæfa falin í því að mikilvægi lista
fyrir heill samfélagsins hefur senni-
lega aldrei verið skýrara en að
sama skapi er sárt að horfa upp á
neyðina; staði sem verða aldrei
opnaðir aftur og jafnvel efnilegt
tónlistarfólk sem hefur orðið að sjá
sér farborða með öðrum hætti og
snýr mögulega aldrei aftur í fagið
sitt.
Ég hef reifað þessa jákvæðu
Fyrsta sýning sumarsins í Verk-
smiðjunni á Hjalteyri verður opnuð í
dag, laugardag. Ekki verður um
formlega opnun að ræða en sýningin
verður opin frá kl. 14 til 19.
Sýningin ber heitið Þegar nóttin er
á enda kemur dagur og á henni eru
verk eftir Maya Schweizer, Jean-
Jacques Martinod, Beatriz Santiago
Muñoz, Þorbjörgu Jónsdóttur, Gúst-
av Geir Bollason, Clémentine Roy,
Mark W. Preston og Lorena Zill-
eruelo. Sýningarstjórar eru Þorbjörg
Jónsdóttir og Gústav Geir.
Sýnd eru kvikmyndaverk eftir
listamennina. Í texta sem fylgir henni
úr hlaði er vitnað í Werner Herzog,
sem sagði kvikmyndalistina stefna að
„uppljómun“, einkum með dáleiðslu.
Sannleikurinn væri „smíði, ferli, sem
styðst við ofskynjanir, töfra og
drauma“. Hugmynd hans um „mann-
fræðilega kvikmyndagerð“ miðar að
opinni nálgun á mannfræði raunveru-
leikans með því að afnema mörk á
milli hlutlægni, sjálfsmyndar, nat-
úralisma, skynsemi, skáldskapar og
heimildarmyndar. Í augum Werners
Herzog sé kvikmyndalistin einmitt
þetta sjóntæki 20. aldarinnar,
raunsæisfantasía, fljótandi heimur –
og sjá megi enduróm af því í verk-
unum. La Traversee Úr verki eftir Lorena Zilleruelo sem sýnt er á Hjalteyri.
Fyrsta sýningin í Verksmiðjunni
Opna sýninguna Þegar nóttin er á enda kemur dagur