Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 LC02 hægindastóll Leður – Verð 319.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Samkeppniseftirlitið reiddi hátttil höggs, og ekki í fyrsta sinn, í ákvörðun sinni gegn Símanum vegna enska fótboltans. Sekt stofn- unarinnar hljóðar upp á hálfan milljarð króna fyrir það sem stofn- unin telur brot gegn fimm ára gömlum sáttum fyrirtækisins við stofnunina.    Málið er allthið und- arlegasta en virð- ist snúast um það í grunninn að Síminn keypti leyfi til að sýna enska boltann og selur svo viðskiptavinum sínum að- gang að efninu á þann hátt sem Samkeppniseftirlitinu mislíkar.    Það sem stofnunin finnur að erað Síminn verðleggur efnið með eftirfarandi hætti, svo vitnað sé í ákvörðun stofnunarinnar: „Þannig hafi verð fyrir Símann Sport/Enska boltann verið 1.000 kr. á mánuði sem hluti af Heim- ilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium en 4.500 kr. sem stök þjónusta.“    Þeir sem lesa þetta hljóta aðspyrja sig: Hvar er glæpurinn?    Skyndibitastaðir bjóða gjarnanupp á frítt gos með pítsunni eða hamborgaranum en selja stök glös á allháu verði. Er það óheim- ilt?    Samskonar dæmi eru út um allt,en í tilviki Símans er þetta bannað og í því sambandi vísað í sátt. Síminn er allt annað en sáttur við þá túlkun, sem von er, og sú spurning hlýtur að vakna hvort sáttin sé í takt við tímann eða úrelt. Svarið virðist blasa við. Hvar er glæpurinn? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Varðskipin Týr og Þór hafa bæði leg- ið í Reykjavíkurhöfn undanfarna daga. Skipin voru síðast saman í Reykjavík um jólin 2019, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæsl- unnar. Snemma árs 2020 hófst mikil törn varðskipsmanna. Veturinn var mjög erfiður. Ótíð mikil, rafmagnstruflanir víða um land og snjóflóð á Flateyri og Súðavík. Þurfti því að kalla varðskips- menn til aðstoðar. Síðan kom COVID-19 og þá var gripið til þess ráðs að lengja ferðir varðskipanna í fimm vikur í senn á sjó í stað þriggja eins og venjulegt er. Var þetta gert til að tryggja að Land- helgisgæslan gæti haldið úti öflugu viðbragði á hafinu umhverfis Ísland. Þegar varðskipsmenn komu í höfn voru samskipti við heimafólk miklum takmörkunum háð. Um þessar mundir er verið að vinna að því að aflétta sóttvarnartak- mörkunum varðskipanna, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs. Siglingaplani verður í skrefum komið í hefðbundna sumaráætlun með 17 daga útiverum að öllu jöfnu með fjögurra daga inni- veru á milli. Týr mun brátt leggja af stað í gæsluferð. „Lífið er því að fær- ast í eðlilegra horf á varðskipunum,“ segir Ásgeir. sisi@mbl.is Lífið í eðlilegt horf á varðskipum  Týr og Þór sigla á ný samkvæmt hefðbundinni áætlun Gæslunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Til hafnar Varðskipið Þór kom í fyrsta sinn til Grindavíkur í vetur. Kínversk samfélagsmiðlastjarna, Ye Ziyi, var nú á dögunum fengin til að aðstoða íslenska sendiráðið þar í landi við kynningu á Íslandi. Er Ye Ziyi með rétt um eina milljón fylgj- enda á kínverskum samfélags- miðlum. Þetta kemur fram í skrifum Gunnars Snorra Gunnarssonar, sendiherra Íslands í Kína. Nær fjögur þúsund manns fylgd- ust með þegar sendiráðið kynnti Ís- land í beinni útsendingu á síðu Ye Ziyi. Fór kynningin þannig fram að áhorfendur fengu að fylgjast með á meðan samfélagsmiðlastjarnan hélt í tölvutilbúna hringferð um landið. Enn má finna útsendinguna á miðlum Ye Ziyi og nú hafa tugþúsundir Kín- verja horft á kynninguna. Að því er fram kemur í pistli Gunn- ars Snorra vinnur sendiráðið nú að því að gera Ísland að fýsilegum áfangastað fyrir kínverska ferða- menn. Þannig verði landið ofarlega á blaði þegar landamæri verði opnuð að nýju. Í gær hóf sendiráðið jafnframt undirbúning sjónvarpsþáttar sem tekinn verður upp 17. júní nk. Þar gefst tækifæri til að kynna Ísland enn frekar, en sérstök áhersla verður lögð á kynningu á eldi, jarðhita, ís, ullar- fatnaði og íslenskum mat. Kínversk stjarna auglýsir Ísland Ljósmynd/Gunnar Snorri Sendiherra Gunnar Snorri sendiherra ásamt starfsliði Hainan TV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.