Fréttablaðið - 06.01.2021, Síða 33

Fréttablaðið - 06.01.2021, Síða 33
Pantanir í síma 578-0100 2.HÆÐ - FJÖRÐUR VERSLUNARMIÐSTÖÐ | RIF.IS TAKE AWAY TILBOÐ Premium vængir 1.032 kr Fish and chips (2 bitar) 1.752 kr Tríó 1.912 kr Beikonborgari 2.072 kr El Paso salat 2.152 kr Súkkulaðikaka 1.032 kr Forréttur Réttir Eftirréttur 20%afsláttur Rósa Gísladóttir er fyrsti verðlaunahafi Gerðar­ve r ðl au n a n n a , e n Gerðarsafn í Kópavogi veitir þau til heiðurs Gerði Helgadót t u r myndhögg vara (1928–75). Þau munu verða veitt árlega framúr­ skarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og gerir rýmis­ verk. Í áliti dómnefndar segir: „Verk Rósu eru könnun á geometríu og klassískri formgerð með vís­ unum í arkitektúr og rússneskan konstrúktiv isma. Skúlptúrar henn­ ar spila á mörkum þess klassíska og nútímalega jafnframt í fagurfræði og efnisnotkun.“ Samspil birtu og skugga „Það er alltaf gaman að fá viður­ kenningu, þetta er mjög óvænt og ég er afskaplega glöð,“ segir Rósa „Það er mikill heiður að fá að tengjast list Gerðar. Hún var afar öf lugur myndhöggvari og verk hennar hafa staðist tímans tönn. Mér finnst ánægjulegt að Gerðarsafn skuli stofna til verðlauna sem eru kennd við hana. Ég fagna því sömuleiðis að Gerðarsafn hafi haldið sýningaröð með yfirskriftinni Skúlptúr / skúlp­ túr þar sem ungt fólk sem vinnur í skúlptúr fær tækifæri til að sýna verk sín.“ Spurð hvað hún sé að fást við í verkum sínum segir Rósa: „Ég er mjög upptekin af formum og form­ gerð. Ég reyni að sýna þau í nýju ljósi og frá óvæntu sjónarhorni og ég hef alltaf unnið með samspil birtu og skugga. Ég er á vinnustofunni að vinna og allt í einu verður eitthvað til og ég hugsa með mér: Þarna er eitthvað! Það er mikilvægt að koma auga á það sem sker sig úr og skapar spennu milli efnis og forms til að úr verði sterk fagurfræðileg upplifun. Sömuleiðis er mikilvægt að sjá hvað ekki gengur upp.“ Skúlptúrar úr úrgangsplasti Rósa vinnur í alls kyns efni, svo sem leir, gifs, jesmonite, málm, tré og gler. „Um síðustu aldamót vann ég skúlptúra úr úrgangsplasti, nýtti tómar jógúrtdósir og steypti eins konar steingervinga úr gifsi og síðan bjó ég til stórar upplýstar súlur úr plastf löskum og lituðu vatni. Í höggmyndalistinni eins og annarri myndlist heillast listamenn oft af einstökum efnum á vissum tímabilum. Þarna var ég að vinna plast sem merkingarbært og tákn­ rænt efni en jafnframt með gagnsæi plastsins og áhrif litar og ljóss.“ Aðspurð segist Rósa vera að vinna að ýmsum verkefnum: „Á síðustu árum hef ég unnið með fjórðu víddina og neikvætt rými, í anda rússnesku konstrúktiv­ istanna á fyrri hluta 20. aldar. Á árinu sem var að líða gerði ég verk fyrir Byggðastofnun. Þeir héldu samkeppni um listaverk fyrir nýtt húsnæði stofnunarinnar á Sauðár­ króki þar sem mín tillaga var valin. Þar útfærði ég þessar hugmyndir og notaði trélista og litað gler til að fanga sólarljós, birtu og skugga. Mig langar til að halda áfram á þessari braut.“ Langar til að halda áfram á þessari braut Rósa Gísladóttir er fyrsti verðlaunahafi Gerðarverðlaunanna sem kennd eru við Gerði Helgadóttur. Gerir skúlptúra sem spila á mörkum þess klassíska og nútímalega. Hún segir viðurkenninguna vera óvænta. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Verk eftir Rósu voru á sýningu í Róm árið 2012. MYND/AÐSEND Í verkum sínum er Rósa upptekin af formum og formgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ KOMA AUGA Á ÞAÐ SEM SKER SIG ÚR OG SKAPAR SPENNU MILLI EFNIS OG FORMS TIL AÐ ÚR VERÐI STERK FAGURFRÆÐILEG UPPLIFUN. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 6 . J A N Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.