Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 9
DAGSKRÁ: 19.30 - SKÓLASTJÓRNENDUR BREKKUBÆJARSKÓLA, GRUNDASKÓLA OG HEIÐARSKÓLA OPNA FUNDINN. 19.40 - BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR, VERKEFNASTJÓRI HEIMILIS OG SKÓLA OG HEIÐRÚN JANUSARDÓTTIR FORVARNARFULLTRÚI MEÐ ERINDI UM GAGNSEMI OG FORVARNARGILDI FORELDRASAMSTARFS. 20.15 – FORMLEG STOFNUN SAMTAKANNA OG KAFFI OG KAKA. REGLUR SAMTAKANNA KYNNTAR OG KOSIÐ FORMLEGA Í STJÓRN. 21.00 - FUNDI SLITIÐ. Það er okkar markmið að búa til öflugt tengslanet foreldra, bæði innan skólanna þriggja, en einnig brúa bilið á milli þeirra þar sem krakkarnir okkar tilheyra allir sama samfélaginu og munu flestir fara í sama framhaldsskóla að grunnskólagöngu lokinni. Rannsóknir sýna að foreldraþátttaka skiptir sköpum í forvörnum, sem felst m.a. í því að foreldrar þekki ekki bara vini barna sinna, heldur foreldra þeirra líka. Við kynnum með stolti stofnun nýrra foreldrasamtaka fyrir grunnskólana á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit: AK-HVA foreldrasamtökin. Það eru stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna svæðinu, Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Heiðarskóla, sem standa að stofnun þessara samtaka með stuðningi Heimilis og skóla. Tilgangurinn með því að stofna þessi samtök er að búa til vettvang fyrir foreldrasamtal og foreldrasamstarf á svæðinu. Samtökin munu styðja við það foreldrastarf sem er fyrir í skólunum og standa fyrir ýmis konar fræðslu fyrir okkur foreldra um forvarnir, menntun og fleira. Okkur langar því að bjóða ykkur, kæru foreldrar, innilega velkomna á stofnfundinn okkar og hjálpa okkur að setja tóninn í foreldrasamstarfi hér á svæðinu. Samtakamáttur okkar foreldra getur áorkað svo miklu og saman getum við myndað þétt öryggisnet í kringum krakkana okkar. Við viljum sérstaklega bjóða velkomna alla starfsmenn í skóla- og frístundastarfi á svæðinu! Stofnfundur AK-HVA foreldrasamtakanna verður haldinn þann 25. febrúar á sal Brekkubæjarskóla kl. 19.30. Boðið verður upp á kaffi og köku til að fagna og munu nemendur frá skólunum þremur sjá um skemmtiatriði. Taktu þátt í að skapa öflugt foreldranet í samfélaginu okkar! Ekki láta þig vanta á þennan mikilvæga viðburð! STOFNFUNDUR 25 . FEBRÚAR KL . 19 . 30 Í BREKKUBÆJARSKÓLA AK-HVA Foreldrasamtökin KÆRU FORELDRAR!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.