Skessuhorn - 19.02.2020, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 202014
Verðlagseftirlit Alþýðusambands
Íslands hefur safnað upplýsingum
til að bera saman frístundastyrki
í sextán stærstu sveitarfélögum
landsins. Þar kemur fram að Hafn-
arfjörður er með hæstu frístunda-
styrkina árið 2020 eða 54.000 kr.
á ári með fyrsta barni, en Ísafjarð-
arbær og fjarðarbyggð bjóða ekki
upp á neina frístundastyrki. Af
þeim sveitarfélögum sem bjóða upp
á slíka styrki eru þeir lægstir í borg-
arbyggð, 20.000 kr. á ári með fyrsta
barni og sama upphæð með hverju
barni eftir það. Á Akranesi er frí-
stundastyrkur 35.000 krónur með
fyrsta barni, 39.375 með öðru barni
og 44.479 með þriðja barni.
Mörg sveitarfélög styrkja tóm-
stundastarf barna með svokölluð-
um frístundastyrkjum sem er yfir-
leitt ákveðin peningaupphæð á ári
sem fylgir hverju barni og er ætl-
uð til niðurgreiðslu á tómstunda-
starfi. „Rannsóknir sýna að þátt-
taka í tómstundastarfi hefur áhrif á
vellíðan barna og unglinga auk þess
sem sýnt hefur verið fram á for-
varnargildi tómstundastarfs og er
það því hagur samfélagsins að börn
hafi aðgang að slíku starfi. Tóm-
stundir, hvort sem um er að ræða
íþróttir, tónlistarnám eða annað,
gegna því bæði því hlutverki að
vera afþreying fyrir börn og ung-
linga auk þess að hafa menntunar-
og forvarnargildi. Tómstundir geta
verið dýrar og fjölskyldur eru í mis-
jafnri stöðu til að greiða fyrir þær.
Styrkirnir stuðla að því að börn geti
tekið þátt í tómstundastarfi óháð
efnahag og félagslegum aðstæðum
og jafna þeir tækifæri barna til tóm-
stundaiðkunar,“ segir í tilkynningu
frá ASÍ.
mm
Þriðjudaginn 11. febrúar síðast-
liðinn var afhjúpaður minningar-
skjöldur um Guðmund Kristinsson
á slökkvistöðinni í Stykkishólmi.
Við athöfnina sýndi slökkvilið-
ið einnig tæki sem keypt voru fyrir
gjafafé sem safnað var til minning-
ar um Guðmund. Um frjáls fram-
lög var að ræða og safnaðist á aðra
milljón króna til tækjakaupa fyrir
slökkviliðið.
Peningarnir voru notaðir til kaupa
á tveimur loftpúðasettum, bæði há-
og lágþrýstisett. Púðana má nota
til að lyfta ýmsum þungum hlut-
um. Við athöfnina sýndu slökkvi-
lið og viðbragðsaðilar hvernig nota
má loftpúðana til lífsbjargar, þegar
bíl var lyft með púðunum og gervi-
manni bjargað undan honum.
Að lokinni minningarathöfninni
var slökkvistöðin opin öllum, en 112
dagurinn var haldinn hátíðlegur í
Stykkishólmi eins og víða um land
þennan þriðjudaginn.
kgk/ Ljósm. sá.
Að undanförnu hefur borg-
arverk ehf. þurft að sprengja
upp holt vegna fyrirhugaðr-
ar gatnagerðar nýrrar götu
sem nefnist Sóleyjarklett-
ur, suðaustan við kaupfélag-
ið við egilsholt í borgarnesi.
fyrir hverja sprengingu hef-
ur verið gefið hljóðmerki. Í
tilkynningu frá borgarbyggð
segir að síðustu sprenging-
arnar hafi verið á mánudag
og þriðjudag í þessari viku.
Voru íbúar beðnir afsökun-
ar á þeim óþægindum sem
sprengingarnar hafa hugsan-
lega valdið.
mm
Sjóminjasafnið á Hellissandi fékk
tveimur styrkjum úthlutað frá
Uppbyggingarsjóði Vesturlands
á dögunum. Annar þeirra var
rekstrarstyrkur upp á 1.200.000
krónur sem gerir safninu kleift að
hafa starfsemi næsta sumar. Hinn
styrkurinn ber nafnið Kría í Rifi,
en það verkefni snýst um fram-
leiðslu á vandaðri kvikmynd um
kríuvarpið í Rifi. Sjóminjasafnið
fékk Halldóru Unnarsdóttur til
samvinnu við sig áður en sótt var
um styrkinn, en hún er mennt-
uð kvikmyndagerðarkona. fjallað
verður í myndinni um hvaðan krí-
an kemur og líf hennar í svo nánu
sambandi við byggð og umferð í
Rifi. einnig er ætlunin að fá inn-
sýn í líf hennar yfir sumarið og
hvert hún fer til vetrardvalar.
eru þær Halldóra og Þóra mjög
ánægðar með að hafa fengið styrk
til verkefnisins því krían í Rifi á
skilið að fá verðskuldaða athygli
ekki síst þar sem hún er fugl bæj-
arfélagsins. þa
Bera saman frístunda-
styrki í stærstu
sveitarfélögunum Halldóra og Þóra eru spenntar fyrir að undirbúa gerð kvikmyndar um kríuna í Rifi.
Stefna á kvikmyndagerð um kríuna í Rifi
Síðustu sprengingarnar afstaðnar
Minningarskjöldur um Guðmund Kristinsson afhjúpaður
Minningarskjöldurinn um Guðmund Kristinsson sem prýðir slökkvistöðina í
Stykkishólmi.
Viðbragðsaðilar sýndu hvernig loftpúðasettin virka með því að lyfta bíl og bjarga gervimanni undan honum.
Börnin skoða sjúkra-
bílinn á 112 deginum í
Stykkishólmi.