Skessuhorn - 19.02.2020, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 202022
Árið er 1949 og við erum í Reykja-
vík þegar Anna Sigríður Steins-
dóttir, klæðskeradóttir frá Vest-
mannaeyjum, og Tryggvi Ólafsson
frá Litluhlíð á barðaströnd, eignast
son sem fær nafnið Trausti. Trausti
er mikið náttúrubarn, handlag-
inn og mikill dýravinur. Hann ólst
upp í Reykjavík og gekk í Laugar-
nesskóla þar sem áhugi hans fyr-
ir handverki kviknaði. Þegar hann
var 17 ára kynntist hann stúlku frá
Stykkishólmi, Kristborgu Haralds-
dóttur, og þá var ekki aftur snú-
ið. Hann varð ástfanginn og flutti
skömmu síðar með stúlkunni í
Stykkishólm þar sem þau búa enn
og hafa alið upp dætur sínar þrjár,
tvíburasysturnar Önnu Sigríði og
Oddfríði Kristínu og yngstu dótt-
urina Ritu Hvönn.
Trausti lærði húsasmíði og vann
við smíðar hjá Trésmiðjunni Ösp í
nærri tvo áratugi áður en hann tók
allt aðra stefnu og gerðist bryti á
breiðafjarðarferjunni baldri árið
1986 þar sem hann vann næstu átta
árin. Spurður hvort hann sé kokkur
að mennt svarar hann; „bara af guðs
náð.“ Þegar Trausti hætti á baldri
tók hann enn aðra stefnu og fór að
kenna. Hann lærði kennslufræði
og byrjaði að kenna við Grunn-
skólann í Stykkishólmi árið 1994.
Hann hafði þó aðeins reynt fyrir
sér í kennslunni áður þegar hann
kenndi einn vetur í barnaskólan-
um á Hallormsstað þar sem Krist-
borg var skólastjóri. Trausti, Krist-
borg og Oddfríður dóttir þeirra eru
öll kennarar að mennt. „Við Odd-
fríður fórum saman í Kennarahá-
skólann,“ segir hann. en áhuga-
málin hafa alltaf verið Trausta mik-
ilvæg og eins og hann segir sjálfur:
„Ég hef eiginlega verið á fullu alla
ævi við að sinna áhugamálum mín-
um og sjálfum mér, en vinnan hef-
ur verið bara svona eitthvað til að
flækja málin og borga allt gaman-
ið.“
Alltaf haft áhuga
á fuglum
eins og fyrr segir er Trausti nátt-
úrubarn af guðs náð. Áhugi hans
á fuglum byrjaði æði snemma en
þegar hann var barn fór hann oft
með föður sínum á silungsveiðar.
Þar voru það helst fuglarnir sem
hann hafði áhuga á að fylgjast með
og spurði hann föður sinn út í alla
fuglana, hvað þeir hétu og slíkt.
„Hann var nú ekki alltaf örugg-
ur á því kallinn. einn daginn þeg-
ar hann var að lesa blöðin sá hann
auglýsingu um fuglanámskeið og
ákvað að senda mig. Þar jókst áhugi
minn bara og ég er enn fastur í
þessu áhugamáli,“ segir Trausti og
hlær. Á þessum tíma kynntist hann
Ævari Petersen og leiddi það til
samstarfs þar sem Trausti safnaði
upplýsingum um íslenskt náttúrulíf
í um þrjátíu ár. Spurður hvað það
væri við fuglana sem heillaði svona
segir hann ómögulega vita það.
„Ætli það megi ekki rekja þetta til
móður minnar og Vestmannaeyja.
Mamma ólst upp í Vestmannaeyj-
um og þó ég hafi ekki alist þar upp
sjálfur var ég þar mikið á sumrin,
þaðan kemur hrekkjalómurinn í
mér,“ segir hann og hlær. „Í Vest-
mannaeyjum eru alltaf allir klifr-
andi og ég hef alltaf verið mikill
klettaklifrari, já eða þar til ég náði
þeirri þyngd sem ég er í dag, það er
erfitt að klifra á rúmum 100,“ segir
hann í hæðni. „Ég var bara alltaf að
klifra í björgum og taka myndir af
fuglum og ætli þetta tvennt tengist
því ekki bara svona.“
Hvítmáfur erfiðastur
Trausti var lengi að merkja fugla
fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.
„Ég var að merkja allar stærðir
fugla, bæði á jafnsléttu og í klettum.
Maður fer af stað þegar ungarnir
eru komnir úr hreiðrum og eltir þá
uppi, á láglendinu notaði ég mikið
hunda til að hafa uppi á ungunum
fyrir mig,“ útskýrir hann og bæt-
ir því við að í um áratug var hann
markvisst að merkja arnarunga. en
var hann ekkert hræddur við örn-
inn? „Alls ekki. Ungarnir bíða bara
eftir að maður kom til þeirra og
haförninn er ekki grimmur. Hann
á það til að demba sér niður að
manni en hann fer aldrei í mann,
þó hann geti það vissulega,“ svarar
Trausti og bætir því við að hvítmáf-
urinn hafi verið erfiðastur. Hann er
hættur að merkja fugla í dag en fer
þó enn út til að skoða þá og fylgjast
með. „Þetta er í blóðinu svo ég er
alltaf með hugann við þetta,“ seg-
ir Trausti. fuglarnir eru þó ekki
það eina sem hann hefur áhuga á í
náttúrunni heldur skoðar hann líka
plöntur og skordýr og hefur í gegn-
um árin sent erlingi Ólafssyni, hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands, ýmis
skordýr sem hann hefur fundið sem
skera sig úr hér á landi. Hann seg-
ist þó ekki hafa dottið niður á sára-
sjaldgæfar plöntur en stundum hef-
ur hann fundið afbrigði af hefð-
bundum plöntum. „Það eru þá
helst albínóar eða eitthvað svoleið-
is,“ útskýrir hann.
Barðist til að fá að
hafa hund
Trausti er mikill dýravinur og hefur
alla tíð verið með dýr á heimilinu,
hunda, dúfur, gullfiska og kanínur
auk einstaka kattar. „Þetta er bónd-
inn í mér. Ég ætlaði alltaf að verða
kúabóndi en það varð ekkert úr
því,“ segir hann. Dýrahaldið hefur
þó ekki alltaf verið auðvelt en þeg-
ar þau hjónin fluttu í eigið húsnæði,
árið 1972, fengu þau sér hund. Þar
sem hundahald var bannað í Stykk-
ishólmi á þessum tíma fengu þau oft
heimsókn frá lögreglunni og einn
daginn árið 1974 sendi sýslumað-
ur sína menn að aflífa alla hunda í
bænum. „Það sluppu tveir hundar
þennan dag, minn hundur því við
vorum ekki heima, og hundur hjá
Nýtir tímann til að sinna fjölmörgum
áhugamálum auk kennslu
Rætt við Trausta Tryggvason kennara, smið, handverksmann og fuglaáhugamann
Trausti sýnir ljósmyndara Skessuhorns inn á verkstæðið sitt. Ljósm. sá.
Álfur sem Trausti er að vinna að. Ljósm sá. Brot af fuglasafni eftir Trausta. Ljósm. sá.
Mýs og sveppir sem Trausti hefur
tálgað. Ljósm. úr einkasafni.
Heldur gæfur þessi skógarþröstur. Ljósm. úr einkasafni.