Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Qupperneq 27

Skessuhorn - 19.02.2020, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 2020 27 Gunnhildur Lind Hansdóttir ljós- myndari flutti nýverið aftur heim á æskuslóðirnar í borgarnesi og hef- ur komið á fót eigin ljósmyndafyr- irtæki þar í bæ. Hún hefur tekið að sér ýmis verkefni við ljósmynd- un undanfarin ár undir merkjum Gunnhildur Lind Photography. Til þessa hefur hún sinnt ljósmyndun- inni samhliða störfum, en freist- ar þess nú að geta starfað alfar- ið sem ljósmyndari. „ef maður er ekki 100% í einhverju þá er maður í einhverjum skilningi bara að gera það með hálfum hug,“ segir Gunn- hildur í samtali við Skessuhorn. „Mig langaði að prófa og sjá hvort ég gæti unnið bara við ljósmyndun og fólk var að hvetja mig til að láta vaða,“ segir hún og er ánægð með að hafa látið verða af því. „Mér finnst gott að geta stjórnað mín- um tíma sjálf og geta verið þar sem ég vil vera, en ekki endilega bundin af því að mæta einhvers staðar frá átta til fjögur alla daga,“ segir hún. „en í rauninni hefur lítið breyst, fyrir utan það að ég er orðin verk- taki og að ég get auðvitað tekið að mér fleiri verkefni en áður. Mark- miðið er ennþá það sama, að verða fyrsta manneskjan sem fólk hugsar til þegar það vantar ljósmyndara,“ segir Gunnhildur. Fjölbreytt verkefni ljósmyndara Helstu verkefni Gunnhildar þessi misserin og næstu eru af ýmsum toga. „Ég er að fara í skemmtilegt verkefni með Ullarselinu á Hvann- eyri. Til stendur að gefa út prjóna- blað og ég mun mynda fyrir blað- ið,“ segir hún. „Svo er ég að fara að taka þátt í skemmtilegu en öðruvísi verkefni hjá Menntaskóla borg- arfjarðar. Þar er verið að gefa út skólablað og bragi skólameistari lagði til að ég yrði nokkurs konar leiðbeinandi. Ég hitti hópinn einu sinni í viku og held þeim við efn- ið og gef ráð. Ég er mjög spennt fyrir því og þar mun reynslan sem blaðamaður hjá Skessuhorni koma að góðum notum,“ segir Gunnhild- ur. „Það verður gaman að geta haft góð og hvetjandi áhrif á yngra fólk- ið í menntaskólanum, svo ég hljómi eins og ég sé ógeðslega gömul,“ segir hún og hlær við. „en svo eru fermingarmyndatökurnar fram- undan á næstunni og svo eru það brúðkaupin í sumar. Þar er ég bók- uð flestar helgar og nóg að gera,“ segir ljósmyndarinn. „Næsta haust reikna ég síðan með að bjóða upp á haustmyndatökur fyrir fjölskyld- ur. Ég gerði það í fyrra í borgar- nesi, Akranesi og Stykkishólmi, þar sem komust færri að en vildu. Mig langar að bæta fleiri stöðum á Snæ- fellsnesi við í ár,“ segir hún. Margar hugmyndir Með tíð og tíma langar Gunnhildi að geta komið upp stúdíói í borg- arnesi þar sem hún getur boðið fólki að koma í myndatökur. einn- ig vill hún gjarnan geta boðið upp á að taka efni á myndband fyrir fólk í framtíðinni. „Svo langar mig rosa- lega mikið að fara út í svona áfanga- staðamyndir. Til dæmis bjóða upp á myndatökur fyrir fólk sem kem- ur til Íslands til að gifta sig. Ég hef prófað það einu sinni og það var mjög gaman. Það er svo mikil nánd og ekkert stress. fólk er gefið sam- an en það er engin veisla sem bíð- ur, heldur fer fólk bara út og fær góðar brúðarmyndir af sér á ýms- um fallegum stöðum,“ segir hún. „Það væri gaman að setja upp svo- leiðis ferðir hér í borgarnesi og nágrenni, þá borgarfirði og Snæ- fellsnesi,“ bætir hún við. „Ég sé líka fyrir mér að bjóða upp á para- myndir, þannig að pör sem eru hér á ferðalagi gætu haft samband og fengið myndir af sér í borgarnesi hjá einhverjum sem þekkir staðinn. Ég er einmitt að fara að mynda par hér í næstu viku og það væri gaman að geta gert meira af þessu,“ seg- ir hún. blaðamaður heggur eft- ir því að öll verkefnin hennar snú- ast um fólk. Það segir ljósmyndar- inn ekki vera tilviljun. „Það er allt- af skemmtilegast að taka myndir af fólki,“ segir Gunnhildur Lind að endingu. kgk Sveitabrúðkaup í Eyja- og Miklaholtshreppi síðastliðið sumar. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography. Ákvað að snúa sér alfarið að ljósmyndun Gunnhildur Lind Hansdóttir, ljósmyndari í Borgarnesi. Ljósm. kgk. Frá haustmyndatöku í Stykkishólmi síðasta haust. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.