Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Page 31

Skessuhorn - 19.02.2020, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 2020 31 Geysisbikar kvenna verður í borgarnesi næsta árið hið minnsta, eftir magnaðan sigur Skallagrímskvenna á KR í bik- arúrslitaleiknum á laugardag, 66-49. Skallagrímur er því bik- armeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti og er þetta fyrsti stóri titill félagsins frá því borgnesingar urðu Íslandsmeistarar kvenna árið 1964. Vörnin vinnur titla Grunninn að sigrinum lögðu Skallagrímskonur á eigin vallar- helmingi. Þær léku frábæra vörn allan leikinn og héldu sterku liði KR undir 50 stigum, eitthvað sem engu liði hefur tekist að gera í vetur, hvorki í deild né bikar. Spennustigið var hátt og lítið skorað framan af leiknum, en mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. KR leiddi 11-13 eftir fyrsta leikhltuann og leikurinn var í járnum í öðr- um fjórðungi. Skallagrímskonur náðu undirtökunum undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með þremur stigum í hléinu eftir að hafa sett niður flautuþrist úr horninu, 27-24. Skallagrímskonur skoruðu fyrstu sjö stig síðari hálfleiks- ins og náðu þar með tíu stiga forystu. Vesturbæjarliðinu gekk illa að fóta sig í sókninni gegn sterkri vörn borgnesinga, sem héldu þeim í tíu stigum í þriðja leikhluta. Þær náðu þó smá rispu og minnkuðu muninn í fjögur stig, en Skallagrímskonur svöruðu og gott betur en það. Þær enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum kafla og stóðu með pálmann í höndunum fyrir lokafjórðunginn, ellefu stigum yfir, 45-34. Skallagrímskonur stigu ekki feilspor í lokaleikhlutanum. Þær léku góða vörn og gekk vel í sókninni. Þegar skammt var eftir af leiknum voru þær komnar 21 stigi yfir og sigurinn í höfn. KR-ingar löguðu stöðuna aðeins undir lokin en það breytti engu um úrslitin. Skallagrímskonur eru bikarmeistarar kvenna í körfuknattleik 2020! Keira maður leiksins Keira Robinson tók stjórn leiksins í sínar hendur í síðari hálf- leik og var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Hún skoraði 32 stig fyrir Skallagrím og tók ellefu fráköst. Mat- hilde Colding-Poulsen skoraði ellefu stig, emilie Hesseldal skoraði tíu stig og tók átta fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadótt- ir var með níu stig og 14 fráköst og Maja Michalska skoraði fjögur stig. Danielle Rodriguez var atkvæðamest í liði KR með 22 stig og sjö fráköst. Hólmarinn Hildur björg Kjartansdóttir skor- aði tíu stig og tók sjö fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir var með sjö stig og sex fráköst, Sanja Orozovic skoraði fjögur stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar og þær Sóllilja bjarna- dóttir, Perla Jóhannsdóttir og Þóra birna Ingvarsdóttir skor- uðu tvö stig hver. „Bikarinn yfir brúna“ Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var að von- um ánægð með leik sinna kvenna þegar Skessuhorn ræddi við hana rétt eftir að bikarinn fór á loft. Hún sagði tilfinninguna að verða bikarmeistari með Skallagrími afar góða. „Þetta er geggjuð tilfinning, sérstaklega góð tilfinning að ná að gera þetta fyrir heimabæinn sinn,“ sagði Guðrún að leik loknum. blaðamaður hafði orð á því að Skallagrímur hefði leikið afar vel í leik dagsins. Þjálfarinn mótmælti því ekki og kvaðst afar ánægð með frammistöðu liðsins. „Ég er með svakalega ein- beitta leikmenn og atvinnumenn í mínu liði sem eru forrétt- indi. Markmiðið var að halda í við þær fram að hálfleik og byrja mjög sterkt í þriðja leikhluta. Sem tókst og við gáfum svo bara í í þeim fjórða,“ segir hún. „Nú tökum við bikarinn yfir brúna og það verður fagnað í kvöld,“ segir Guðrún Ósk ánægð að endingu. kgk Skallagrímskonur eru bikarmeistarar Bikarmeistarar kvenna í körfuknattleik 2020. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Maja Michalska hefja bikarinn á loft. Ljósm. þe. Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Ljósm. þe. Maja Michalska lætur vaða á körfuna. Keira setur niður tveggja stiga stökkskot. Ekki það eina í leiknum. Mathilde Colding-Poulsen setur flautuþrist úr horninu sem tryggði Skallagrímskonum þriggja stiga for- skot í hálfleik. Leikmenn fagna með áhorfendum í Laugardalshöllinni. Ljósm. þe. Skallagrímskonur fallast í faðma að leik loknum. Bikarfjölskylda úr Borgarnesi. F.v. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ámundi Sigurðsson, Arna Hrönn Ámundadóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir. Ljósm. þe.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.