Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 11
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
TILKYNNING SÝSLUMANNSINS
Á VESTURLANDI VEGNA
COVID-19 VEIRUNNAR
Ríkisstjórn Íslands lýsti yfir samkomubanni 13. mars sl. Það felur m.a. í
sér að við öll mannamót, þar sem færri en 100 manns koma saman, þarf
að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar kemur í kjölfar þess að lýst var yfir neyðarstigi í landinu vegna
COVID-19 veirunnar.
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi er með skrifstofur á fjórum stöðum á Vesturlandi og
veitir auk þess þjónustu á einni bæjarskrifstofu. Á skrifstofum embættisins eru frá 1 starfsmanni
til 6 á skrifstofu. Opið aðgengi er að starfsmönnum skrifstofanna.
Í ljósi þessa verður almenn afgreiðsla lokuð á skrifstofum Sýslumannsins á Vesturlandi. Lok-
unin gildir frá 17. mars á meðan neyðarstig og samkomubann er í gildi. Með þessu er ætlunin
að tryggja svo sem kostur er heilsu starfsmanna og starfsemi embættisins og að fyrirbyggja að
skrifstofurnar verði smitleiðir fyrir starfsfólk og almenning.
Neðantaldar leiðir eru í boði til að hafa samband við starfsfólk embættisins
vegna nauðsynlegra erinda:
1. Á vefnum syslumenn.is má, með því að velja embættið Sýslumaðurinn á Vesturlandi, finna
öll netföng embættisins annars vegar eftir málaflokkum og hins vegar hvers starfsmanns.
2. Allar greiðslur til embættisins fari inn tékkareikning þess 0309-26-11, kt. 660914-1100. Ekki
er tekið við reiðufé og posar eru ekki notaðir.
3. Hægt er að ná sambandi við embættið og einstakar skrifstofur þess
í eftirfarandi símanúmerum:
Símanúmer embættisins: 458 2300. •
Skrifstofan á Akranesi: 458 2359. •
Skrifstofan í Borgarnesi: 458 2330. •
Skrifstofan í Stykkishólmi: 458 2317. •
Skrifstofan í Búðardal: 458 2371.•
4. Skjöl til þinglýsingar skal senda með pósti á skrifstofu embættisins í Borgarnesi að Bjarnar-
braut 2. Greiðslur vegna þinglýsinga skal millifæra á reikning embættisins 0326-26-338, kt.
660914-1100 og senda tölvupóst með skýringu á greiðslu á netfangið gudrunkr@syslumenn.is.
Ef þörf er á upplýsingum um gjald vegna þinglýsingar eða önnur atriði vegna hennar er hægt
að hafa samband í síma 458 2330.
5. Vegabréf og dánartilkynningar: Fólk hafi samband við einhverja af skrifstofum embættisins
í númerin sem gefin eru upp í 3. tl. og panti tíma. Þá verða gerðar viðeigandi ráðstafanir til að
taka á móti fólki og fyllstu varúðar og hreinlætis gætt.
6. Ökuskírteini: Ef skírteini er að renna út er gefin út bráðbirgðaheimild og send viðkomandi
í pósti. Ekki er tekið við nýjum umsóknum meðan lokun skrifstofanna varir nema í sérstökum
undantekningartilvikum.
7. Erindum vegna fjölskyldumála/sifjamála er hægt að beina á netfangið vesturland.sifjamal @
syslumenn.is. Vakin er athygli að nokkrar tegundir fjölskyldumála, t.d. meðlagsmál, má senda
til sýslumanns í gegnum vefsíðuna island.is með rafrænni undirritun. Meðan neyðarstig og
samgöngubann varir verða ekki fyrirtökur í sifjamálum né heldur borgaralegar hjónavígslur.
8. Varðandi erindi til Tryggingastofnunar er bent á “Mínar síður” á TR.is sem eru alltaf aðgengi-
legar. Þar er m.a. hægt að sækja um allar bætur og breyta tekjuáætlun. Hægt er að setja fylgi-
gögn með umsóknum beint inná Mínar síður, einnig er hægt að senda fyrirspurnir til TR með
tölvupósti. Til að komast á Mínar síður þarf íslykil eða rafræn skilríki. Netföng og símanúmer
fulltrúa Tryggingastofnunar hjá Sýslumanninum á Vesturlandi eru:
Akranes: mariahe@syslumenn.is, s. 458 2360.•
Borgarnes: gudrunkr@syslumenn.is, 458 2334.•
Stykkishólmur: hulda@syslumenn.is, 458 2320.•
9. Aukið framboð rafrænna eyðublaða er að finna á www.syslumenn.is auk þess sem þar má
nálgast allar almennar upplýsingar um málaflokka embættanna.
Tilkynning þessi kemur í stað tilkynningar Sýslumannsins á Vesturlandi frá 11. mars 2020
vegna COVID-19 veirunnar.
16. mars 2020 Ólafur K. Ólafsson sýslumaðu
Covid 19
Mennta- og menningarmálaráð-
herra hefur kallað saman samráðs-
hóp lykilaðila í menningarmálum
um land allt til þess að vinna að því
mikilvæga verkefni að halda uppi
starfsemi listastofnana og safna við
þær aðstæður sem skapast hafa í ís-
lensku samfélagi. „Það liggur fyrir
að samkomubannið mun hafa víð-
tæk áhrif og ekki síst á menningar-
lífið. Menning er mikilvægur þáttur
í lífi íslensku þjóðarinnar og því er
brýnt að hlúa að henni. Fyrsti fund-
ur samráðshópsins var afar fróðleg-
ur og upplýsandi. Það er mikilvægt
að eiga gott samtal við helstu lyk-
ilaðila í menningarlífinu til þess
að stilla saman strengi á þessum
óvissutímum. Það er ljóst að nú
þurfa allir að sýna sveigjanleika og
taka höndum saman,“ Lilja Dögg
Alfreðsdóttir mennta- og menn-
ingarmálaráðherra.
Samkomubann það sem nú hefur
tekið gildi bitnar ekki síst á starfsemi
menningarstofnana þar sem þær
geta ekki haldið uppi hefðbundnu
starfi. Hlutverk hópsins er að afla
upplýsinga um viðbrögð stofnana
sem og tryggja samráð og samstarf
þeirra á milli. Fyrsti fundur hópsins
fór fram á sunnudag. Samráðshóp-
urinn er skipaður forstöðumönnum
listastofnana og safna, fulltrúum frá
safnaráði, Bandalagi íslenskra lista-
manna, miðstöðvum lista, lands-
hlutasamtökum sveitarfélaga og
Akureyrarbæjar. mm
Allt messuhald og vorferming-
ar falla niður hjá Þjóðkirkjunni.
Ákvörðunin um það var tekin með
almannaheill í huga og gildir á
meðan samkomubann er í gildi. Í
kjölfar blaðamannafundar þar sem
ráðherrar kynntu samkomubann
ákvað biskup Íslands að taka af allan
vafa og slá fermingarathöfnum sem
vera áttu í vor á frest. „Ekki er ljóst
á þessari stundu hvenær farið verð-
ur af stað aftur með hefðbundið
starf í kirkjunum,“ segir í tilkynn-
ingu frá Biskupsstofu. Þar er tekið
fram að streymt verður frá messu-
haldi á netinu þann tíma sem al-
mennt messuhald liggur niðri.
„Prestar landsins halda áfram að
gegna mikilvægri sálgæsluþjónustu
með öllum þeim varúðarsjónar-
miðum sem landlæknir hefur gefið
út. Ljóst er að þessi ákvörðun setur
þann einstaka viðburð sem ferm-
ing er hverjum einstaklingi og fjöl-
skyldu hans í erfiða stöðu. Ferm-
ingardagur er tímamótaviðburður
í lífi einstaklinga. Um leið er dag-
urinn oft mikið ættar- og vinamót.
Þetta er því þung ákvörðun að taka,
en um leið afar mikilvæg og tekin
með velferð fólks í huga. Framund-
an er mikil áskorun fyrir íslenskt
samfélag að takast á við þennan vá-
gest sem COVID-19 er. Þar mun
fullur sigur vinnast með samtaka-
mætti, samheldni og ábyrgð – trú,
von og kærleika,“ segir í tilkynn-
ingu frá biskupi Íslands.
Þá segir að enn sem komið sé
er gert ráð fyrir sumarfermingum
og haustfermingum. Allar nánari
útfærslur verða gerðar í samráði
presta og safnaða. „Við hvetjum því
alla að hafa samband við sinn prest
eða kirkju varðandi framhaldið.
Næstu dagar munu einkennast af
snörum vendingum, nýjum upplýs-
ingum og hröðum skiptingum. Það
er því afar mikilvægt að fylgjast vel
með og samtaka að fylgja fyrirmæl-
um stjórnvalda.“
Því má við þetta bæta að sóknar-
presturinn í Garða- og Saurbæjar-
prestakalli var skrefi á undan Bisk-
upsstofu. Séra Þráinn Haraldsson
kynnti um miðja síðustu viku að
öllum fermingarathöfnum á Akra-
nesi hefur verið frestað fram í sept-
ember.
mm
Menningarstarf á
tímum samkomubanns
Messuhald og fermingar
falla niður í vor
Grundarfjarðarkirkja. Ljósm. úr safni.