Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 202020 Í vetur hefur staðið yfir útskurðar- og tálgunarnámskeið í handverks- aðstöðu Félags eldri borgara í Snæ- fellsbæ. Í húsnæðinu er góð aðstaða sem alltaf er þó verið að endurbæta. Þar hafa sex konur verið að læra að skera út og tálga undir handleiðslu Jóns Guðmundssonar. Nýverið bættist svo einn karlmaður í nem- endahópinn sem þá telur sjö. Jón hefur fengist við að skera út, tálga og ýmislegt fleira tengt því á undanförnum árum og sótt sér námskeið þessu tengt. Hefur nám- skeiðið gengið vel og láta þátttak- endur mjög vel af því. „Það stóð ekki til að halda svona námskeið,“ sagði Jón aðspurður um hvern- ig námskeiðið hafi komið til. „Þau höfðu bara samband við mig og langaði mjög mikið til að prófa þetta og ég lét til leiðast. Þetta hef- ur verið mjög gaman bæði fyrir mig og þau sem eru hér að læra og eru þau mjög dugleg. Margir fallegir hlutir hafa því orðið til á námskeið- inu,“ segir Jón. þa BB & synir fengu viðurkennt með dómi að leigusamningur milli fyr- irtækisins og fyrrum eiganda Hrísa í Helgafellssveit, um vatnstöku úr landi jarðarinnar, sé óskuldbind- andi gagnvart Orkuveitu Reykja- víkur. Dómur var upp kveðinn í Héraðsdómi Vesturlands 4. mars síðastliðinn. Fyrirtækið byggir kröfu sína á því að réttindi vegna leigusamn- ings Orkuveitu Reykjavíkur við þá- verandi eigenda jarðarinnar frá maí 2008 hafi fallið niður þegar hún var seld nauðungarsölu haustið 2018. Landsbankinn keypti hana þá, en seldi síðan til BB & sona í byrjun árs 2018. Í þeim kaupsamningi hafi ekki verið getið um þennan leigu- samning, né í afsali vegna sölunnar. Orkuveita Reykajvíkur byggði vörn sína á því að leigusamningurinn væri í fullu gildi og hafi ekki fall- ið niður við nauðungarsölu jarðar- innar. Þá skipti engu þó leigusamn- ingnum hefði ekki verið þinglýst. Dómurinn sagði óumdeilt að umræddum leigusamningi hefði aldrei verið þinglýst. Heldur hafi ekki verið getið um það í nauð- ungarsöluafsali til Landsbankans að eignin væri seld með þeim skil- málum að kaupandi yfirtaki þær skyldur sem áður hvíldu á eiganda jarðarinnar. Lítur dómurinn svo á að réttindi Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt leigusamningnum hafi fallið niður við nauðungarsöluna til Landsbankans haustið 2016, með vísan til laga um nauðungarsölu fasteigna. Í söluyfirliti fasteignasölu vegna sölu jarðarinnar frá Lands- banka til BB & sona hafi kaupanda vissulega verið bent á að kynna sér leigusamning fyrri eiganda og OR um land og vatnstöku í landi Hrísa frá því í maí 2008. Hins vegar er hvorki getið um þessi réttindi OR í kaupsamningi né afsali vegna sölu jarðarinnar frá bankanum til BB & sona. Heldur er ekkert sem liggur fyrir um að bankinn hafi við kaup- in yfirtekið þær skyldur sem á fyrri eiganda jarðarinnar hvíldu vegna leigusamningsins fyrir nauðungar- söluna. Engu breyti í því sambandi að bankanum hafi verið bent á um- ræddan leigusamning eftir að hann varð þinglýstur eigandi jarðarinn- ar. Dómurinn féllst því á þá kröfu BB & sona að leigusamningur OR við þáverandi eiganda Hrísa væri óskuldbindandi gagnvart fyrirtæk- inu. OR var gert að greiða eina milljón krónur í málskostnað. kgk Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var tekin fyrir sala á félagsheimilinu Valfelli í Borgarhreppi. Byggðarráð hafði áður lagt til að félagsheimil- ið yrði selt en einnig að eigendum lögbýlisins Brennistaða verði veitt tækifæri til að nýta forkaupsrétt á eigninni og lagði þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Sveit- arstjórn staðfesti fyrri afgreiðslu byggðarráðs með átta atkvæðum. Finnbogi Leifsson sat hjá við af- greiðslu málsins. mm Þótt enn sé hálfur annar mánuð- ur í að sauðburður hefjist almennt í sveitum landsins hafa þó einstaka ær tekið forskot á sæluna. Þann- ig eru farnar að berast fregnir af snemmbærum hér og þar. Fyrsta lambið í Snæfellsbæ kom í heiminn fimmtudaginn 12. mars. Það var ær í húsunum hjá frístunda- bóndanum Marteini Gíslasyni sem bar fallegri lambadrottningu. Mar- teinn sagði í samtali við Skessu- horn að hann hafi ekki átta von á að ærin myndi bera svona snemma. Aðspurður sagði Marteinn að hann væri með kindur sér til dundurs og ánægju. Á bænum Emmubergi á Skógar- strönd bar ærin Mía tveimur lamb- hrútum á föstudaginn. Á mynd sem hér fylgir fréttinni er Guðmundur Ari Björgvinsson með lambhrút- ana. Sigríður Huld Skúladóttir á Emmubergi skrifaði á föstudaginn af þessu tilefni: „Mía dásemd ákvað að koma með gleðifréttir dagsins í öllu veirufárinu og bar tveimur fall- egum hrútum.“ af/sm Guðmundur Ari Björgvisson heldur hér á öðrum lambhrútnum á Emmubergi. Sauðburður er hafinn á einstaka stað Marteinn Gíslason í Ólafsvík með gimbrina góðu. Samningur við fyrri eigendur óskuldbindandi Hér er Jón ásamt hluta af þátttakendum. Eldri borgarar á útskurðarnámskeiði Samþykkja að selja félagsheimilið Valfell

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.