Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 202022 Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag spunnust talsverðar umræður um greiningu á þjónustuferlum sem Capacent vann fyrir sveitarfélagið og var lögð fyrir sveitarstjórnar- fulltrúa 7. nóvember síðastliðinn. Í þeirri úttekt koma samkvæmt heimildum Skessuhorns fram at- hugasemdir um hvað gangi vel og annað sem mætti bæta í ákveðnum ferlum stjórnsýslunnar og lagðar fram tillögur til úrbóta. Ferlagrein- ing Capacent hefur verið kynnt kjörnum fulltrúum en ekki ver- ið birt opinberlega, en fram kom í umræðum um málið á sveitar- stjórnarfundi síðastliðinn fimmtu- dag að meirihluti sveitarstjórnar segir að unnið sé úr ábendingum sem þar er að finna. „Ferlagrein- ing Capacent er ekki heildstæð stjórnsýsluúttekt heldur greining á ákveðnum ferlum innan stjórnsýsl- unnar,“ segir í bókun sem fulltrúar meirihlutans lögðu fram á fundin- um. Einnig var ítrekað að birta eigi skýrsluna almenningi á sama tíma og úrbótaáætlun verði lögð fram en hún verður unnin í samráði við nýjan sveitarstjóra sem hefur störf 26. mars næstkomandi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er nú ver- ið að leggja mat á það hvort að fá eigi frekari ferlagreiningu á öðrum sviðum innan stjórnsýslunnar, áður en að lengra verður haldið og í kjöl- farið að vinna alhliða úrbótaáætlun út frá þeim veikleikum sem koma fram. Sú skýrsla sem fyrir liggur í kjölfar ferlagreiningar og unnin var á síðasta ári er vinnugagn og tek- ur fyrst og fremst mið af ferlum á skipulags- og umhverfissviði. Hörð gagnrýni Það var Guðveig Lind Eyglóar- dóttir, oddviti Framsóknarflokks í minnihluta, sem hóf máls á því sem hún kallaði þöggun á niður- stöðu skýrslunnar. Lagði hún fram bókun þar sem lýst er vonbrigðum með að stjórnsýsluúttekt Capacent skuli ekki enn hafa verið lögð fram. Hafnaði hún þeim útskýringum meirihlutans að ferlagreiningu og úrbótaáætlun sé ekki lokið. Benti hún á að hvoru tveggja sé þegar gerð skil í skýrslunni með fullnægj- andi hætti. Í bókun hennar segir meðal annars: „Þann 9. maí 2019 staðfesti sveitarstjórn verkefnatil- lögu Capacent er snéri að grein- ingu og mótun úrbótaáætlunar á þjónustuferlum sveitarfélagsins. Fyrir vinnuna greiddi sveitarfélagið um 3 milljónir. Markmið verkefn- isins var að greina og leggja mat á styrkleika og veikleika í þjónustu, verkaskiptingu og samstarfi. Greina hvernig unnt væri að auka skilvirkni í stjórnkerfi bæjarins með breyt- ingum á verkferlum og samstarfi, með sérstaka áherslu á umhverf- is- og skipulagssvið. Móta úrbóta- áætlun þar sem fram koma verkefni eða aðgerðir til að auka samvinnu, afmá grá svæði og auka afgreiðslu- hraða og þjónustu sveitarfélags- ins. Þann 7. nóvember 2019 skilaði Capacent skýrslunni þar sem gagn- leg úttekt og greining hefur verið gerð á stjórnsýslunni, varpað ljósi á veikleika og greinargóðar tillögur lagðar fram að úrbótum. Fulltrúar Framsóknarflokksins telja að engar frekari tafir megi vera á því að bæta veikleika í þjónustu, verkaskiptingu og samstarfi á umhverfis- og skipu- lagssviði.“ Unnið er að úrbótum Þeim ábendingum sem fram kom í bókun Guðveigar svaraði Guð- mundur Freyr Kristbergsson sveit- arstjórnarfulltrúi (VG) og formað- ur umhverfis- og skipulagsnefndar. Lagði hann fram bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar: „Sveit- arstjórnarfundir eru ekki vettvang- urinn til að ræða einstaka starfs- mannamál. Ferlagreining Capa- cent er ekki heildstæð stjórnsýslu- úttekt heldur greining á ákveðnum ferlum innan stjórnsýslunnar. Ver- ið er að vinna heildstætt að eflingu gæða í stjórnsýslu og verklagi sveit- arfélagsins og í umræðunni er að láta greina frekari ferla og mögu- lega móta heildstæða þjónustu- stefnu í kjölfarið. Því telur meiri- hlutinn ekki skynsamlegt að birta einstaka vinnugagn sem lagt verður til grundvallar í þeirri vinnu. Mik- ilvægt er að að nýr framkvæmda- stjóri komi að vinnunni og verð- ur hún sett í forgang eftir að sveit- arstjóri hefur hafið störf nú síðar í þessum mánuði. Þó svo að meiri- hluti og minnihluti séu ekki sam- mála um það hvernig best sé að nálgast verkefnin hverju sinni þá þýðir það ekki, að ekki sé verið að vinna í málunum.“ mm Ungmennafélagið Ólafur Pá í Döl- um er nú langt komið með undir- búning fyrir opnun líkamsræktar- stöðvar. Félagið festi nýverið kaup á húsnæði fyrir líkamsræktina á Vest- urbraut 8 í Búðardal. Síðustu vik- ur hefur fjöldi fólks unnið hörðum höndum í sjálfboðavinnu við fram- kvæmdir í húsnæðinu ásamt því að flytja öll tæki og tól, en starfsemin var áður til húsa á Vesturbraut 20. Líkamsræktarsalurinn er nú tilbú- inn sem slíkur en þessa dagana er verið að vinna í sturtu- og búnings- klefum. Gert er ráð fyrir að auglýsa formlega opnun þegar framkvæmd- um verður lokið. sm Í liðinni viku hófst niðurrif á íbúð- arhúsi og bílskúrum við Ólafsbraut 62 og Ólafsbraut 64 í Ólafsvík. Á vef Snæfellsbæjar segir að áætlað sé að vinna við niðurrif standi næstu vikurnar og verði lokið í fyrri hluta aprílmánaðar. Fyrirhugað er að nýta lóðina til byggingar á íbúða- kjarna fyrir fatlaða, eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni. Það er Stafnafell ehf. sem sér um niðurrif húsanna auk efnis- töku úr hlíðum sunnanmegin lóð- anna tveggja og jarðvegsskipti und- ir nýja byggingu. „Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka aðgát við vinnusvæðið sökum umferðar vinnuvéla,“ segir í tilkynningu frá Snæfellsbæ. mm Byrjað var að rífa skúrana. Ljósm. Snæfellsbær. Rýmt fyrir nýjum þjónustukjarna í Ólafsvík Húsið Dvergasteinn var rifið fyrir helgina. Ljósm. af. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir og Katrín Einarsdóttir mættu á svæðið með feðrum sínum og fengu að takast á við æf- ingar á meðan feðurnir unnu við smíðavinnu í ræktinni. Ný líkamsræktarstöð að verða tilbúin í Búðardal Á góðum framkvæmdadegi. Jón Egill Jónsson og Bergþóra Jóhannsdóttir eru í stjórn Ungmennafélags Ólafs Pá ásamt Ingi- björgu Jóhannsdóttur, sem var upptekin í öðrum verkefnum þegar myndin var tekin. Kallar eftir niðurstöðu ferlagreiningar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.