Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 202010 Covid 19 Á föstudag var lýst yfir samkomub- anni vegna COVID-19 faraldursins hér á landi. Er þetta í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem slíkri aðgerð er beitt. Bannið gildir í fjórar vikur frá miðnætti á sunnudag, 15. mars og takmarkast við 100 manns. Á samkomum og viðburðum sem telja færri en 100 manns verður gert ráð fyrir fjarlægðamörkum, að minnst tveir metrar verði á milli fólks. Við- burðir þar sem fleiri en 100 koma saman eru óheimilir. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdótt- ur heilbrigðisráðherra á blaða- mannafundi á föstudaginn. Hún sagði jafnframt gert ráð fyrir því hér eftir sem hingað til að stjórn- völd kunni að þurfa að endurmeta áformin eftir því hver framvindan verður. Samkomubannið nær ekki til alþjóðahafna og alþjóðaflugvalla, að því er fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Auk þeirra fóru þau Katrín Jakobsdótt- ir forsætisráðherra og Lilja Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra yfir stöðu mála á fundinum. Framhalds- og háskólum lokað Auk almenns samkomubanns hafa stjórnvöld, í samráði við sóttvarna- lækni, ákveðið að grípa til sérstakra ráðstafana í menntakerfinu. Fram- halds- og háskólum verður lok- að og nemendur munu sinna sínu starfi í gegnum fjarnám, að því er fram kom í máli Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Grunn- og leikskólar opnir Kennslu í grunn- og leikskólum landsins verður haldið áfram en með takmörkunum og að sérstak- lega uppfylltum ákveðnum skilyrð- um, meðal annars að börn verði í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Verður það útfært nánar á hverjum stað í samráði við sveitarfélögin og skólana. „Okk- ar mat er, að fenginni tillögu sótt- varnalæknis, að þetta sé það langt sem við eigum að ganga á þessum tímapunkti,“ sagði Lilja. Í grunn- og leikskólum var síðan starfsdagur síðastliðinn mánudag þar sem starf- ið næstu vikurnar var skipulagt. Við erum almannavarnir Katrín sagði markmiðið með að- gerðunum eftir sem áður að; „verja okkar viðkvæmustu hópa og tryggja að heilbrigðiskerfið standist álagið og að samfélagið geti komið heilt út úr þessum faraldri,“ eins og Katrín komst að orði. Vildi hún ásamt sóttvarnalækni, mennta- málaráðherra og heilbrigðisráð- herra höfða til heilbrigðrar skyn- semi landsmanna og ábyrgðartil- finningu hvers og eins. „Eins og oft hefur verið bent á, og ég þreytist aldrei á að segja, þá eru almanna- varnir við sjálf,“ sagði Svandís og hin endurómuðu þau orð. „Þetta er verkefni okkar allra. Boð og bönn stjórnvalda munu ekki ráða úrslit- um, það er undir okkur sjálfum komið, hverjum og einum hvern- ig við förum eftir þessum leiðbein- ingum, hvernig útkoman verður,“ sagði sóttvarnalæknir. Ekki lögreglueftirlit Aðspurð sagði Katrín að bann- inu yrði ekki framfylgt með lög- reglueftirliti. Lögregla myndi ekki vakta verslanir eða aðra samkomu- staði, svo sem sundlaugar og lík- amsræktarstöðvar. Bannið nær vita- skuld til þeirra staða en staðarhöld- urum á hverjum stað verður treyst til að framfylgja banninu; þ.e. að sjá til þess að aldrei verði fleiri en 100 manns saman komnir á sama tíma í stórri verslun, til dæmis. „Við munum treysta á að allt forystu- fólk kynni sér tilmælin, það hefur helgina til þess og til að leita ráð- legginga heilbrigðisyfirvalda hvern- ig best sé að útfæra samkomubann- ið,“ sagði Katrín. Hið sama gildir um stóra vinnustaði. Svandís sagði COVID-19 faraldurinn þegar far- inn að hafa áhrif á stóra vinnustaði, sem sumir hverjir hefðu búið til svæði og tryggt að ekki væri sam- gangur á milli þeirra svæða. Heilbrigðissjónarmið trompa annað Um hugsanleg efnahagsleg áhrif samkomubannsins á þjóðarbú- skapinn svaraði Katrín því aðspurð að erfitt væri að reikna þau út. „Við erum að vonast til að þessi útfærsla valdi eins litlu raski og hægt er,“ sagði hún en bætti því við að efna- hagsáhrifin væru stjórnvöldum ekki efst í huga. „Heilbrigðissjónarmið- in trompa efnhagsleg áhrif í þessu samhengi,“ sagði Katrín. Smitum fjölgar dag frá degi Í máli Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis kom fram að tilfellum smitaðra fjölgar dag frá degi hér- lendis. Flest smit má enn rekja til Íslendinga sem hafi verið á ferða- lagi erlendis, einkum á skíðasvæð- um í Ölpunum. Þannig væri mál- um háttað á hinum Norðurlöndun- um einnig. Aðalmarkmiðið væri að reyna að finna þessa einstaklinga, setja þá í einangrun sem væru smit- aðir og aðra í sóttkví sem gætu ver- ið útsettir fyrir smiti. Fjöldi tilfella hefði verið greindur hjá Íslending- um sem hefðu verið í sóttkví og hefði ekki verið gripið til þeirra aðgerða mætti ætla að þeir hefðu smitað aðra. Hins vegar hefðu komið upp tvö tilfelli sem ekki hefur verið hægt að gera grein fyrir. Þeir einstak- lingar hafi ekki verið erlendis eða í tengslum við einstaklinga sem vitað er að hafi verið smitaðir. Því væri ljóst að veiran væri komin út fyrir þann hóp og rétti tímapunkturinn til að grípa til samkomubanns nú, með sérstakri áherslu á að vernda viðkvæma hópa. kgk Ríkisstjórnin ákvað fyrir síðustu helgi að fara með í gegnum flýti- afgreiðslu á Alþingi þrenn lög sem öll hafa það að markmiði að draga úr því höggi sem atvinnulífið verð- ur óhjákvæmilega fyrir vegna áhrifa kórónaveirunnar. Mega fresta greiðslu opinberra gjalda Í fyrsta lagi hefur nú þegar ver- ið samþykkt á þingi tillaga fjár- málaráðherra um að bjóða fyrir- tækjum að fresta greiðslu opin- berra gjalda sem komu til eindaga mánudaginn 16. mars sl. Eindagi á helmingi staðgreiðslu og trygg- ingagjalds, sem vera átti síðastlið- inn mánudag, verður færður til 16. apríl. Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að frumvarpið muni fresta greiðslu allt að 22 milljarða frá fyrirtækjum og í Ríkissjóð. Frum- varpið var lagt fram með hraði og með afbrigðum, þannig að það hlaut afgreiðslu strax á föstudag- inn. Sá mánuður sem nú líður fram að gjalddaga 16. apríl verður nýtt- ur til að smíða önnur úrræði fyrir fyrirtæki sem lenda í greiðsluvanda vegna áhrifa Covid-19 veirunnar. Tekið var skýrt fram að fyrirtæki sem eru í þeirri stöðu að þurfa ekki að nýta sér greiðslufrest, ættu ekki að gera það. Laun í sóttkví Þá lagði Ásmundur Einar Daðason fram frumvarp til laga um tíma- bundnar greiðslur vegna launa ein- staklinga sem sæta sóttkví sam- kvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfir- valda án þess að vera veikir. Ríkis- stjórn Íslands samþykkti frumvarp- ið fyrir sitt leyti á laugardag og gert var ráð fyrir að það yrði afgreitt sem lög eftir síðustu helgi. Mark- mið frumvarpsins er að styðja at- vinnurekendur sem greiða launa- mönnum sem sæta sóttkví laun þegar önnur réttindi, svo sem veik- indaréttur samkvæmt kjarasamn- ingum, eiga ekki við. Með því er stefnt að því að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfir- valda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Til að draga úr uppsögnum Loks hefur Ríkisstjórnin samþykkt fyrir sitt leyti annað frumvarp Ás- mundar Einars Daðasonar félags- málaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lög- um um Ábyrgðarsjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Breytingunum er ætlað að koma til móts við vinnuveitendur og launa- fólk í ljósi fordæmalausra aðstæðna hér á landi og raunar í heiminum öllum, og miða að því að draga úr neikvæðum áhrifum aðstæðn- anna á vinnumarkaðinn. Breyting- arnar gilda frá 15. mars til 1. júlí nk. Markmið þeirra er að aðstoða vinnuveitendur við að halda ráðn- ingarsambandi við starfsfólk sitt, þar til aðstæður batna. Hvatt er til þess að vinnuveitendur minnki frekar starfshlutfall starfsfólks tíma- bundið í stað þess að grípa til upp- sagna. „Ég vonast til þess að atvinnu- rekendur bregðist við þessum breytingum á þann veg að halda ráðningasamböndum við starfs- fólk sitt eins og nokkur kostur er í stað þess að ráðast í uppsagnir. Slík niðurstaða væri samfélaginu öllu til heilla,“ sagði Ásmundur Einar í til- kynningu. Í breytingunum á lögum um at- vinnuleysistryggingar felst að þeg- ar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysis- bóta, enda hafi starfshlutfall ver- ið lækkað hlutfallslega um 20% hið minnsta og 50% hið mesta. Greiðslur atvinnuleysisbóta á móti launum frá vinnuveitanda greiðast í hlutfalli af heildargreiðslum tekju- tengdra atvinnuleysisbóta. Vinnu- málastofnun hlýtur með breyting- unni einnig sérstaka heimild til að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitendum þegar stofnun- in telur ástæðu vera til í þessu sam- hengi. Heildargreiðslur til launafólks munu þó ekki geta numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heild- arlauna launþega á síðustu þremur mánuðum fyrir minnkað starfshlut- fall, og eigi meira en 650.000 kr. í heildina. Sjálfstætt starfandi ein- staklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði enda þeir tilkynnt skattyf- irvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tíma- bundinnar stöðvunar á rekstri. Breytingar á lögum um Ábyrgð- arsjóð launa felast í því að þurfi launamaður vegna gjaldþrots launa- greiðanda hans að sækja launa- greiðslur sínar á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa mun þátt- taka hans í þessu úrræði ekki skerða möguleika hans að gera kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall. mm Þrenn lög sem eiga að minnka höggið vegna kórónaveirunnar Samkomubanni lýst yfir Framhalds- og háskólum lokað en leik- og grunnskólar opnir Frá blaðamannafundinum á föstudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fóru yfir stöðuna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.