Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 21 Finnski tölvuleikurinn Control hlaut á dögunum metfjölda til- nefninga til BAFTA-verðlaunanna, hvorki fleiri né færri en ellefu tals- ins, en verðlaunin verða afhent 2. apríl næstkomandi. Þar á með- al var leikurinn tilnefndur fyr- ir hljóðsetningu. Á bak við hljóð- heim leiksins er Hólmarinn Gulli Gunnarsson og samstarfsfólk hans hjá finnska tölvuleikjafyrirtækinu Remedy Entertainment, sem starf- rækt er í Helsinki. „Þetta er góð til- finning. Leikurinn er búinn að fá margar tilnefningar og verðlaun síðan hann kom út. Rosa mikil en skemmtileg vinna er að baki og það er mjög gaman að fá svona viður- kenningu sem felst í þessari til- nefningu. Það segir manni að mað- ur sé að gera eitthvað rétt og veitir manni hvatningu til að halda áfram og reyna að gera enn betur,“ segir Gulli í samtali við Skessuhorn. Hljóðheimur tölvuleiksins Starf Gulla felst í því að hanna hljóðheim leiksins. Undir það falla öll hljóð í leiknum, hvort sem tölvuleikjaspilarinn lætur að- alsögupersónuna opna hurð eða skjóta úr byssu. Hljóð í tölvuleikj- um svipar til teiknimyndahljóða að því leyti að því sem sést á skjánum fylgir ekkert hljóð. Það þarf að búa þau öll til. Hvert og eitt einasta. En hann er ólíkur teiknimyndum að því leyti að tölvuleikur gerist í rauntíma. Sá sem spilar hann ræð- ur ferðinni. „Hvert hljóð á sér stað í þrívíddarveröld og þarf að heyrast í samræmi við hvert spilarinn snýr hverju sinni og hvað gerist í kring. Hljóðið úr byssunni er kannski allt- af fyrir framan þig en allt annað er hannað til þess að búa til veröldina í kring, sem í þessum leik var mjög skrautleg. Sagan í leiknum, spila- mennskan, mynd og hljóð; saman þarf allt að skapa eina heildstæða upplifun,“ segir Gulli. „Þetta snýst ekki bara um að búa til hljóð, því tæknilega hliðin á hljóðsetningunni er alveg jafn mik- ilvæg. Maður veit ekki hvað spilar- inn ætlar að gera hverju sinni og það þarf allt að virka til þess að skila sömu upplifuninni,“ útskýrir hann. Hljóðin þarf að búa til í stúdíói og raunar margar útgáfur af sömu hljóðunum. Þeim er síðan raðað inn í leikinn, kóðuð til að heyrast á réttum stöðum, á réttum tíma sem viðbragð við áreiti þess sem spilar leikinn. „Það þarf að huga að al- veg rosalega mörgum smáatriðum í svona. Við unnum saman hljóð- setninguna í ellefu manna teymi, ég og fjórir aðrir hljóðhönnuðir, síðan tæknilegir hönnuðir og forritarar. Það þarf að sjá til þess að þetta virki allt saman,“ segir Gulli, en allt í allt starfa um 250 manns hjá Remedy Entertainment. Til Finnlands fyrir tilviljun Aðspurður segist Gulli ekki hafa verið mikill tölvuleikjamaður þegar hann var yngri. Hann hafi stundað íþróttir af krafti heima í Hólminum, verið mikið í tón- list en ekki haft mikinn tíma til að spila tölvuleiki. En kom það þá til að hann hóf störf hjá tölvuleikja- framleiðanda í Helsinki? „Ég var í hljóðveri í London að taka upp tal í tölvuleik þegar ég var beð- inn um að leysa af í klukkutíma í hljóðverinu við hliðina á. Það var Remedy og ég hitti þar mannin sem núna er yfirmaðurinn minn. Eftir stutt spjall kom í ljós að þeir voru að leita að nýju fólki og þá fór boltinn að rúlla,“ segir Gulli. „En þetta allt saman tók sex eða átta mánuði, það þarf ýmislegt að gerast áður en maður getur flutt til Finnlands,“ segir hann létt- ur í bragði. „Þannig að í rauninni datt þetta bara upp í hendurnar á mér og ég sé ekki eftir því,“ seg- ir Gulli. Skapandi heimur Hann telur tónlistaráhugann hafa spilað stóra rullu í því að hann fór út á þessa braut. Það hafi hins veg- ar ekki alltaf legið ljóst fyrir. „Ég tók mér pásu eftir framhaldsskóla og er svolítið feginn að ég gerði það. Ég flutti til Spánar og svo til Bandaríkjanna og var svo þess á milli á línuveiðum frá Stykkis- hólmi og svona,“ segir Gulli. „Ég fór og lærði hljóðhönnun í Lond- on árið 2009, útskrifaðist 2012 og vann svo mikið við íslenskt heim- ilda- og sjónvarpsefni meðal ann- arra verkefna á Íslandi og erlend- is. Svo kom þetta tækifæri hjá Re- medy upp í hendurnar á mér,“ seg- ir hann. „Ég er feginn að fyrst að hljóðið átti fyrir mér að liggja að ég fór þessa leið. Ef ég hefði far- ið að vinna við upptökur í tónlist held ég að ég hefði aldrei orðið fyllilega sáttur, því ég hefði alltaf helst viljað vera hinum megin við mixerinn í tónlistinni,“ segir Gulli sem kveðst afar ánægður í tölvu- leikjaheiminum. „Mér finnst ótrú- lega gaman að starfa við tölvu- leiki, þetta er svo kreatífur heimur og maður hefur mikið frelsi til að skapa sjálfur,“ segir Gulli að end- ingu. kgk „Saman þarf allt að skapa eina heildstæða upplifun“ Skjáskot úr tölvuleiknum Control frá Remedy Entertainment. Gulli Gunnarsson hljóðhönnuður. Ljósm. Niall McConnell.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.