Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 202012 Covid 19 Starfsfólk allra grunn- og leik- skóla í landinu stóð á mánudaginn fyrir þeirri áskorun að skipuleggja skólastarf næstu vikur út frá ákveð- inni forskrift, út frá gjörbreytt- um veruleika í kjölfar þess að yfir- völd ákváðu á föstudaginn að leik- og grunnskólar starfi áfram þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn. Helsta áskorun skólafólks felst í að ein- angra nemendur og starfsfólk í smærri hópa, því eins og kom fram í tilmælum yfirvalda er gert ráð fyr- ir að hópar verði að einhverju eða öllu leyti aðgreindir hver frá öðr- um til að lágmarka smithættu komi veikin upp í hópi nemenda eða starfsfólks. Þá hafa fjöldatakmark- anir í hópum veruleg áhrif á bæði grunn- og leikskóla. Til dæmis er algengt að á leikskóladeildum sé barnafjöldi talinn í nokkrum tug- um og því ljóst að verulegt inngrip er í starfsemi þeirra. Skipulagsdag- ar voru því í skólum víðast hvar á mánudag þar sem skólafólk reyndi að sjá fram úr aðstæðum. Foreldr- um leikskólabarna hefur víða ver- ið tilkynnt að börn þeirra geti mætt ákveðna daga vikunnar en gert að vera heima aðra daga. Þetta er þó mjög mismundandi eftir skólum og sveitarfélögum og tekur auk þess í einhverjum tilfellum mið af að- stæðum foreldra. Starf grunnskóla á Vesturlandi hefur nú verið mótað til næstu vikna. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er mismunandi hvern- ig brugðist verður við og vísast í upplýsingasíður skólanna og sveit- arfélaganna sem reka þá. Grunda- skóli á Akranesi er stærsti grunn- skólinn á starfssvæði Skessuhorns, með á sjöunda hundrað nemendur í tíu árgöngum. Til að fá innsýn í þær miklu breytingar sem verða á hefð- bundnu skólastarfi var á mánudag- inn rætt við Sigurð Arnar Sigurðs- son skólastjóra og hann spurður hvernig skipulag skólahalds verður á næstu dögum og vikum. Tíu sjálfstæð teymi „Hér hefur skólabyggingu Grunda- skóla verið skipt upp í einingar eða sóttkví þannig að engin krosstengsl eiga að verða á milli árganga. Einn- ig er öllu starfsfólki skipt upp í tíu sjálfstæð teymi sem sinna hvert ein- um árgangi. Þannig reynum við að tryggja að ef veiran kemst að ein- um hópi, sem þarf þá hugsanlega að hætta skólasókn, halda hinir níu hóparnir áfram,“ segir Sigurður Arnar. „Við þessar aðstæður er eðli- lega ekki hægt að halda uppi hefð- bundnu skólastarfi. Það verður því með gjörbreyttu sniði og takmark- að næstu daga og vikur. Á meðan á neyðarstigi Almannavarna stend- ur er engu að síður verkefni okk- ar allra að halda börnum og ung- mennum virkum, bæði andlega og líkamlega. Kennarar Grundaskóla og annað starfsfólk mun gera sitt besta til þess að skóla- og heima- nám nemenda verði eins mark- visst og árangursríkt og aðstæður leyfa. Hver árgangur skólans hef- ur nú undirbúið slíka sviðsmynd og úrlausnirnar eru margar og mis- munandi allt eftir aldri nemenda og þroska,“ segir Sigurður Arnar. Þrátt fyrir allt bjart framundan Aðspurður segir Sigurður Arnar að gripið verði til neyðaráætlunar skólans sem er blanda skólasóknar og heimanáms. „Hver skóladagur verður frá klukkan 8 til 12. Frístund verður opnuð kl. 13 og heldur úti þjónustu til kl. 16:15. Við send- um svo út töflu sem segir hvenær einstakir árgangar eiga að mæta í skóla. Fylgt er svokölluðu rúllu- kerfi þannig að hver árgangur er í skólanum tvo daga af hverjum sex. Reynt er að mæta þeim yngstu með því að tryggja nemendum í 1. bekk þjónustu í Frístund þrjá daga á móti skóla og nemendur í 2. bekk tvo daga,“ segir Sigurður Arnar. Engin kennsla mun fara fram í íþróttahús- inu að Jaðarsbökkum. „Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að skólafólk og foreldrar vinni vel saman og skapi sterka liðsheild. Þetta óvissuástand mun sem bet- ur fer ganga yfir og þrátt fyrir allt þá er bjart framundan,“ segir Sig- urður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla. mm Samkomubann vegna COVID-19 faraldursins hefur óhjákvæmilega töluverð áhrif á starfsemi Heil- brigðisstofnunar Vesturlands. Að- gangur að heilsugæslustöðvum, göngudeildum, sjúkrahúsum og hjúkrundardeildum HVE hefur verið skertur. Takmarka þarf sem mest fjölda á biðstofu hverju sinni og gæta þess að minnst tveir metr- ar séu á milli þeirra sem þar bíða. Á það við um alla sem koma til viðtals, í blóðprufur, skoðanir og rannsóknir á starfstöðvum HVE um landshlutann allan. Aðstand- endur eru beðnir að koma ekki með skjólstæðingum í viðtöl og skoðanir nema slíkt sé nauðsyn- legt. Heimsóknir eru ekki leyfðar á legu- og hjúkrunardeildir nema í algerum undantekningartilvikum. Fæðandi konur geta aðeins haft með sér einn aðstandanda og eru engar undantekningar gerðar frá því. Ekki er leyfilegt að aðstand- endur fylgi skjólstæðingum sem koma í bókaða tíma eða bráða- komur á kvennadeild. Á þetta einnig við um komur í meðgöngu- vernd og fósturgreiningu. Heim- sóknir eru ekki leyfðar á kvenna- deild nema í sérstökum undan- tekningartilvikum. „Þetta er mikil breyting á starfseminni. En sem betur fer búum við svo vel á Íslandi að eiga góða forystu í þessu máli hjá almannavörnum, sem heldur reglulega upplýsingafundi til að miðla upplýsingum. Utanumhald- ið er mikið og gott,“ segir Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, í samtali við Skessuhorn. Verja þá sem eru viðkvæmir Hún segir að starfsfólk og stjórn- endur HVE hafi verið búnir að vinna að undirbúningi samkvæmt viðbragðsáætlun en síðan bætt- ist samkomubann við sem kall- aði á aukin viðbrögð. „Viðbúnað- ur á HVE snýr auðvitað ekki bara að þeim sem koma inn heldur líka að skipulagi innanhúss, til dæm- is að fjarlægð milli starfsmanna sé eins og tilskipunin gerir ráð fyr- ir. Við erum til dæmis ekki með neina fundi innan stofnunarinn- ar og ef við þurfum að hittast gæt- um við að þessari tveggja metra lágmarksfjarlægð,“ segir hún. „Í staðinn höfum við tekið upp meiri fjarsamskipti. Síminn er góður og við notum hann mikið, bæði okk- ar í millum og í þjónustu heilsu- gæslu. Það er ýmislegt sem má leysa í gegnum síma,“ bætir hún við en tekur skýrt fram að önnur tilvik komi eftir sem áður á HVE. „Þeir sem verða veikir koma eftir sem áður til okkar,“ segir hún. „En okkar hlutverk er alltaf að verja þá sem eru viðkvæmir og sjúklingana sem liggja inni. Það hefur geng- ið vel. Tilmælum um þessar tak- markanir á heimsóknum hefur verið mjög vel tekið og mér finnst allir vera að leggjast á eitt til að komast í gegnum þetta tímabil,“ segir Jóhanna Fjóla. Handþvottur besta vörnin Faraldrinum hefur óhjákvæmi- lega fylgt aukið álag á starfsfólk HVE, með miklum breytingum á skömmum tíma ofan á annað dag- legt starf stofnunarinnar. „Hér eru allir að gera sitt besta og leggja aukalega á sig, alveg eins og lands- menn allir,“ segir forstjórinn. „Við erum í raun að vinna eftir sömu leiðbeiningum og almenningur. Heilbrigðisstarfsfólk hefur alltaf verið mjög meðvitað um mikilvægi handþvottar og sprittnotkunar og hefur aukið við þar núna eins og aðrir landsmenn,“ segir forstjór- inn og vill ítreka mikilvægi hrein- lætis, handþvottar og sprittnotk- unar við almenning. „Það er öfl- ugasta vörnin gegn veirunni,“ seg- ir hún og vill einnig benda fólki á vefinn www.covid.is til að leita upplýsinga. „Ég vil leggja áherslu á að fólk noti www.covid.is til að leita sér upplýsinga því það getur létt því mikla álagi sem er á síma- þjónustu heilsugæslustöðva varð- andi fyrirspurnir. Þar eru mjög góðar upplýsingar og leiðbeining- ar eru eru uppfærðar eftir þörf- um,“ segir Jóhanna Fjóla Jóhann- esdóttir að endingu. kgk Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Ljósm. úr safni/ kgk. Töluverð áhrif á starfsemi HVE Frá skipulagsfundi í Grundaskóla á mánudagsmorgun. Flosi Einarsson aðstoðarskólastjóri ræðir við hóp kennara, sem lúta reglum um fjarlægð milli fólks. Skipulag skólastarfsins gjörbreytt og tekur mið af aðstæðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.