Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 20206
Mega nú ávísa
getnaðarvörn-
um
LANDIÐ: Heilbrigðisráð-
herra hefur skrifað und-
ir reglugerð um heimild
hjúkrunarfræðinga og ljós-
mæðra til að ávísa horm-
ónatengdum getnaðarvörn-
um. „Markmiðið er að auka
aðgengi að getnaðarvörnum
og stuðla með því að auknu
kynheilbrigði fólks. Í reglu-
gerðinni er einnig kveðið á
um skilyrði fyrir heimild til
að ávísa þessum lyfjum og
um námskröfur,“ segir í til-
kynningu frá stjórnarráðinu.
Sækja þarf um leyfi embætt-
is landlæknis til að ávísa lyfj-
um samkvæmt reglugerð-
inni. Umsókn skal fylgja
staðfesting á að umsækjandi
hafi lokið því námi sem kraf-
ist er. Umsækjandi skal hafa
starfsleyfi eða sérfræðileyfi
hér á landi sem hjúkrunar-
fræðingur eða ljósmóðir og
skal starfsleyfi fylgja umsókn
nema í þeim tilvikum þegar
sótt er samhliða um starfs-
leyfi eða sérfræðileyfi. -mm
Ráðherrarnir
sluppu
LANDIÐ: Eins og fram kom
í fréttum í liðinni viku, lenti
mestöll ríkisstjórn Íslands í
tvöfaldri skimun vegna þess
að hætta var talin á að þeir
hefðu verið útsettir fyrir kór-
ónaveirusmit í kjölfar þess að
stjórnin snæddi saman kvöld-
verð á Hótel Rangá á Suður-
landi síðastliðið þriðjudags-
kvöld. Niðurstöður úr síð-
ari skimun ráðherra á mánu-
dag reyndust hinsvegar nei-
kvæðar í öllum tilfellum. All-
ir ráðherrar, utan félags- og
barnamála og heilbrigðis-
ráðherra, voru skimaðir í tví-
gang, líkt og allir þeir sem
koma til landsins þurfa nú
að gera, og gert að viðhafa
smitgát á milli. Þrír starfs-
menn stjórnarráðsins sem
fylgdu ríkisstjórninni reynd-
ust einnig neikvæðir í báðum
skimununum. -mm
Minniháttar
árekstur
GRUNDARFJ: árekst-
ur varð á Kvíabryggjuvegi
á Snæfellsnesi laugardaginn
22. ágúst síðastliðinn, þeg-
ar einum bíl var ekið aftan á
annan. áreksturinn var ekki
harður, en tveir voru engu að
síður fluttir með sjúkrabíl á
Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands á Akranesi með minni-
háttar áverka. Bifreiðarnar
eru nokkuð skemmdar. -kgk
Styrkja endur-
bætur Hall-
grímskirkju
HVALFJSV: Sveitarstjórn
Hvalfjarðarsveitar samþykkti
á fundi sínum 11. ágúst síð-
astliðinn 1,2 milljónar króna
styrk til sóknarnefndar Saur-
bæjarsóknar vegna endurbóta
á Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Sveitarstjórn hafði áður sam-
þykkt styrkveitinguna, með því
skilyrði að heildarfjármögnun
væri tryggð. Það hefur nú ver-
ið gert og sveitarstjórn stað-
festi því fyrri ákvörðun sína.
-kgk
Aflýsa
Björgun20
LANDIÐ: „Sökum þeirra
takmarkana á samkomuhaldi
sem í gildi eru vegna Co-
vid-19, ásamt stöðu félagsins
sem hluti af almannavarnavið-
bragði landsins, hefur stjórn
Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar samþykkt að fella nið-
ur ráðstefnuna Björgun sem
halda átti í október á þessu
ári,“ segir í tilkynningu frá fé-
laginu. „ákvörðunin er ekki
léttvæg enda skipar ráðstefn-
an stóran sess sem faglegur og
félagslegur vettvangur fagfólks
innan félagsins og utan. Stjórn
er einnig sammála um að leita
allra leiða til mæta fagleg-
um og félagslegum þörfum
félagsfólks okkar með öðrum
leiðum á komandi vetri.“ Þá
hefur sömuleiðis landsmóti
slysavarnadeilda sem halda átti
11. – 13. september á Hótel
Örk í Hveragerði verið aflýst
vegna sóttvarna og fjöldatak-
markanna en alls voru u.þ.b.
260 félagar búnir að skrá sig
til þátttöku. -mm
Framkvæmdir við uppbyggingu
nýrrar miðstöðvar fyrir Þjóða-
garðinn Snæfellsjökli hófust í byrj-
un ágúst. Þjónustumiðstöðin verð-
ur reist á Hellissandi og mun hýsa
fjölbreytta starfsemi þjóðgarðsins.
Þegar verkið var boðið út fyrr á
árinu bárust sex tilboð og hljóðaði
kostnaðaráætlun upp á 475 milljón-
ir króna. Húsheild ehf. átti lægsta
tilboð, eða 420,7 milljónir. Sam-
anstendur nýbyggingin af tveim-
ur megin byggingum sem tengjast
með miðrými og er húsið á einni
hæð staðsteypt og stálvirki að hluta
og verður klætt með lerki. þa
Þrjú kvöld í síðustu viku frá klukk-
an 20-07 var Vesturlandsvegur lok-
aður milli Geldingaár og Lyng-
holts í Hvalfjarðarsveit vegna mal-
bikunarframkvæmda. Framkvæmd-
um við yfirlögn lauk að morgni
fimmtudags og kom því ekki til
lokunar fjórða kvöldið eins og útlit
var fyrir í upphafi. á meðan vegin-
um var lokað var umferð beint um
hjáleið yfir Dragháls, um Skorradal
og Borgarfjarðarbraut. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns var tölu-
vert um að ökumenn lentu í vand-
ræðum með að rata, einkum eft-
ir að skyggja tók, enda margir sem
þekkja ekki til leiðarinnar. Þetta var
auk þess með lengri hjáleiðum sem
þarf að beina umferð eftir vegna
vegaframkvæmda. mm
Þessa dagana eru síðustu stálþilin
að fara niður á Grundarfjarðarhöfn
og næstu daga hefst vinna við kant-
inn. Verkinu miðar ágætlega þó að
einhver skakkaföll hafi orðið í sum-
ar vegna veðurs. Runólfur SH, Sig-
urborg SH og Vörður ÞH komu
öll til hafnar síðasta mánudag og
lönduðu ágætis afla. Næstu mánuði
þurfa þeir sem fara um bryggjuna
og höfnina að sýna ítrustu varúð
vegna framkvæmda því ljóst er að
venjuleg starfsemi mun raskast eitt-
hvað næstu mánuði á meðan stækk-
unin er í gangi.
tfk
Malbikuðu hluta Vesturlandsvegar
Byrjað að steypa sökkla undir þjóðgarðsmiðstöð
Vinna við kantinn í
Grundarfjarðarhöfn að hefjast