Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 202022
Uppáhaldsstaður sem þú
hefur heimsótt í sumar?
Spurning
vikunnar
(Spurt í Ólafsvík)
Róbert Óskarsson
„Húsafell og Krauma.“
Ríkharður Kristjánsson
„Þakgil.“
Helgi Bergsson
„Hauganes í Eyjafirði.“
Ásta Guðrún Pálsdóttir
„Fosshótel lagoon - Jökulsár-
lóni.“
Knattspyrnumaðurinn Bjarki
Steinn Bjarkason hefur verið seld-
ur til ítalska liðsins Venezia í Fen-
eyjum. Hann samdi við ítalska liðið
til þriggja ára. Fótbolti.net grein-
ir frá.
Bjarki er tvítugur kantmaður,
uppalinn hjá Aftureldingu en gekk
í raðir ÍA árið 2018 og hefur leikið
með liði Skagamanna í Pepsi Max
deildinni undanfarin þrjú ár. Hann
hefur skorað fjögur mörk í 25 leikj-
um með ÍA í efstu deild, auk þess að
eiga að baki leiki með öllum yngri
landsliðum Íslands.
kgk
Stjórn knattspyrndeildar Víkings
Ólafsvík hefur í samráði við Emir
Dokara, leikmann félagsins, og
Guðjón Þórðarson þjálfara ákveð-
ið að Emir Dokara fari í ótíma-
bundið leyfi frá félaginu. „Emir er
áfram leikmaður félagsins og fréttir
sem benda til annars eru ekki réttar.
Félagið mun ekki tjá sig nánar um
málið,“ segir í tilkynningu.
„Það er erfiður róður hjá félaginu
okkar um þessar mundir og í mörg
horn að líta. Nú er framundan það
vandasama verkefni að snúa gengi
sumarsins við og biðlum við til
okkar frábæru stuðningsmanna að
styðja liðið áfram í blíðu og stríðu,“
segir í tilkynningu frá Víkingi.
mm
Vel á annað hundrað umsóknir bár-
ust á garðyrkjubrautir Landbúnað-
arháskóla Íslands í haust. Er það ríf-
lega tvöföldun frá fyrri árum, að því
er fram kemur á vef skólans. Garð-
yrkjubrautir skólans eru sex talsins;
ylrækt, garð- og skógarplöntur, líf-
ræn ræktun matjurta, skrúðgarð-
yrkja, blómaskreytingar og loks
skógur og náttúra. Lífræn ræktun
matjurta er fjölmennasta brautin í
ár, með um 50 nemendur.
Kennt verður að Keldnaholti
fram að áramótum á meðan unnið
er að því að laga skemmdir vegna
vatnstjóns á húsnæði LbhÍ á Reykj-
um í Ölfusi, þar sem garðyrkju-
námið hefur verið kennt. Miklar
framkvæmdir hafa verið á Reykjum
í sumar, að því er fram kemur á vef
LbhÍ.
kgk
töluverður munur var á hæsta og
lægsta verði í verðkönnun Verð-
lagseftirlits ASÍ á nýjum og not-
uðum námsbókum. Í flestum til-
fellum, eða í 18 tilfellum af 35, var
700-1.500 kr. munur á hæsta og
lægsta verði á nýjum námsbókum
en í þremur tilfellum var enn meiri
munur eða 2.000-3.000 krónur.
Penninn- Eymundsson var oftast
með hæsta verðið á nýjum náms-
bókum en Forlagið næst oftast. A4
var oftast með lægsta verðið, en
Iðnú næst oftast.
Notaðar námsbækur eru almennt
mun ódýrari en nýjar og mun-
ar oftast 2.500–3.000 kr. á verð-
inu. Penninn-Eymundsson og A4
voru með mesta úrvalið af notuð-
um námsbókum. Í öllum tilfellum
var verðið á notuðum námsbókum
töluvert lægra í A4 en í Pennan-
um-Eymundsson. Heimkaup býð-
ur einnig upp á notaðar námsbæk-
ur en einungis tveir titlar sem voru
til skoðunar í könnuninni voru til í
þeirri verslun. „Hraðar verðbreyt-
ingar eru á markaði með námsbæk-
ur á þessum árstíma og eru neyt-
endur því hvattir til að fylgjast vel
með verðbreytingum og tilboðum í
verslunum,“ segir í tilkynningu frá
verðlagseftirliti ASÍ.
mm
„Við vorum að koma úr Haukadalsá
í Dölum og fengum sex laxa,“ sagði
Kristín Edwald, sem er í veiði-
hópnum Strekktum línum sem tel-
ur tíu konur. Hópurinn fer á hverju
ári til veiða í Haukadalsá og víðar.
Þær byrjuðu veiðisumarið í Minni-
vallarlæk og þar gekk ágætlega.
„Þetta var fín ferð og félagsskapur-
inn góður,“ sagði Kristín um ferð-
ina í Dalina. Það hefur aukist veru-
lega að konur stofni veiðihópa og
veiði saman. Hjá Stangaveiðifélag-
inu er hópur kvenna sem veiðir
saman og funda auk þess nokkrum
sinuum á ári.
Haffjarðará virðist ætla að verða
fengsælasta veiðiáin á Vesturlandi í
sumar, en hún er nú komin í 900
laxa og veiðimaður sem var í henni
fyrir skömmu sagði að mikið væri af
fiski í henni víða.
Norðurá og Þverá er næstum því
með sama fjölda fiska nú, eða 790
laxa hvor á. Langá á Mýrum hefur
gefið 680 laxa og fróðir menn segja
að mikið sé af laxi í henni en hann
er tregur á köflum. „Það er mikið af
laxi,“ segir Kalli Lú en hann er bú-
inn að skoða Langána oft í sumar.
Laxá í Kjós hefur gefið vel í sum-
ar eða 610 laxa og sjóbirtingurinn
er byrjaður að gefa sig í henni.
Veiðileyfi ganga kaup-
um og sölum
Nú seinni hluta veiðitímabilsins
hafa veiðileyfi mikið verið laus í
veiðiánum vegna þess að erlend-
ir veiðimenn hafa ekki komist til
veiða. En það eru einnig Íslending-
ar sem eru að selja sína daga í ánum.
Þetta hefur verið áberandi í veiðiám
eins og Laxá í Dölum, Haukadalsá,
Hítará á Mýrum, Langá, Norðurá
og Laxá í Leirársveit, en samt er
þessi markaður ekki eins mikill og
við hefði mátt búast vegna ferða-
takmarkana. Eitthvað hafa veiði-
leyfi lækkað í verði, en ekki mikið.
gb
Umræða skapaðist í síðustu viku
á facebooksíðu íbúa í Dalabyggð
í kjölfar þess að Jón Egill Jóns-
son tómstunda- og íþróttafulltrúi
Dalabyggðar upplýsti foreldra um
að ungmenni gætu komist fram
hjá reglum og keypt orkudrykki
í gegnum svokallaða sjálfsaf-
greiðslukassa. Krambúðin í Búð-
ardal hefur tvo slíka kassa en eft-
irlit er ekki mannað þar sem af-
greiðslufólki er ætlað að sinna al-
mennri afgreiðslu á hefðbundnum
kössum og í veitingasölu. Frétta-
ritari Skessuhorns fór í verslun-
arferð þar sem gerð var tilraun
til að kaupa orkudrykki í sjálfsaf-
greiðslu. Í ljós kom að auðveldlega
má komast út með orkudrykki sem
innihalda allt frá 105 mg af koff-
íni og upp í 180 mg. Prófuð var
sjálfsafgreiðsla á nokkrum gerð-
um orkudrykkja en í einhverj-
um tilfellum voru dósir merkt-
ar; „Aldurstakmörkuð vara“ og
var því ekki hægt að ljúka sjálfsaf-
greiðslu nema með aðstoð starfs-
manns.
Ætla að bæta úr
Í kjölfar þess að ofangreind frétt
birtist á vef Skessuhorns í síðustu
viku, barst eftirfarandi tilkynning
frá Krambúðinni, þar sem atvikið
er harmað og lofað bót og betrun.
Orðrétt sagði:
„Krambúðin þakkar ykkur fyrir
að vekja athygli á sölu orkudrykkja
sem innihalda koffín til ungmenna í
gegnum sjálfsafgreiðslukassa versl-
unar okkar í Búðardal. Við hörm-
um að starfsmenn verslunarinnar
hafi ekki verið nógu vakandi fyrir
þessu. Við erum nú þegar búin að
setja okkur í samband við verslun-
arstjóra Krambúðarinnar og árétta
að svona lagað er ekki leyfilegt og
brýtur gegn samfélagsstefnu félags-
ins. Einnig höfum við áréttað þetta
við starfsmenn allra verslana okk-
ar til þess að koma í veg fyrir að
svona lagað gerist aftur. á sama
tíma erum [við] með það í ferli að
lagfæra sjálfsafgreiðslukassa okkar
þannig að upp komi athugun þeg-
ar viðskiptavinir okkar versla orku-
drykki.“ sm
Bjarki Steinn Bjarkason með boltann í leik með ÍA fyrr í sumar. Ljósm. gbh.
Bjarki Steinn seldur frá ÍA Emir í ótímabundið leyfi
Garðyrkjunemum við
LbhÍ fjölgar mikið
Penninn oftast með hæsta
verðið á námsbókum
Börnin gátu keypt dósir af Nocco án nokkurra vandkvæða.
Ungmenni gátu keypt orku-
drykki í sjálfsafgreiðslu
Strekktar línur fengu sex laxa í Haukadalsá
Kristin Edwald með flottan lax ýr Haukadalsá í Dölum. Áin hefur gefið 322 laxa.