Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Veðráttan hefur
allt að segja
Undanfarin kvöld hef ég haldið mig upp í Borgarfirði. Keypti fyrr í sumar
gamalt sumarhús, eða kofa öllu heldur, og flutti á lóð á æskuslóðum. Hef
svo verið að basla við að koma fúavörn á veggi og mála þak. Óþægilega
hef ég verið minntur á það að eftir því sem árin færast yfir og kílóum hef-
ur fjölgað, þá hefur að sama skapi dregið úr lipurðinni að príla í þakstig-
um við málningarvinnu. Og ekki hjálpar lofthræðslan. Ég var því aldeilis
óskaplega glaður við sólsetur á mánudagskvöldið þegar ég náði að ljúka við
síðari umferðina á skúrþakinu og búinn að komast heilu og höldnu niður á
jafnsléttu. Einstaka strengir og aumir liðir, svokallaður málverkur, skrifast á
kyrrstöðuvinnu og ekki við neinn að sakast annan en mig sjálfan.
En það sem kom mér mest á óvart þessa fjóra undanfarna daga við máln-
ingarstörf var veðrið. Hvílík einmuna veðurblíða dag eftir dag; logn og
heiðskír himinn, hátt í tuttugu stiga hiti. Þessu á maður hreint ekki að
venjast og þó held ég að vestanvert landið sé í þokkalegu meðallagi hvað
veðursæld snertir. Það var gaman að fylgjast með því þarna af mæni skúr-
þaksins þegar bændur voru að hirða heim síðustu heyrúllurnar eftir annan
slátt og sumir reyndar eftir þriðja. Mófuglarnir voru á förum, stóðu reynd-
ar nokkrir á beit í ræktarlegu berjalyngi til að fita sig fyrir utanför. Blátt
dritið bar þess allavega merki á nýmáluðu þakinu. Þarna uppi á mæni gafst
mér sömuleiðis ágætur tími til hugrenninga. Í fersku minni var vettvangs-
ferð upp í Hvítársíðu og Hálsasveit í liðinni viku þegar ég skoðaði ummerki
eftir gríðarlegt aurflóð sem varð í Hvítá aðfararnótt þriðjudags. á nokkr-
um klukkutímum skilaði Langjökull af sér í ægilegri gusu af uppsöfnuðu
leirblönduðu lóni sem safnast hafði fyrir undir jökulröndinni í tímans rás.
Þarna höfðu vissulega átt sér stað hamfarir þegar á fjórða milljón rúmmetra
af aur braust til sjávar og drap allan þann fisk sem fyrir var í ánni. Vafalítið
má í stóra samhenginu rekja þetta til hlýnunar jarðar.
Sérfræðingar segja að vegna þynnri lofthjúps snjói sífellt minna en áður
og því muni jöklarnir hopa þar sem árleg bráðnun er meiri en nýi snjór-
inn hverju sinni. Þessi breytta veðrátta mun áfram valda ýmsum vanda-
málum, stundum fyrirséðum, en þó ekki alltaf. Um allan heim segja þessir
sömu sérfræðingar að lón myndist eða hverfi og jökulhlaup geti því orð-
ið á óvæntum stöðum samfara hopi jökla. Slíkar breytingar geti svo aftur
valdið talsverðum vandamálum því ýmis mannvirki og starfsemi miðist við
farvegi vatnsfalla eins og jöklarnir voru áður en þetta hlýindaskeið hófst.
Þessar veðurfarsbreytingar verða til þess að endurskoða þarf hönnun vega
og annarra samgöngumannvirkja, staðsetningu húsa auk annarrar starfsemi
í nálægð jöklanna og vatnsfalla frá þeim. Þá má sömuleiðis gera ráð fyrir
því að þróunin hafi áhrif á það vatn sem vatnsaflsvirkjanir þurfa til að knýja
túrbínurnar. Nú svo af því við lifum á eldfjallaeyju má búast við fleiri eld-
gosum af því jökulhettan léttist.
Við erum því að lifa breytta tíma hvað veðráttuna varðar. Allavega man
ég vel sumur sem ekki hefði verið viðlit að fúaverja hús, ekki einusinni lít-
inn kofa. Því geri ég hreint ekki lítið úr umræðunni um áhrif hnattrænnar
hlýnunar. Þótt loftmengun sé ekki endilega mikil hér á landi er hún gríð-
arleg víða í iðnríkjunum. Mengandi stóriðja eða ökutæki og hvaðeina sem
hefur skaðleg áhrif á lofthjúpinn umhverfis jörðina okkar er því ekki einka-
mál þeirra sem því valda. Við sem höfum þessa jörð að láni eigum að bera
virðingu fyrir henni. Ef okkur er ekki sama hvert stefnir, eigum við að taka
undir gagnrýni á skaðlega mengun, hvar sem hana er að finna.
Magnús Magnússon
Lenging Norðurgarðsins í Ólafs-
víkvikurhöfn gengur vel, að sögn
Björn Arnaldssonar hafnarstjóra í
Snæfallsbæ. Lenging garðsins er
80 metrar og verktakar eru Grjót-
verk frá Hnífsdal. „Við áætlum að
heildarkostnaður við þessar fram-
kvæmdir verði um 170 miljónir
króna,“ segir Björn. Hann bætir við
að alls fari um 40 þúsund rúmmetr-
ar af efni í verkið. Lengingin muni
skila meiri kyrrð innan hafnarinn-
ar og innsiglingin mun sömuleiðis
verða öruggari. Verklok eru áætluð
í lok október. af
Það var bjart yfir hópi eldri borg-
ara á Akranesi sem fór í morgun-
göngu á mánudagsmorgun. Sól
skein í heiði og óhætt að segja að sál
hafi einnig verið í sinni þátttakenda
sem hér teygja fyrir morgungöng-
una. Hópurinn hittist reglulega á
mánudögum og miðvikudögum og
finnur sér skemmtilegar gönguleið-
ir innan sem utan bæjarins.
mm/ Ljósm. Helga Ó Oliversdóttir.
Þrátt fyrir Covid 19 þá hefur stjórn
Félags skógarbænda á Vesturlandi
ákveðið að halda aðalfund félagsins
eins og áður hafði verið ráðgert. Í
samráði við Hótel Hamar í Borgar-
nesi er gert ráð fyrir sóttvörnum og
að fundarmenn geti haldið tveggja
metra regluna bæði á fundinum
og við borðhald. „Mikilvægt er að
fundarmenn virði allar sóttvarn-
ir og benda má á að sjálfsagt er að
nota grímur,“ segir í tilkynningu.
Fundurinn verður á morgun,
fimmtudaginn 27. ágúst, og hefst
klukkan 18. á dagskrá verða venju-
leg aðalfundarstörf og kosningar.
Gestir fundarins verða Sæmund-
ur Þorvaldsson, skógræktarráðgjafi
Skógræktarinnar á Vesturlandi, og
Hlynur Gauti Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri LSE.
mm
Starfsmenn fyrirtækisins
Verkvík-Sandtak ehf. eru
þessa dagana að sandblása
vatnstankinn í Grundar-
firði. Hvíti liturinn mun
víkja fyrir sandblásturs-
vélum starfsmanna fyrir-
tækisins. Öflugum búnaði
hefur verið komið fyr-
ir við tankinn sem knýr
vélarnar af miklum krafti
þegar tankurinn er ryð-
hreinsaður.
tfk
Vatnstankurinn í yfirhalningu
Líkamsrækt í góða veðrinu
Frá heimsókn skógræktarfólks í Ferstikluskóg fyrr í sumar.
Skógræktarfólk heldur aðalfund
Framkvæmdir við lengingu
Norðurgarðsins í Ólafsvík