Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 2020 15 Fimleikafélag Akraness hóf form- lega æfingar í nýju fimleikahúsi við Vesturgötu á mánudaginn. Að sögn Alfreðs Alfreðssonar, rekstarstjóra áhaldahúss á skipulags- og um- hverfissviði Akraneskaupstaðar, er sá hluti hússins sem fimleikaaðstað- an er í alveg tilbúin. „Það eina sem á eftir að gera er að setja upp hljóð- kerfi en það er væntanlegt,“ seg- ir hann og bætir við að næsta verk- efni sé frágangur utanhúss. „Lóðin fór í hönnun með lóð Brekkubæj- arskóla og vonandi verður byrjað á því verkefni á næstu dögum eða vikum,“ segir Alfreð í samtali við Skessuhorn. Gamla aðstaðan ekki boðleg lengur Sigrún Ríkharðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fimleikafélags Akra- ness, segir nýju aðstöðu félagsins langþráða. „Við vorum ekki á pari við önnur fimleikafélög í landinu og gátum ekki boðið okkar iðkend- um upp á þá aðstöðu sem þarf fyrir keppendur í fimleikum. Við vorum að fara til Reykjavíkur einu sinni í viku með keppnishópa frá okkur til að æfa með viðeigandi búnað,“ seg- ir Sigrún. „Gamla aðstaðan var því ekki boðleg lengur. Fyrir utan það vorum við ekki með aðstöðu til að gera allar æfingar sem keppnishóp- arnir okkar þurfa að geta gert. Elstu keppendurnir okkar voru að æfa til klukkan tíu á kvöldin en eru nú bún- ir klukkan átta. Maður getur rétt ímyndað sér hversu mikill munur það er fyrir þau. Það er ekki auðvelt að vera á æfingum til klukkan tíu á kvöldin og eiga svo eftir að ná sér niður og svoleiðis og fara að sofa til að vakna snemma næsta morg- un,“ segir Sigrún. En þrátt fyrir að- stöðuleysi hafa fimleikarnir vaxið á Akranesi síðustu ár. „Við eigum úr- vals fimleikafólk hér. Sem dæmi er Þórdís Þráinsdóttir yfirþjálfari hjá okkur að þjálfa unglingalandslið og svo eigum við einn keppanda í ung- lingalandsliðinu,“ segir Sigrún og bætir við að nú þegar aðstaðan er orðin til fyrirmyndar sé ekki ólík- legt að fleiri Skagamenn nái enn lengra í íþróttinni næstu misseri. „Ég hef fulla trú á því,“ segir hún ánægð. Bjóða strákum að æfa fimleika frítt í september Aðspurð segir Sigrún mikla aðsókn hafa verið í fimleikana á Akranesi og töluvert margar nýskráningar hafa borist fyrir veturinn. „Það eru margir að byrja að æfa núna og geri ég ráð fyrir að nýskráningar verði enn fleiri, það eru ekkert allir bún- ir að skrá sig fyrir veturinn,“ segir hún. Fimleikafélagið hefur aðstöð- una alla daga á milli klukkan tvö og níu og segir Sigrún það gera þeim kleift að bæta við æfingum og bjóða fleirum að æfa fimleika. „Við gát- um fjölgað æfingum hjá einhverj- um keppnishópum og byrjuðum með grunnhóp fyrir stráka,“ segir hún og bætir við að félagið sé nú í átaki að fjölga strákum í hópi fim- leikaiðkenda. En partur af því átaki er að bjóða öllum strákum að æfa fimleika frítt í september. „Þá geta strákarnir komið og prófað, ef þeim líkar ekki þá bara hætta þeir en ef þeim líkar þetta geta þeir hald- ið áfram,“ segir Sigrún Ríkharðs- dóttir. arg Nýtt fimleikahús formlega tekið í notkun Nýja fimleikahúsið á Akranesi. Sigrún Ríkharðsdóttir framkvæmdarstjóri Fimleikafélags Akraness, er ánægð með nýja aðstöðu félagsins. Strákum stendur til boða að prófa að æfa fimleika frítt í september. Ljósm. kgk Krakkarnir voru ánægðir að mæta á æfingar í nýju fimleikahúsi. Ljósm. kgk Nýja húsið býður upp á frábæra aðstöðu. Ljósm. kgk Flott fimleikastelpa. Ljósm. kgkRauða svæðið er fyrir dansæfingar. Stefnt er að því að fá nýjan búnað síðar í gulum og svörtum litum. Gott jafnvægi er mikilvægt í fimleikum. Ljósm. kgk Flott lending. Ljósm. kgk Mikil aðsókn er í fimleika á Akranesi. Ljósm kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.