Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 2020 11
Lagnaþjònusta
Vesturlands ehf.
Alhliða þjónustufyrirtæki
á sviði pípulagna
Sendu okkur verkbeiðni à
lagnavest@gmail.com eða hafðu samband
við okkur í síma 787-2999
Undirskriftalisti gekk meðal íbúa
í Dölum í síðustu viku og fram á
mánudag. Þar var mótmælt breyt-
ingum á matvöruversluninni í Búð-
ardal úr Kjörbúð í Krambúð, þeim
verðhækkunum sem breytingunni
hafa fylgt og þess krafist að Kjör-
búð verði aftur opnuð í sveitarfé-
laginu. Íbúar geti ekki sætt sig við
allt að 25% hærra vöruverð en var
í einu matvöruversluninni í sveitar-
félaginu fyrir breytingarnar síðast-
liðið vor.
Það var Baldvin Már Guðmunds-
son í Búðardal sem ýtti undirskrift-
asöfnuninni úr vör. Byrjað var að
safna undirskriftum á laugardag-
inn 15. ágúst síðastliðinn. Vel hafði
gengið að safna þegar Skessuhorn
ræddi við Baldvin á fimmtuags-
morgun. „Það eru allir tilbúnir að
skrifa undir, það eru alveg hreinar
línur,“ sagði Baldvin í samtali við
Skessuhorn sl. fimmtudag. Geng-
ið var með listann á öll heimili í
Dalabyggð til að safna undirskrift-
um, en auk þess lá hann frammi í
KM þjónustunni í Búðardal. „Við
stefnum á að ljúka undirskrifta-
söfnun ekki seinna en á mánudag
og koma listanum til Samkaups-
manna sama dag, eða í síðasta lagi
á þriðjudag,“ sagði Baldvin í síð-
ustu viku. „Þeir eru með stjórnar-
fund 26. þessa mánaðar og það væri
gott ef þeir væru búnir að fá listann
áður,“ segir Baldvin, en það eru
sem kunnugt er Samkaup sem eiga
og reka bæði Kjörbúðir og Kram-
búðir landsins.
á mánudag var bréfi Baldvins
ásamt undirskriftalistanum komið
til Samkaupa. Alls lögðu 320 nafn
sitt við listann, eða sem samsvarar
rétt tæpum 50% allra íbúa Dala-
byggðar.
Fjórðungi hærra verð
Eins og greint var frá í Skessuhorni
undir lok júlí fjallaði byggðarráð
Dalabyggðar um breytingu á versl-
un Samkaupa úr Kjörbúð í Kram-
búð á fundi 23. júlí. Í þeirri umfjöll-
un kom fram að verðsamanburður
hefði leitt það í ljós að vörukarfa
með 52 vöruliðum hefði hækkað
um 25% eftir breytinguna. Sá verð-
samanburður byggði á kvittunum
frá Kjörbúðinni í apríl síðastliðn-
um og verðmerkingum á hillum í
verslun Krambúðarinnar í Búðar-
dal seint í júní. Fyrir breytingarn-
ar höfðu Samkaup boðað að vöru-
verð myndi hækka um 7,7%. Þá má
einnig geta þess að í verðkönnun
verðlagseftirlits ASÍ í lok júní var
Krambúðin oftast með hæsta verð-
ið, eða í 51 tilviki af 52.
Byggðarráð Dalabyggðar skoraði
í lok júlí á Samkaup að endurskoða
verðlagningu í verslun sinni í Búð-
ardal og nú hafa íbúarnir tekið til
sinna ráða, safnað undirskriftum og
skora á Samkaup að opna Kjörbúð-
ina á ný. kgk
Úr verslun Krambúðarinnar í Búðar-
dal. Ljósm. úr safni.
Dalamenn söfnuðu undirskriftum
og vilja Kjörbúðina aftur
Upptök flóðsins voru undir jaðri Langjökuls.
Ljósm. Arnar Bergþórsson.
er óvenjulegt. Við munum kanna
nánar aðstæður við lónið við Lang-
jökul, til þess að sjá hvort um var-
anlega breytingu á farvegum þar er
að ræða og meta hversu mikil hætta
getur stafað af hlaupum þarna í
framtíðinni. Þetta á reyndar við um
lón við aðra jökla landsins líka sem
við á Veðurstofunni höfum beint
sjónum okkar að,“ sagði tómas á
heimasíðu Veðurstofunnar og bætti
við: „Þessi þróun er að verða víð-
ar, reyndar um allan heim, að lón
myndast eða hverfa og jökulhlaup
verða á óvæntum stöðum samfara
hörfun jökla. Slíkar breytingar geta
valdið ákveðnum vandamálum því
ýmiss konar mannvirki og starfsemi
miðaðst við farvegi vatnsfalla eins
og þeir hafa verið. Þegar breyting-
ar verða gætu menn þurft að endur-
skoða vegi, brýr og ýmsa starfsemi
við jöklana og vatnsföll frá þeim,“
skrifaði tómas Jóhannesson. mm
Strax á þriðjudaginn mátti sjá dauða laxa á bökkum árinnar. Hér heldur sjálf-
boðaliði hjá Umhverfisstofnun á laxi sem grafist hafði í aurinn á bakkanum neðan
við Ásgil. Ljósm. Eilidh Thomson.
Svona var liturinn á Borgarfirðinum á þriðjudaginn. Á fjöru
mátti sjá að sandeyrar höfðu stækkað mikið frá deginum
áður. Ljósm. Þórunn Reykdal.
Hvarvetna á bökkum Hvítár mátti sjá ummerki eftir flóðið.
Þessi mynd var tekin á árbakkanum þar sem Ásgil rennur
í Hvítá gegnt Hraunánni. Gjörbreytt landslag og breiður
af sandi og aur. Vonir standa til að stofn Hvítárbleikju hafi
að einhverju leyti verið genginn upp í árnar til hrygningar.
Fiskifræðingar munu rannsaka áhrif flóðsins á fiskistofna á
næstu vikum. Ljósm. mm.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Tillaga að breytingu á aðalskipu-
lagi Akraness 2005-2017
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkti 20. júlí s.l að
auglýsa breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt
31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst m.a. í stækkun Skógarhverfis, íbúðarsvæði
stækkar til norðurs á kostnað skógræktarsvæðis og íþróttasvæðis.
Íþróttasvæði við Skógarhverfi er breytt í útivistarsvæði. Tjaldsvæði
við Garðalund verður útivistarsvæði. Garðalundur er minnkaður
og miðast við gömlu skógræktarmörkin. Gert er ráð fyrir tengingu
við Þjóðveg norðan Skógarhverfis. Svæði fyrir verslun og þjónustu
(hótelreitur) er fellt út og verður útivistarsvæði. Stígakerfi er lagað
að breyttum mörkum Skógarhverfis
Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3A
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkti 20. júlí
s.l. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Skógarhverfi áfanga 3A
skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið markast af
stofnanalóð (skólalóð) Asparskógum 25 til vesturs raðhúsalóðum
við Álfalund, Fjólulund og Akralund til suðurs og opið svæði til
norðurs. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir þéttri byggð ein-
býlis- og raðhúsa á einni til tveim hæðum. Gert er ráð fyrir svæði
fyrir vatnsfarveg sem er liður í ofanvatnslausnum og nýtist sem
útivistarsvæði.
Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að
Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar
www.akranes.is frá og með 1. september til og með
15. október 2020.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til
15. október 2020. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjón-
ustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á
netfangið skipulag@akranes.is.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar
Fæst m.a. í Apóteki Vesturlands