Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 202012 Hann var útnefndur Snæfellsbæ- ingur ársins árið 2016. Fæddur á Hellissandi og alinn upp í Rifi á Snæfellsnesi. Hann er náttúru- barn, náttúruverndarsinni og mik- ill sagnamaður. Þetta er hann Sæ- mundur Kristjánsson en blaðamað- ur kíkti í heimsókn til þeirra hjóna, Sæmundar og Auðar Grímsdóttur, í liðinni viku á heimili þeirra í Rifi. „Ég er svona original eins og maður segir,“ segir Sæmundur um leið og hann tyllir sér á móti blaðamanni við eldhúsborðið. Blaðamaður spyr í leiðinni hvort hann hafi einhvern tímann á lífsleiðinni ekki búið í Rifi? „Ég fór að eltast við stelpur og svona í Reykjavík, það er eina tíma- bilið sem ég bjó ekki á Snæfells- nesi,“ segir hann léttur í bragði. Narraði frúna Sæmundur fór sem ungur mað- ur til náms í vélsmiðjunni Steðja í Reykjavík. Eftir námið kom hann aftur heim í Rif með unga stúlku sér við hlið, Auði Grímsdóttur, sem er eiginkona hans í dag. „Ég narr- aði hana hingað til að prófa í eitt ár eða svo,“ segir hann og hlær. Blaða- maður spyr Auði, sem er fædd og uppalin í Reykjavík, hvort það hafi verið raunin? „Já, já, hann stakk upp á að við myndum flytja í Rif og prófa í eitt ár, sjá svo til. Við erum ekki farin enn. Nú er ég búin að eiga heima lengur hér en í Reykja- vík,“ svarar hún og hlær. „Þetta er alveg lúxuslíf að vera hérna í þessu yndislega umhverfi og ég tala nú ekki um þetta fallega útsýni sem við erum með hérna út um eldhús- gluggann,“ bætir hún við og lítur út út um gluggann, í átt að Snæfells- jökli sem baðar sig í sólinni. Erfitt er að taka ekki undir með Auði. Sæmundur og Auður eru tvö eftir í kotinu en þau eiga þrjú uppkomin börn; Grím, Kristján og Iðunni og sjö barnabörn. Þau búa í húsi sínu í Rifi sem Sæmundur byggði undir lok sjöunda áratugarins. Bæði eru þau hætt að vinna en áður hafði Auður unnið í fiskvinnslu og Sæ- mundur vann stærstan hluta starfs- ævi sinnar hjá bæjarfélögunum, frá 1986 til 2011, fyrst hjá hreppn- um áður en allt sameinaðist. Þá var hann í tíu ár hafnarvörður við landshöfnina í Rifi. Byggði sitt eigið Kanarí Sæmundur og Auður eru dug- lega að taka þátt í félagsstarfi eldri borgara og hafa til að mynda far- ið með hópi eldri borgara til Kan- arí og tenerife síðustu ár en pest- in, eins og Sæmundur kallar kór- ónaveirufaraldurinn, hefur breytt plönum þeirra hjóna. „Hann er búinn að smíða sólstofu í allt sum- ar út af borðstofunni okkar,“ svar- ar Auður stolt af manninum sín- um. „Nú fer maður ekkert til Kan- arí svo við þurftum að búa okkur til skjól hérna heima,“ bætir Sæ- mundur við sem hefur verið iðinn við smíðarnar svo þau hjónin hafa lítið ferðast í sumar. „Við höfum verið rosalega heppin með félags- skapinn í eldri borgara hópnum og höfum við verið mjög samstíga í því að fara til Kanarí og á ensku ströndina þar. Við höfum oft grín- ast með að hafa alltaf farið á sama hótelið, verið með sömu hnífa- pörin og sængurfötin,“ segir hann kíminn um sólarlandaferðirnar. „Þetta var ljúft og fínt, og með því að halda hópinn þá verður ferða- lagið alltaf miklu skemmtilegra,“ bætir hann við. Það leynir sér ekki að það hafi verið gaman hjá þeim hjónum í ut- anlandsferðunum og segjast þau hafa átt góða daga á tenerife einnig. „Skemmtanastjórinn okkar, Gunn- ar Svanlaugsson Hólmari, hélt uppi dampinum þarna og kom okk- ur nánast öllum í morgunleikfimi. Hann beitti skemmtilegri hvatningu og þetta var alveg stórkostleg upp- lifun. Ég get nú bara talað fyrir mig, en maður fann alveg stóran mun á sér líkamlega og eflaust andlega líka þó maður taki ekki eftir því,“ seg- ir Sæmundur um leikfimitímana í sólarlöndunum. „tvisvar í viku var farið í göngutúr um svæðið og þá með stoppi og sprikli, svo við vorum stundum sýningargripir. Fólk var að stoppa og við urðum myndefni á al- heimsvísu. Hann á þakkir skildar karlinn fyrir hvað hann gerði þetta vel,“ bætir hann þakklátur við. Sagnamaður Sæmundur er sérlega fróður um Snæfellsnes og hefur lagt sig fram um að viðhalda sagnaarfinum. Hann hefur ásamt fleirum unnið við að merkja gönguleiðir á Snæfells- nesi og á fullorðinsárum tók hann leiðsögunám í fjarnámi. Sæmund- ur gengur mikið og hefur tekið að sér leiðsögn fyrir ferðafólk, hesta- menn og gönguhópa, um allt Snæ- fellsnes. „Ég hef ekki farið marg- ar göngur í sumar, aðeins með einn hóp í tveggja daga göngu. Þá vorum við annan daginn á Kambsskarði og hinn daginn gengum við ströndina frá Hólahólum suður að Malarrifum og það er sá partur af ströndinni sem mér þykir fallegastur og söguríkast- ur því þarna förum við um Dritvík- ina,“ útskýrir Sæmundur og kemst fljótt í sagnagírinn. „Þessi ganga er sögurík. Sagan segir að Bárður Snæ- fellsás og félagar hafi komið að landi og komið skipinu inn á lónið sem nú er kallað Dritvíkurpollur. Þegar þeir voru komnir þarna í skjól og þurftu ekki lengur að hugsa um siglinguna þá fóru þeir að hugsa um sjálfa sig. Flestum hafði verið mál að létta á sér þegar þarna var komið. Settust á hækjur sér og skitu út fyrir. Svo seg- ir sagan að þegar þeir hugðust draga skipið á land þá náttúrlega stukku þeir upp í fjöru en þá var allt gúm- melaðið rekið upp í fjöruna og þá óðu þeir vallgang þennan, eins og segir í sögunni og því nefndu þeir víkina Dritvík,“ segir hann brosandi og heldur frásögninni áfram. „Svo er klettur syðst í Dritvík- inni sem sjór fellur um á flæði. Það er hægt að komast út í hann á stór- streymisfjöru. Hann er holur að innan og heitir tröllakirkja og þarna söfnuðust skipverjar Bárðar saman og báðu til heilla sér áður en þeir fóru að kanna landið. Svo er alltaf verið að prjóna við söguna. Það er ekki getið um það í Bárðasögu sem slíkri, en við segjum þegar Bárður og félagar fóru austur um landið eftir slóðum sem hafa verið notaðar sem þjóðgötur í aldanna rás. Að það var skammt frá Purkhólum, örstutt fyrir ofan Vatnshelli þar sem nú er verið að þjóna ferðamönnum, þá sækir svolítill svefn á karlinn þannig að hann leggur sig á hraunhelluna og sofnar þar. Eftir einhverja stund brotnar hraunhellan undan honum og við eigum alveg mót til af honum. Þegar hann vaknar við þetta þá er eins oft með okkur mannfólkið þeg- ar við erum búin að sofa, þá verð- ur okkur mál að míga. Hann röltir norður fyrir göturnar og mígur þar og þar er ennþá tjörn, voða keytu- lykt af henni,“ segir hann hlæjandi. „tjörnin heitir Bárðarkolla en hitt heitir Bárðarrúm. Ég dáist svo að fólki, að það skuli hafa komið auga á þessa mynd í hrauninu. Þetta er al- veg mannsmynd í hrauninu. á þessu korti sem við merkjum örnefnin inn á þá sést þetta Bárðarrúm alveg hreint. Fólk sem átti þarna leið um í gamla daga var ekki með dróna og þetta sjónarhorn til að sjá þetta. Svo sagan er ennþá lifandi,“ bætir hann himinlifandi við. Kambsskarð skemmtilegast Sæmundur er eins og kemur fram svæðisleiðsögumaður á Snæfellsnesi. Skemmtilegast þykir honum að fara á söguslóðina um Kambsskarð. Það er gömul þjóðleið milli Breiðavíkur- hrepps og Fróðárhrepps sem liggur yfir fjallgarðinn frá Stóra-Kambi í Breiðavík og norður að Fróðá. Með útúrdúrum, rölti og spjalli tekur gangan um sex tíma og segir Sæ- mundur blaðamanni nokkrar sögur tengdar þjóðleiðinni. En hvar hefur hann lært allar þessar sögur? „Það var búskapur, bæði fjárbúskapur og kúabúskapur, þegar ég var barn að alast upp hérna. Ég var í skepnuragi hérna út um hagann með fólki sem að einhverra hluta vegna hafði gam- an af að rekja þessar sögur yfir mér. Kannski hef ég spurt eitthvað, ég man það ekki. Þetta er mitt áhuga- svið og mig langar að þetta komist í vitund sem flestra svo þetta geymist. Sérstaklega finnst mér áríðandi þar sem sjávargangurinn er að skolast í verðbúðartæturnar við Gufuskála. Ég vil að minjarnar séu ekki grafn- ar upp heldur geymdar til kom- andi kynslóða. Með aukinni tækni þá verður vonandi hægt að skanna þessar minjar svo ekki þurfi að eyða þeim eða fjarlægja þær af svæðinu,“ útskýrir Sæmundur sem hefur mik- inn áhuga á sögunni. „Ég er einmitt að keppast við að skrá örnefni. Það er starfsmaður hjá Snæfellsbæ sem hefur aðgengi að kortagrunni hjá Landmælingum og við höfum verið í sameiningu að pota þessu inn. Það hefur aðeins verið hlé á þessu út af pestinni. En þetta er flottur grunn- ur, þannig að um leið og þú slærð inn örnefni, til dæmis í gegnum app í símanum, þá færðu hnitin um leið. Það er stóri punkturinn í þessu. Með því að hnitin séu með, þá er þetta alveg njörvað niður og þetta á víst að geymast til framtíðar. Þann- ig geymum við söguna og staðirnir sem tengjast henni týnast ekki.“ Strandminjar á Gufuskálum Sæmundur segist vera svolítið fúll yfir því að stefnan hjá fornleifa- fræðingum og Minjastofnun hafi verið að grafa upp þessar fornminj- ar til auðnar og vill Sæmundur að farin verði önnur leið í þeim efn- um. „Þarna eru sjóbúðir frá því að árabátaútvegur var þarna. Þetta er ein af þeim verstöðvum hérna und- ir Jökli sem er hvað elst og einna mestar heimildir til um hvað varð- ar ákvæði af hálfu landeigandanna og svona nokkuð. Þjóðgarðurinn var stofnaður til að vernda mann- vistarminjar og mannvistarleyf- ar og annað slíkt og mér finnst að þjóðgarðurinn og Minjastofnun- in standi sig ekki í því að vernda minjar. Þetta er grafið í rannsókn- arskyni og minjarnar hverfa, eru grafnar í burtu. Við eigum ekki lengur minjarnar. Ég vil að þetta sé verndað. Það er verið að grafa þetta upp í því augnamiði að vera á undan sjávaráganginum sem er að éta úr rústunum. Björgin væri að búa til brimvörn og þannig eiga minjarnar. Alltaf er tæknin að verða betri og betri og til að þekkja minjarnar, þá vonast maður til þess að tækninni fleygi svoleiðis fram að það sé hægt að skanna þetta og sjá þetta án þess að grafa allt saman upp. Þetta er alltaf að nálgast það. ágangur sjávar er mikið til fyrir það að við framkvæmdir á Gufu- skálum, þegar Lóranstöðin var í uppbyggingu, þá var sjávarurðinni ýtt í burtu, urðinni sem var í raun- inni náttúrleg brimvörn,“ útskýrir Sæmundur. Krían hefur átt gott sumar Eins og fram kemur þá er Sæ- mundur mikill náttúruverndar- sinni og þykir vænt um fuglalífið á Snæfellsnesinu. „Það er svona nátt- úrufarið hérna. Fuglalífið, krían hefur átt gott sumar núna. Starfs- menn Vegagerðarinnar og stjórn- endur bæjarins eiga alveg sérstak- ar þakkir skildar fyrir aðgerðirn- ar um að koma upp varúðarmerk- ingum. Vegagerðin, til að mynda, merkti með áberandi skilti og blikkljósum til að upplýsa vegfar- endur um fuglalífið og aðstæður. Því að í gegnum tíðina þegar krí- an hefur komið upp ungum þá hafa hundruð þeirra verið keyrðar nið- ur. Það er á bilinu héðan og hálfa leiðina upp á Hellissand. Þetta virkaði alveg mjög vel í ár því núna fóru bara nokkrir tugir unga, frekar en hundruð. Þetta var algjör bylt- ing. Svo hafa bæjaryfirvöld sett upp hindranir hérna svo bílstjórar þurfa að sikksakka í gegn og verða hreinlega að hægja á sér,“ segir Sæ- mundur þakklátur að endingu. glh „Ég er svona original“ Kíkt í heimsókn til Sæmundar og Auðar í Rifi á Snæfellsnesi Áður var urð sem náttúruleg brimvörn framan við búðarrústirnar á Gufuskálum. Þetta eru leyfarnar af þeirri brimvörn sem ýtt var upp þegar Lóranstöðin var byggð upp úr 1959 og aflögð 1994. Sæmundur og Auður fyrir utan heimili sitt, með Snæfellsjökul í baksýn. Sæmundur hefur alltaf verið mikið náttúrubarn og talar af mikilli ástríðu um sitt heimasvæði. Hér er Sæmundur að sýna blaðamanni byrgi ofan Gufuskála. Engar heimildir eru til um notkun á byrgjunum. Eru þetta fiskbyrgi eða bænabyrgi Íranna?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.