Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 2020 7 FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi 3ja 105 fm til 107 fm Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj. 4ra 126 fm til 128 fm Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj. HTH Parka Ormsson 898-9396 eða á hakon@valfell.is Stillholt 21 – Akranesi Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2020 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á nám- skostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og • fjölskyldu sinni vegna náms og greiða leigu). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá • lögheimili fjarri skóla). Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2020. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skil- ríkjum á mitt LÁN sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu ok- kar www.menntasjodur.is eða island.is. Nemendur og aðstand- endur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.menntasjodur.is). Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd Eftir hádegi í gær, þriðjudaginn 25. ágúst, höfðu afurðastöðvarnar enn ekki birt verðskrá til innleggjenda lambakjöts fyrir komandi slátur- tíð. Kaupfélag Skagfirðinga, Slát- urfélag Suðurlands, SAH afurðir, Fjallalamb og Norðlenska höfðu þannig ekki gefið út afurðaverð til sauðfjárbænda. Þrátt fyrir það eru dæmi um að slátrun sé hafin. Þann- ig kom til dæmis fram í tilkynningu sem fulltrúi KS í Borgarfirði rit- aði á Facebook-síðu sína að sum- arslátrun á sauðfé hæfist 25. ágúst, eða í gær. Þar kom einnig fram að greitt yrði 20% yfirverð fyrir fyrstu vikuna, 15% fyrir fyrstu viku septembermánaðar og 7,5% aðra vikuna í september. Afurðaverð, kostnaðarverð og greiðsludagar vegna afurðainnleggs 2020 lágu aftur á móti ekki fyrir á heimasíðu KS í gær. á vefsíðu SAH afurða segir að verðskrá haustsins 2020 sé í vinnslu, sem og greiðslufyrirkomulag, en áætlað er að hefja slátrun hjá SAH fimmtudaginn 3. september. Engar upplýsingar er að finna um afurða- verð til sauðfjárbænda á heimasíð- um hinna afurðastöðvanna. Krefjast hærra verðs Eins og greint var frá í Skessuhorni í byrjun ágúst hefur stjórn Lands- samtaka sauðfjárbænda gefið út við- miðunarverð fyrir dilkakjöt haustið 2020. Félagið krefst þess að bændur fái að lágmarki 132 kr./kg hækkun frá reiknuðu meðalverði haustsins 2019, að viðbættum þeim viðbótar- greiðslum sem greiddar hafa verið. Það gerir reiknað meðalverð upp á um 600 kr./kg. Samkvæmt samantekt LS á af- urðaverði til sauðfjárbænda í Evr- ópu er afurðaverð til íslenskra bænda það lægsta í álfunni. Haust- ið 2019 var það 468 kr./kg að teknu tilliti til viðbótargreiðslna, en næst- lægst í Rúmeníu, þar sem það var um 485 kr./kg. Hæst er það í Frakk- landi, þar sem sauðfjárbændur fá um 1.048 kr./kg. Við þetta má bæta að hlutur ís- lenskra sauðfjárbænda af smásölu- verði er 37% samkvæmt úttekt LS, en hann er að jafnaði á bilinu 45-50% í nágrannalöndunum. kgk Afurðaverð hefur enn ekki verið gefið út Rekið inn í Arnarhólsrétt í Helgafellssveit síðastliðið haust. Ljósm. úr safni/ sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.