Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 202014
Þróunarfélagið Breið var stofnað
á Akranesi í byrjun júlí nú á liðnu
sumri, þegar fulltrúar 17 fyrirtækja
og stofnana skrifuðu undir sam-
komulag þar að lútandi. Verkefnið
var að forgöngu Akraneskaupstað-
ar og Brims, sem höfðu frá því síð-
asta haust unnið saman að undir-
búning að stofnun þróunarfélags
um nýsköpun og atvinnuuppbygg-
ingu. Valdís Fjölnisdóttir er fram-
kvæmdastjóri þróunarfélagsins.
Skessuhorn hitti Valdísi að máli
síðastliðinn föstudag og ræddi við
hana um starfsemi félagsins, sem
nú er verið að ýta úr vör. „Okkur
langar að vera fordæmi fyrir önn-
ur sveitarfélög sem eru að breyt-
ast, þar sem eru gamlar verksmiðj-
ur og vinnslur sem hefur verið lok-
að og hafa ekkert hlutverk, búa til
líf í þeim og gera eitthvað nýtt. Nú
er tækifæri til að gera slíkt hérna á
Akranesi, sem hefur allt upp á að
bjóða til að það geti heppnast vel,“
segir hún.
Valdís var áður framkvæm-
dastjóri Blámars, sem seldi íslen-
skar sjávarafurðir á Asíumarkaði.
HB Grandi keypti það félag á sí-
num tíma og þegar Brim keypti HB
Granda var starfsemi Blámars færð
undir Brim. „Þaðan kemur svolítið
mín frumkvöðlareynsla. Þetta var
mjög áhugavert og gaman að kyn-
nast. Ég hafði aldrei unnið í sjá-
varútvegi fyrir þann tíma, þetta
var spennandi,“ segir hún. „Síðan
var mér boðið þetta starf og kem
í raun inn í þróunarfélagið fyrir
hönd Brims,“ segir Valdís og bætir
því við að sér lítist vel á. „Þetta
verkefni er gríðarlega spennandi og
skemmtilegt. Það er spennandi að
fá að taka þátt í að búa til eitthvað
nýtt og skapandi á þessu svæði, fá líf
inn í tóm hús, stefna fólki saman og
skapa hugmyndir.“
Tvíþætt hlutverk
Valdís segir að hlutverk Þróunar-
félagsins Breiðar sé tvíþætt. „Það er
annars vegar þetta hús hér, þar sem
við munum koma upp nýsköpun-
ar- og rannsóknarsetri og hins veg-
ar uppbygging á Breiðarsvæðinu,“
segir Valdís. „Við byrjum á að koma
starfsemi setursins í gang því hús-
ið er tilbúið. Seinna meir förum við
að að þróa hugmyndir fyrir Breið-
ina í stærra samhengi og þá verður
litið til uppbyggingar næstu áratug-
ina,“ bætir hún við.
Þegar kemur að starfsemi í gamla
HB húsinu má segja að hún verði
með tvennum hætti. „Annars veg-
ar verða hér vinnurými sem verða
leigð út, á bilinu 30-50 starfsstöð-
var. Þar verður hægt að leigja skrif-
borð. Slíkt gæti ef til vill hentað
þeim sem vinna í bænum en vilja
og geta unnið á Akranesi kannski
tvo daga í viku, einyrkjum, frum-
kvöðlum, fyrirtækjum sem eru bara
með einn starfsmann á Akranesi
eða jafnvel námsmönnum,“ segir
hún. Þá er stefnt að því að ráðuney-
ti og opinberar stofnanir muni nýta
samvinnurýmin til að styðja við
framkvæmd stefnumarkandi byg-
gðaáætlunar um störf án staðset-
ningar. „Það verður gaman að taka
þátt í því og vonandi náum við að
gera það af krafti því hér verður
komin topp aðstaða,“ segir Valdís.
„Það þarf ekki allt að vera í miðbæ
Reykjavíkur, það er svo margt sem
má gera annars staðar,“ bætir hún
við. Hins vegar segir Valdís að á 2.
hæð verði rannsóknar- og nýsköpu-
narsetur til húsa. „Aðilar sem munu
koma að rannsóknar- og nýsköpu-
narsetrinu og skrifuðu undir viljay-
firlýsinguna eru Rannsóknarsetur
Háskóla Íslands, nýsköpunardeild
FVA, FabLab, álklasinn, Skaginn
3X, Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands, atvinnuvega- og nýsköpu-
narráðuneytið og fleiri,“ segir hún.
Snjalltækni
Í ljósi þess að á bakvið þróunar-
félagið standa mörg fyrirtæki í sjáv-
arútvegi og iðnaði, verður þá lögð
áhersla á þessar greinar í starfsemi
nýsköpunar- og þróunarsetursins?
„Það verður ákveðin áhersla og þá
helst í tengslum við snjalltækni og
hvernig má nýta hana til dæmis í
sjávarútvegi í vinnslulínum, kæl-
ingu og umbúðaþróun, eins og fyr-
irtæki á borð við Skagann 3X hafa
verið að vinna að undanfarin ár,“
segir Valdís. „álklasinn, sem verð-
ur líka hérna með okkur, þá langar
að setja upp viðskiptahraðal í snjall-
tækni og tengja hann sinni starf-
semi og þeim iðnaði. Það gæti orð-
ið áhugavert,“ segir hún. „Það er
alls konar að gerast í þessum heimi
snjalltækninnar í tengslum við
hvers kyns framleiðslu. Við Íslend-
ingar höfum verið í fremstu röð í
heiminum þegar kemur að snjall-
tækni í sjávarútvegi. Við verðum að
nýta það forskot og halda því, en
um leið höfum við tækifæri til að
vera í fremstu röð þegar kemur að
snjalltækni á öðrum sviðum,“ seg-
ir Valdís.
Fólkið skapar
hugmyndir
Nýsköpunar- og þróunarsetrið mun
ekki tengjast uppbyggingu Breiðar-
svæðisins með beinum hætti. Það
er ekki hugsað sem forsenda henn-
ar, en er og verður vissulega hluti
af uppbyggingunni. „Það er ekki
nema það komi einhverjar hug-
myndir upp sem snúa að uppbygg-
ingu svæðisins, þá er þróunarfélag-
ið sjálft tilbúið að koma að þeim.
Við erum opin fyrir öllum hug-
myndum og viljum vinna að þeim
með bænum og tengdum aðilum,“
segir Valdís. Engu að síður seg-
ir hún að þegar hafi alls kyns hug-
myndum verið varpað fram. „til
dæmis hugmyndir í tengslum við
ferðaþjónustu, svo sem yfirbyggð-
an sundlaugagarð. En líka hug-
mynd um heilsuhótel í samstarfi við
sjúkrahúsið, gróðurhús með græn-
metisræktun og veitingastað,“ seg-
ir hún en tekur skýrt fram að ekk-
ert af þessu hafi verið mótað, aðeins
sé um að ræða hugmyndir sem hafi
komið til tals. „Þetta eru alls kon-
ar hugmyndir sem við eigum eftir
að kíkja betur á þegar þar að kem-
ur. Við ákváðum að byrja á vinnu-
rýmunum og þróunarsetrinu, til að
fá fólkið inn til okkar og með því
gróskuna sem skapar hugmyndir og
fer með þær lengra,“ segir Valdís.
Koma húsinu í stand
Sem fyrr segir er starfsemin að
hefjast um þessar mundir, en hver
hafa verkefnin verið þessar allra
fyrstu vikur? „Núna erum við að
gera og græja til að koma húsinu
í stand. Við byrjum á 3. hæðinni
og erum þar að koma upp vinnu-
rýmunum sem verður í gamla
matsalnum,“ segir hún. Stefnt er
að því að þeirri vinnu verði lok-
ið seinni partinn í september eða
í byrjun október. „Það verður
komið líf í húsið eftir mánuð eða
svo,“ segir Valdís. „Það er fyrsta
skref, að klára þetta og fá fólk
hingað inn. Svo förum við í 2.
hæðina. Hún kallar á aðeins meiri
framkvæmdir, hún er bara tóm
núna,“ segir hún. „Við erum bara
rétt að stíga fyrstu skrefin núna.
Hugmyndirnar munu þróast eft-
ir því sem fram vindur. Við erum
ekki að festa of mikið á þessu stigi
heldur langar að sjá hvað kemur
upp þegar við förum af stað og
fáum fleiri að. Hér verður lifandi
og dýnamísk starfsemi þar sem
allir geta unnið saman og fengið
hugmyndir frá hverjum öðrum,“
segir Valdís.
Viðtökurnar góðar
Aðspurð segir Valdís að þróunar-
félagið hafi fengið góðar viðtök-
ur. „Íbúar Akraness, stjórnir félag-
anna sem standa að þróunarfélaginu,
bæjarstjórnin og bara allir hafa tekið
þessu vel. Mér finnst fólk meðvitað
um að við erum að fara inn í breytta
tíma og nýja uppbyggingu, þar sem
við þurfum að hætta að horfa til baka
og sjá á eftir því sem var. Það eru
fleiri tækifæri og við þurfum að búa
eitthvað til,“ segir hún. „Margir hafa
áhuga á að koma inn til okkar og það
er greinilega hugur í fólki að taka þátt
í þessu með okkur. Það er ánægjulegt,
því þetta er auðvitað samstarfsverk-
efni með íbúum Akraness. Við viljum
fá þá í þetta með okkur,“ segir Valdís
Fjölnisdóttir að endingu.
kgk/ Ljósm. Akraneskaupstaður/
Myndsmiðjan.
„Hér verður lifandi og dýnamísk starfsemi“
- rætt við Valdísi Fjölnisdóttur, framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins Breiðar
Valdís Fjölnisdóttir.
Ljósm. úr einkasafni.
Valdís ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra. Þórdís er verndari verkefnisins.
Að baki Þróunarfélaginu Breið standa 17 fyrirtæki og stofnanir, enda þurfti sannkallað langborð þegar skrifað var undir
viljayfirlýsingu um stofnun þess.
Gamla HB húsið á horni Bárugötu og Hafnargötu á Akranesi. Þar verður nýsköp-
unar- og þróunarsetrið til húsa. Ljósm. kgk.
Frá því viljayfirlýsing um stofnun þróunarfélagsins var undirrituð í júlí á liðnu
sumri.