Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 2020 23 ÍA og KA skildu jöfn, 2-2, þeg- ar liðin mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var á Akureyri. Skagamenn voru heldur sterkari framan af leiknum, en tókst ekki að skapa sér nein opin marktækifæri. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn sóttu KA-menn í sig veðrið og tóku að lokum stjórnina í leiknum. á 26. mínútu skoruðu þeir mark sem var dæmt af en tveimur mínútum síð- ar komust þeir yfir. Hrannar Björn Steingrímsson átti þá góða fyrirgjöf frá hægri beint á kollinn á Guð- mundi Steini Hafsteinssyni sem stýrði honum í fjærhornið. Strax í upphafi síðari hálfleiks fengu KA- menn vítaspyrnu. Guðmundur Steinn fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi og kom heimamönn- um í 2-0. Skagamenn tóku við sér eft- ir annað mark KA. Þeir voru mun beittari og náðu að minnka muninn á 56. mínútu leiksins. Brynjar Snær Pálsson sendi þá frábæran bolta fyrir markið frá vinstri þar sem Gísli Laxdal Unnarsson var mættur á fjærstöngina og skallaði hann yfir Kristijan Jajalo, í þverslána og inn. Skagamenn héldu uppteknum hætti eftir markið, þeir voru miklu sterkari og varla að heimamenn fengju boltann næstu tíu mínúturn- ar eða svo. Það var hins vegar upp úr engu sem ÍA jafnaði metin á 67. mínútu. Brynjar tók hornspyrnu frá hægri sem sveif á fjærstöngina beint á Mikkel Qvist, varnarmann KA, sem var aleinn í teignum og ætlaði að hreinsa frá marki. Það gekk hins vegar ekki betur en svo að hann sendi boltann í eigið net og jafnaði þar með fyrir ÍA. Það sem eftir lifði leiks freistuð- ust bæði lið til þess að stela sigrin- um. Besta færið fengu heimamenn, þegar Andri Fannar Stefánsson slapp einn í gegnum vörn Skaga- manna en árni Snær Ólafsson kom langt út úr markinu og varði vel frá honum. ÍA fékk nokkur ágæt tæki- færi. Stefán teitur Þórðarson átti hörkuskot að marki og Sindri Snær Magnússon sömuleiðis. Í uppbót- artíma skallaði Hlynur Sævar Jóns- son boltann í netið fyrir ÍA eftir hornspyrnu, en markið var dæmt af vegna sóknarbrots. Leiknum lauk því með jafntefli, 2-2. Skagamenn sitja í 7. sæti deildar- innar með 14 stig eftir ellefu leiki, jafn mörg og Víkingur R. í sætinu fyrir neðan en tveimur stigum á eftir Fylki. Næsti leikur ÍA er úti- leikur gegn erkifjendunum í KR næstkomandi sunnudag, 30. sept- ember. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Víkingur Ó. gerði jafntefli við Vestra, 3-3, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu á sunnu- daginn. Leikið var á Ísafirði. Heimamenn voru öflugri í blá- byrjun leiksins, án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Eftir um tíu mín- útna leik áttu Ólafsvíkingar hættu- lega sókn og skalla rétt framhjá. Upp úr því voru þeir sterkari inni á vellinum, en það voru engu að síð- ur heimamenn sem brutu ísinn á 39. mínútu leiksins. Ivo Öjhage skoraði þá með laglegum skalla og aðeins fimm mínuútum síðar, rétt áður en flautað var til hálfleiks, skoraði Pét- ur Bjarnason annað mark Vestra. Heimamenn fóru því með tveggja marka forystu inn í hléið. Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Það var ekki fyrr en Ólafs- víkingar gerðu þrefalda breytingu á liði sínu að hlutirnir fóru að ger- ast. Gonzalo Zamorano minnkaði muninn fyrir Víking Ó. á 67. mín- útu, aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Aðeins mínútu síðar skoraði Harley Willard metin fyrir Víking Ó. og eins og hendi væri veifað var staðan orðin jöfn, 2-2. Vestramenn urðu fyrir áfalli á 77. mínútu þegar Ivo var rekinn af velli með sitt annað gula spjald. Þurftu þeir því að leika manni færri síð- ustu 13 mínúturnar. Ólafsvíkingar nýttu sér liðsmuninn og sóttu að marki. Þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á 82. mínútu. Har- ley gerði sér lítið fyrir og skoraði úr spyrnunni og allt útlit fyrir að Ólafsvíkingar ætluðu að stela sigr- inum. En svo varð ekki því Daní- el Agnar ásgeirsson jafnaði metin fyrir heimamenn í uppbótartíma og þar við sat. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Víkingur Ó. situr í 10. sæti deild- arinnar með tíu stig eftir ellefu leiki, jafn mörg stig og Leiknir F. í sætinu fyrir ofan en þriggja stiga forskot á Þrótt R. Næsti leikur Ólafsvíkinga er gegn sterku liði Vestmannaey- inga. Víkingur Ó. og ÍBV mætast í Ólafsvík á laugardaginn, 29. ágúst. kgk Káramenn máttu játa sig sigraða gegn Selfyssingum, 1-0, þegar lið- in mættust í 2. deild karla í knatt- spyrnu. Leikið var í blíðskaparveðri á Selfossi á sunnudaginn. Heimamenn voru sterkari í leikn- um og fengu sinn skerf af mark- tækifærum. Litlu munaði að þeir kæmust yfir strax á 5. mínútu en Káramenn björguðu á línu. Skaga- liðið átti síðan góða sókn á 12. mín- útu sem endaði með skoti rétt yfir. Skömmu síðar áttu Selfyssingar skalla að marki eftir hornspyrnu, en aftur björguðu Káramenn á mark- línu. Þrátt fyrir fjörugan fyrri hálfleik voru engin mörk skoruð og staðan því jöfn þegar liðin gengu til bún- ingsherbergja í hléinu. Ísinn var ekki brotinn fyrr en á 58. mínútu, þegar Hrvoje tokic skoraði eina mark leiksins eftir að hafa farið framhjá varnarmönnum og mark- manni og nánast troðið boltanum í markið. Litlu munaði að Káramenn jöfnuðu í uppbótartíma. Þeir kom- ust tveir á móti einum tókst ekki að nýta sér færið, sem reyndist vera síðasta færi leiksins. Selfyssingar fóru því með 1-0 sigur af hólmi. Kári hefur 14 stig í 8. sæti deild- arinnar eftir ellefu leiki. Liðið hef- ur fjögurra stiga forskot á ÍR en er fjórum stigum á eftir KF í sætinu fyrir ofan. Kári og KF mætast ein- mitt í næstu umferð. Leikur þeirra fer fram á Akranesi laugardaginn 29. ágúst næstkomandi. kgk Lið ÍA karla í knatt- spyrnu er dottið úr leik í Mjólkurbikarnum eft- ir tapleik í 16-liða úr- slitum gegn Val síðast- liðið þriðjudagskvöld í liðinni viku. Leikur- inn átti upphaflega að fara fram í síðasta mán- uði en var frestað vegna Covid-19. Leikið var á Hlíðarenda í Reykja- vík en síðast þegar þessi tvö lið mættust, á sama velli, fengu Valsmenn skell frá Skagamönnum en þeir gulklæddu unnu þá viður- eign 4-1. Mátti því búast við hörku viðureign. Valsmenn voru hættulegir í up- phafi leiks og sóttu stíft á Skag- amenn sem þurftu að hafa sig alla við að verjast. Fyrsta mark kom strax á 12. mínútu. Þar var á fer- ðinni Patrick Pedersen sem skal- laði knöttinn í mark ÍA eftir góða fyrirgjöf frá Sigurði Agli Lárussy- ni. Valsmenn voru þéttir framan af og gerðu ÍA erfitt fyrir í sínum sóknaraðgerðum. Þeir gulklæd- du héldu þó haus og komust hægt og rólega inn í leikinn. Besta jöf- nunarfærið í fyrri hálfleik kom á 36. mínútu. Þá átti Gísli Laxdal frábæra sendingu inn í teig á Mar- tein theodórsson sem var einn og óvaldaður en hitti ekki boltann. Al- gjört dauðafæri hjá Skagamönnum. Staðan því 1-0 fyrir Val í leikhléi. Í síðari hálfleik voru það Skag- amenn sem komu ákveðnari til leiks. Mikið líf var í þeim gulklæd- du sem reyndu hvað þeir gátu að skapa sér opin færi og sóttu hart að heimamönnum. Allt kom þó fyrir ekki og á 65. mínútu náði Aron Kristófer Lárusson sér í rautt sp- jald eftir hörð orðaskipti við aðs- toðardómara leiksins. Valsmenn nýttu sér þennan meðbyrð, veran- di einum fleiri, og skoruðu fjórum mínútum síðar. Aron Bjarnason átti sendingu á Lasse Pet- ry sem skallaði boltann í netið og tvöfaldaði fo- rystu heimamanna. Skagamenn voru þó hvergi búnir að gefast upp því fimm mínú- tum síðar minnkaði ÍA muninn. tryggvi Hrafn Haraldsson átti fast skot á mark Valsara sem Hannes Þór Halldórsson varði. Steinar Þorsteins- son var þá á réttum stað á réttum tíma, náði frákastinu og minnkaði muninn í eitt mark þegar stundar- fjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma. Skagamenn lögðu allt í sölurnar en þurftu að lokum að lúta í lægra haldi gegn Valsmönnum sem sko- ruðu rétt undir lokin í uppbótartí- ma. Var það Einar Karl Ingvars- son sem skilaði boltanum í netið og tryggði sínum mönnum farseðil- inn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Lokatölur 3-1 fyrir Val. ÍA er því úr leik í Mjólkurbikar- num en Valur mun mæta HK í 8-liða úrslitum. Sá leikur fer fram fimmtudaginn 10. september á Hlíðarenda glh Skagakonur gerðu 2-2 jafntefli við Gróttu, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knattspyrnu á laug- ardag. Leikið var á Seltjarnarnesi og það voru heimakonur sem höfðu undirtökin framan af leik. tinna Bjarkar Jónsdóttir kom Gróttu yfir strax á 13. mínútu leiksins. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálf- leik og heimakonur því einu marki yfir þegar liðin gengu til búnings- herbergja. Gróttukonur bættu við öðru marki sínu á 56. mínútu og þar var á ferðinni María Lovísa Jónasdóttir og staðan orðin 2-0. Þannig stóðu leikar þar til skammt var eftir af leiknum. Skagakonur voru hvergi af baki dottnar, því þær minnkuðu muninn á 80. mínútu þegar Unn- ur Ýr Haraldsdóttir skoraði. Það var síðan einni mínútu fyrir leiks- lok sem Védís Agla Reynisdóttir jafnaði metin í 2-2 og Skagakonur björguðu þar með stigi úr leiknum. Skagakonur sitja í 7. sæti deild- arinnar með níu stig eftir níu leiki, tveimur stigum á eftir Augnabliki en með eins stigs forskot á Víking R. Næsti leikur ÍA er gegn Hauk- um á morgun, fimmtudaginn 27. ágúst. Sá leikur verður spilaður á Akranesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sas. Tryggðu sér jafntefli á lokamínútunum Gonzalo Zamorano skoraði eitt þriggja marka Víkings Ó. í leiknum gegn Vestra. Ljósm. úr safni/ þa. Dramatískt jafntefli á Ísafirði Björguðu jafntefli fyrir norðan Páli Sindra Einarssyni og félögum hans í Kára tókst ekki að krækja í stig gegn sterku liði Selfyssinga. Ljósm. úr safni/ Knattspyrnufélag Kára. Sigraðir á Selfossi Skagamenn úr leik í Mjólkurbikarnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.